Þjóðviljinn - 08.12.1987, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.12.1987, Blaðsíða 5
umsjuri SiguröurÁ. Friðþjófsson Kvótamálið Fiskveiðistefnan hefur mistekist Fyrsta umrœða umfrumvarp sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiðanna hófst í efri deild ígœr. HalldórÁsgrímsson: Lágmark að lögin gildi í4 ár. Danfríður Skarphéðinsdóttir: Hefur ekki tekistað stjórna fiskveiðunum. Skúli Alexandersson: Hverfumfrá kraftasókninni Frumvarp nkisstjórnarinnar um stjórn fiskveiðanna kom til fyrstu umræðu í efri deild í gær. Umræðan hófst á því að Skúli Al- exandersson kvaddi sér hljóðs um þingsköp og lagði til að mál- inu yrði frestað þar sem þing- flokkum hefði ekki gefist tæki- færi til að fjalla um frumvarpið á þingflokksfundum. Eiður Guðnason sagðist undr- ast þessa ósk Skúla en Júlíus Sólnes tók undir óskina. Karl Steinar Guðnason, forseti efri deildar, sagði að það hefði fengist samkomulag formanna þing- flokkanna um að málið væri tekið strax á dagskrá og að það yrði tekið fyrir í sjávarútvegsdeild strax næsta dag, þó umræðu yrði frestað. Kvótinn hagkvæmari en skrapdagar Halldór Ásgnmsson mælti fyrir frumvarpinu og benti á að það væri langt síðan að frum- drögum að frumvarpinu hefði verið dreift til þingmanna og að þingmenn hefðu haft alla mögu- leika á að tjá sig um málið. Halldór sagði að kvótakerfið hefði mikla kosti og að allar út- tektir bentu til þess að það væri mun hagkvæmara en skrapdag- akerfið. Sagði hann að ef skrap- dagakerfið hefði verið áfram hefðu komið upp fleiri og erfiðari vandamál en með kvótakerfinu og að einstakir landshlutar, eins- og t.d. Suðurnesin, hefðu farið verr út úr slíku kerfi en með kvót- akerfinu. Sagðist hann ekki í vafa um að núverandi kerfi tryggði byggð í landinu. Að lokum sagði sjávarútvegs- ráðherra að það væri lágmark að lögin giltu til 4 ára en að í lögun- um væri bráðabirgðaákvæði sem geri ráð fyrir því að nefnd verði skipuð til að hefja endurskoðun á lögunum og sú nefnd ætti að skila áliti eigi síðar en haustið 1989. Byggðarlög selji kvótann Danfríður Skarphéðinsdóttir sagði það álitamál hversu mikill fagnaðarboðskapur fælist í frum- varpinu. Sagði hún að með kvót- akerfinu hefði ekki tekist að stjórna fiskveiðunum, aukning hefði orðið mikil í flotanum, þó mest hjá smábátum og sam- kvæmt frumvarpi sjávarútvegs- ráðherra væri hægt að versla með kvótann. Taldi hún nauðsynlegt að framtíðarstefna í fiskveiðum byggist á rannsóknum auk þess sem stefnt yrði að betri meðferð og nýtingu á fiski, en það hefði að hluta til batnað eftir tilkomu kvótakerfisins. Danfríður kvartaði undan áhugaleysi fréttamanna á til- lögum Kvennalistans í fisk- veiðimálum, en meginatriði þeirra hugmynda er að 80% af kvótanum verði skipt milli byggðarlaga og byggðarlögin selji síðan rétt til fiskveiða og á andvirði sölunnar að renna í rannsóknir, menntun, vöruþró- un, markaðsrannsókn o.fl. innan sjávarútvegsins. Konurnar studdu kvótafrumvarpið Skúli Alexandersson tók næst- ur til máls og talaði það sem eftir var af þingfundinum. Hann benti í upphafi máls síns Danfríði á að Kvennalistinn hefði stutt núver- andi kvótakerfi þegar það var til umfjöllunar 1985. Þá sagðist Skúli undrast þá yfirlýsingu Danfríðar að aukningin hefði orðið mest í smábátunum og fór hann fram á við ráðherra að hann léti kanna hver þróunin í stækkun fiskveiðiflotans hefur ■ verið. Sagði hann að það væri alltaf ver- ið að lengja og stækka skip en um það væri lítið talað, hinsvegar væri stöðugt hamrað á því að trill- um hefur fjölgað. Þá sagðist Skúli efast um að meðferð á fiski hefði batnað, sagði hann að krafta- sóknin hefði verið nær ó- takmörkuð og að það hefði kom- ið fram í lélegri fiski. Hvað tillögur Kvennalistans um að byggðalögin seldu veiði- kvóta varðaði, þá taldi Skúli þær fráleitar. Utanríkisviðskipti Flutningurinn umdeildur Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi harðlega frumvörpin. Matthías Bjarnason andvígur. Kjartan Jóhannsson samþykkir með fyrirvara Steingrímur J. Sigfússon gagnrýndi harðlega frumvörp ríkisstjórnarinnar um að flytja utanríkisverslun frá viðskipta- ráðuneyti yfir til utanríkisráðu- neytis á fundi neðri