Þjóðviljinn - 31.01.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.01.1988, Blaðsíða 7
Hvað fannst þeim Ólafía Hrönn Jónsdóttir, útskrlfaðistfró Leiklistarskóla íslands síðasta vor og leikur hjá Leikfélagi Reykjavíkur „Þaö var athyglisvert hvað ein- faldir hlutir, sem Mario lýsti, gátu orðiö flóknir þegar við átt- um að gera þá. Það var erfiðara að gera eina hreyfingu en að gera margt í einu. Mér fannst gott að kynnast þeirri skilyrðislausu at- hygli sem hver og einn fékk. Það var alltaf einn sem lék í einu og sá fékk alla athyglina. Ég hef hugs- að um það í sambandi við Sfldin er komin, hvað þetta er nauðsyn- legt. Við lærðum frumtækni í sambandi við gnmuna, hvenær hún virkar og deyr. Og hvernig verður að nota allt andlitið. Þá var alveg nýtt að kynnast sekúnd- unum þremur, sem Mario leggur höfuðáherslu á. Þær gátu oft orð- ið langur tími. Og maður er kann- ski svo vanur því að gera bara einsog manni er sagt í stað þess að staldra ögn við og spyrja sjálfan sig.“ Galdurinn við grímuleik er kannski sá þegartekst að láta grímuna lifna. Það er hræði- legt að fara út af sviðinu án þess að hafatekist það. Við vorum mjög feimin fyrst en námskeiðið var skemmtilegt og mikið hlegið. Hvernig fór námskeiðið fram? Mario kennir ákveðna tækni sem felur hvort tveggja í sér, mikið frelsi og strangan aga. Við byrjuðum hvern tíma á grunnæf- ingum og lengi vel skildum við ekki til hvers við vorum í þessum einfalda hring sem Mario límdi á gólfið strax í upphafi. Á honum fórum við í eins konar díalóga með hlutlausu grímurnar. Einn bjó til ójafnvægi og hinir sam- þykktu það með því að búa til jafnvægi. Það eru engar tilfinn- ingar í grunnæfingum, þær eru til þess að við fáum skilning og þjálf- un í grunnreglum grímuleiks. Þegar við fórum að leika með karaktergrímurnar varð okkur Grímumyndir: Jim Smart Texti: Elísabet Jökulsdóttir Guðjón Pedersen, leikur hjó Þjóðleikhúsinu og hefurstarfaðmikið með frjálsum leikhópum „Þetta er það skemmtilegasta en erfiðasta sem ég hef komist í kast við. En mikil uppörvun að fá tækifæri til að kynnast Mario og vinnubrögðum hans. Það eru möguleikar í grímuleik sem mig óraði ekki fyrir. Og einfalt mál gat orðið ansi flókið þegar á reyndi. Námskeiðið var ekki að- eins vinna með röddina og líkam- ann, heldur athyglisverðar æfing- ar með jafnvægi. Þetta eru mjög nákvæmar æfingar og þess vegna mikil ögrun. Maður sá líka fljótt hvað var satt og hvað ekki. Ekk- ert þýddi að setja á sig grímu og geifla sig. Ég er viss um að það sem við lærðum á námskeiðinu á eftir að nýtast okkur í leikhúsinu. Að læra að nota grímur er nauðsynleg menntun fyrir leikara, líkt og fyrir píanóleikara sem verður að kynnast öllu nótnaborðinu." Hefurðu unnið áður með grím- ur? „Ja. Ég hef ekki hátt um það eftir þetta.“ Þjðlfun í sköpun Þór Tulinius í örspjalli vegna nómskeiðs í grímuleik svo ljóst til hvers hringurinn var, og æfingarnar. Ein reglan er að beita öllu and- litinu, þ.e. grímunni þegar þú horfir. Og þegar áhorfendur sýna viðbrögð horfir þú til þeirra. Það er ekki sjálfgefið, en nokkuð sem leikari verður að tileinka sér. Samspil við áhorfendur er mikil- vægt. Gríman má aldrei deyja. Þjálfun Marios miðast við að brjóta niður allar hreyfingar, gera þær nákvæmar, ýktar og hnitmiðaðar. Þannig gat orðið mikið mál að hreyfa handlegg. Stundum tókst það alls ekki. Þá gat