Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 15
AF PLASTI texta hinnar ósýnilegu Diddu. Sömu höfundar, þ.e.a.s., lag: Arnar/Sogblettir, texti: Didda, bera ábyrgð á fyrra lagi b- hliðarinnar; Er nema von. Síð- asta lagið, 5. gír, er hins vegar skrifað á reikning Arnars eins. Og þó það sé kannski ekki betra vera talinn meðflytjandi að einu lagi „pródúserar" hann fimm stykki. Elvis Costello & The Att- ractions er að vonum fyrirferðar- mesta sveit plötunnar, er skráð fyrir 7 lögum ein og sér. Hins veg- ar eiga t.d. The Coward Brothers og The Emotional Toothpaste JBert íhfir ftíetio0 en hin, þá er ég einhvemveginn eins og duggunarlítið meira skotinn í því. Þetta stafar kannski bara af kynnum mínum af Snarlspólunni hinni fyrri, þar sem þetta lag var eitt af þeim betri. Þetta er gæðag- ripur og eykur enn á bjartsýnina um framtíð rokksins hérlendis. í»að fer engum sögum af nafngift Sogbletta, að minnsta kosti hef ég þær ekki á takteinum, og því, verður pistill þessi ekki lengri... aðeins eitt lag hvort/hvor/hver fyrir sig og sína. Það er reyndar erfitt að gera sér grein fyrir því hver á hvað, nema þekkja sögu Costellos til hlítar eða (eins og ég) að hafa það á blaði fyrir fram- an sig, því hann er alltaf samur við sig. Menn mega ekki halda að ég sé með þessu að gefa í skyn að öll lögin séu eins, því svo er ekki. Hins vegar eru persónueinkenni hans alltaf ákaflega sterk og vega þungt í hverju lagi. Það er í raun- inni auðveldara að geta sér til um tímaröð laganna, þ.e.a.s. hvenær þau urðu til og gefin út, heldur en akkúrat með hverjum hann er að syngja hverju sinni. Þessi plata spannar tímabilið frá 1979 allt fram til 1987, og ber þess nokkur merki. Því ekki verður um hann Declan Patrick Aloysius MacManus. Costello & CO: Outofourldiot annarra aðdáenda hans. Helv... góð plata. Ó það sœla sýrutripp Það eru kannski fáir sem vita af því, en við, þ.e.a.s. við íslending- ar, eigum mann í heimsfrægri sýr- uhljómsveit frá sjöunda áratugn- um. Þetta er að sjálfsögðu Hilm- ar Örn Hilmarsson, og hljóm- sveitin er að sjálfsögðu hin sívin- sæla sýrusveit The Aryan Aquar- ians. Þetta var súpersveit á blómatímabilinu. Eða hefði verið það, ef hún hefði ekki komið fram á sjónarsviðið tuttugu árum of seint. En skítt með það. Hún er bara súpergrúppa á matar- skattstímabilinu í staðinn. Þessi súpersveit lætur reyndar afskap- lega lítið yfir sér, svona af súper- sveit að vera, en hún er síst verri fyrir það. Auk Hilmars Arnar, sem spilar á hljómborð, trommur og bassa, eru í þessari ágætu sveit þau James „Foz” Foster, sem einnig leikur á hljómborð og bassa, auk þess sem hann leikur á gítar af mikilli fingrafimi, David Tibet og Niki Mono, sem syngja aðalraddir og Peter 77, sem sér um bakraddir að nokkru leyti. Er skemmst frá því að segja að þessi fríði flokkur blómálfa nær fram býsna góðri stemmningu í þeim sex lögum er plötuna prýða. Ég minnist löngu liðinna daga, er ég var enn á þeim aldri að ég stóð í frímerkja- og hrossaflugusöfnun, og horfði með (nú að mestu horf- inni) lotningu á stóra bróður þar sem hann sat með rauðvínsglas og vindil og hlustaði á útlenskar sveitir með undarleg nöfn. Eftir því sem ég get um það dæmt, þá er þetta semsagt hin ágætasta nostalgía, jafnframt því að vera stórskemmtileg plata alls óháð tíma og/eða rúmi. Og hvernig fór liðið að því að ná upp þessari stemmningu? Ef marka má orð málpípu þeirra, þá beittu þau til þess hinni svokölluðu „Aðferð", eða The Method, við vinnu sína. Þessi aðferð er fyrst og fremst Elvis Costello er eitt af merki- legri fyrirbærum rokkheimsins. Ég held ég ljúgi engu, altént ekki miklu, þegar égsegi að flestir sem eitthvert vit hafa á rokktónlist (eða telja sig hafa það...) séu sammála um ágæti hans og áhrif á aðra í „bransanum". Á þessari nýjustu skífu úr smiðju meistar- ans er að finna hvorki fleiri né færri en sautján, 17 lög, flutt af hinum ýmsu listamönnum, sem allir eiga það sameiginlegt að heita