Þjóðviljinn - 31.01.1988, Síða 17
Merkasta tækninýjung
síðustu ára í heimi tónlistar er
vafalaust hljómdiskurinn,
leysiplatan. Þessarsmáu,
silfurlitu skífur erfyrst komu
fram á sjónarsviðið í Vestur-
Evrópu árið 1983, hafa smám
saman þokað venjulegum
hljómplötum burt af markaði
sígildrar tónlistar. Síðastliðin
tvö ár hefur víða í Evrópu, til
dæmis í Vestur-Þýskalandi,
selst mun meira af sígildum
diskum en plötum, og nú er
svo komið að ýmis fyrirtæki
eru hætt að gefa út venjulegar
hljómplötur með sígildri tón-
list.
Hljómdiskurinn er fyrsti tón-
miðillinn, sem boðinn er á al-
mennum markaði, sem varðveitt
getur allt tíðnisvið mannseyrans.
Bæði venjulegar hljómplötur og
-snældur glata nokkru af þessari
tíðni. Að auki hafa hljómdiskar
ýmsa aðra augljósa kosti. Þeir
eru gjörsamlega lausir við suð og
sarg, utan það, sem er í frum-
upptökunni sjálfri. Sömuleiðis
eru þeir miklu þægilegri í notkun
en bæði plötur og snældur, og
miklu minni hætta á að þeir verði
fyrir hnjaski. Síðast en ekki síst
hafa þeir einn kost, sem miklu
breytir fyrir unnendur sígildrar
tónlistar: Á diski er hægt að
hlusta á verk, sem tekur allt að 75
mínútur í flutningi, órofið.
Eitthvert besta og þekktasta
dæmið um tónverk, sem nýtur
þessara yfirburða hljómdisk-
anna, er níunda sinfónía Beetho-
vens, sem menn geta nú hlustað á
í heild sinni, án þess að verða að
snúa við plötum og skipta um.
Þannig komast hljómdiskar nær
því en aðrir tónmiðlar að færa
fólki fremstu tónsnillinga heim í
stofu; og kostir þess eru augljósir
fyrir menn eins og t.d. Islend-
inga, sem ekki búa í seilingarfjar-
lægð við tónleikahallir heimsins.
Þessvegna er auðvitað dapurlegt
að ranglát skattheimta, auk ís-
lenskrar verslunarálagningar,
skuli gera alþýðu manna erfitt
með að eignast þessa hluti hér-
lendis.
Er fullkomnunin
orðin of mikil?
En ýmsir hafa orðið til að
gagnrýna hljómdiskana. Sú
fullkomnun, sem þeir bjóða
uppá, þykir sumum vera of mikil,
jafnvel eyða að nokkru leyti hinu
mannlega í tónlistinni. Víst er, að
einungis fáir tónlistarmenn geta
leikið af jafn mikilli tæknilegri
fullkomnun á tónleikum og á
diski, þar sem margar upptökur
hafa verið sneiddar saman í eina,
og flestum ef ekki öllum feilnót-
um eytt. Sumum finnst sem þeir
verði þessvegna fyrir vonbrigð-
um þegar þeir fara á tónleika og
heyra verk, sem þeir þekkja í
tæknilega fullkominni útgáfu á
diski.
En líklega eru þeir þó í minni-
hluta, sem þannig er farið um. Sú
spenna augnabliksins, sem ein-
ungis getur ríkt á tónleikum, bæt-
ir langflestum upp það, sem ef til
vill skortir á tæknilega
fullkomnun. Tónleikaupptökur
njóta sömuleiðis stöðugt meiri
hylli hlustenda, og sú aukna ná-
lægð, sem hljómdiskar veita, er
engu síður kostur á þeim, heldur
en venjulegum upptökum.
Upptökutœknin
Víst er að þeirri tækni, sem
beitt er við að gera sjálfar upp-
tökurnar hefur fleygt fram á síð-
ustu árum. Árið 1981 tóku upp-
tökur að koma á markaðinn gerð-
ar með svonefndri stafrænni
tækni, sem á flestum evrópumál-
um kallast „digital“. Þessi tækni
gerir upptökurnar yfirleitt tærari
og skarpari, en þó er hún afar
vandmeðfarin. Stundum hafa
stafrænar upptökur orðið of
harðar, bjartar, og sérstaklega
hefur fiðlutónn goldið fyrir slíkt.
Alla þess háttar upptökugalla af-
hjúpa hljómdiskar miklu fremur
en aðrir tónmiðlar.
Raunar hefur stafræn tækni
verið ofmetin af mörgum. Alltof
margir kaupendur hljómdiska
telja táknið „digital" einhverja
tryggingu fyrir ágæti diskanna.
Slíkt byggist yfirleitt á miklum
misskilningi ellegar vanþekk-
ingu. í fyrsta lagi mega menn
aldrei láta ágæti upptökutækn-
innar vera neina allsherjarmæli-
stiku á ágæti hljómdiska. List-
rænar kröfur hljóta ávallt að sitja
í öndvegi. Sömuleiðis er táknið
„digital“ engin trygging fyrir því
að viðkomandi upptaka sé góð.
