Þjóðviljinn - 31.01.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 31.01.1988, Blaðsíða 20
FJÖLMIÐLAPISTILL Sjónvarpið mœtir í Múlakaffi ...og Helgi E. haföi breyst í... Hall Hallsson." íslenska ríkissjónvarpið hefur verið þekkt fyrir flest annað en að snobba niður á víð og dekra við alþýðuna. Á þriðjudaginn hélt ég þó að eitthvað væri að breytast í þessu efni þegar ég las dagskrárkynninguna. Þar stóð að kl. 21.35 yrði á dagskrá „Sjónvarpsfundur í Mulakaffi. bein útsending frá fundi í Múlakaffi þar sem rætt er um kjara- og skattamál með þátttöku forystumanna verkalýðs og atvinnurekenda og að viðstöddu fullu húsi launþega. Umsjón Helgi E. Helgason". Nú hélt ég að sjónvarpið hefði frétt að íslenskir krataráðherrar hefðu farið í Múlakaffi og fundið alþýðuna. Auk þess væri þessi al- þýðlegi matsölustaður svo þægi- lega nærri sjónvarpshúsinu sem kæmi sér vel á tímum sparnaðar og niðurskurðar (eins og sjá má á dagskránni). Ég settist því niður fyrir framan tækið til að sjá hvernig færi þegar sjónvarpið lyti niður til alþýðunnar í Múlakaffi. ÞRÖSTUR HARALDSSON Einnig voru kjaramálin óvenj- uspennandi þennan dag, með blöðin full af skoðunum á ísa- fj arðarsamningnum. En hvílík vonbrigði! Þegar til kom hafði Helgi E. breyst í Hall Hallsson og með honum við há- borðið sat þetta venjulega gengi úr hlaðna húsinu við Austurvöll sem hefur fylgt sjónvarpinu eins og hver annar húsdraugur frá því það var stofnað. Og það var hnot- abitist með hefðbundnum hætti um það hver hefði verið verstur eða bestur við alþýðuna síðustu misserin, hver hefði klipið af henni flestar krónurnar osfrv. Þessir kjömu fulltrúar alþýðunn- ar gátu ekki einu sinni sýnt okkur þá lágmarkskurteisi að nota sömu tölurnar um sömu stærðirn- ar í fjárlögunum. Og svo var það almenningur í gjánni. Þegar kamerunni var rennt yfir salinn kom í ljos að „launþegarnir“ sem auglýstir voru í dagskrárkynningunni reyndust flestir vera á launaskrá hjá stjórnmálaflokkunum. Þarna glitti í flokkskontórista, nefnda- drottningar og allt upp í alþingis- menn. Innan um var svo einn og einn venjulegur kúnni í Múla- kaffi sem hafði mætt í kvöldkaffið og sötraði úr fantinum eins og illa gerður hlutur innan um pólitísku fagmennina. Mér fannst ég verulega illa svikinn með þennan þátt. Fyrir það fyrsta er ég búinn að fá upp í háls af geldu karpi alþingismanna um matarskatt og hver er mesti alþýðuvinurinn. A því er ekkert að græða og yfirleitt skilur slík umræða mann eftir ringlaðri en áður og fjær því að skilja málið sem átti að ræða um. f annan stað fjallaði þessi þátt- ur minnst af öllu um kjaramálin sem nú eru í algleymingi. Og í þriðja lagi brást sjónvarpið enn einu sinni þeirri von minni að það sé fært um að búa til umræðuþátt sem horfandi sé á og eitthvert gagn eða gaman að. En til þess að vera uppbyggi- legur ætla ég að setja fram til- lögur sem sjónvarpið má alveg hafa til hliðsjónar í framtíðinni. Sú fyrsta er að segja upp samn- ingnum við Alþingisgengið, amk. um tíma. Þann tíma mætti nota til að kenna þáttastjórnendum og fréttamönnum að spyrja hvasst svo við áhorfendurnir losnum við að týnast í talnaleikjum atvinnu- pólitíkusa þegar þeim verður hleypt að aftur. Sú kennsla skyldi hafa að leiðarljósi þá reglu að fréttamenn eru fulltrúar almenn- ings og hafa það hlutverk að skýra málin fyrir okkur. Þeirra hlutverk er ekki að vera einhverj- ir skömmtunarstjórar á athygli sem stjórnmálamenn telja sig þurfa. í öðru lagi væri athugandi fyrir sjónvarpið að taka sénsinn á að tala við alþýðuna í Múlakaffi. Þó það sé smurolía undir nöglunum á henni. En, vel á minnst, hvar voru „aðilar vinnumarkaðarins“ þetta kvöld? I i \M „Veistu hvaö, Steini! Ég hef það einhvernveginn á tilfinn- i'ngunni að við siglum í hringi..." „Jú, það er rétt... við eigum tvö börn sem vilja ekki borðt hafragrautinn sinn.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.