Þjóðviljinn - 08.12.1987, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.12.1987, Blaðsíða 8
Kjaramálin Viðhorfin á vinnustöðum Um áramótin verða kjarasamningar aðildarfélaga Alþýðusambandsins lausir og Ijóst að eftir að samningavið- ræður Verkamannasambandsins og VSÍ fóru út um þúfur í síðasta mánuði stefnir í hörð átök á vinnumarkaði upp úr áramótum. Þjóðviljinn leit inn á nokkra vinnustaði í höfuðborginni og leitaði álits hjá starfsfólki á stöðunni í kjaramálum og komandi samninga- gerð Jón Árnason, Sundlaug Vesturbœjar Bið eraÍÍtáTsÍæm - Það er lítið að gerast núna held ég. Eg hef ekki orðið var við annað. En útlitið sýnist ekkert of gott, og þar tek ég mið af Alþýðu- sambandinu; mér sýnist þeir ekki ætla að hafa frumkvæði í samn- ingamálunum núna eins og þeir hafa haft undanfarin ár. En það má nú sjálfsagt virða þeim til vor- kunnar, þar sem þeir hafa farið verst út úr því sjálfir, sagði Jón Árnason, baðvörður í Sundlaug Vesturbæjar, er hann var spurð- ur hvernig honum litist á stöðuna í samningamálunum. - Ég held að það sé erfitt að semja fyrr en það er kominn stöðugleiki á gengið, sagði Jón; en á hinn bóginn er bið alltaf slæm. Við töpum á allri bið. Jón er félagi í BSRB, og við spurðum hann hvort hann sækti fundi í sínu stéttarfélagi. Jón sagði að lítið færi fyrir því. „Við vinnum vaktavinnu hérna, og oft ber þessa fundi upp á þann tíma sem við erum að vinna. En við fylgjumst með því sem er að ger- ast,“ sagði hann. HS Jón Árnason: Erfitt að semja fyrr en kominn er stöðugleiki á gengið. Mynd: Sig. Ragna Guðvarðardóttir hjá Sjóklæðagerðinni hf. Nauðsynlegt að tryggja kaupmátt launa „Mér líst ekki vel á stöðuna í kjaramálunum í dag, sér í lagi hvað varðar láglaunahópana,“ sagði Ragna Guðvarðardóttir, en hún er trúnaðarmaður starfs- fólks í Sjóklæðagerðinni hf. „Starfsfóikið hér er í Iðju og þar hefur verið mörkuð mjög á- kveðin stefna í kjarabaráttunni, sem er að tryggja kaupmátt laun, það er númer eitt, tvö og þrjú,“ sagði Ragna. „Mér finnst að það ætti að bíða með samninga að- eins, eða þar ti! það er vitað hvort ríkisstjórnin ætlar að fella gengið. En það verður að fá tryggingu fyrir kaupmætti launa og afnema þessa prósentutölu, hún ætti ekki að vera til.“ Aðspurð um stöðu mála í Iðju sagði Ragna að það væri ekki . mjög mikii umræða, en það væri sem áður segir, sett á oddinn að tryggja kaupmátt. „Ég er ekki mjög bjartsýn og býst ekki við mikilli hörku í kjarabaráttunni, ég trúi á samningaleiðina. Ef hún bregst kemst þó eflaust harka í málið,“ sagði Ragna að lokum. -ns. Ragna: „Það hefur verið mörkuð mjög ákveðin stefna." Mynd: Atli. Óskar: „Það verður að gefa fólki kost á að sinna börnunum." Mynd: Atli. Óskar Einarsson hjá Fálkanum: Afstæður darraðardans „Það litla sem ég hef fylgst með kjaramálunum finnst mér vera skrípaleikur, afstæður darraðar- dans,“ sagði Óskar Einarsson verslunarstjóri í Fálkanum. „Við erum í Verslunar- mannafélaginu, en ég hef ekki mikið fylgst með máium þar. Þó finnst mér sjálfsagt að bíða með samningagerð ef stjórnin ætlar að fella gengið, það er gefið mál og það verður að gera miklar breytingar ef eitthvert jafnrétti á að nást í kjaramálum. Það er al- ger nauðsyn að hækka lægstu launin, en það er bara svoleiðis að það vinna fæstir eftir töxtum, það er svo mikið um yfirborganir í þjóðfélaginu. Og þá eru það ekki þessir svokölluðu láglauna- hópar sem fá þær,“ sagði Óskar. „Annars eru launin í landinu óraunhæf miðað við verðlagið. Ríkisstjórnin stillir upp vissri mynd, segir að undirstöðuatvinnuvegirnir verði að bera sig og þá verði