Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 13
mÚOVIUINN
c/o Skúmaskotið
Síðumúla 6
108 Reykjavík
Umsjón:
Nanna Dröfn
Sigurdórsd.
Fíðrildið og
hunangsflugan
Það var einn undurfagran
sumarmorgun, að fiðrildið var að
fljúga um uppáhalds blóma-
lautina sína, að það varð vart við
hunangsflugu. Það þekkti hana
strax frá gömlu dýraþingi, sem
það hafði verið á. Fiðrildið varð
mjög skelkað. Það gerði ráð
fyrir, að það ætti þessa laut eitt.
Nú þurfti það sannarlega að tala
alvarlega við býfluguna. Fiðrildið
sveif yfir lautina og settist rétt hjá
henni. „Þú ætlar að ræna hérna“,
sagði fiðrildið. Býflugan leit að-
eins við um leið og hún sagði:
„Átt þú þetta svo sem?“ „Já,“
sagði fiðrildið. „Hér er mitt æsk-
uheimkynni og alla þessa laut hef
ég varið í allt sumar.“ „Ég safna
hunangi mínu, hvar sem ég finn
það,“ svaraði býflugan. „Meira
að segja tel ég engan eiga ómerkt
blóm.“ „Þú tekur afleiðingun-
um,“ sagði fiðrildið og flaug á
braut. Býflugan var önnum kafin
að safna hunangi hjá blómunum í
lautinni, þegar hestur kemur
þrammandi og slafrar í sig blómin
og góðgresið svo allt var eins og
eftir loftorrustu. Býflugan flýtti
sér sem mest hún mátti í burtu.
„Skyldi þetta vera hefnd fiðrildis-
ins að vísa hestinum á þessa
laut?“ sagði býflugan við sjálfa
sig. Hún fór nú heim með hun-
angið, sem hún var búin að safna.
Á leiðinni kom hún við hjá
nokkrum blómum og spurði eftir
fiðrildinu. „Jú, það kom hér við
og tók allt hunangið, sem þar
var.“ Býflugan spurði hvert það
mundi hafa farið. Blómin sögðu,
að það hefði verið að tala um að
leita að býflugnabúi og spurt eftir
því þar í grenndinni. Býflugan
þaut af stað heim skelfd af ótta
við fiðríldið. Þegar hún kom
heim til sín, setti hún nokkrar
hunangsflugur til að gæta búsins,
svo að fiðrildið grandaði ekki
neinu. Hunangsflugurnar fóru að
stinga saman nefjum um, hvað
komið hefði fyrir. „Svo fiðrildið
grandi því ekki,“ hafði maddam-
an sagt. Þær þutu fram og aftur á
verðinum og skutu því að þeim,
sem komu nærri, að það hlyti að
standa eitthvað mikið til. Þegar
býflugan heyrði þennan þys og
hviss hjá hunanagsflugunum,
spurði hún, hvað þetta allt ætti að
þýða, hvað þær væru að hvíslast
á. Nú sást fiðrildi hátt í lofti.
Hunangsflugurnar stukku hver í
sína varðstöðu og biðu skjálfandi
af ótta. En fiðrildið flaug hátt í
lofti og settist á stóran grán stein
uppi í brekkunni. Það var ekkert
að hugsa um hefndarverk. Það
hafði bara verið að glettast við
býfluguna. Hún hefur áreiðan-
lega tekið það of hatíðlega.
Þegar býflugan kom aftur,
hreytti hún út úr sér: „Þið megið
fara. Það þarf engan vörð.“ Hun-
angsflugurnar þutu af stað hver
til síns verks og hvísiuðust á.
„Það var nú meira uppþotið.
Ekki nema það þó,“ sagði hún og
hristi svuntuna sína mjög snyrti-
lega. Þegar býflugan var að safna
hunangi úr stórri týsfjólu nokkru
seinna, kom fiðrildið og settist á
grasstrá rétt hjá fjólunni. „Þér
eruð duglegar, maddama bý-
fluga.“ Býflugan kipptist við og
spurði: „Ér ég nú fyrir einu sinni
enn?“ „Nei, maddama, en mig
langar að bjóða þér í ferðalag og
kanna umhverfið," sagði fiðrildið
um leið og það sperrti sig. „Það
getur nú ekki orðið af því. Ég hef
nóg að gera, þar sem ég er hús-
móðir á stóru heimili." Fiðrildið
sagði ekkert, en sveif á braut, án
þess þó að kveðja maddömuna.
Getið þið teiknað inn á neðri myndina svo að hún verði eins og sú efri?
Þessa mynd úr sveitinni sendi hún Sigrún Skúmaskotinu. Við þökkum henni kærlega fyrir og
FELUMYND minnum ykkur hin á að senda Skúmaskotinu sögur og myndir eða bara það sem ykkur dettur í
Himmi litli er að skoða fugla í kíkinum sínum. En það hafa 8 dýr hug.
falið sig í trénu og grasinu, getið þið fundið þau? Krakkar! Ef þið hafið einhverjar skemmtilegar hugmyndir um efni í Skúmaskotið, þá endilega
sendið okkur línu og segið okkur frá því.
Sunnudagur 17. Janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13