Þjóðviljinn - 31.01.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.01.1988, Blaðsíða 12
TTAVOTN BLAVATNANNA Þaöerhvíttyfiröllum Bandaríkjunum. Það er hvít jörö um gervöll Bandaríkin. Bandaríkin eru hvítur blettur í hnakka jarðarinnar. Og stelpurnar í kringum Det- roit eru rétt í þann veginn að ná síðustu Molly Ringwald- greiðslunni, rétt áður en kulda- metið er slegið og litlu lokkarnir frjósa fastir til vors. En þær náðu ekki að klára pérmanettið í tíma og því mun skína í litlu meyjar- skallana þeirra þegar þær í vetrarmyrkrinu við vötnin stóru paufast heim úr jazz-ballett- tímunum. Bílljosin skella hvað eftir annað á litlu hnökkunum og lýsa upp blettina. litlu hvítu blett- ina. Þeir eru endurskinsmerki þess sem koma vill. En strákarnir taka. ekki eftir neinu, þeir eru deitar í sínum bfó- heimi og reyna að siaka augnlók- unum niður á mið augun á við Matt DiIIen um leið og þeir kveikja sér í sígarettu, berhentir í brunagaddinum með hnepptu frá niður að mitti. Já auðvitað eru þeir töff og aka sínum kátildjákn- um um þær myrkár, sem í brjóst þeim renna, en eru nú ísi lagðar. Einmitt, næturnar núna við vötnin bláu og miklu eru kaldari en kalt nokkru sinni verður og þau Ieggur öll sem eitt, undir þeim er fiskurinn „fangi þess lífs sem hann hefur kosið sér“. Og þá er eins og gallabuxur drengjanna herpist þéttar um þá, svellharðar um annars konar fisk, einkum þó í takt við lag með Bruce Spring- sten sem hljómar úr hlustunar- tækjunum. „Tunnel of love“, eða „Strákagöng“, sem þeir þreifa sig inn eftir í ögn volgara myrkri. Fyrir enda þeirra er einnig annars konar klakaband, frosið haft, sem gliðnar snöggt, eins og renni- lás á buxnaklauf. Og líkt og útá vatnaísnum byrjar að braka undan börnum að leik, þannig rifnar haftið, slitnar klakaband- ið, og niður um vökina týnast börnin oní ískalt hyldýpið, streyma frumurnar inn í hið mikla meyjarhol. Um leið og lífið fjarar út á einum stað, kviknar nýtt á öðrum. Þær eru orðnar óléttar, stelp- urnar í kringum Detroit, það bólgnar undir þeim beltið og þær óska sér eftir á eins og í auglýs- ingu, að þær hefðu nú haft með sér blettavatnið góða til að setja í lakið því „betri er blettur í laki en barn í legi“. Og saman halla þær sér aftur í rúmunum þar sem „hár skilur hnakka og vegg“ og nú skín ekki lengur á endurskinsmerkin þeirra en samviskan blundar bak- við eyrun og nartar í litlu snepl- ana. Án þess að vita það söngla þær saman, hver í sínu veggfóðr- aða herbergi, lag sem ég samdi eitt sinn og sæmdi sér ágætlega í tilfinningalega ofhlöðnum söng- leik um ástir og æskubrölt í mið- ríkjunum. „I'm just pregnatit in the U.S. of A and I haven’t got money lo pay for abortion or care for a baby, I swear / don’t even know if it’s black or white I just hope it’s go’na be all right“ En það verður ekki í lagi, því þær ganga ekki meö fóstur, held- ur þjóðfélagsvandamál, „Teen pregnacy", sem ekki er leyst, og þær ganga því hver á fætur ann- arri út að vötnunum miklu þar sem vakirnar eru bláir blettir í hvítum ísnum. Litlu blávötnin ganga út að blettavötnunum sín- um og steypa sér hver á fætur annarri í vakirnar, hverfa eins og börnin áður oní hið helkalda dýpi. Þær fljóta ekki þó óléttar séu. Aðeins hnakkarnir standa upp úr vatninu og á þá skína fyrstu rauðu geislar morgunsólar- innar á hvítu blettina í bláu blett- unum á stóra hvita blettinum sem Bandaríkin eru í hnakka jarðar- innar. - NYC 15. jan. ’88 Hullgriniur 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 31. janúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.