Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 9
Kynslóðabilið birtist í ólíkum tónlistarsmekk, mismunandi útliti og ólíkum pólitískum skoðunum. Myndin er frá fundi Varins lands í janúar 1974. Sitjandi á myndinni eru stuðningsmenn hersetunnar en standandi eru herstöðvaandstæðingar. (Mynd úr „68 - hugarflug úr viðjum vanans“.) góðs af því meðal ungs fólks. Kanaútvarpið átti hins vegar ekki bara þátt í að festa hernámið í sessi, heldur bárust einnig með því ýmsir menningarstraumar, sem áttu sinn óbeina þátt í því að skapa þá æskulýðsuppreisn, sem síðar snerist gegn hernáminu. Við getum þess m.a. að Kan- aútvarpið spilaði mikið af tónlist blökkumanna, líka áður en hún varð gjaldgengí „fínum" útvarps- stöðvum hvítra manna í Banda- ríkjunum. Út fyrir siðgœðismörkin Ólafur Gíslason lítur á 68- uppreisnina fyrst og fremst sem „vitundarvakningu um þver- stæðukenndar mótsagnir í þjóðfélagi okkar og menningu... Vitundarvakningin um þá þver- sögn að ávinningar tækninnar, vísindanna og „framfaranna“ voru notaðir til hernaðar gegn manninum og lífinu á jörðinni." Vissulega er þessi vitundarvakn- ing mikilvæg, og við segjum víða frá henni í bók okkar. Við teljum hana hins vegar einungis „topp- inn á ísjakanum" og verjum mestum hluta bókarinnar í þá hluta ísjakans sem eru undir yfir- borðinu - breytingar og sköpun í hvunndagsmenningu, upplausn siðaboða og hafta í daglegu lífi, uppreisn gegn valdboði. Petta teljum við undiröldu uppreisnar- innar, en Ólafur velur hins vegar að hafa hausavíxl á orsakasam- henginu. Hann um það, en hann getur ekki leyft sér að halda því skulýðsuppreisnin leitaði pólitískt í ýmsar áttir. Frá mótmælum menntaskólanema og iðnnema í Lækjargötu í júní 1970. (Mynd úr „68 - hugarflug úr viðjum vanans".) fram að við höldum okkur við yfirborðið. Þar fer hann út fyrir siðgæðismörk ritdómara. Ólafur fellir þann þunga dóm að „megingalli bókarinnar" sé sá að litið sé fram hjá forsendum 68-uppreisnarinnar í menningu okkar og sögu, „eins og ballið hafi byrjað nánast að tilefnis- lausu. Með því að breiða þannig yfir hinar pólitísku forsendur verður upprifjun sögunnar að marklausri nostalgíu, sem lítinn lærdóm er hægt að draga af.“ Eina stoð Ólafs fyrir þessum dómi er sú að við höfum aðra skýringu en hann á tilefni ballsins. Hinn þungi dómur hans er því alger rökleysa, og maka- laus blinda Ólafs á þær forsendur æskulýðsuppreisnarinnar, sem við gerum grein fyrir, kemur í veg fyrir að hann meti þá lærdóma sem við drögum af henni. Síðastliðið haust skrifaði einn af efnilegri listmálurum yngri kynslóðarinnar svar við listdómi Ölafs Gíslasonar. í ljós kom að Ólafur var óánægður með list þessa unga manns vegna þess að hann málar öðru vísi en Ólafi finnst að menn eigi að mála. Nú er Ólafur óánægður með bók vegna þess að hún leggur annað mat á 68-hreyfingarnar en hann hefur. Af þeirri ástæðu getur Ólafur ekki séð hvaða mat við leggjum á þær, heldur einungis að það vantar það mat sem hann hefur. Það er okkar skoðun að menn með svo þröngsýnt hugar- far ættu að snúa sér að öðru en því að dæma list og bækur. Kristín Ólafsdóttir Gestur Guðmundsson Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ, í SAMVINNU VIÐ BANDALAG KENNARAFÉLAGA, HÁ- SKÓLA ÍSLANDS OG KENNARAHÁSKÓLA ÍS- LANDS, GENGST FYRIR RÁÐSTEFNU UM MENNTAMÁL, VEGNA ATHUGUNAR EFNAHAGS- OG FRAMFARASTOFNUNAR- INNAR í PARÍS (OECD) Á ÍSLENSKA SKÓLA- KERFINU, í BORGARTUNI6, 30. JANÚAR N.K. Dagskrá: Kl. 8.30 Skráning Kl. 9.00 Setning. Menntamálaráöherra, Birgir ísleifur Gunnarsson Kl. 9.10 Almennt yfirlit. Frummælandi: Sólrún Jensdóttir, skrifstofustjóri Kl. 9.40 Grunnskólastig. Frummælendur: Svanhildur Kaaber, form. KÍ, Arthúr Morthens, kennari Kl.10.10 Framhaldsskólastig. Frummælendur: Jón Hjartarson, skólameistari, Wincie Jóhannsdóttir, form. HÍK Kl. 10.30 Kaffihlé KI.11.00 Kennaramenntun. Frummælendur: Dr. Ólafur Proppé, kennslustjóri KHÍ, Rósa B. Þorbjarnardóttir, endurmennt- unarstjóri KHI KI.11.30 Háskóli íslands. Frummælendur: Dr. Sigmundur Guðbjarnarson, háskólar- ektor, Dr. Jón Torfi Jónsson, dósent. Kl.12.00 Stjórn, fjármögnun, skipulag. Frum- mælendur: Hrólfur Kjartansson deildar- stjóri, Höröur Lárusson deildarstjóri, Ör- lygur Geirsson skrifstofustjóri Kl.12.30 Hádegisverður Kl. 13.30 Starfshópar hefja störf Kl. 15.30 Kaffihlé KI.16.00 Starfshópar gera stuttlega grein fyrir niðurstöðum Kl. 16.40 Fyrirspurnir og umræður Kl.17.30 Ráðstefnusiit Ráðstefnugjald er kr. 500.- sem innifelur kaffi og hádegisverð. Þátttaka tilkynnist menntamálaráðuneytinu fyrir 25. janúar í síma 91-26866. Öllum er heimil þátttaka meðan húsrúm leyfir. Myndlista- og Handíðaskóli íslands Námskeið Námskeið í teikningu fyrir fullorðna hefjast 25 janúar 1988. Mánud. og fimmtud. kl. 17:00-19:00. Kennari Eyþór Stefánsson. Mánud. og fimmtud. kl. 20:00-22:00. Kennarar Bryndís Björgvinsd. og Kristín Arngrímsd. Þriðjud. og föstud. kl. 17:00-19:00. Kennari Árni Ingólfsson. Þriðjud. og föstud. kl. 20:00-22:00. Kennari Árni Ingólfsson. Miðvikudaga kl. 17:00-19:00. Kennari Rakel Pétursdóttir. Miðvikudaga kl. 19:30-22:00. Kennari Hafdís Ól- afsdóttir. Upplýsingar og innritun í síma 19821 mánud. til föstud. kl. 8:30 til 12:00 og 13:00 til 15:00. Skólastjóri Sunnudagur 17. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Reykjavík, Skipholti 1, simi 19821

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.