Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.01.1988, Blaðsíða 14
Ævar Örn PUNKTAR ■o Stormskers ^ stympingar Sverrir heitir maður, kenndur við Stormsker. Hann er grann- holda, mér liggur við að segja mjór, jafnvel horaður, með milli- dökkt, liðað hár, missítt eftir árs- tíðum, lopatjásur í andliti og gengur gjarnan með skyggnur fyrir augum, óháð árstíma og upp- hafi Hann hoifði á hund sinn, reiður, en jafnframt ofurlítið við- kvœmur og sár. Hann horfði á hund sinn, viðkvœmur, en jafn- framt ofurlítið reiður og sár. Hann horfði á hund sinn, sár, en jafn- framt ofurlítið reiður og við- kvœmur. Pað ætlaði ekki að ganga greitt að byrj a þessa smásögu. Þetta var þrettánda smásagan hans, hinar tólf höfðu allar fengist birtar á einhverjum vettvangi, og hlotið hina sæmilegustu dóma. En það var einsog rithelti hefði hlaupið í pennann hjá honum. Það var sama hvar hann bar niður, alls- staðar, alltaf, mætti honum sama óyfirstíganlega hindrunin. Byrj- unin. Hann var búinn að semja afganginn af sögunni í huganum, en hann gat með engu móti kom- ið honum niður á blað fyrr en hann hafði upphafsorðin á hreinu. Hann horfði á hund sinn, með ofsa í augum, en jafnframt táraðist hann, því hann var viðkvœmur og sárhans vardjúpt. Hann varDjúpt sœrður, og þar sem hann var við- kvœmur maður táraðist hann, en horfði jafnframt á hund sinn með ofsa í augum. Hann var við- kvcemur og táraðist, en hann horfði á hund sinn með ofsa í augum, og hann vardjúpt sœrður. Þetta gekk ekkert hjá honum. Sagan var næstum alveg tilbúin í hausnum á honum. Hún var um mann og hund uppí sveit. Maður- inn átti nokkrar kindur og hund- urinn hafði bitið nýfætt lamb svo illa, að maðurinn neyddist til að lóga því. Þemað var leyniþráður- inn á milli manns og hunds (mað- urinn átti ekki hest) og margvís- legar sálarflækjur mannsins er hann uppgötvaði veiklyndi hundsins, og baráttu hans við sjálfan sig í málefnum glæps og refsingar, mannúðar og ímynd- aðrar skyldurækni við rollurnar. Þetta var hugljúf saga, sem lét engan ósnortinn. Það var hann viss um. Ef hann bara gæti byrjað á henni. Hann horfði á hundkvikindið brjálaður af reiði, reiddi hamarinn til höggs og lét vaða í hausinn á honum. Of gróft. Og þá væri sagan líka búin. Ekkert sálarstríð. Hann horfði á hundinn sinn, sem hafði þolað með honum súrt og scett síðastliðin ellefu ár, og reiðin var smámsaman að víkja fyrir sorginni, en.... Of væmið. Svona gekk þetta í sex mánuði. Hann gat ekki byrj- að. Þá ákvað hann að skrifa frek- ar um kynlíf sitt og fyrri eigin- konu sinnar. Það gekk vel, en það varð svosem engin smásaga. Það varð eiginlega aldrei nema örsaga. En hann teygði hana í þrjú bindi og hætti búskap. birtustigi. Hann vakti fyrst á sér athygli fyrir nokkrum árum, er hann gaf út sjö bækur, innihalds- lausar, en búnar fagurlega út- skornum trékápum. Seldi hann bækur þessar og lagði andvirðið í flugmiða til Ameríku. Ein bók- anna sjö dvelur enn í Ameríku, nánar tiltekið á Museum of Mo- dern Art, en Sverrir kom heim aftur. Þar sem hann hefur löngum talið sig músíkalskan, og það með nokkrum rétti, sneri hann sér að tóniistinni nokkru eftir heimkomuna, og er mér ekki kunnugt um frekari afrek hans á bókmenntasviðinu. Hins vegar hefur hann verið iðinn við kolann í poppinu. í fyrstu lagði hann metnað sinn í að gera tónli- stina eins illa úr garði og mögu- legt var með