Þjóðviljinn - 07.02.1988, Side 9

Þjóðviljinn - 07.02.1988, Side 9
að því, og aðallega eru þetta gam- anvísur. Mest höfum við Karvel gert af því að troða upp saman, og lengst af höfum við haft góðan liðsauka sem er Sigurður Jóns- son, tannlæknir og píanóleikari. Við höfum farið ansi víða - kom- ið fram allt upp f fjörutíu sinnum á vetri - og skemmt fólki. Nú eða skemmt fyrir fólki; það er kannski álitamál. Við höfum komið fram fyrir austan og vestan, úti í Vestmannaeyjum og víðar, en mest reyndar á höfuðborgar- svæðinu, og þá aðallega á stofn- unum aldraðra og öryrkja. Popplag í G-dúr Hafa flokksskemmtanir notið góðs af? Ég hef stundum gripið til svip- aðs efnis þegar ég hef verið beð- inn að gera eitthvað fyrir flokk- inn, og þá í staðinn fyrir að flytja kannski langa og leiðinlega ræðu. Það getur verið lúmsk innræting í svona efni og góð fyrir sinn hatt. Ég hef nú reyndar ekki mikla söngrödd, en ef maður reynir að flytja þetta á líflegan og skemmti- legan hátt þá spyr enginn hvort maður geti sungið eða ekki. Og þá Alþýðubandalagið á svo- lítið alvarlegri nótum en þessum... Ég átta mig í rauninni ekki á því hvað þessi flokkur þarf að gera í dag til að ná sér upp. Mér þykir hann hafa verið dæmdur of hart og ómaklega fyrir ríkis- stjórnarþátttökuna á sínum tíma, ekki síður af eigin fólki en öðr- um. Auðvitað var það ekki allt gott sem sú stjóm gerði, en í ljósi þess sem dynur yfir af vöidum nú- verandi ríkisstjórnar og þeirrar síðustu þykir mér flokkurinn ekki njóta sannmælis og að ljósu punktarnir hafi gleymst. Nærtækt dæmi, úr því að ég hef hafið störf hjá öryrkjabanda- laginu, er heildarlöggjöf um mál- efni fatlaðra: Ég dreg stórlega í efa að aðrir en við hefðum komið því merka máli í gang. Þá má nefna gjörbyltingu á trygginga- kerfinu á sínum tíma. Þessum og þvflíkum málum þar sem vel tókst til megum við ekki gleyma. Hvert skref mikilvœgt Flokkurinn er blessunarlega þess eðlis að honum er ekkert auðvelt að taka þátt í ríkisstjórn- um með flokkum sem aðhyllast hið kapítalíska hagkerfi, og þannig á hann að vera. Hvert skref sem næst fram verður að teljast mikilvægt, og ég vona að vinstrihreyfingin á íslandi í dag átti sig á þeirri hættu sem að vel- ferðarkerfinu steðjar, en Al- þýðuflokkurinn gengur nú fram fyrir skjöldu að mola það niður. Vinstrihreyfingin verður að sækja enn lengra fram, og þá á Alþýðubandalagið sitt hlutverk, en ef markaðslögmálin verða allsráðandi getum við ekki tekið þátt í því dæmi. Það er höfuðnauðsyn að menn samstilii sig af einlægni og heiðar- leika; ef það tekst ekki ber flokk- urinn í sér ákveðna feigð. Per- sónuleg sjónarmið og einkasjón- armið verða að víkja, eins og þau hafa alltaf orðið áður, og þá á flokknum að vegna vel. Á Alþingi léstu málefni öryrkja mjög til þín taka og nú ertu kominn til starfa hjá Öryrkjabandalaginu; eðlilegt framhald? Það finnst mér. Á Alþingi voru mín fyrstu mál, og jafnframt þau veigamestu, tengd málefnum þroskaheftra og fatiaðra. Málefni öryrkja lengi afskipt Er einhver sérstök ástœða þess hvað þú hefur sinnt þessum