Þjóðviljinn - 31.01.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.01.1988, Blaðsíða 4
Þórarinn B. Þorláksson: Frá Þingvöllum. Olíumynd frá aldamótaárinu 1900. Þaö verður stór stund í sögu íslenskrar myndlistar og ís- lenskrar menningar þegar Listasafn íslands vígir ný og glæsileg húsakynni sín í gamla íshúsinu viö Fríkirkju- veginn þann 30. janúar eftir að safnið hefur í 104 ár verið á hrakhólum með húsnæði. í fyrsta skipti öðlast safnið húsnæði sem er starfsemi þess og hlutverki verðugt, í fyrsta skipti öðlast íslensk myndlist þá miðstöð sem á að geta veitt þjóðinni verðugan aðgang að menningararfi okkar á þessu sviði, glætt skilning okkar á sögunni og samtímanum ígegnum myndlistina og jafnvel kennt okkur að horfast i augu við framtíðina í gegnum þau tján- ingarmeðul sem myndlistin hefuruppáaðbjóða. Þessi tímamót í sögu safnsins vekja óhjákvæmilega upp spurn- ingar um hlutverk þess og þýð- ingu, stöðu myndlistarinnar í menningu okkar og þýðingu hennar fyrir skilning okkar á sjálfum okkur og umheiminum. íslensk myndlist í hnotskurn í áferðarfallegri sýningu sem sett hefur verið upp í tilefni þess- arar tímamóta er gefið ágrips- kennt yfirlit yfir sögu íslenskrar myndlistar frá aldamótum til dagsins í dag. Sú yfirlitsmynd byggir á ákveðnu vali og gildis- mati sem sjálfsagt væri efni í lang- ! ar skeggræður, en í stórum drátt- | um eru þar sýndir meginstraumar í íslenskri málaralist á þessari öld, en höggmyndalistin látin mæta afgangi og ekki gefið pláss fyrir grafík, teikningar eða vefnað svo neinu nemur. Sú heildarmynd sem þarna er gefin af sögu íslenskrar myndlist- ar er fyrst og fremst áhugaverð fyrir þá sök að hún endurspeglar í hnotskurn þá umbrotatíma, sem 20. öldin hefur verið fyrir ís- lensku þjóðina. Jafnframt endur- speglar hún mætavel þá kreppu og þau róttæku umskipti, sem myndlistin hefur gengið í gegn- um, og þann breytta sess sem hún hefur öðlast í vitund okkar, menningu og þjóðlífi. Braut- ryðjendurnir Elstu myndirnar á sýningunni eru náttúrulífsstemmningar Þór- arins B. Þorlákssonar frá upphafi aldarinnar. í þessum myndum finnum við þá óspilltu heiðríkju og bjartsýni, sem fylgdi íslensku aldamótakynslóðinni. Þjóðernis- vitundin og tilfinningin fyrir ís- lenskri náttúru eru á þessum tíma hinn heilagi boðskapur myndlist- arinnar. Myndlistin hafði sem- sagt á þessum tíma gildi að berj- ast fyrir sem voru í sjálfum sér heilög og óumdeilanleg og áttu sér forsendur í þúsund ára sögu þjóðarinnar. Fósturjörðin er jafn óflekkuð af heimsósóma í mynd- um Þórarins og helgimyndir mið- alda af Maríu guðsmóður. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Ásgrímur Jónsson tekur reyndar beint við arfi Þórarins og ávaxtar hann síðan með kynnum sínum af straumum í evrópskri myndlist, en strax í myndum Ás- gríms tekur málverkið að öðlast sjálfstæða tilvist sem tjáningar- meðal óháð viðfangsefninu eða náttúrunni og landslagið verður oft í höndum Ásgríms efniviður frekar en umfjöllunarefni í sjálf- stæðri tjáningu málverksins sem slíks. Sama gerist hjá Kjarval og með enn róttækari hætti, eða hjá Jóni Stefánssyni. En það sem vantar tilfinnanlega í þessa sýningu er að minna á mikilvægan þátt Einars Jónssonar í mótun íslenskrar myndlistar í upphafi aldarinnar: íslensk dulspeki á sér ekki merk- ari fulltrúa en hann og sérstaða hans og mikilvægi í sögu íslenskr- ar myndlistar verður nú ljósara með hverju árinu. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN1 Sunnudagur 31. janúar 1988 Leda og svanurinn, olíumálverk eftir Jóhannes Kjarval. Paradísamissir og módernismi Það er þó fyrst og fremst reynsla stríðsáranna sem sviptir íslenska myndlist þeim heilaga boðskap sem finna má í verkum Þórarins B. Þorlákssonar og Ein- ars Jónssonar. Fósturjörðin er ekki lengur óflekkuð gyðja sem hægt er að tilbiðja í myndlistinni, hinu trúarlega hlutverki mynd- listarinnar er lokið og viðfangs- efni hennar verður í æ ríkari mæli hún sjálf, oft með því kaldhæðna ívafi sem fylgt getur gáskafullum leik: Svavar og Þorvaldur koma þar í hugann, en einnig Snorri Arinbjarnar og fleiri sem ruddu módernismanum braut hér á landi og tengdu ísland við menn- ingarstrauma meginlandsins í ál- funni. Spænski heimspekingurinn Ortega y Gasset hefur sagt að eftir að myndlistin glataði trúar- legri merkingu sinni sem miðill heilagra verðmæta hafi hún jafn- framt glatað stórum hluta þýð- ingar sinnar fyrir þorra fólks. Listin hafi þá ekki lengur orðið fólki sú sama lífsbjörg og hún var meðan hún miðlaði hinum heil- ögu gildum. Ef hægt sé að segja það um nútímamyndlistina að hún sé manninum sáluhjálp, þá sé það fyrst og fremst vegna þess að hún bjargi okkur frá alvöru lífsins og veki upp barnið í okkur og hinn lífsglaða leik, er hendi gys að frumspekilegum boðskap og kennisetningum. Þetta, segir Ortega, hefur breytt stöðu mynd- listarinnar á þann veg að hún er ekki lengur sá þyngdarpunktur í menningu okkar sem hún var, hún verður „bara list“ og mark- aðsvara í þeim heimi vísinda- legrar afstæðishyggju og efnis- hyggju, sem svipt hefur veröldina hinum heilögu gildum. Það má kannski segja að nas- isminn og fasisminn í Evrópu hafi verið örvæntingarfullar tilraunir til þess að halda hinum heilögu gildum þjóðernis og fósturjarðar á lofti í myndlist jafnt sem öðrum greinum menningar og lista. Sem

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.