lágmarks tækni. Tókst honum allvel upp í þessum fyrstu tilraunum, svo vel raunar, að margir telja tónlist þá, er hann sendi frá sér á þessum tíma svo slæma, að hún hljóti að teljast góð. Hann hefur svo fetað sig áfram þessa erfiðu leið lélegrar pródúksjónar og hefur enn sem komið er ekki villst alvarlega, þó víða muni litlu. Reyndar hefur hann verið svo lengi á þessu sama rölti, að margir eru farnir að und- rast þrautseigju hans. Sumum er jafnvel farið að Ieiðast þetta. Annað, sem einkennt hefur Sverri í gegnum tíðina, er að hon- Hans óheilagleiki, Stormsker sjálfur. um eru afskaplega mislagðar hendur hvað varðar lagasmíðar. Þar sem honum hefur tekist best upp, jaðrar við að hann geri alltof góð lög, svona miðað við aldur og fyrri störf. Annars staðar hafa lögin verið meira í stíl við tækni- vinnuna. Þá hafa menn ekki verið á eitt sáttir um ágæti Sverris sem söngmanns, en hitt er almanna- rómur að hann hefði vart þótt mikill bógur á blómaskeiði Mort- hens eldri. Og loks er að geta textagerðar Sverris, sem hlotið hefur almennt hrós áheyrenda fyrir hispursleysi og heiðarleika. Hefur þetta tvennt aðallega birst í hikleysi Sverris við að fjalla um kynfæri, endaþarm og önnur líf- færi, sem annars eru afskaplega afskipt í textum íslenskra dægur- lagaflytjenda. Þykir þetta mikil list. Sér í lagi þegar hann tekur sig til og útskýrir fjálglega fyrir sín- um fróðleiksfúsa aðdáendaskara, hvernig þessi líffæri eru brúkuð í hans heimasveit. Með þessari listsköpun sinni hefur hann einn- ig náð langþráðu takmarki, sem er að fá um sig skrifað í Velvak- anda, af hneykslaðri húsmóður í Vesturbænum. Er þetta óneitan- lega athyglisverður árangur hjá ekki eldri manni en Sverrir er. Á nýjustu breiðskífu sinni, sem reyndar er tvöföld, heldur Sverrir áfram að þroska listamanninn í sjálfum sér, með aldeilis ótrú- legum árangri. Að vísu fjalla textar hans enn að verulegu leyti um það sem almenningur geymir dags daglega í nærbuxum sínum, en hann lætur ekki þar við sitja, heldur fikrar sig uppávið, og endar skýjum ofar. Gamli Guð fær á baukinn, og ef ég þekki hann rétt, þá liggur hann nú mátt- vana og skömmustulegur í fjærsta horni Himnaríkis af ótta við reiði og refsingu Stormskersins stór- kostlega. Eini gallinn við þetta er sá, að Sverrir nær líklega ekki því takmarki sínu að hneyksla fleiri en fyrrnefnda húsmóður í Vest- urbænum. Og sjarminn er farinn af útsetningunum, enda ekki það lélegar lengur að þær komist hringinn, þ.e.a.s. að þær nái því að verða góðar. Er talið að of- hleðsla ráði þar mestu um. Reyndar eru þarna nokkur lög, sem ágæt geta talist, og einstaka vísuorð virka nokkuð vel á fólk í sæmilegu jafnvægi. Sumir segja reyndar að þetta tvöfalda albúm Stormskers sé tímaskekkja og misheppnaður brandari frá upp- hafi til enda, en slíkt er auðvitað sagt af tómri illgirni og öfund í garð þessa mesta rassborusnill- ings sem land þetta hefur alið. Ég held það fari best á því að enda þessa lítilfjörlegu umfjöllun um þetta stormdómlega meistara- verk með orðum meistarans sjálfs, en hann á það til að rata á sannleikann, þó hann virðist ekki alltaf gera sér grein fyrir því. Alt- ént lætur hann þennan sannleika ekki aftra sér frá frekari sigrum í iðrasúpu andans, en, sum sé; Stormskers stóri sannleikur: Þörf „Yrkja kvœði oft ég vil, en ég er vesœll klunni. Þjösnast ég við þetta spil þó ég ekkert kunni. Ekki get ég glöggleg skil gert á áráttunni. Ég nýt þess ekki en neyðist til að nauðga listgyðjunni.