mála- flokki? Mér fannst þessi málaflokkur uara setið meira á hakanum en margir aðrir og að þama væri að miklu jafnréttismáli að vinna. Upp á síðkastið hafa óneitanlega orðið miklar framfarir í þessum efnum. Við erum á réttri leið, en margir hafa ekki áttað sig á því hvað samfélagið lagði í rauninni lítið til þessara mála í heild sinni árum saman, og blöskrar því þær upphæðir sem til þeirra renna núna. Það stafar einfaldlega af því hvað þessi málaflokkur lá lengi niðri og hve margt er því ógert. Og hvað er brýnast? Húsnæðismálin eru meðal þess sem brennur á öryrkjum. Fatlað- ir þurfa að geta búið við viðun- andi húsnæðisaðstæður, og þar hjálpa tekjurnar af lottóinu að vísu mikið upp á sakirnar þar sem 80% þeirra renna í hússjóð Ör- yrkjabandalagsins. Á hinn bóg- inn er á það að líta að biðlistar eftir húsnæði eru svo langir að við sjáum enn ekki til lands. Þá er fjöldamargt í tryggingamálunum sem má betur fara til að skapa okkar fólki lífvænleg skilyrði; tryggingabæturnar einar og sér hrökkva hvergi nærri fyrir því í dag. Þá er mikið verk óunnið í ferli- málum fatlaðra. Það þarf ekki annað en að leiða hugann að gangstéttunum í borginni að und- anfömu; vandséð hvemig til dæmis hjólastólafólk og aldraðir eiga að komast leiðar sinnar yfir íshrönglið. Svo ekki sé nú minnst á aðkomuna að húsum víða. Þykir þér skilningur á málefn- um fatlaðra vera að aukast í þjóðfélaginu? Það er ekki vafi á því, og menn viðurkenna nú í ríkara mæli rétt þeirra til eðlilegs lífs. Víða er fólk líka farið að átta sig á að lausnir eru oft fólgnar í viljanum til að gera hlutina, og þá þarf fram- kvæmdin ekki að kosta nein ósköp. Að fóta sig í nýju starfi Og svo maður endi nú á byrjun- inni; hver er þinn starfsvettvangur hjá Öryrkjabandalaginu? Ég er titlaður félags- málafulltrúi. Þetta er nýtt starf og ómótað, og því er ég sjálfur að reyna að fóta mig. Bandalagið er heildarsamtök öryrkjafélaganna - stofnað 1961 - og er ásamt Þroskahjálp heildarsamtök fatl- aðra í landinu. Fyrsta fréttabréf Öryrkjabandalagsins er væntan- legt síðar í þessum mánuði að öllu forfallalausu; það er ákveðin frumraun sem ég hef umsjón með. Þá er mér ætlað að sjá um tengsl við einstök félög, og hef þegar komið þar nokkuð á vett- vang. Ég kem fram gagnvart stjórnvöldum og stjórnsýslu- stofnunum ásamt framkvæmda- stjóra, Ásgerði Ingimarsdóttur, og okkur er ætlað að fara saman í dagleg úrlausnarefni, enda þótt þau séu mest inni á hennar borði enn sem komið er. Ég hef einnig tekið að mér störf sem tengjast þessu, og sit til að mynda í Stjórnarnefnd í málefnum fatl- aðra, fyrir hönd Öryrkjabandal- agsins og Þroskahjáípar. Þá á ég sæti í Endurskoðunamefrid al- mannatryggingalaganna. Þetta tel ég nú hluta af starfi mínu hér. Síðan er þetta framhaldssaga hvað varðar daglegt kvabb; það er nefnilega eins og einhverjir haldi að ég sé ennþá þingmaður þeirra! Það er að sönnu ljúft og skylt að sinna slíkum erindum, en skapar þó annríki sem ekki teng- ist nýja starfinu beint. HS Sunnudagur 7. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.