Þjóðviljinn - 31.01.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.01.1988, Blaðsíða 11
Um næstu helgi verðurnýr kaþólskur biskup vígður í Kristskirkju í Landakoti. Það er ekki á hverjum degi sem kaþólsk biskupsvígsla fer fram hér á íslandi, en það er sjálfurerkibiskupinn af New York, 0‘Connor að nafni, sem koma mun hingað til þess að vígja séra Alfred Jolson í bisk- upsembættið. Jolson er presturaf Jesúítareglunni og á ættir að rekja til íslands. Af þessu tilefni áttum við samtal við Leif Þórarinsson tónskáld, sem gekk í söfnuð kaþólskra á íslandi fyrirfjórum árum. Okkur langaði að spyrja hann að því hvers vegna hann hefði hneigst til kaþólskrartrúar, og að hvaða leyti hún væri frá- brugðin þeirri lúthersku sem við Islendingar erum flestir aldirupp við. Kaþólsk óhrif í œsku - Það var um páskana fyrir tæpum fjórum árum sem ég var tekinn formlega upp í kaþólsku kirkjuna, segir Leifur, þar sem við höfum komið okkur fyrir í stofunni heima hjá honum,- En það átti sér langan aðdraganda. Kaþólska kirkjan er í rauninni einasta kirkjan sem ég hef verið í sambandi við. Ég var reyndar skfrður af langafa mínum, sem var lútherskur prestur, en ég neitaði hins vegar að láta ferma mig og var þá þegar farinn að hugsa um þessi mál. Ég hafði les- ið Vefarann mikla frá Kasmír og Kaþólsk viðhorf eftir Halldór Laxness fyrir fermingaraldurinn, og þessar bækur höfðu það sterk áhrif á mig að ég neitaði að láta ferma mig. Mér fannst ég líka finna visst samhengi við íslands- söguna í gegnum kaþólsku trúna. Guðmundur góði var jú og er fastur partur af heimilishaldinu í gegnum Gvendarbrunnavatnið, kynni mín af Sturlungu urðu til þess að treysta þessi viðhorf, og svo voru þeir Jón Arason og hei- lagur Þorlákur líka helgir menn í vitund allra unglinga á þessum árum. Þá má ekki gleyma heilagri Maríu, ég man alltaf hvað Lilja hafði mikil áhrif á mig og sú heimsmynd sem dregin er upp í þessu Ijóði festist í vitund rninni. Nei, mér finnst ekkert undarlegt við það að sæmilega skýr ung- lingur sem les til dæmis Njálu fari að velta fyrir sér þessu samhengi í íslandssögunni sem við höfum í gegnum kaþólska trú. Eg fór því á þessum árum upp í Landakot þar sem ég hitti séra Hákon Loftsson, sem kom mér einnig í samband við séra Hack- ens, hollenskan prest sem hér starfaði en er nú dáinn fyrir allmörgum árum. Þessir menn voru mér til trausts á þessum árum. Frá Landakoti í Miðgarð - Síðan verður langt hlé í trúarlegum afskiptum mínum. Það var á árunum uppúr 1950, þessum rótlausu tímum, þar sem það kom af sjálfu sér að menn tækju einarða pólitíska afstöðu. Kirkjan vék þá úr huga manns og þeir Brynjólfur, Einar Olgeirs- son og Ásgeir Blöndal Magnús- son tóku við sem lærimeistarar. Og ekki höfðu nýrri bækur Hall- dórs Laxness eða H-moll messan eftir Bach eða Passíusálmar Hallgríms Péturssonar minni þýðingu fyrir mann á þessum tíma. Sósíalistaflokkurinn var þá mjög virkur í fræðslumálum, og á þessum árum fór maður ekki í messu, heldur vorum við mættir kl. lOásunnudagsmorgnanaíles- hring upp í Miðgarð. Við fórum í gegnum íslenska miðaldasögu með Einari Olgeirs- syni, og hann opnaði fyrir mér nýja sýn á þessum tíma og ka- þólskunni líka, ef út í það er far- ið. Þessir menn eins og Einar, Brynjólfur og Ásgeir eru kannski ekíri minni kaþólikkar en ég, - þeir hafa þetta í sér, þekking- una að minnsta kosti. - Annars held ég að til séu þrenns konar kaþólikkar, tilfinn- ingakaþólikkar, þekkingarkaþól- ikkar