“ Ég leyfi mér reyndar að efast um sannleiksgildi næstsíðustu lín- unnar - en ég er líka svo gamal- dags og fordómafullur... Hófreyðandí Bleiku Bastarnir. Mér hefur skilist að nafnið sé þannig til komið, svona ef fleiri en ég eru forvitnir um það atriði, að Björn, sá er syngur, nú almennt kallaður Bjössi Basti, var að leita að orði sem passaði vel við nafn sitt. Átti sveitin að heita Bjössi og ...? í þeim tilgangi að finna viðeigandi orð, fletti Bjössi þessi upp á bé- inu í orðabók Menningarsjóðs, og fann þar hið gagnmerka orð „bastarður“, ft. „bastarðar", ft. m. greini „bastarðarnir“. Fannst honum það ágætt orð, en taldi það eigi að síður þurfa nokkurrar lagfæringar við. Hann risti það því á kvið og tók úr því innyflin. Þá stóð eftir orðið Bastarnir. Bjössi og Bastarnir. En af ein- hverjum ástæðum hvarf hann frá því að hafa nafn sitt í hávegum, og fer tvennum sögum af ástæð- unni fyrir því. Ekki verður farið út í það nánar á þessum vett- vangi, en þetta endaði sem sagt með því, að Bjössi og Bastarð- arnir urðu að Bleiku Böstunum (Bastarnir um Bastana frá Bö- stunum til Bastanna). Þessir sömu Bastar voru svo all áber- andi í tónlistarLífi landans á síð- asta ári. Þ»að verður að taka það fram hér, að stóra L-ið í orðinu tónlistarlíf hér á undan er ekki, endurtek, ekki prentvilla. Því Bastarnir eru ein fárra virkilega lifandi rokksveita á klakanum í dag. Og rétt fyrir jólin fjölguðu þeir sér, blessaðir Bastarnir, og skilgetin afkvæmi þeirra streymdu í plötuverslanir, og nokkur brögð eru að því að þau hafi lætt sér út á öldur Ijósvakans í trássi við gildandi hefðir. Ekki er nema gott eitt um það að segja, því öll sex lögin á þessari fyrstu plötu bandsins, sem heitir ein- faldlega Bleiku Bastamir, eru vel þess virði að við þeim séu lögð eins og tvö þrjú eyru eða svo. Tónlist Bastanna hefur verið flokkuð á ýmsan hátt, og heillöng nöfn verið hrærð saman úr ýms- um styttri nöfnum í þeim tilgangi. Hins vegar sé ég ekki tilganginn með slíku, mér sýnist réttast og best, jafnframt því að vera ein- faldast, að flokka þetta undir rokk, og það af kraftmeira tag- inu. Þétt og góð skífa, sem gefur fyrirheit um bjarta framtíð Basta og rokkunnenda almennt. Amen eftir efninu. Með bensínið í botni Á meðan hraðinn og létt- leikinn eru höfuðeinkenni fyrr- nefndra Basta, þá má segja að krafturinn, hrein og ómenguð orka, sé aðalsmerki Sogbletta. Þeir eiga það sameiginlegt með Böstunum að hafa verið áberandi í tónlistarlífinu á síðasta ári, og þeir spila líka rokk. En þarmeð lýkur samlíkingunni. Á meðan Bastarnir þjóta áfram líkt og fag- urbleikur Ferrari, ryðjast Blett- irnir áfram með þunga og afli þungavinnuvélar af stærstu gerð. Það er kannski ekki jafn mjúkur gangurinn á gömlu díseldræs- unni, en hún gengur fyrir það og kemst á áfangastað með aflinu einu saman. Og víst er að það vantar ekki hestöflin í rokk Sog- blettanna. Það vantar reyndar fjarska fátt. Fágun og fínpússning eiga ekki heima á þessum bæ. Slík fyrirbæri í tónlist sem þessari væru jafn fáránleg og fíkjutré í flugstöð. Þrjú lög prýða skífuna, og er ekkert þeirra öðru betra, og þ.a.l. ekkert öðru vera heldur. Orð öskursins eru aðallag plöt- unnar, ágætt lag við sæmilegasta 14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.