Declan Patrick Aloysius MacManus, svona innst inni við beinið. Þessi ágæti ungi maðurer semsagt Elvis Costello. Hann er líka, svona að töluverðu leyti, El- vis Costello and the Attractions, Elvis Costello & The Confeder- ates, Elvis Costello & The Att- ractrions with the TKO Horns, The Costello Show, The Emotio- nal Toothpaste og Napoleon Dynamite & The Royal Guard. The Coward Brothers er enn eitt fyrirbærið, þar sem Declan þessi kemur við sögu, en hann sveiflar þar raddböndum sínum í áttina að hljóðnemanum, við undirleik Coward-bræðra og tveggja til. Sjö nöfn eru semsagt gefin upp sem flytjendur á umslagi plöt- unnar, en ef betur er að gáð má sjá að enn fleiri koma við sögu, s.s. Nick Lowe og Jimmy Cliff. Lowe er reyndar nokkuð áber- andi á skífunni, því auk þess að sagt drenginn, að hann hafi stað- ið í stað. Það er fátt um smelli á þessari skífu, það er einna helst Blue Chair, sem út kom í fyrra og var firnavinsælt á tónleikum víða um heim, sem hægt er að segja að náð hafi einhverjum verulegum vinsældum. Og víst er um það, að ekkert þessara 17 laga hefur hlotið náð fyrir eyrum íslenskra vinsældalistaveljara. Costello hefur reyndar aldrei verið ýkja vinsæll hérlendis af einhverjum ástæðum, og er það miður. Þessi plata verður varla til þess að auka honum vinsældir hér, en hún er hins vegar velkomin viðbót í gloppótt safn mitt og betri söfn notuð í leikhúsi og kvikmyndum, og felst í því að ganga svo alger- lega og einlæglega inní hlutverk þeirrar persónu, sem túlkuð skal, að leikarinn nánast gleymi eigin sjálfi og trúi því að hann hrein- lega sé viðkomandi karakter. Eru nokkrir vel þekktir leikarar nefndir sem boðberar þessarar aðferðar. Semsagt, Hilmar Örn og félagar ganga sýrurokkinu og The Aryan Aquarians á hönd af svo mikili innlifun, að þau fara að trúa því sjálf að þau séu gömul sýrusúpersveit að rifja upp fyrri tíð á þessari plötu; The Aryan Aquarians Meet Their Waterloo. Og svei mér þá ef ég er ekki far- inn að trúa því líka... FRÖNSKUNÁMSKEIÐ ALUANCE FRANCAISE 13 vikna vornámskeið hefst mánudaginn 25. jan- úar. Kennt verður á öllum stigum ásamt bók- menntaklúbbi, samtalshópi og í einkatímum. Innritun fer fram á bókasafni Alliance Francaise, VESTURGÖTU 2 (gengið inn bakdyramegin), alla virka daga frá kl. 14 til 19 og hefst fimmtudaginn 14. janúar. Allar nánari upplýsing- ar fást í síma 23870 á sama tíma. Veittur er 10% staðgreiðsluafsláttur og 15% staðgreiðsluafsláttur fyrir námsmenn. Greiðslu- kortaþjónusta. Útboð - gatnagerð Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í gerð gatna pg lagna í Setbergi, samtals um 500 m í götu. Út- boðsgögn verða afhent frá og með mánudegin- um 18. janúar á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn 10 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 27. janúar kl. 11. Bæjarverkfræðingur A == Útboð- sundlaug í Suðurbæ Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í 3ja áfanga sund- laugar í Suðurbæ en í honum felst uppsteypa sundlaugarkerja og húss yfir innilaug. Helstu magntölur eru: Steypumót 4000 m2 Steypa 675 m3 Bendistál 43 tn. Fyllingar 3000 m3 Verkinu skal lokið 1. okt. 1988. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjar- verkfræðings gegn 25 þús. kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 2. febr. n.k. kl. 11.00 Bæjarverkfræðingur Skóla- og menning- arfulltrúi Hér með er auglýst laus staða skóla- og menn- ingarfulltrúa í Kópavogi. Umsóknarfrestur er til 27. janúar n.k. Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Kópavogs. Umsóknum skal skilað til undirritaðs, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið. Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofunum, Fannborg 2, 4. hæð. Bæjarstjórinn í Kópavogi Dagheimilið Steinahlíð Okkur vantar fóstrur og fólk með aðra uppeldis- menntun til starfa strax. Upplýsingar hjá for- stöðumönnum í síma 33280. Sunnudagur 17. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.