Þjóðviljinn - 31.01.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 31.01.1988, Blaðsíða 19
Áhrínsorð Korchnois Þeir Viktor Korchnoi og Jó- hann Hjartarson hafa átt hug og hjörtu manna jafnt vestur í Kanada og hér á íslandi. Frammistaöa Jóhanns í heimsmeistarakeppninni er betri en fslendingur hefur nokkru sinni náð. Þá er og athyglisvert að nú hafa þeir félagar teflt alls sex skákir - fjórar í Kanada og tvær á mótum fyrir einvígið. Af þessum sex skákum hefur Jó- hann unnið þrjár, þrjár hafa endað með jafntefli - og Korchnoi hefur ekki unnið eina einustu! Það er þekkt hvernig sterkir skákmenn hafa tak hver á öðrum: Þannig vinnur Korch- noi til dæmis Tal eiginlega alltaf og beinlínis rúllar yfir Polugaevsky. Karpov vinn- ur líka Júgóslavann sterka, Ljubojevic, nánast unda- ntekningalaust. Enn eitt dæmið er síðan framganga Norðmannsins unga, Simens Agdesteins gegn fslending- um í heild, sem hafa mátt þola margan beiskan ósigurinn. Og nú virðist sem Jóhann sé að ná álíka taki á Korchnoi. Samkvæmt því þurftum við ekki að örvænta um úrslit ein- vígisins. Korchnoi sjálfur hef- ur sagt að fyrsta viðureign skákmanna skipti höfuðmáli; þannig hafi hann til að mynda roðflett Tal í fyrstu skákinni sem þeir tefldu fyrir mörgum áratugum og unnið nánast alltaf uppfrá því. Jóhann vann einmitt fyrstu skákina sem hann tefldi við Korchnoi eftir mikil læti - það var á IBM- skákmótinu í fyrra...B Flugur Jóns Thoroddsen Bókaforlagið Flugur hefur nú á nýjan leik dreift bók Jóns Thor- oddsen, Flugum, sem verið hefur ófáanleg um nokkurt skeið. Bók- in kom fyrst út árið 1922 og var fyrsta íslenska bókin sem ein- göngu hafði að geyma prósaljóð. Um innihald bókarinnar segir í fréttatilkynningu: „Ljóðin eru skemmtileg og sérstaklega frum- leg og bera vott um þroskaða lífs- skoðun ungs manns. Gísli Sig- urðsson bókmenntafræðingur, skrifar vandaðan inngang að bók- inni og gerir grein fyrir helstu æviatriðum Jóns Thoroddsen og skáldskap hans. Ljóð og sögu- brot eftir Jón sem birtust í tíma- ritum eru einnig tekin upp í þessa útgáfu. Þá er í bókinni minning- argrein Þórbergs Þórðarsonar um Jón Thoroddsen“. Akureyri Ragna í Glugganum Föstudagskvöldið 29. janúar kl. 21 opnar Ragna Róbertsdóttir sýningu í Glugganum Glerárgötu 34. Ragna er fædd í Reykjavík 1945, útskrifaðist úr Myndlistar- og handíðaskóla íslands 1970 og stundaði framhaldsnám við Konstfac í Stokkhólmi 1970- 1971. Ragna hefur alla tíð fengist við textíl, í fyrstu á hefðbundinn hátt en nú í seinni tíð hefur hún getið sér gott orð fyrir nýstárlega skúlptúra sem þessi sýning sam- anstendur af. Ragna Róbertsdóttir hefur sýnt reglulega frá 1975 bæði hér heima og erlendis. Hún var valin borgarlistamaður Reykjavíkur- borgar 1987. Sýning Rögnu stendur til sunn- udagsins 7. febrúar. Glugginn er opinn daglega frá kl. 14 til 18, en lokaður á mánu- dögum. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 UTSALA SEM ER ÖÐRUVÍSI 40 lágspil 12 mannspil 6 jókerar 58 spil samtals dre9in er tís varan ókeypis Enginn afsláttur Hringbraut 119 (við JL húsið) sími 611102 Smiðjuvegi 2b (á horni Smiðjuvegar og Skemmuvegar) simi 79494

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.