deildar Al- þingis i gær og tóku ýmsir undir þá gagnrýni, jafnt frá stjórnarlið- um sem og stjórnarandstöðu og sjálfur viðskiptaráðherra virtist iítt hrifinn af hugmyndinni þó hann hafi mælt fyrir frumvörp- unum. Frumvörp um útflutningsleyfi og Útflutningsráð íslands voru til annarrar umræðu en fjárhags- og viðskiptanefnd þríklofnaði í af- stöðu sinni til þessara frumvarpa. Matthías Bjarnason skilaði sérá- liti þar sem hann leggst gegn þess- um breytingum og Kjartan Jó- hannsson hafði ákveðna fyrirvara við samþykki sitt. Steingrímur J. Sigfússon skilaði séráliti þar sem hann leggur til að þessum frum- vörpum verði vísað aftur til ríkis- stjórnarinnar og að hætt verði við þessar breytingar. Steingrfmur segir ýmsum spurningum ósvarað í þessu máli, t.d. hvernig utanríkisþjónustan nýtist betur, en ekkert hefur komið fram um að hún væri van- nýtt, þá hefðu samtök stærstu út- flytjenda lýst sig andsnúin þessu auk þess sem óhagræði fylgi því að hafa viðskiptamál og pólitíska stefnumörkun í utanríkismálum í sama ráðuneyti. Við afgreiðslu málsins til þriðju umræðu klofnaði Borgar- afloickurinn og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir studdi stjórnar- liða. _sáf Alþýðubandalagið leggur til að hlutur smábáta verði óbreyttur I kvótafrumvarpinu frá núverandi lögum. Slælegur undirbúningur Skúli fór mörgum orðum um undirbúning frumvarpsins og vís- aði til starfsáætlunar ríkisstjórn- arinnar frá 8. júlí, þar sem segir að fiskveiðistefnan verði endur- skoðuð m.a. í því skyni að taka tillit til byggðarsjónarmiða og þá hvort rétt sé að binda kvóta við skip. Samráðsnefndin var hins- vegar ekki skipuð fyrr en í sept- ember og lýsti Eiður Guðnason því þá yfir að það þyrfti einnig að skipa þingmannanefnd. Sú nefnd var hinsvegar ekki skipuð fyrr en 2. nóvember og átti Borgara- flokkurinn ekki fulltrúa í henni. Skúli benti á að þó að ekki hefði verið farið af stað með undirbúning frumvarpsins fyrr en í september hefði ráðuneytið nýtt tímann þangað til, til að láta gera úttekt á þeim þáttum fiskveiði- stefnunnar sem talið var að hefðu tekist vel. Hinsvegar var ekki gerð úttekt á þeim liðum sem mest hefur verið deilt á einsog vandræði sem hafa skapast af flutningi kvóta milli byggðarlaga og afleiðingu kraftasóknarinnar. Afleiðing kraftasóknar Afleiðing kraftasóknarinnar er að sóknin í þorskstofninn og aðra fiskstofna hefur verið alltof mikil þannig að við blasir að það verð- ur að minnka hana um a.m.k. 10% á næsta ári. „Getur nokkuð undirstrikað betur að hér hafa átt sér stað mistök í fiskveiðistjórn- un?“ sagði Skúli og benti á að Hafrannsóknastofnun mælti með því að í ár yrðu 300 þúsund tonn veidd og tillaga ráðuneytisins hefði verið 330 þúsund tonn, hinsvegar benti allt til þess að niðurstaðan verði um 400 þúsund tonn. „Þegar þannig fer er ekki hægt að segja að við búum við fiskveiðistjórnun. Þá hefur það gerst að fiskurinn sem veiddur er minnkar stöðugt þannig að 130 milljón þorskar sem veiddir eru í ár gefa af sér 380 þúsund tonn en hefðu gefið af sér 538 þúsund tonn árið 1955, samkivæmt upp- lýsingum Jakobs Jakobssonar fiskifræðings.“ Breytingartillögur AB Skúli kynnti breytingartillögur Alþýðubandalagsins, sem voru lagðar fram á fundinum, sem hann sagði breyta grundvelli frumvarpsins þar sem tveimur þriðju hlutum kvótans er úthlut- að til byggðarlaga en þriðjungi til útgerðar. Þá gera tillögur Al- þýðubandalagsins ráð fyrir því að óbreytt stefna ríki áfram gagnvart trillusjómönnum. Skúli fjallaði einnig um út- reikninga sem hann hafði beðið Þjóðhagsstofnun að gera fyrir sig um afkomu í botnfiskveiðum miðað við að verðmæti skipa sé tvöfalt vátryggingaverðmæti þeirra, einsog nýlegt dæmi um sölu á Dagstjörnunni frá Suður- nesjum til Ákureyrar reyndist. Samkvæmt þeim útreikningum verður tap á útgerðinni upp á 9,3% í stað hagnaðar upp á 3,5%. Að lokum sagði Skúli að fisk- veiðistefnan hefði að meira eða minna leyti mistekist en það væri hægt að lagfæra frumvarpið ef þingheimi væri gefið tækifæri til þess. Þegar umræðu var frestað voru 6 á mælendaskrá. -Sáf DJÓÐVILJINN blaðið sem vitnað erí Þriðjudagur 8. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.