verið mikil glíma að finna rödd sem hæfði hverri grímu. Mario sagði hálfvegis í gríni að markmiðið væri það að mamma manns þekkti mann ekki einu sinni. Svo var mikil kennsla í spuna og Mario sérstakur að því leyti að hann leyfði mikið frelsi með karaktergrímyr og við áttum frekar að forðast hefðina og þekkingu, ef við höfðum ein- hverja, en margar sögusagnir eru til um persónur Commedia dell ’arte. Hann lagði áherslu á að við byggjum til okkar eigin persónur með því að spinna með grímuna. En við urðum að gefa okkur for- sendur og lofa okkur að mistak- ast. Og það var skrítið að finna hvernig þessar ýktu persónur virkuðu. Mun námskeiðið nýtast ígrímu- lausu leikhúsi? Bæði þessi mikla kennsla í spuna og aginn sem við kynntumst hlýtur að nýtast okkur í leikhúsunum hér. Það var krafa á okkur að þegar einhver var að vinna, fékk hann skilyrðislausa athygli hópsins. Það er mjög áríð- andi. Grímuleikur er gaman sem byggir á mikilli aivöru. Mario bar reglurnar sem hann kennir saman við aðrar listgreinar; skalaæfing- ar hjá tónlistarmanni eða skissut- eikningar hjá myndlistarmanni. Er mikið skrifað fyrir grímu- leikhús og hvar stendur grímul- eikhúsið? Grímuhefðin er gömul. Grikkir notuðu grímur og þær eru til í öllum leikhúsum. A mið- öldum varð til sterkt grímu- leikhús á Ítalíu og í Frakklandi, sem var Commedia dell’arte. Þar urðu til týpurnar sem við notuð- um á námskeiðinu. Þeir leikhóp- ar voru dáðir og elskaðir af al- menningi, fóru á milli og voru keyptir til sýninga af ýmsum aðil- um. Þeir gáfu sér spunalykil fyrir hverja sýningu, oft eitthvað mjög einfalt: Einn stelur peningum af öðrum og svo var spunnið áfram. Þá gerðist það að leikritaskáld eins og Goldoni, Gozzi, Moliére, Marivaux og fleiri hófu leikritun út frá formi götuleikhússins og notuðu þeirra týpur. Síðan hefur grímuleikhús ekki náð að lifna al- mennilega á nýjan leik og nú eru starfandi mjög fáir grímuleikhóp- ar. Leikritun Shakespeares spratt einnig upp úr alþýðuleiklist hans tíma, en var svo færð á stall og varð nokkurs konar yfirstéttar- leikhús. Það er kannski fyrst að breytast núna. En sum leikhús taka grímur inn öðru hverju og í einstökum atriðum. Og fara þannig ekki nema hálfa leið. En ég spái því að grímur verði notað- ar í mörgum leikritum hér á næsta ári. Hópurinn sem sótti nám- skeiðið hefur áhuga á að vinna áfram og setja upp sýningu. KF 280 225 lítra kælir, 55 lítra frystir. Sjálfvirk afhríming. Lítil straumnotkun. Mál: H 156,7xB 55xD 54. Verð kr. 28.900,- kr. 27.450 stgr. FS 120 113 lítra djúpfrystir. Frystir 14 kg á sólarhring. Lítil straumnotkun. Mál H 85xB 55xD 54. Verð kr. 26.500,- kr. 25.200 stgr. I Misstu ekki af þessu hagstæöa verði. Útborgun aðeins kr. 6.000,- VISA - EURO, 6 mánaða kjör. Einar Farestveit&Co.hf. BORGARTÚN 28, SÍMAR: (91) 16995 OG 622900 - NffiG BÍLASTÆÐI BSgsö? ákseli°9fy „ji-göir Til a«9rei ðslU strax meðan Blomberg Vestur-þýskt gæðamerki í heimilistækjum KS 145 143 lítra með eða án frystihólfs. Mál: H 85xB 50xD 54. Verð kr. 18.600,- kr. 17.670 stgr KS 220 220 lítra kælir. Fæst einnig með frysti- hólfi. Mál: H 123,5xB 55xD 54. Verð kr. 24.990,- kr. 23.740 stgr. Verð kr. 22.800,- kr. 21.660 stgr. KS 190 169 lítra kælir, 16 lítra frystir. Fæst einnig án frystihólfs. Mál H109xB 50xD 54. Sunnudagur 31. janúar 1988|ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.