Þjóðviljinn - 31.01.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.01.1988, Blaðsíða 6
„Þú spyrö grímuna hvað þú ætlir aö gera. Ekki sjálfan þig. Þess vegna notarðu þrjár sek- úndur. Þú telur upp aö þremur áöuren þú gerir nokkuð. Sek- úndurnar þrjár eru einskonar brú á milli þín og grímunnar. Þú átt ekki að hugsa. Þú átt aö láta hugsunina gerast." Fimm grímuklœddar verur. Taka sér stöðu. Anda djúpt og. Lengi. Grímuð andlit þeirra eru náhvít og engin. Svipbrigði. Und- arlegt að þau skuli hafa. Augu. Einsog ofvaxin börn. Og samt eru börn aldrei hlutlaus þó þau séu ómótuð. Verurnar eru svartklœdd- ar og með hvítar. Grímur. Verurn- ar líta hver á aðra og þekkjast. Ekki. Þœr taka sér stöðu í hringn- um. Allt gerist. Hœgt. „Grunnæfingar með hlut- lausum (neutral) grímum eru nauðsynlegar áðuren persónu- leikagrímur eru settar upp. Þú notar einbeitingu til að ná fram slökun. Þetta er einsog að fara í sturtu.“ Það erMario Gonzalez, leikhús- maður frá Guatemala og vinnur nú í Frakklandi sem hefur orðið. Hann er að kenna leikurum að nota grímur og blaðamönnum sem boðið að fylgjast með eina dag- stund. Það er Leikskeið sf. sem stendur fyrír tiltœkinu. „Samband leikara við áhorf- endur í grímuleikhúsi er mjög náið ef vel tekst til. Ég líki því við sambandið milli móður og barns. Áhorfendur eru móðirin eða for- eldrið, og leikarinn er barnið. Hlýlegt andrúmsloft skiptir máli þegar persóna verður til og Íeikarinn verður að reiða sig á viðbrögð áhorfanda og þreifa sig þannig áfram. Ef leikari gleymir áhorfendum hættir gríman að vera til. En grímuleikur er einsog lífsemeraðfæðast. Áhorfendurí grímuleikhúsi eru mjög kröfu- harðir, líkt og börn sem leikhús- gestir. Til að ná þessu nána sambandi þarf að læra mikla tækni og strangt kerfi. Allt verður að vera miklu stærra og hnitmiðaðra í grímuleikhúsi. Líkt og börn vilja fá viðbrögð foreldra sinna, hvers eðlis sem þau eru, þá verður grímuleikarinn stöðugt að reyna á það. Grímuleikarar vilja um- fram allt vera skemmtilegir. Þú hefur enga mynd af sjálfum þér með grímuna á sviðinu og áhorf- endur eru spegill. Leikarinn er gjörsamlega týndur án viðbragða áhorfenda. Þú verður að finna rödd og hreyfingar og þá fyrst ertu tilbúinn. Það er ekkert hægt að plata með grímur. Allt sem þú gerir verður að vera satt. Þess vegna standast mistök með grím- ur, svo framarlega sem mistökin eru sönn og án tilgerðar. í reglun- um felst það að læra að velja, hvað gera skal, og hugsa áðuren þú ákveður. Þú lærir líka að val- kostir eru erfiðir. Þú kemst ekki hjá því að gera mistök og þú verð- ur að vera nógu sterkur tilað geta gert mistök og verið ómögulegur fyrir framan fullt af fólki. En það tekur sinn tíma. En maður er annar hluti af sjálfum sér á bak við grímuna. Það er kannski það sem er mest áhugavert." Áhorfendur léku ó mig Mario Gonzalez er eieinleea fæddur inní grímu- og brúðu- leikhús. Hann var þriggja ára gamall þegar móðir hans kenndi honum að búa til leikbrúður úr pappamassa. Fyrir tíu ára aldur þénaði hann peninga með því að setja upp litlar leikbrúðusýningar á götum Guatemalaborgar.ásamt vini sínum. Síðan fékk hann hlut- verk í leikhúsi fyrir tilviljun og hugðist fara í leiklistarskóla eftir það. En var brátt svo hlaðinn verkefnum í leikhúsi, sjónvarpi og kvikmyndum, að ekkert varð úr skólanámi. Að sex árum liðn- um ákvað hann að gera byltingu í lífi sínu, hætta við leikhúsið og GRÍMUR Að vera og vera ekki byrja nýtt líf í nýju landi. Fór þá til Parísar og ætlaði að gerast kennari en var fljótlega orðinn viðloðandi leikhúsið aftur. Eftir að hafa kynnt sér það sem var að gerast í frönsku leikhúslífi hafn- aði hann hjá Théatre du Soleil (Sólarleikhúsinu) og starfaði þar næstu tíu árin. Aukheldur er hann pedagóg hjá Leiklistarhásk- ólanum í París. Á námskeiðum sínum notar Mario grímur frá Commedia dell ’arte, en um það segir Mario: „Ég hef eiginlega fengist við comme- dia dell’arte frá fyrstu tíð, því