að borga lág laun, þetta er bara ekki raun- hæft. Síðan er þessi gífurlega aukavinna fólks til að ná endum saman algerlega út í hött. Fólk á ekki að þurfa að vinna svona mikið, það verður líka að sinna börnunum. Það verður að gefa fólki kost á því,“ sagði Óskar að lokum. -ns. Vilborg Jónsdóttir, Útideild unglinga Gengur ekki lengur - Það er ekki spurning að það gerist eitthvað. Fólk sættir sig ekki við þessi laun lengur. Til dæmis er ég með um 40 þúsund á mánuði og það er ekki hægt að lifa af því, sagði Vilborg Jónsdótt- ir, starfsmaður Útideildar, þar sem hún sat og ræddi málin við stóran hóp unglinga í húsnæði deildarinnar í Tryggvagötunni. - Sjáðu þetta starf hér; ef starfsfólkið er ánægt með launin sín skilar það sér í betri árangri, sagði Vilborg; okkur hefur vant- að fólk til starfa lengi. Vilborg er félagi í BSRB, en segist aldrei hafa sótt fundi í fé- laginu þótt stundum hafi það staðið til. Þó sagðist hún fylgjast með því sem þar væri að gerast að einhverju leyti. - Ég er ekki sammála þessu gengisfellingartali sem allir eru fullir af núna. Ríkisstjórnin á að láta enda ná saman í sínum fjár- málum eins og okkur er ætlað að gera sem höldum úti heimilum, og þá verður hún að kunna sér hóf. Til dæmis er flottræfilshátt- urinn í öllum þessum nýju bygg- ingum fyrir neðan allar hellur. HS Vilborg Jónsdóttir: Ekki spurning að það gerist eitthvað. Mynd: Sig. Þóra Kristín Jónsdóttir kennari Gæti sorfið til stáls Björgvin Björgvinsson á Bláfellinu Endar í meiri- háttar fátækt - Málið er að það hefur ekkert náðst út úr samningum að undan- förnu. Um leið og kaupið hækkar þá hækkar allt annað. Þetta getur ekki endað í öðru en meiriháttar fátækt, sagði Björgvin Björgvins- son, háseti og altmuligmand á Bláfellinu, en Olíufélagið hf. rek- ur skipið. Björgvin er félagi í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur, en sagðist lítið fylgjast með því sem gerðist þar á bæ. - Hásetastarfið er mjög van- metið, og launin sem greidd eru þarf að endurskoða alveg frá grunni, sagði hann. Við erum að vísu á sérstökum samningum hér um borð og eins þeir sem eru á Héðni 'Valdimarssyni. Ætli ég hafi ekki um 59 þúsund á mánuði með dagpeningum, en þeir á fiskibátunum eru með alveg fár- ánleg laun miðað við alla fjarver- una. - Þessi launamál þarf að stokka upp alveg frá grunni, og fara að borga fólki kaup. Við verðum að hætta að semja upp á að fá ekki neitt, sagði Björgvin. HS Björgvin Björgvinsson: Hættum að semja upp á að fá ekki neitt. Mynd: Sig. „Það er mikill hugur hjá HÍK núna og það er búið að sam- þykkja að segja upp samningum um áramótin,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir kennari í Hagaskóla og trúnaðarmaður fyrir kennara þar sem eru í HÍK. „Það er stefna okkar að kaupmáttur launa verði varð- veittur og einnig að laun kennara verði leiðrétt, það er mjög mikil- vægt því launin hafa dregist mjög afturúr undanfarið. Annars erum við í samningaviðræðum árið um kring og oft hefur ekki gengið betur en það að launamálin hafa farið fyrir dómstóla. Við munum sýna fullan vilja og vonum að það verði metið og okkur sé sýndur skilningur á móti, því það hefur komið í ljós að ef við förum í hart og skólarnir loka þá hefur það mikil áhrif. Við munum því fara sáttaleiðina, en um allt þrýtur verða eflaust átök. Þá mun sverfa til stáls,“ sagði Þóra Kristín. -ns. Þóra Kristín: „Mikilvægt að launin verði leiðrétt." Mynd: Atli. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 8. desember 1987 Þriðjudagur 8. desember 1987 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.