og hagsmunakaþólikkar. Ég held að ég hljóti að vera samb- land af öllu þessu, þótt þekkingin sé að vísu takmörícuð. Óskeikulleiki páfans - Þegar lútherskir menn gagnrýna kaþólskuna þá verður þeim oft fyrst fyrir að gagnrýna kenninguna um óskeikulleik páf- ans og hið mikla vald hans. Trúir þú á óskeikulleik páfans? - Sá sem skipar páfaembættið er fulltrúi Krists hér á jörðinni og hefur umboð sitt í gegnum fyrir- rennara sína allt aftur til heilags Péturs postula. En ég held að enginn láti sér til hugar koma að maðurinn sem kjörinn er í þetta embætti sé óskeikull. Djöfullinn situr reyndar alltaf um kirkjuna og hans er kannski ekki síst þar að leita, en umboð páfaembættis- ins verður ekki vefengt. - Kaþólska kirkjan leggur að ýmsu leyti meira upp úrytra formi en við eigum að venjast hjá mótmœlendum. Er þessi mikla yfirbygging nauðsynleg til þess að menn geti rœkt samband sitt við Guð? -Ja, við getum spurt okkur, hvað er kirkjan og hvað er Krist- ur? Kristur er bæði maður og Guð. Það var takmarkað samband sem hægt var að hafa við Guð fyrr en hann hafði opinberast okkur sem inaður. Kristur er stöðugt í kirkj- unni. Hann stofnaði hana og hann lofaði að vera þar til staðar um aldur og ævi. Kirkjan er ekki bara eitthvert hús þar sem menn koma saman. Það er hættulegt þegar menn gera ekki greinar- mun á kirkjunni sem veraldlegri stofnun - sem hún er líka - og kirkjunni sem samfélagi við Krist. Samfélagið við Krist er ekki það veraldarvafstur sem menn sjá fyrir sér í kirkjunni, en kirkjan er samsett af fólki, og það er misjafnt eins og gefur að skilja. En ef Kristur er í kirkjunni, finnst þér þá ólíklegt að hún geti gert ýmislegt fyrir þig? í dýrlinga tölu Margir mótmœlendur líta svo á að það sé nánast guðlast að taka dauðlega menn í dýrlingatölu. Hvaða þýðingu hafa dýrlingar fyrir þig sem kaþólikka? - Eg trúi því að góðir og gegnir menn sem hafa fórnað miklu fyrir sannleikann og Guð njóti sér- stakrar náðar. Og okkur er eðli- legt að leita til þessara manna vegna þess að þeir tala okkar máli. Ég held að kaþólskir menn séu í mismunandi sterku sam- bandi við dýrlinga. Ég tala stund- um við heilagan Þorlák og þó enn oftar við heilagan Frans sem allir kristnir menn standa í þakkar- skuld við. Ég held að menn hafi gott af því að hugsa um ævi og starf þessara góðu manna og taka þá sér til fyrirmyndar, þótt árang- urinn láti kannski ekki mikið yfir sér. Annað væri uppgjöf. Ég held að þeir sem gagnrýna dýrlingana séu jafnframt að gagnrýna trúna. Annars á vonska manna út í dýrlinga sér líka pólitískar skýr- ingar. Áheit á dýrlingana komu í veg fyrir að fjármunir færu úr landinu. Og hin pólitísku afskipti kirkjunnar skipta alltaf máli, þótt við megum ekki einblína á þau. Maríudýrkun var til dæmis bönnuð hér á landi, en það var ekki að frumkvæði Lúthers. Hann predikaði undir mynd af krýningu Maríu í dómkirkjunni í Wittenberg og samkvæmt hans hugmyndum voru bæði María og postularnir alltaf í tölu heilagra. Hér á íslandi lá þeim hins vegar svo mikið á að losna undan móð- urkirkjunni að þeir brenndu Maríulíkneskjurnar og dýrling- ana til þess að gera fólkið bjarg- arlaust. Enda ríkti hér eymd í 200 ár á eftir. Ég held að lútherskan sé ekki sjálfri sér samkvæm að þessu leyti. Pólitískar forsendur lútherskunnar - Að hvaða leyti á kaþólska kirkjan frekar erindi við okkur en sú lútherska? - Ég vil ekki draga svo skarpar línur þar á milli og ég lít ekki á lútherskuna sem