Þjóðviljinn - 26.01.1988, Page 4

Þjóðviljinn - 26.01.1988, Page 4
LEIÐARI Fimmtán standa með formanninum Verkefnaskipting og fjármálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga, sem eru gífurlega mikil, hafa verið talsvert til umræðu að undanförnu. í nær öllum tilfellum, þar sem um er að ræða sameiginleg verkefni ríkis og sveitarfélags, hef- ur frumkvæðið komið frá viðkomandi sveitar- stjórn. Ástandið í ríkissjóði hefur löngum verið þannig að þingmenn og ráðherrar hafa reynt að hægja á framkvæmdum. Oftar en ekki hefur sveitarstjórnirbrostið þolinmæði til að bíða þess að ríkið legði fram sinn skerf. Framkvæmdir eru þá fjármagnaðar að mestum hluta af sveitar- sjóðum og því treyst að ríkið leggi sitt fram síðar. Oft leggja ráðuneyti blessun sína yfir það að framkvæmdum sé þannig flýtt umfram það sem ráð er fyrir gert í áætlunum ríkisins og er þá litið svo á að ríkið hafi gefið eins konar loforð um að þess hluti af stofnkostnaði verði greiddur á næstu árum. En það er ekki alltaf að sveitar- stjórnarmönnum takist að fá ráðuneytin til að gefa óbeint samþykki við framkvæmdahraða. Þá er ekki á vísan að róa með fjárveitingar og stundum líða mörg ár þar til ríkið er búið að greiða sinn hluta af framkvæmdum. Margoft hefur verið um það rætt að bæta þetta ófremdarástand og einfalda samskipti ríkis og sveitarfélaga. Við gerð fjárlaga fyrir yfir- standandi ár var við það miðað að gerð yrði grundvallarbreyting á þessum málum. Aðferðir fjármálaráðherrans við að einfalda málin voru umdeilanlegar. Meðal annars lagði hann til að ríkið hætti að styrkja rekstur tónskóla, að íþróttasjóður, sem veitt hefur fé til byggingar íþróttahúsa, yrði lagður niður, að félagsheimila- sjóður yrði aflagður og að ríkið greiddi ekki lengur helming stofnkostnaðar vegna nýrra barnaheimila. A móti skyldi koma minni niður- skurður á tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga en ella hefði orðið. Allar þessar breytingar voru settar fram í sérstöku lagafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar um breytta verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytta verkaskiptingu, sem stundum hefur verið kallað bandormurinn, var til umræðu hjá fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir skömmu. Fulltrúaráðið er skipað 25 mönnum auk 9 manna stjórnar sambandsins, samtals 34 manns. Þar eru bæði framkvæmdastjórar sveitarfélaga og fulltrúar í sveitarstjórnum og flestir hverjir fylgja opinskátt einhverjum pólit- ísku flokkanna að málum. Á fundi fulltrúaráðsins var lögð fram tillaga r Um síðustu helgi hóf ný útvarpsstöð starf- semi sína á suðvesturhorni landsins. Þar er á ferðinni Útvarp Rót. Tvennt er það sem vonandi verður til þess að gera Rótina ólíka þeim nýju útvarpsstöðvum sem mest hefur borið á undan- farin misseri. Annars vegar það hvað hópurinn, sem stendur að útvarpsstöðinni, spannar vítt um að mælt skyldi með að alþingi samþykkti bandormsfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Það var formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sigurgeir Sigurðsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins og bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, sem lagði þetta til. Ekki hafði náðst samkomulag í stjórn sambandsins um sameiginlega afstöðu. Þær fréttir hafa vakið mikla athygli að Sigur- geir formaður lagði embætti sitt í sölurnar fyrir framgang þessarar tillögu sinnar. Fulltrúum í ráðinu var gerð grein fyrir því að formaðurinn myndi segja af sér ef tillagan yrði felld. Fulltrúa- ráðið, sem að miklu leyti er skipað flokkspólit- ískum mönnum, var því í raun lent í hálfgildings formannskjöri þegar það tók afstöðu til tillögu Sigurgeirs. Tillagan var samþykkt með 15 at- kvæðum en í fullskipuðu ráði sitja 34 menn. Sú spurning