Að framan var bent á að stafræn-
ar upptökur, sérstaklega frá ár-
dögum þeirrar tækni, eru oft
fullbjartar og -harðar, jafnvel
þurrar, ómlausar.
Eldri upptökur
ö hljómdiskum.
Hljómgæði þeirra eru auðvitað
misjöfn, enda upptökurnar mis-
gamlar, sumar eru jafnvel frá því
fyrir daga „stereo“-tækni. En oft
fyllast menn undrun yfir hljóm-
gæðum (svo ekki sé talað um
túlkunina sjálfa) þessara diska.
Sérstaklega virðast það vera
upptökur frá fyrrihluta sjöunda
áratugarins, fyrstu árum stereo-
tækni, sem öðlast nýtt líf við að
komast á diska. Á þessum árum
voru upptökumenn ekki farnir að
beita tækni sinni til að „endur-
bæta“ tónverk, eins og stundum
varð síðar raunin. Margar nýrri
upptökur, einkum frá fyrirtækj-
unum Deutsche Grammophon
og CBS, hljóma þannig illa á
diskum, vegna þess hve upptök-
urnar eru ónáttúrlegar; ólíkar því
sem heyrist í tónleikasal.
Ástæða þessa er sú að á vissu
tímabili, aðallega á áttunda ára-
tugnum, beittu menn mörgum
hljóðnemum við upptökur á sí-
gildri tónlist. Þessum hljóðnem-
um stungu menn svo nánast ofaní
hljóðfærin, sem þeir hugðust
taka upp.
Þannig réðu upptökumeistarar
miklu um það hvernig verkin
hljómuðu í upptökunni; drógu
sum hljóðfæri út, en önnur ekki,
allt eftir eigin smekk. Þannig
voru þau innbyrðis hlutföll milli
hljóðfæra, sem tónskáldið sjálft
hafði hugsað sér hljóma á tón-
leikum, lítilsvirt í upptökum.
Mikilvœgi
hljómdiska
fyrir tónlistina
Alla áðurnefnda upptökugalla
hafa hljómdiskar afhjúpað; og í
því felst meðal annars mikilvægi
þeirra fyrir sígilda tónlist. Kaup-
endur verða nú stöðugt upplýst-
ari um þessa hluti og kröfuharð-
ari um að upptökurnar þjóni
tónlistinni sjálfri og engu öðru.
Samt skortir enn nokkuð á að
kaupendur séu frumlegir og sýni
áræði í vali sínu. Margir treysta
enn í blindni á vörumerki, eins og
Deutsche Grammophon, og
nöfn, eins og Herbert von Kara-
jan. Þetta er einkar dapurlegt.
Líkt og áður sagði hefur Deutsc-
he Grammophon aldrei verið í
hópi þeirra fyrirtækja, sem gert
hafa bestar upptökur. Fyrirtæki
eins og Decca og Philips, sem og
minna þekkt fyrirtæki eins og hin
ensku Chandos, Nimbus og
ASV, hið sænska BIS, hið jap-
anska Denon og hið þýska Capr-
iccio eru stafnbúar á þessu sviði.
Og þótt Deutsche Grammo-
phon hafi löngum boðið upp á
heimsfræga flytjendur, þá er
heimsfrægð ekki alltaf trygging
fyrir því að menn séu betri tón-
listarmenn en aðrir. Dæmi um
þetta er Herbert von Karajan.
Karajan hefur á furðulegan
hátt tekist að gera goðsögn úr
sjálfum sér; og enginn tónlistar-
maður hefur notið jafn mikillar
hylli kaupenda hljómdiska og
hann. Hins vegar virðist fortíð
hans í Þriðja ríkinu, þar sem hann
var einn þeirra manna, sem hvað
ódýrast seldu sig nasisma í þágu
eigin metorða, vera gleymd.
Lengi virtist sama hvað Karajan
gerði, ávallt seldust útgáfur hans.
En fyrir skömmu sagði mér af-
greiðslustúlka í verslun í Freiburg
að smám saman væri þetta að
breytast; kaupendur væru loks
farnir að „heyra“.
Því þrátt fyrir alla söluna hefur
það lengi verið álit þorra
gagnrýnenda að Herbert von
Karajan sé ekki í hópi bestu
hljómsveitarstjóra heims. Nýj-
asta útgáfa hans af sinfóníum
Beethovens stenst engan veginn
samanburð við það, sem best hef-
ur verið gert á síðustu árum og
áratugum (Klemperer, Solti,
Böhm, Ashkenazy, Kleiber) og
þykir gjörsamlega skorta fersk-
leika. Líkt og einn gagnrýnandi
komst að orði, þá má aldrei sjóða
gott kjöt svo lengi að allur safinn
fari úr því, og þetta má heimfæra
upp á Beethoven-túlkun Kara-
jans; líflausa og leiðinlega; fjötr-
aða stirðnuðum vana. Og ekki
bæta lélegar upptökur Deutsche
Grammophon úr skák, þótt staf-
rænar séu.
