Þjóðviljinn - 07.02.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.02.1988, Blaðsíða 10
Hjartveiki og follhlífostökk Ef hjartað á það til að taka feilpústskaltu halda þig frá þeirri annars heilsusamlegu íþrótt fallhlífarstökki. Þetta hollráð gefur hópur lækna á Bretlandi, en þeir hafa tekið sér fyrir hendur að vega og meta þá ofureðli- legu skelfingu sem gripur þann er situr við lúguna í flugvél og bíður þess að stund stóra stökksins renni upp. Læknar þessir starfa við borgar- spítalann í Birmingham, og fylgdust þeir með átta manna hópi, tveimur konum og sex körlum, mínúturnar áður en þau höfðu sig í sitt fyrsta fallhlífarstökk. Hjartað hamaðist í brjóstinu á öllum átta, 160 slög á mínútu eða þar um bil, og streituhormónin adrenal- ín og noradrenalín fyrirfundust í blóði þeirra í fimmfalt meira magni en vant er. Svipað var uppi á tening- num við lendinguna. Þar með er ekki allt upp talið; læknamir höfðu mestar áhyggjur af fitusýranum í blóði áttmenninganna, en þær vora í þvflíku magni að hætta var á að hjartslátturinn riðlaðist. Og vísdómsorðið: Læknar sem meta heilsufar verðandi fallhlífar- stökkvara mega undir engum kring- umstæðum vera sinnulausir um hið gífurlega álag sem íþróttinni fylgir, segir borgarspítalahópurinn. Streituhormón eru (fimmföldu magni i blóðinu við upphaf fallhlífarstökks. illsl Fjöldi fólks er allt að því sjúk- lega hræddur við átök, rifrildi og tilfinningagos. Sálfræðilegt fræðiorð yfir þetta er eridofóbía - hræðsla við reiði. Margireru sjóðillir dögum saman en finna tilfinningunni engan farveg. Þessari hræðslu við að reiðast er mjög misdreift; Norðurlandabúar þjást af henni í stórhópum, en Suður-Evrópubúar miklu síður. ISI 1 N/KT V LRk l \K IIF vnfKPAK.Vk \ f RKI'K 1, að Vf.ita im foSfetóá; geta leiB f Éagsiss íégið þai fíja einum 1 tfrtffíngs. þegar þaaig erst«uiy|verki. annast ísfak afe sair fæðusto tíífeoðum oplr um'sirilpíingii þessara ajiía. Með þes er afe sáeiísajjá töfum oj efíÉ^fkíijm. sem einatf vilja veröa. ef sÁM%®ingarfélag$./ , k viö hiutnuði og veri Það er algeng sjón í Suður-Evrópu að sjá fólk hnakkrífast úti á götu, ökuþóra snarast út úr bflum sínum á ljósum eða umferðarhnútum og gera skilmerkilega úttekt á náunganum með öfundsverðum desíbelafjölda. Hér norðurfrá er það aftur á móti Færri holur ef þú japlar ótæpilega á tyggigúmmíi m Sœtii tannvern Engu líkara en draumur allra sætindabelgja sé að rætast: Nú er ekki einungis talið hættulaust að sjá bragðlaukunum fyrir ákveðnu sætuefni í því magni sem hugurinn girnist, heldur hafi tennurnar beinlínis gott af því. Finnskur læknir að nafni Kauko Makinen telur sig hafa komist að því að sætuefnið xylitol sé meinhollt fyrir tennumar, en efni þetta er með- al annars unnið úr birkitrjám, kók- oshnetum, blómkáii, jarðarberjum, hindberjum og lauk. Athugun Makinen tók til 170 bama, en þau fékk hann til að japla á tyggigúmmíi bragðbættu með xylit- oli. Tilraun þessi stóð í tvö ár. Að mati læknisins vora tann- skemmdir þessa hóps milli 30% og 60% minni en í tyggjóvana saman- burðarhópnum, en hann samanstóð af 152 jafnöldram tilraunadýranna. Niðurstaða hans er því sú að ekki 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.