Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 8
í Þjóðviljanum 13.1. birtir
Ólafur Gíslason ritdóm um bók
undirritaðra „68 - hugarflug úr
viðjum vanans“. Það er sjaldgæft
að höfundar telji sig knúna til að
svara ritdómum, enda hefur hver
maður rétt á smekk sínum. Það er
hins vegar skoðun okkar að eng-
inn ritdómari geti leyft sér að
rangfæra efni bókar, og þá stend-
ur það höfundum næst að bera
fram leiðréttingar.
Ólafur er mjög ósáttur við bók-
ina fyrir þá sök að við leggjum
meiri áherslu á þróun æskulýðs-
menningar en á „þær pólitísku
andstæður sem tókust á á þessum
tíma í átökum sem áttu eftir að
breyta heimsmynd okkar í
veigamiklum atriðum. í stað þess
að kanna „undirölduna" er mesta
púðrinu eytt á yfirborðið og verð-
ur það oft með undarlegum af-
leiðingum.“
Ólafur hefur greinilega lesið
bókina í leit að staðfestingu á
eigin skilningi á 68-hreyfingun-
um, og fyrst hann fann hana ekki,
kann hann bókinni flest til for-
áttu. Hann áttar sig engan veginn
á því að í bókinni er settur fram
skilningur á undiröldu þessara
hreyfinga - bara annar skilningur
en Ólafur hefur.
Pólitísk vitund
Það er að okkar mati yfirborðs-
legur skilningur á „vitund" að
halda að pólitísk vitund ger-
breytist við bein áhrif frá pólitísk-
um stórviðburðum, en Ólafur
gengur út frá þeim skilningi án
nokkurra útskýringa. Síðustu 20
ár hafa verið rík af pólitískum
stórviðburðum, sem bera vott um
„þverstæðukenndar mótsagnir í
þjóðfélagi okkar og menningu",
en þessir viðburðir hafa ekki
kveikt nýja æskulýðsuppreisn.
Að okkar mati er ástæðan sú, að
á 7. áratugnum varð þróun í nán-
asta umhverfi og hversdagslífi
æskufólks, sem skapaði forsend-
ur pólitískrar vitundarvakningar.
í bókinni er rakið ítarlega hvaða
samhengi er á milli samfélags-
breytinga, þróunar í hversdagslífi
æskufólks og vitundarvakningar
þess, og það má teljast meiri hátt-
ar afrek hjá Ólafi Gíslasyni að
geta lokað augunum fyrir því að á
þann hátt greinum við frá undir-
öldu æskulýðsuppreisnarinnar.
Þessi undiralda hefur haft var-
anleg áhrif á vestræn samfélög.
Hún hefur einkum haft þau áhrif
að losa um viðjar hefða og slaka á
bælingu og kúgun í hversdagslíf-
inu. Niðurstaða okkar er sú að
lífsseigustu pólitísku áhrif hennar
sé að finna í kvennahreyfingu og
að nokkru leyti meðal umhverfis-
vemdarsinna. Á árunum 1968-70
loguðu pólitískir eldar glatt, og
löngum síðan hefur lifað í glæð-
unum, en þær urðu aldrei að því
allsherjarbáli sem menn gerðu
sér vonir um, m.a. vegna þess að
hvergi (ekki einu sinni á Ítalíu,
Ólafur) tókst að mynda varanlegt
bandalag róttækra menntamanna
og verkalýðs.