einhverja einsk- is nýta þvælu. Ég segi hins vegar að kirkjan eigi erindi við okkur, en ég er ekki viss um hvort lúther- ska kirkjan trúir því sjálf að hún eigi erindi. Aðskilnaður mótmæ- lenda frá móðurkirkjunni í Róm er harmleikur og ég held að Lút- her hafi aldrei hugsað sér þetta þannig sjálfur. Lúther var ref- ormisti, umbótamaður, og ég held að það hafi ekki síst verið pólitíska ástandið í Evrópu sem skapaði þessa sundrungu. Re- formasjónin var forsenda fyrir myndun nýrra þjóðríkja íEvrópu þegar rómverska ríkið var að riðl- ast. Því má heldur ekki gleyma að á dögum Lúthers voru óbilgjarnir menn við völd í Róm. Iðrun og fyrirgefning - Eitt af þvísem okkur sem aldir erum upp við lúthersku hefur oft gengið erfiðlega að skilja erum skriftirnar og fyrirgefningin sem kaþólska kirkjan veitir. Hver hefur umboð til þess að fyrirgefa syndir annarra? Eiga menn ekki að gera sjálfir upp syndir sínar við Guð og náungann? - Skriftafaðirinn veitir ekki persónulega fyrirgefningu í ka- þólskunni. Hann er einungis málpípa kirkjunnar eða eins kon- ar milliliður, sem staðfestir að Guð veitir fyrirgefningu fyrir þeim syndum sem þú játar og ger- ir þér grein fyrir og ásetur þér að bæta fyrir. Skriftirnar eru fyrst og fremst þýðingarmiklar fyrir ein- staklinginn til þess að fá hann til að gera sér grein fyrir stöðu sinni og gera gjörðir sínar upp við sjálf- an sig. Sumir hafa haldið að skrifta- faðirinn væri einhvers konar njósnari fyrir kirkjuna eða yfir- völdin, en það er af og frá. Þess eru ótal dæmi frá Þýskalandi nas- ismans að prestar létu frekar drepa sig en að bregðast trúnaði skriftabarna sinna. Það er hins vegar misjafnt hvað menn nota þetta mikið og engin einföld regla er til í því. En ef menn taka til dæmis föstuna al- varlega sem tímabil hugleiðslu og ræktunar á sambandinu við Guð, þá er gott að skrifta í upphafi og lok föstu. Páfinn á íslandi - Nú hefur verið tilkynnt að Jó- hannes Páll II. páfi muni heimsœkja ísland á nœsta ári. Það verður ífyrsta skipti sem kaþólskur páfi heimsœkir Island. Hefurþessi heimsókn ekki mikla þýðingu í ykkar augum? - Jú að sjálfsögðu. Hún hlýtur að breyta gríðarmiklu, alla vega vonar maður það. - Jóhannes Páll II. hefur scett gagnrýni, einnig frá vissum frjáls- lyndum öflum innan kirkjunnar fyrir afstöðu sína til fjölskyldu- mála, getnaðarvarna, fóstur- eyðingar og mörgum konum hefur þótt hann vera fulltrúi karlveldis- ins öðrum fremur. Hver er afstaða þín til þeirrar gagnrýni? - Þetta eru allt umdeild mál og viðkvæm og í þessum efnum held ég að kirkjan eigi frekar að gegna leiðbeiningarhlutverki en að setja fram boð og bönn. Kirkjan er fyrst og fremst samfélag við Guð en ekki einhver siðferðislög- regla. Hitt er annað mál að þegar ég kanna hug minn og tilfinningu til fyrirbæris eins og fóstur- eyðingar, ekki síst út frá reynslu minni sem faðir, þá get ég vel tekið undir þau sjónarmið að fóstureyðing er ekki sjálfsagður hlutur. Það hlýtur að vera spurn- ing, hvort réttlætanlegt sé að eyða lífi sem þegar er orðið til. Nú hvað varðar getnaðarvarn- irnar, þá hefur kirkjan held ég aðallega lagt áherslu á að fólk sýni varfærni, - það hefur reyndar sýnt sig á síðustu árum að taumlaust kynlíf er ekki hollt, auk þess sem það er lítið spenn- andi. Eyðnifaraldurinn er áfall sem á kannski upptök sín í vondu líferni, og við skulum vona að af honum megi draga nokkurn lær- dóm þegar frá líður. Það er hins vegar af og frá að líta á hann sem