hlýtur að vakna hvort afgreiðsla fulltrúaráðsins segi nokkuð um afstöðu ís- lenskra sveitarstjórnarmanna til áforma ríkis- stjórnarinnar. i Rót svið en hins vegar meðvituð ákvörðun um að dagskráin skuli ekki vera í anda hinnar „hressu“ síbylju. Þjóðviljinn fagnar nýrri rót í urtagarði íslenskr- ar fjölmiðlunar og vonar að upp af henni spretti fagrir teinungar. ÓP KUPPT OG SKORIÐ Fyrirmyndir? „Fyrirmyndarsamningurá lágu nótunum" eru orö eins af samn- ingamönnunum vestra um mark- miðið með samningunum þar, - sem eru nýundirritaðir þegar þetta er skrifað, og enn ekki kunnir utan Vestfjarða nema í aðalatriðum. Þessir samningar hafa átt sér undarlegan aðdraganda. Það verður að segjast einsog er að það er ekki mjög viðkunnanlegt að sjá verkalýðsforingja á Vest- fjörðum romsa uppúr sér textum sem helst minna á fréttatilkynn- ingar Vinnuveitendasambands- ins og láta við fjölmiðla einsog kjarasamningar launamanna séu heista ógnunin í verðbólgumál- um. Þótt samningaviðræður hafi helst verið í gangi fjarri Reykja- vík, - fyrir vestan og á Suðurne- sjum lítur útfyrir að þar séu á ferð allt annað en heimasamning- ar á landsbyggðinni, að yfir- stjórnin sé í höfuðstöðvum eins stjórnarflokksins, í fjármála- ráðuneytinu eða á Vesturgötu- nni. Alþýðuflokkurinn hefur sterk ítök í verkalýðssamtökum í fyrrnefndum landshlutum, og það vekur athygli að þeir Pétur Sigurðsson og Kari Steinar Guðnason hafa lýst sérstökum stuðningi sínum við matarskatt- inn, og standa í því máli tveir ein- ir uppi í gjörvallri forystu launa- fólks. Lágar nótur Vindar virðast blása þannig að vestan að enn einu sinni sé verið að semja um viðhald láglauna- kerfisins með þeim hætti að verkamenn taki á sig herkostnað af baráttu gegn verðbólgu sem allt aðrir hafa magnað upp og hagnast á en fólkið á frystihús- gólfinu. Og fréttir af samningun- um geta enn ekki um aðrar tryg- gingar fyrir raunverulegu inni- haldi en þau sömu loforð vinnu- veitenda og ríkisstjórnar sem sprungu með hvað hæstum hvelli á síðasta samningstíma. Ef ekki hangir fleira á þessari samningaspýtu er alls óvíst að samningarnir vestra verði öðrum til fyrirmyndar þótt hitt sé rétt að þeir eru á afskaplega lágum nót- um. Hækkunin á árinu virðist jafngilda um það bil 12-13 pró- sent, og jafnframt tiltekið að þá sé miðað við ársverðbólgu uppá 12-13%. Þessar tölur benda til að á Vestfjörðum hafi menn verið að syngja á svo lágum nótum að þær ná ekki uppí heyrnarsviðið; kauphækkun sem jafngildir verð- bólgu er engin kauphækkun, - og kauphækkun sem nægir ekki til þess að vinna upp verðbólgu mis- seranna á undan heitir kauplækk- un. Hlutaskipti Þeir á ísafirði voru líka að semja um svokallað hlutaskipta- kerfi í fiskvinnslunni. Það virðist eiga að þróast uppúr nýja hóp- bónusnum á þann hátt að allir fái jafnt, en kaupaukinn verði tengdur framleiðni á vinnustað og rekstrarstöðu fyrirtækisins. Þessar hugmyndir um hluta- skiptakerfi eru þess virði að þær séu skoðaðar nánar, þótt ekki séu þær splunkunýjar, - menn kann- ast við að hin illræmdu Ólafslög, sem lækkuðu hér kaup á sjál- fvirkan hátt í áravís, byggðu á svipaðri hugsun. Hættan við svonalagað er auðvitað að stjórnendur fyrir- tækja notfæri sér allar hrakfarir sínar til að lækka kaupið og geri sér far um að fela hagnaðinn þeg- ar vel gengur; síðan reyni at- vinnurekendur að nota sér hina ákveðnu sameiginlegu hagsmuni til að þrengja kost launamanna. Hinsvegar gætu launasamning- ar með einhverskonar hluta- skiptakerfi einmitt orðið hrey- fingu launafólks hvati til að hefj- ast handa um þarfar breytingar á verklagi og starfsháttum í þessum undirstöðufyrirtækjum. Eigi laun að fara að einhverju leyti eftir vexti og viðgangi fyrirtækisins og atvinnugreinarinnar hljóta starfs- menn að krefjast þess að hafa fullan aðgang