Þjóðviljinn - 31.01.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.01.1988, Blaðsíða 5
betur fer eignuðumst við ekki slíkan menningararf hér á landi að neinu marki, og í því ljósi verður líka að skoða pólitíska og menningarlega þýðingu módern- ismans: hann var andhverfa þeirra menningarhugsjóna sem leitt höfðu mannkynið út í heimsstyrjöldina síðari. Við fljóta yfirsýn á salnum sem sýnir okkur innreið módernismans í ís- lenska myndlist er erfitt að gera sér grein fyrir þýðingu einstakra verka, eða hvað þar hefði hugs- anlega átt erindi frekar en annað, en þó get ég ekki látið hjá líða að vekja athygli á tveim myndum eftir Hörð Ágústsson annars veg- ar og Kristján Davíðsson hins vegar, sem skipa veglegan sess í salnum og eins og kristalla anda módernismans hvor með sínum áhrifaríka og skýra hætti svo að vart verður betur gert. Nýir straumar Á sjöunda áratugnum, þegar módernisminn var fyrst búinn að vinna sér nokkurn sess meðal al- mennings hér á landi fer að bera á nýjum viðhorfum og straumum í myndlist á meginlandinu, sem túlka verður sem andóf gegn aka- demískum tilhneigingum og þreytu, sem orðin var áberandi í óhlutbundinni myndlist módern- ismans. Myndlistin verður póli- tískari í víðustu merkingu þess orðs, og um leið fer hún að gera fjöldamenningu og fjöldafram- leiðslu iðnaðarþjóðfélagsins að viðfangsefni sínu. Popplistin var einn angi þessa, annar var flúxu- shreyfingin, nýdadaisminn, póli- tísk ádeilulist, gjörningalist, kon- septlist og svo framvegis. Þessir straumar rötuðu hingað til ís- lands á sjöunda áratugnum með SÚM-hópnum og fleirum, og þeir endurspegla tilraun til þess að rjúfa þá einangrun sem mó- dernisminn var kominn í og um leið endurspegla þessir straumar þá kröfu um aukið lýðræði og virkari þátttöku listamanna jafnt og almennings í mótun umhverf- isins og þjóðfélagsins sem fylgdi því pólitíska umróti sem kennt er við árið 1968. Pessu tímabili og allt til okkar dags eru gerð skil í einum sal Listasafnsins, þar sem fjölbreytnin er áberandi og hug- myndaflugið óbeislað. Án þess að geta lagt nokkurt endanlegt mat á það úrval verka sem þar eru sett fram til sýnis, þá verður því Salur módernistanna: Myndir eftir Jóhannes Jóhannesson, Hörð Ágústsson og Kristján Davíðsson. ekki neitað að þessi salur ber vott um grósku og fjölbreytni í ís- lenskri myndlist. Pað vekur sér- staka ánægju að sjá þarna eitt af nýrri og glæsilegri verkum Hreins Friðfinnssonar, sem safnið hefur borið gæfu til að eignast og er meðal áhrifamestu verkanna í þessum sal. Safnið sem miðill Opnunarsýning Listasafnsins er í heild áferðarfalleg og um leið skemmtileg upprifjun á því sem kannski var þegar vitað. En að henni skoðaðri vaknar spurning- in: Hvað næst? Til hvers eigum við að nota þetta glæsilega hús? Það er hefðbundið viðhorf að safn eigi að geyma leifar fortíðar- innar eftirkomendum til glöggv- unar á sögu sinni og menningu. Þegar búið er að nota hlutina og þeir hafa gegnt sínu hlutverki í samfélaginu er þeim annaðhvort hent á öskuhaugana, eða þá að þeim er komið fyrir á safni sem minnisvarða um liðna tíma. Um leið breytist hlutverk þeirra: Val- þjófsstaðahurðin í Þjóðminja- safninu er ekki lengur sá sami inngangur í helgidóminn sem hún var kristnum Fljótsdælingum á 13. öld þar sem hún markaði sigur hins góða yfir hinu illa um leið og gengið var í guðs hús. í dag er hún okkur fyrst og fremst ómetanleg heimild um trúarlíf og skilning kristinna manna í Fljóts- dal fyrir 800 árum. Það er hins vegar þversögn margra nútíma- listasafna eins og til dæmis Listas- afns íslands, að þar eru mörg verk sem aldrei hafa gegnt sínu „hlutverki" úti í samfélaginu, heldur hafnað beint á safni. Það er ekki óalgengt nú orðið að verk séu jafnvel gerð beinlínis í því markmiði að lenda beint á safni. Safnið er þá hætt að vera safn í hefðbundnum skilningi, en er orðið miðill, sem hefur ákveðinn boðskap fram að færa í nútíman- um. Miðill sem hefur sjálfstætt hlutverk og leitast við að endur- spegla nútímann og horfast í augu við framtíðina. Þar með er safnið jafnframt orðið vettvangur fyrir pólitíska starfsemi í víðasta skiln- ingi þess orðs: viðleitnin til þess að endurspegla og hafa áhrif á samtímann hlýtur að vera