einhverja refsingu Guðs gagnvart hommum eða öðrum, og ekki ætla ég að fara að móralísera á þeim vettvangi. Menn mega lifa sínu kynlífi án þess að ég skipti mér af því. Ég veit ekki betur en að páfinn hafi tekið á móti bæði hommum og eyðnisjúkum og blessað þá og beðið fyrir þeim sem hverjum öðrum Guðs börnum. Hins vegar er það rétt að það eru til fordóm- ar gagnvart hommum og lespum innan kirkjunnar sem annars staðar. Hvað varðar kennisetningar um undirgefni konunnar gagn- vart manninum innan fjölskyld- unnar, þá held ég að það ráðist fyrst og fremst af því að kirkjan stendur vörð um fjölskylduna, en að henni er nú vegið úr öllum áttum. Ég held að menn hljóti að sjá að ákveðin hlutverkaskipan er nauðsynleg innan fjölskyld- unnar, og bæði menn og konur þurfa að vita þar hvar þau standa. Ég held að það sé hollt að endur- meta þetta ef standa á vörð um fjölskylduna á annað borð. Jafnræði og samheldni hljóta að vera nauðsynleg í hjónabandi, en menn verða að gera sér grein fyrir hvað felst í þessu og það liggur ekki alltaf í augum uppi. Annars er það mjög þýðingar- mikið að vera ekki sífellt að dæma aðra, vilji menn halda sæmilegri ró í sinni sál. Trúin og tónlistin - Kemur þetta ekki úr hörðustu átt frá tónlistargagnrýnandanum? - Ég tek mig nú ekki of alvar- lega sem krítíker, ég held að ég sé allt of latur til þess að beita dóm- hörku á því sviði. Ég væri kannski harðari ef tónleikarnir væru á morgnana en ekki á kvöldin. - Hefur trúin þýðingu fyrir þig sem tónskáld? Þú hefur ekki samið mikið af svokallaðri trúarlegri tón- list, er það? - Ég held því fram að tónlistin byggi bókstaflega á trúarlegri reynslu. Það er ákaflega hæpið að maður geti skapað eitthvað ef hann er trúlaus. Þú verður að hafa trú á tilgang þess sem þú ert að gera. Það er hins vegar rétt að ég hef skrifað frekar lítið af trúar- legum verkum sem hægt er að nota við guðsþjónustu. En ég get sagt þér að það er svo mikið verk að skrifa stórt tónverk að það veitir ekki af því að biðja alla hei- laga að standa með sér, því mað- ur gerir þetta aldrei einn. Djöfullinn gengur laus - Að lokum langar mig til þess að vita h vortþú trúir á djöfulinn og hvernig þú skilur tilvist hins illa í heiminum? - Ég finn fyrir djöflinum oft og tíðum, bæði í sjálfum mér og í umhverfinu. Oft duga mér hin víðfrægu orð „vík burt Satan!“, en hann er engu að síður alls stað- ar. Ég veit hins vegar ekki hvern- ig hann lítur út, og sé hann yfir- leitt ekki fyrir mér sem persónu, þótt það hafi nú reyndar komið fyrir. Er ekki djöfullinn yfirleitt í dulargervi? - Er ekki hœtta á því að menn noti djöfulinn til þess að skjóta sér undan ábyrgð illverkanna. Að menn skýri hið illa í heiminum með því að segja að djöfullinn gangi laus og við því sé lítið að gera? - Nei það held ég ekki. það væri fáheyrt að ætla sér að nota djöfulinn sem skálkaskjól. Hér gildir það að greina hið góða frá hinu illa, og þess vegna er var- hugavert að leiða djöfulinn hjá sér. Menn eiga að vera á varð- bergi gagnvart hinu illa og bregð- ast við því eftir skilningi sínum og getu. -ólg 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN j Sunnudagur 31. janúar 1988 Aðskilnaður mótmœl- enda fró móðurkirkj- unniíRóm er harmleikurog ég heldað Marteinn Lút- her hafi aldrei hugsaðsér þetta þannig sjólfur, segir Leifur Þórar- insson tón- skóld, sem gerðist kaþ- ólskur fyrir fjór- um órum Sunnudagur 31. janúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.