Hin pólitíska hreyfing þessara
ára var líka óþroskuð og ómark-
viss. Þegar hreyfingin reis hæst,
1968-70, voru pólitísk markmið
hennar óljós og fálmandi, og það
var mjög misjafnt eftir þjóð-
löndum, hvaða pólitísku stórvið-
burði hún lagði áherslu á. Víet-
namstríðið og friðarboðskapur
vom í brennidepli í Bandaríkjun-
um, en aðrar pólitískar kröfur
náðu engri almennri útbreiðslu. í
Vestur-Evrópu blönduðust þess-
ar kröfur við kröfur um lýðræðis-
legri háskóla, og stuðningur við
verkalýðsbaráttu og jafnvel kröf-
ur um sósíalíska byltingu vom
hér ofarlega á dagskrá, andstætt
öllum fjöldanum í Bandaríkjun-
um. Á Spáni mótmæltu menn
einræðisstjórn Francos, og þann-
ig mætti lengi telja. Hinar pólit-
ísku kröfur voru mismunandi en
samnefnari þeirra var uppreisn
gegn valdinu og endurmat allra
viðhorfa og siðaboða. Hin pólit-
íska stúdentauppreisn var þess
utan aðeins hluti æskulýðsupp-
*
I
tilefni af
ritdómi
Ólafs
Gísla-
sonar
reisnar; hún fólst ekki síður í
breytingum á lifnaðarháttum,
uppreisn gegn valdboði á heimil-
um, vinnustöðum og í skólum.
Fásinna væri að reyna að rekja
þessa almennu uppreisn beint til
stórpólitískra viðburða, þótt
vissulega spili þeir inn í, en þeim
mun meiri ástæða er til að varpa
ljósi á samhengið milli hinna
ýmsu birtingarmynda æskulýðs-
uppreisnarinnar til að greina hina
raunvemlegu undiröldu hennar.
Uppreisn
án stefnuskrár
Rokkmenningin er að okkar
mati mikilvægur þáttur í þessari
samtengingu. Það lýsir ekki beint
þekkingu Ölafs Gíslasonar á við-
fangsefninu að hann notar orðin
rokk og popp á víxl um sama
hlutinn. Skilin þarna á milli eru
kannski óljós í dag, og sumar
listamannaspírur 7. áratugarins
með pólitískan áhuga lögðu þetta
khnnski að jöfnu, en þær
milljónir æskulýðs sem tóku þátt í
rokkmenningu 7. áratugarins
SVÖRTHVÍT
HEIMSMYND
vissu gjörla að það var munur á
uppreisnargjörnu rokki og iðnf-
ramleiddu poppi. Ólafi til glög-
gvunar viljum við benda á að í
bókinni erum við ekki að tala um
rokkið eitt og sér, heldur um
„rokkmenningu“, þ.e. umgeng-
nishætti, framkomu, klæðaburð,
talmál og viðhorf unglingamenn-
ingar, sem hafði rokkið að eins
konar burðarási. Á þessum tíma
var rokkið ekki bara lög með
Bítlunum og Roliing Stones, eins
og Ólafur virðist halda, heldur
tákn um uppreisnargjarnan lífs-
stfl, eins og margoft kemur fram í
bókinni. Ólafur virðist ekki
koma auga á aðra uppreisn en þá
sem hefur skilgreind pólitísk
markmið og stefnuskrá.
Það er ekki nóg með að Ólafur
vilji ekki sjá þá undiröldu æsku-
lýðsuppreisnarinnar, sem við
drögum fram, vegna þess að hann
hefur aðra skoðun á orsakasam-
hengi; hann les líka einföldustu
atriði rangt, t.d. þegar hann segir
að „allar vangaveltur um það
hvort óhefluð framkoma og upp-
reisnargirni The Rolling Stones
hafi verið tengd verkalýðsstétt-
inni á meðan fallegt bros og
snyrtilegan klæðnað Bítlanna
megi rekja til millistéttarinnar
eða öfugt (bls. 44) eru meira en
lítið hæpnar...“ Hér getur Ólafur
þess ekki að við erum að vitna í
vangaveltur annarra, en okkar
niðurstaða kemur á eftir (bls.
48). Þar segir að rangt sé að setja
þessar hljómsveitir á bás ein-
stakra stétta, heldur sé tónlist
þeirra og viðtökur við henni til
marks um þá margslungnu stétt-
ablöndu sem átti sér stað á þess-
um árum. Styrk rokktónlistar 7.
áratugarins má orða á þann veg
að hún sameinaði frumkraft „ör-
eigarokksins“, tónlistarlega leit
djassins og félagslegan boðskap
þjóðlagatónlistar eða ádeilus-
öngva.