pólitísk í eðli sínu. Það er vandasamt verk að reka listasafn á þeim forsendum sem hér hafa verið nefndar. Það krefst bæði áræðni, hugmynda- flugs og síðast en ekki síst lifandi tengsla við strauma samtímans og skilnings á gildi þeirra. Það hlýtur að verða ósk okkar til nýrra stjórnenda safnsins á þessum tímamótum að þeim muni takast að gera Listasafn íslands að lif- andi afli í íslensku menningarlífi er nái að færa myndlistina nær fólkinu og glöggva um leið skiln- ing okkar á samtímanum og kenna okkur að kallast á við framtíðina í gegnum þau meðul sem myndlistin hefur þrátt fyrir allt upp á að bjóða. -ólg Veldur þóltaskilum segir Bera Nordal forstöðukona Listasafns íslands Þessi nýja aðstaða Lista- safnsins hér við Fríkirkjuveg- inn veldur þáttaskilum í starf- semi þess, sagði Bera Nordal í samtali við Þjóðviljann. Þetta er að vísu ekki stór bygging, en hún er miðsvæðis og að- gengileg fyrir fólk, hún er með aðskilda sali sem er mikilvægt fyrir skipulagningu starfsem- innar, og hún býður upp á gjörbreytta aðstöðu fyrir gesti með lítilli veitingastofu, bóka- safni, fyrirlestrasal og barn- akrók þar sem börn geta haft afdrep. Þá hefur það mikið að segja fyrir þessa byggingu hversu vel hefur verið gengið hér frá öllum öryggismálum, bæði hvað varðar brunavarnir og þjófavarnir. - Hefur starfsemin eitthvað ver- ið skipulögð fram í tímann eftir að opnunarsýningunni lýkur? - Já, salaskiptingin gerir það að verkum að við munum alltaf geta haft uppi úrval af verkum safnsins í einum sal, og er stefnt að því að nota stóra salinn til þess. Ég legg mikið upp úr því að efla fræðslu og rannsóknir á veg- um safnsins, og verður fræðsl- Unni meðal annars háttað þannig að hér verður boðið upp á leið- sögn með fagmanni einu sinni í viku á sunnudögum, þar sem einnig verður hægt að koma með fyrirspurnir. Þá verður einnig hægt að fá leiðsögn á kasettum á öðrum tímum. Þá munum við hafa litskyggnusýningar og sýn- ingar á myndböndum í gangi í fyrirlestrasalnum auk þess sem bókasafnið verður opið fyrir al- menning. Við höfum þegar skipulagt dagskrá fyrir sérsýningar út þetta árið, og verður fyrsta sérsýningin um norræna konkret-myndlist á 6. áratugnum. Þetta er farand- sýning skipulögð af Norrænu menningarmiðstöðinni með fullri aðild íslendinga, og kemur hún hingað frá Osló. Þá verðum við með sérsýningu á verkum eftir fransk/rússneska málarann Chagall, sem kemur hingað beint frá einkasafni Chag- alls, sem nú er í eigu erfingja hans. Mun sýningin taka allt safn- ið í sumar. í september verður hér sýning ungra myndlistar- manna og í október verður hér sýning á vegum Nýlistasafnsins í tilefni 10 ára afmælis þess. Að lokum verður svo hér yfir- litssýning á verkum Kristínar Jónsdóttur í tilefni aldarafmælis hennar á þessu ári. - Er áformað að koma upp höggmyndagarði í kringum safn- ið? - Það er reyndar sérstakt „höggmyndatorg“ hér ofan við bygginguna sem tengist efri saln- um í nýbyggingunni, en okkur finnst hann ekki tengjast safninu nægilega vel, þannig að þar hefur engum útilistaverkum verið kom- ið fyrir enn. Lóðamörk safnsins eru við húsvegginn að Hallar- garðinum, en við hugsum gott til samstarfs við Reykjavíkurborg um að setja upp útilistaverk þar í framtíðinni. Safnið hefur þegar látið gera bronsafsteypu af högg- mynd eftir Sigurjón Ólafsson, sem sett verður á háan stall niður við Fríkirkjuveginn og verður eins konar einkennisstytta safnsins. Það er mynd hans af Bera Nordal við skúlptúr eftir Sigurjón Ólafsson, sem Listafafn Sigur- jóns hefur nýlega fært Listasafni (slands að gjöf. knattspyrnumanninum. Að öllum líkindum munum við setja upp aðra styttu þar nálægt þó ekki sé búið að ákveða það end- anlega. Við vonumst til þess að fagurt umhverfi, aukin fjölbreytni í starfi og bætt aðkoma og aðstaða gesta eigi eftir að stórauka að- sókn að Listasafninu, því til þess er leikurinn gerður og það er ekki gaman að reka Listasafn sem ekki ersótt, sagðiBera að lokum. Þjóðviljinn óskar Beru og landsmönnum öllum til hamingju með nýtt Listasafn og vonar að það eigi eftir að verða vettvangur blómlegrar starfsemi í framtíð- inni. -ólg Sunnudagur 31. Janúar 1988 þjóÐVILJINN - SlÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.