Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 8
ERLENPAR FRÉTTIR ísrael/herteknu svœðin Israelsmenn skjóta og skjóta ísraelskir hermenn börðufimmtán áragamlan pilttil bana ígœr. Meðalfórnarlamba þeirra um helgina var tíu ára gamall snáði Israeiskir hermenn börðu 15 ára gamlan palestínskan skólapiit til bana í flóttamannabúðum á Gazasvæðinu i fyrradag og skutu annan ungan Palestínumann tii bana í þorpi á vesturbakka Jór- danár. Háttsettur starfsmaður Sameinuðu þjóðanna á Gaza kvað ísraelska dáta hafa ruðst inn á heimili Iyads Mohammads Aq- els í Bureij flóttamannabúðunum og haft hann á brott með sér. Um miðnætti aðfaranótt mánudags fannst lík hans í appelsínutrjá- lundi, steinsnar frá heimilinu, og var það hroðalega útleikið eftir barsmíðar. Yfirmenn Rafibiyeh sjúkra- hússins í borginni Nablus á vest- urbakkanum kváðu Abdel- Basset Abdallah hafa verið látinn þegar komið var með hann í gær. Hann var 25 ára gamall og hafði verið skotinn í höfuðið í þorpinu Kafr Kadum. Herstjórnin vildi ekki kannast við að hafa orðið honum að bana og grunur leikur á að hægrisinnaðir öfgamenn úr röðum „landnema" hafi hér verið að verki. Tíu ára gamall, ég endurtek 10 ára gamall!, snáði lést á laugar- daginn af völdum skotsára. Að sögn vitna særðu ísraelskir her- menn hann fjölda skotsára dag- inn áður í mótmælum ungmenna í þorpinu Burka á vesturbakkan- um. Hann er yngsta fórnarlamb barnamorðingja ísraelshers til þessa. ísraelsmenn skutu ennfremur sautján ára gamla palestínska stúlku til bana og særðu fjóra á vesturbakkanum á laugardaginn. Herstjómin kvað „landnema“ hafa framið morðin. Að minnsta kosti fjórir Palestínumenn voru myrtir á sunnudaginn. Þar af vora þrír skotnir til bana í þorp- inu Beit Ummar en sá fjórði lést af völdum höfuðáverka í sjúkra- húsi í Jerúsalem. Bernard Mills, yfirmaður hjálparstarfs Sameinuðu þjóð- anna á Gazasvæðinu, greindi fréttamanni Reuters frá því að ungmennið sem ísraelsdátar börðu til bana hefði verið jarðað- ur í gærmorgun. Unglingarnir er fylgdu honum til grafar hefðu fengið útrás fyrir reiði sína og sorg með því að kasta grjóti í átt til dáta sem svöruðu með vél- byssuskothríð og særðu tvo, el- lefu ára gamla stúlku og fimmtán ára pilt. AIls hafa nú ísraelsmenn myrt að minnsta kosti 50 palestínsk ungmenni frá því í desember. ís- raelska herstjórnin viðurkennir að sínir menn hafi fellt 42 og lim- lest 397 en samkvæmt frásögn Mills og skýrslum sjúkrahúsa á hernumdu svæðunum hafa að minnsta kosti 800 Palestínumenn verið særðir skotsárum ellegar barðir til óbóta frá því uppreisnin hófst. Mills segir að minnsta kosti 42 Palestínumenn hafa þurft að leita sér lækninga um helgina eftir barsmíðar ísraelsdáta. Þar á meðal hefðu verið 4 ára barn sem barið hefði verið í andlit með kylfu og sjötugur maður sem hafði verið handleggsbrotinn með sama verkfæri. ísraelskir landræningjar á vest- urbakka Jóradanár virðast ekki treysta dátum lengur til þess að beita Palestínumenn nægilegri hörku og láta því æ meira til sín taka, einsog fréttir bera með sér. Einn þeirra heitir Shmuel Ben- Ishai og er hann foringi klíku er nefnir sig „Nefnd um umferðar- öryggi í Samaríu og Júdeu.“ Hann viðurkenndi fúslega í út- varpsviðtali í gær að hann og fé- lagar sínir hefðu unnið skemmd- arverk á bifreiðum Palestínu- manna á herteknu svæðunum en bætti síðan við þessum merku upplýsingum: „Arabarnir eru miklu, miklu hræddari við landnemana en lög- reglu og hersveitir því þeir vita að stjórnmálamennirnir halda aftur af hernum. Það gildir hinsvegar ekki um landnemana... þeir geta gert allt sem þeim sýnist.“ Reuter/-ks. Sovéska herliðið í Afghanistan Heimkvaðning hefjist 15.maí Gorbatsjov kveðst reiðubúinn að kalla sovéskt herlið heim frá Afghanistan á tíu mánuðumfrá og með 15. maísvo fremi Afghanir og Pakistanir semji í snarhasti Míkhael Gorbatsjov sovétleið- togi lét það boð út ganga í gær að ef samkomulag næðist á Genfarfundinum um framtíð Afghanistans fyrir þann 15. mars næstkomandi væri ekkert þvi til fyrirstöðu að brottflutningur allra sovéskra hersveita gæti haf- ist tveim mánuðum síðar eða þann 15. maí. í yfirlýsingu frá aðalritaranum sem Tass fréttastofan kom á framfæri í gær skýrði hann um- heiminum frá því að heimflutn- ingur alls sovésks herliðs frá Afg- hanistan