að öllum tiltækum upplýsingum um stöðuna, meðal annars með opnu bókhaldi. Og næsta skref er ekki síður mikilvægt; starfsmenn hlytu að krefjast umtalsverðra áhrifa á rekstur fyrirtækisins: á dagskrá væri óhjákvæmilega einhvers- konar atvinnulýðræði. Hér veldur hver á heldur, og þær fréttir sem í þessum orðum skrifuðum hafa fengist af hluta- skiptakerfinu vestra benda ekki til þess að kratarnir í verkalýð- sforystu þar hafi munað eftir þeim skilyrðum sem eðlilegt er að launamenn setji fyrir aðild að hverskonar hlutaskiptastandi. Úrelt? Yfir í allt aðra sálma, enda fá- nýtt að ræða frekar samning sem kíippari hefur ekki fyrir framan sig en lesendur kynnast í dag. Um helgina hefur gengið á með vindhviðum vegna viðtals við formann Alþýðubandalagsins í Vikunni þarsem hann ræðir um afstöðu flokksins til hersins og Nató í svipuðum dúr og hann hef- ur áður gert í áramótaviðtali hér í Þjóðviljanum og í svipuðum dúr og Svavar Gestsson forveri hans gerði um svipað leyti hérna líka. Þeir hafa báðir lagt áherslu á það að mæta nýjum veruleik í al- þjóðamálum með nýjum áhersl- um í íslenskum utanríkismálum, og meðal annars bent á að Evr- ópuríki séu nú á hraðri leið til innri samstöðu á svig við Banda- ríkin. íslendingum sé á næstunni þörf á að athuga betur en áður samskipti sín við Evrópubanda- lagið, - og því megi ekki gleyma að íslenskir vinstrimenn eiga sér marga bandamenn og samherja í utanríkis-, afvopnunar- og friðar- málum í Evrópuríkjum innan Nató. Vikunni finnst þetta viðhorf merkilegt, en skjöplast í tilvísun- arfyrirsögn sinni á forsíðu blaðs- ins: „ísland úr Nató... úrelt slagorð“. Þetta er misskilningur hjá Vikunni. f þessari setningu er ekkert úrelt nema Nató. Það sem Ólafur Ragnar segir í Vikunni er hinsvegar þetta: „Við höfum lagt áherslu á slag- orðið „ísland úr Nató, herinn burt“ og þótt það hljómi fallega og lýsi lokatakmarkinu segir það lítið eða ekkert um áfanga eða skref að því. Þetta slagorð má ekki verða til þess að við lýsum ekki ákveðnum áföngum. Við viljum umræður um þá áfanga og hvaða breytingar er hægt að gera. stig af stigi.“ Nýir tónar, sama stefna Síðan setur Ólafur fram raun- sæislega íslenska afvopnunar- stefnu sem leggur áherslu á að losa fsland við bandaríska herinn og setur Nató aftar í forgangs- röðina. Vissulega eru nýir tónar í því sem þeir Ólafur Ragnar og Svavar hafa verið að segja um utanríkismál, - en að tala um meiriháttar áherslubreytingar eða úreltan stefnugrunn er útí hött, - þetta hefur í raun verið stefna flokksins frá því hann varð til. íslenskir herstöðvaandstæð- ingar, innan og utan Alþýðu- bandalagsins, þurfa hinsvegar að kappkosta að fylgjast sem gerst með þeim alþjóðlegu straumum sem nú hafa á nokkrum árum ger- breytt stöðunni í þjóðfrelsismál- um okkar, og ófrjó hreinlífis- stefna má ekki verða fjötur um fót við að ná þeirri samstöðu al- þýðu sem ein vopna bítur til gagns. -m þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufólag Þjódviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, Mörður Arnason, Ottar Proppó. Fróttastjóri: LúðvíkGeirsson. Blaöamenn: Elísabet K. Jökulsdóttir, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hrafn Jökulsson, HjörleifurSveinbjörnsson, Kristín Ólafsdóttir, Kristófer Svavarsson, Logi Bergmann Eiðsson (íþróttir) Magnús H. Gíslason, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Vilborg Davíðsdóttir. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitateiknarar: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: JónaSigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Útbreiðsla: G. Margrótóskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð: 65 kr. Áskriftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 26. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.