Ög áfram ruglar Ólafur: „Þess-
ar vangaveltur verða ekki síst
villuleiðandi fyrir þá sök að það
var ekki stéttarvitundin sem var
aflvaki popptónlistarinnar heldur
þau kynslóðaskipti sem mynduð-
ust á milli þeirrar kynslóðar sem
hafði upplifað stríðið og kynt
undir kalda stríðið annars vegar
og þeirrar kynslóðar sem óx upp
á uppgangstímum 6. og 7. áratug-
arins hins vegar.“ Við vitum ekki
hver á að hafa haldið því fram að
stéttarvitundin sé aflvaki popp-
tónlistar. Hins vegar sýnum við
ljóslega fram á það í bókinni, að
alþýðutónlist 6. áratugarins var
mjög stéttbundin og á hvern hátt
hún tengdist stéttbundnum lífs-
skilyrðum fólks (við tölum hér
ekki um stéttarvitund). Enn
fremur sýnum við fram á hvemig
kynslóðabilið fór vaxandi á þess-
um tíma og aukin blanda varð
með æsku millistéttar og verka-
lýðsstéttar þegar líða tók fram á
7. áratuginn, ekki síst í rokk-
menningunni. Þannig rekjum við
forsendur rokktónlistarinnar
bæði í stéttarlegum veruleika og
auknu kynslóðabili. Við lítum á
rokkmenninguna sem virkni
æskufólks, viðleitni til að móta líf
sitt, og við höldum því fram að í
þeirri menningarlegu virkni hafi
skapast veigamiklar huglægar
forsendur æskulýðsuppreisnar-
innar. - Auk þess gemm við grein
fyrir ýmsum helstu hlutlægum
forsendum hennar (t.d. í kafla 1
og 5).
Kaldastríðs-
hugarfar
Ólafur bendir réttilefea á það
að áherslur bókarinnar eiga best
við um Norðut-Ameríku og
Norður-Evrópu, enda þekkjum
við best til í þeim heimshluta.
Hins vegar er fáránlegt af honum
að halda því fram að rokkið hafi
ekki komið við sögu í Frakklandi
og á Ítalíu; kannski ekki akkúrat í
þeim hópum þar sem Ólafur var,
en alþjóðlegt tungutak rokk-
menningarinnar átti líka þátt í að
kynda undir pottunum hjá
æskunni í þessum löndum. Auk
þess getum við bent Ólafi á það
að í frásögninni af hinni pólitísku
sprengingu 1968-70 er mestu
rými varið í að segja frá atburð-
um í Frakklandi (9 bls.) og á ítal-
íu (6 bls.), og er engum einstök-
um þjóðlöndum gert jafn hátt
undir höfði í alþjóðlegum hluta
bókarinnar, nema Bandaríkjun-
um. Þar og víðar er farið skýrum
orðum um það bandalag verka-
lýðs og námsmanna sem víða
myndaðist um hríð, en Ólafur
leyfir sér þá ósvinnu að láta sem
þess sé að engu getið.
Öll sú heimsmynd sem Ólafur
birtir í ritdómi sínum er svart-
hvít, töluvert í anda kalda stríðs-
ins. Allt orsakasamhengi er ein-
falt, og á það ekki síst við þegar
Ólafur fjallar um rokkið sem
hann hefur augljóslega illan bifur
á. Á einum stað segir hann: „eins
og kunnugt er notfærði banda-
ríski herinn sér einmitt þessa tón-
list til þess að treysta ítök sín hér á
landi með fyrsta síbyljuútvarp-
inu.“ Þetta er í sjálfu sér gjald-
geng skoðun eða var það a.m.k.
fyrir aldarfjórðungi. Hins vegar á
þessi athugasemd illa heima í rit-
dómi um bók, sem rekur mun
flóknara samhengi Kanasjón-
varpsins við íslenskan veruleika,
eins og nú verður endursagt í
fáum orðum: Á meðan íslensk
menningarstefna og fjölmiðlar
héldu þjóðlegri menningu og er-
lendri fínmenningu að þjóðinni,
barst ýmisleg bandarísk fjölda-
og alþýðumenning hingað með
Kananum. Fyrirlitning menning-
arvitanna á þessari menningu
varð tii þess að Kaninn fékk for-
gang á að kynna hana hér og naut
8 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Sunnudagur 17. janúar 1988