Framtíðin
Stöðugt koma á markaðinn
fleiri og ódýrari hljómdiskar. Oft
eru til dæmis eldri upptökur
boðnar á lægra verði en þær
nýrri. Fyllsta ástæða er fyrir
menn að fylgjast grannt með því,
sem boðið er á þessum ódýru
diskum, enda geyma þeir stund-
um upptökur með ýmsum mestu
snillingum tónlistarsögunnar,
eins og David Oistrakh, Svjatosl-
av Richter, Mstisvlav Rostropo-
vitsch, Otto Klemperer og
fleirum.
Vonir standa til að hljómdiskar
lækki jafnvel enn í verði á næstu
árum, með bættri framleiðslu-
tækni, en mikil tíðni fram-
leiðslugalla hefur til þessa haldið
verði þeirra uppi (allt að helmingi
framleiddra diska hafa ekki verið
söluhæfir). Vonandi ná þessar
verðlækkanir einnig til íslands,
svo menn fái her eins og annars-
staðar notið þeirra mannréttinda
að geta keypt þessa hluti.
Og hljómdiskurinn er sannar-
lega þjónn tónlistarinnar. Von-
andi mun tilkoma hans endan-
Iega eyða af sjónarsviðinu þeim
tæknibrellum, sem í raun eru mis-
þyrming, jafnvel nauðgun á tón-
listinni sjálfri. Nýlega kom út
hljómdiskur, sem m.a. hefur að
geyma upptöku af konsert í d-
moll fyrir tvær fiðlur eftir Johann
Sebastian Bach, eitthvert stór-
brotnasta tónverk allra tíma.
Óvenjulegt er við þennan disk,
að á honum leikur fiðluleikarinn
með aðstoð tölvu báðir ein-
leiksraddirnar.
Gegn jafnströngum og
-gagnrýnum tónmiðli og hljóm-
diski, þar sem fáu eða engu verð-
ur leynt, ganga slík brögð ekki
upp, verða of augljós. í þessum
konsert Bachs, verki, sem stund-
um hefur verið líkt við samtal
tveggja manneskja, er sá mis-
munandi blær og túlkun, sem ein-
ungis tveir fiðluleikarar og tvær
fiðlur geta komið til skila,
augljósari á hljómdiski en plötu
eða snældu. Vanti þetta, þá hefur
verkið sannarlega glatað sálu
sinni. Og það er hér sem hljóm-
diskurinn hefur gerst vörður tón-
listarinnar gegn tækninni, hins
mannlega gegn maskínunni, í
stöðugt vélrænni heimi.
Einar Heimisson skrifar fr<fi Vestur-Þýskalandi
Sunnudagur 31. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17
Höfum opnað
læknastofu
við Læknastöðina Marargötu 2.
Viðtalsbeiðnum veitt móttaka daglega í síma 26133.
Þóra F. Fischer Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingarhjálp Jens A. Guðmundsson dr. med. Sérgrein: Kvensjúkdómar og fæðingarhjáip. Innkirttakvensjúkdómar
j«K] Akranes
W Lóðaúthlutun 1988
Þeim sem hyggjast hefja byggingaframkvæmdir
á árinu 1988 og ekki hafa fengið úthlutað lóð, er
hér bent á að lóðir á eftirtöldum svæðum eru
lausar til umsóknar fyrir:
Einbýlishús og raðhús í Jörundarholti.
Verslanir og þjónustustofnanir í Jörundarholti.
Iðnaðarhús á Smiðjuvöllum, Kalmansvöllum og í
Höfðaseli.
Iðnaðarhús tengd sjávarútvegi á Faxabraut og
Breið.
Verslanir, þjónustustofnanir og íbúðir í Miðbæ.
Hús fyrir búfénað í Æðarodda.
Nánari upplýsingar eru veittar á Tæknideild
Akraneskaupstaðar, Kirkjubraut 28, 300 Akra-
nesi, sími 93-11211.
Lóðaumsóknum skal skilað á sama stað, á sér-
stökum eyðublöðum sem þarfást, fyrir 20. febrú-
ar nk.
Bæjartæknifræðingur
HEILBRIGÐISEFTIRLIT REYKJAVÍKUR
Heilbrigðisf ulltrúi
Staða heilbrigðisfulltrúa við Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur er laus til umsóknar. Staðan veitist
frá 1. mars n.k.
Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafé-
lags Reykjavíkurborgar.
Um menntun, réttindi og skyldur fer samkvæmt
reglugerð nr. 150/1983 ásamt síðari breytingum.
Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi í
heilbrigðiseftirliti eða skyldum greinum svo sem
líffræði, matvælafræði, dýralækningum, hjúkrun-
arfræði eða hafa sambærilega menntun.
Umsókn ásamt gögnum um menntun og fyrri
störf skulu hafa borist formanni svæðisnefndar
Reykjavíkursvæðis (borgarlækninum í Reykja-
vík) fyrir 10. febrúar n.k. en hann ásamt fram-
kvæmdastjóra heilbrigðiseftirlitsins veitir nánari
upplýsingar.
Borgarlæknirinn
í Reykjavík