Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 2
-SPURNINGIN- Hverja teluröu orsök þess að færri konur en karlar gegna stjórnunar- störfum? Garöar Sigurðsson barþjónn Framtaksleysi hjá konunum. Nína Guöleifsdóttir verslunarstjóri Þær hafa meiri skyldum aö gegna heima fyrir en karlar, eru t.d. miklu frekar heima ef börnin veikjast. Barneignir og heimilis- störf taka mikinn tíma hjá þeim. Ásta Þórsdóttir nemi Ég veit það ekki. Þetta hefur bara þróast svona í gegnum árin. Elísabet Kristinsdóttir starfar á elliheimili Er ekki konum sjálfskapað að vera mikið heima vegna barna? Birgir Gilbertsson vinnur í Hagkaup Þær hafa verið svo feimnar hingað til. Það er að breytast, komnar harðari konur núna. Karl- arnir hafa heldur ekki leyft þeim að komast áfram. FRÉTIIR Samtökin ‘78 Merkum áfanga náð Borgarstjórn féllst á 250 þúsund króna styrkveitingu Við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar Reykjavíkurborgar í fyrri- nótt, fékk minnihlutinn í borgar- stjórn því framgengt að borgar- sjóður styrkti Samtökin ‘78 um 250 þúsund krónur til fræðslu- starfs og eflingar bókasafns sam- takanna. Að sögn Þorvalds Kristins- sonar hjá Samtökunum ‘78 voru menn búnir að gefa upp alla von um að þessi styrkveiting næði fram að ganga því búið var að fella umsóknina fyrr í borgarráði. í fyrstunni fóru samtökin fram á 350 þúsund króna styrkveitingu, en minnihlutinn bar síðan fram tillögu um 250 þúsund króna styrkveitíngu og náði henni í gegn. Þorvaldur sagði við Þjóðvilj- ann að þessi fjárveiting kæmi sér afar vel fyrir starfsemi Samtak- anna ‘78, því félagsgjöldin rétt dygðu fyrir rekstrarkostnaði skrifstofunnar. Aðspurður sagði Þorvaldur að viðhorf fólks til Samtakanna ‘78 væri hægt og bítandi að breytast til hins betra og fleiri og fleiri hommar og les- bíur þyrðu að koma fram í dags- ljósið og viðurkenna tilfinningar sínar, sem það væri jafnvel búið að dylja fyrir sjálfum sér og öðr- um svo árum skipti. -grh Allt slökkviliðið í Reykjavík var kallað út snemma í gærmorgun að gáð reyndist enginn eldur laus í bátnum, heldur hafði strompur á eldavél stíflast Reykjavíkurhöfn þar sem mikinn reyk lagði úr bátnum Neptúnusi. Þegar að var og lúkarinn fyllst af reyk. Mynd: E.ÓI. Kjaramál 50 þúsund verðtryggð! Samtök kvenna á vinnumarkaði: Engin laun undir skatt- leysismörkum Iályktun fundar Samtaka kvenna á vinnumarkaði á Hótel Borg í síðustu viku var samþykkt Framboðsfrestur til stjórnar og trúnaðarmannaráðs hjá Fé- lagi járniðnaðarmanna rann út í vikunni. Aðeins einn listi barst og er hann þannig skipaður: Formaður: Guðjón Jónsson. Varaformaður: Örn Friðriksson. Ritari: Kristinn Karlsson. Vara- ritari: ÓIi Stefáns Runólfsson. Gjaldkeri: Guðmundur S. M. Jónasson. Meðstjórnendur: Magnús Jónasson og Vignir órsson trúnaðarmannaráði auk stjórnar: áiyktun þar sem krafíst er fullrar verðtryggingar og talað um 50 þúsund króna lágmarkslaun. Vís- Jóhannes Halldórsson, Guð- mundur Magnússon, Jóhannes Borgfjörð Birgisson, Birgir Hjaltason, Lárus Jónatansson, Gylfi Ingvarsson, Gunnar Ólafs- son, Haraldur G. Samúelsson, Helgi Arnlaugsson, Rögnvaldur J. Axelsson, Tage Olesen, Val- garður Friðjónsson, Hallbjörn Ágústsson og Óskar Ármanns- son. Reiknað er með að aðalfundur verði haldinn í síðustu viku þessa mánaðar. itölubinding launa má ekki drag- ast lengur, segir í ályktuninni. „Óverðtryggðir samningar eru minna en einskis virði. Það sést best nú þegar matarskattur er lagður á. Nú er líka ymprað á gengisfellingu, sem enn myndi lækka launin. Fundurinn álítur að engin laun eigi að vera undir skattleysis- mörkum. Það er hreint ekki rök- rétt og hækkun skattleysismarka hefur ekkert að segja fyrir allt það fólk sem verður að lifa á launum undir þeim mörkum. Þó er brýnast að leiðrétta þeirra hlut. Fundurinn skorar á allt launa- fólk í landinu að láta ekki hlunnfara sig einu sinni enn. Til þess að hindra það, þarf allt launafólk að standa saman að kröfunni um verðtryggingu launa og að enginn þurfi að draga fram lífið á launum undir skattleysis- mörkum og er krafa um 50.000.- kr. lágmarkslaun, verðtryggð, al- gjört lágmárk." Alþingi Ríkharðurí sæti Skúla Ríkharður Brynjólfsson, kenn- ari á Hvanneyri, tók sæti á Al- þingi í gær, sem varamaður Skúla Alexanderssonar. Ríkharður hef- ur ekki áður setið á þingi. Þá tók Sverrir Sveinsson, raf- veitustjóri á Siglufirði, sæti sem varamaður Páls Péturssonar. -Sáf Járniðnaðarmenn Óbreytt stjóm Aðeins einn listi barst. Aðalfundur í lok mánaðarins 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 9. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.