brúðuleikhúsið byggir á því sama. Þegar við síðan vorum að fást við það form í Sólarleikhús- inu, stóð ég mig alltaf að því að bíða, og Ariane Mouchine, stjórnandi Sólarleikhússins, spurði mig hverju það sætti. Ég svaraði því til, að ég yrði að bíða tilað vita hvað ég ætti að gera. Þannig mótaðist reglan um sek- úndurnar þrjár. En af öllum skólum sem ég starfaði við var sennilega besti leiklistarskóli minn, þegar ég vann með barna- leikhópi í Guatemala og var „mascot", einskonar dyravörður, fylgdi gestum til sætis og skemmti þeim með söng og dansi í hléum. En tók aldrei þátt í sýningunum sjálfum. Mér tókst að verða mjög vinsæll, sem gladdi mig mjög, því auðvitað vil ég, einsog allir aðrir, vera bestur. Ég uppgötvaði svo seinna að það höfðu í rauninni verið áhorfendur sem léku á mig...“ Um galdur og grímur Börn elska að vera eitthvað annað en þau eru. Kannski líta þau ekki þannig á það sjálf, þegar þau byrja að klæða sig í of stóra skó strax og þau komast á fætur og síð- an í furðuföt. Kannski eru þau ekki að þykjast vera eitthvað annað en þau eru. Kannski eru þau bara að leika sér. Og skynja að þau geta um leið orðið eitthvað annað. En það er erfitt að spá í hugarheim barna. Það er altént ekki hægt að þykjast án þess að leika. Þátttakendur á grímunám- skeiðinu tóku það snemma fram að grímum fylgdi galdur. Galdur er aldrei hægt að útskýra með neinu öðru orði. Galdur hlýtur að vera samspil ótal afla. Galdur hnattstaða ekki máli. Þegar Grikkir voru að þróa sitt leikhús, notuðu þeir grímur og í Asíu og Suður-Ameríku er til sterk grímuleikhúshefð. Svo er það altalað meðal mannkynsins að við berum ósýni- lega grímu til að komast af í mannlegu samfélagi. Sumir bregða grímunni upp við hátíðleg tækifæri og taka hana ofan þegar heim er komið. Manneskja sem hefur unnið mikið með grímur sagði á snjóþungum morgni: sótti íslenska leikara heim og hélt 301 mannanámskeiö, fyrrí vetur. í byrjun ársins kom Mario Gonzalez, og hélt tveggja vikna námskeið í grímuleik, fyrir 15 manns, og komustfærri aðen vildu. „Leikskeið sf. er hópur leikara sem hefur komið námskeiðunum í kring. Við leituðum eftir styrk frá fyrirtækjum og þau sem það gera eru: SPRON, Vífilfell, Flug- leiðir, Námsflokkar Reykjavík- Ámi Pótur Guðjónsson, Þór Tulinius, Guðjón Pedersen, Helga Jónsdóttir, Ellert Ingimundarson, Ólafía Hrönn og Mario Gonzales. hlýtur að fela í sér andstæða eiginleika einsog allt sem er: Er. Enda komu fram ýmsar mót- sagnir þegar rætt var um grímur og grímuleik. Mótsagnir hljóta að vera nauðsynlegar tilað allt sem satt er standist. Þátttakendur áttu ekkert sérstaklega auðvelt með að tjá sig í löngu fjölmiðluðu máli um upplifun sína. Kannski vegna þess að þau höfðu kynnst dýrmætum galdri sem þau vildu eiga útaf fyrir sig. Fyrst í stað. Grímur hafa fylgt manninum frá örófi alda. Þær voru notaðar hjá frumstæðum þjóðflokkum við helgiathafnir og skiptir „Það væri nú gaman ef við þyrð- um að vera grímulaus. Værum bara öll einsog idjótinn.” En það kallar þá væntanlega á fleiri eiginleika idjótsins. Alfreð Flóka varð það hinsveg- ar hugleikin pæling: Hvenær gríman yrði samvaxin andlitinu... Leikskeið Leikskeið er nýyrði í íslenskri tungu. Og er fyrirtækið sem heldur utanum þau tvö leiklist- arnámskeið sem hafa verið haldin í vetur. Maurice Benic- hou, franskur leikhúsmaður, ur, Eldsmiðjan, Landsbankinn, menntamálaráðuneytið, Brauð hf. og Reykjavíkurborg. Báðir þessara leikarar eru óhemju dýr- ir, enda snillingar hvor á sínu sviði og eftirsóttir, bæði í Frakk- landi og víðar. Þeir voru mjög spenntir fyrir því að koma hingað og vilja ólmir koma aftur. Það er ekkert „leikskeið" á döfinni íbili, en ég býst við að við höldum starfinu áfram. Þetta er ómetan- leg menntun fyrir leikara, og námskeiðin hafa sótt leikarar úr öllum leikhúsum, bæði eldri og yngri leikarar," sagði Þór Tulini- us, einn af forkólfum Leikskeiðs sf. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.