þyrfti ekki að taka nema um 10 mánuði. Hann gat þess jafnframt að hugsanlegt væri að hefja heimkvaðninguna fyrr ef ríkisstjórnir Pakistan og Afghan- istan gerðu með sér friðarsátt- mála áður en 15. dagur marsmánaðar rynni upp. Fulltrú- ar stjórnanna í Islamabad og Ka- búl sitja nú friðarfund sem hald- inn er í Genf að frumkvæði Sam- einuðu þjóðanna. „í því augnamiði að stuðla að skjótri og árangursríkri niður- stöðu Genfarviðræðna fulltrúa Afghanistans og Pakistans hafa ríkisstjómir Sovétríkjanna og Afghanistan bundið fastmælum að hefja brottflutning sovéskra hersveita ákveðinn dag, þann 15.maí, og ljúka honum á tíu mánuðum. Dagurinn er ákveðinn í trausti þess að málsaðilar í Genf nái samkomulagi eigi síðar en þann 15. mars 1988. Verði pappírar undirritaðir fyrir þann tíma mun brottflutningurinn vitaskuld enn- fremur hefjast fyrr.“ í yfirlýsingu Gorbatsjovs kem- ur fram að „hlutfallslega fleiri sovéskir hermenn verði kallaðir heim á fyrri hluta tíu mánaða tímabilsins en því síðara“ en brottflutningurinn í heild yrði órofa tengdur „tryggingum fyrir því að aðrar þjóðir ábyrgðust hlutleysi Afghanistans og skiptu sér ekki af innanríkismálum þess.“ Það væri svo annar hand- leggur að heimkvaðningin væri ekki nauðsynlega bundin því að tekist hefði að setja á fót ein- hverskonar samsteypustjórn í Kabúl fyrir vinnuhjúaskildaga. Reuter/-ks. Austurríki Waldheim vissi en brást Nefnd sex sagnfræðinga sem að undanförnu hefur farið ofaní saumana á atferli Kurts Wald- heims á stríðsárunum gaf kansl- ara Austurríkis, Franz Vranit- sky, skýrslu í gær og kvað engar óyggjandi sannanir fyrir því að forsetinn hefði framið stríðs- glæpi. Hinsvegar hefði hann brugðist „skyldum sínum sem maður“ og ekki snúist gegn hryðjuverkum. Alkunna er að Waldheim hef- ur hvorki þóst hafa framið óhæfu- verk þegar hann var háttsettur í setuliði nasista á Balkanskaga á stríðsárunum né hafa haft hug- mynd um að þýski herinn aðhefð- ist neitt er orkaði tvímælis. Sagn- fræðingarnir sögðu hinsvegar í gær að það væri engum vafa undirorpið að Waldheim vissi um fjöldamorð og flutning fólks í út- rýmingarbúðir. Þeir sögðu hann ekki hafa ver- ið þann meinleysis kontórista sem hann vildi vera láta. Wald-» heim hefði gert allt sem í hans valdi stóð til þess að „hjúpa fortíð sína gleymsku“ og þegar það hefði ekki tekist þá hefði hann reynt að telja fólki trú um að hann hefði bara verið blók. Simon Wiesenthal sagði í gær að ekkert í skýrslu sexmenning- anna kæmi sér né öörum á óvart. Það þyrfti ekki 200 síðna doðrant til að segja sér að Waldheim hefði vitað um hryðjuverk nasista og króatískra leppa þeirra í Júgósla- yíu- Reuter/-ks. Panama Vildu ráðast inní Nicaragua Manuel Noriega hershöfðingi og raunverulegur hæstráðandi í Panama kveður Bandaríkjamenn hafa reynt aðfá her sinn með í innrás í Nicaragua gy| anuel Noriega hershöfðingi, stjórnandi Panama í raun, var á dögunum borinn þungum sökum af bandarískum dómstóli í Flórídafylki og sagður hafa gert land sitt að flutningamiðstöð kó- lombískra eiturlvfjabaróna. Hann ræddi við fréttamenn CBS sjónvarpsstöðvarinnar banda- rísku í gær og kvað ásakanir dóm- stólsins vera bornar fram í hefn- darskyni sökum þess að hann hefði þverneitað að taka þátt í innrás í Nicaragua. Vitaskuld hefði hann aldrei átt neitt saman við fíkniefnasala að sælda. Noriega sagði í sjónvarpsvið- talinu að hann hefði árið 1985 átt fund með John Poindexter, þá- verandi öryggismálaráðgjafa Re- agans Bandaríkjaforseta, sem hefði óskað eftir þátttöku Pan- amahers í bandarískri innrás í Nicaragua. „Já, þeir voru staðráðnir í því að ráðast inní Nicaragua," sagði Noriega, „þeir hugðust ráðast inní Nicaragua og það eina sem hélt aftur af þeim var andstaða Panamabúa.“ Hann kvað Poindexter hafa tjáð sér að hann færi í erinda- gjörðum Reagans forseta. Hann hefði hótað Panamamönnum efnahagslegum og pólitískum refsiaðgerðum ef þeir létu ekki segjast, hættu að beita sér fyrir friðsamlegri lausn borgarastríðs- ins í Nicaragua og tækju að styðja Kontraliða með ráðum og dáð. Foringi í Panamaher, Moises nokkur Cortizo kapteinn, kom einnig fram í sjónvarpsþættinum. Sagðist hann hafa verið viðstadd- ur fund Noriegas og Poindexters. Honum mæltist á þessa leið: „Þeir vildu að Panamaher gerði innrás með sínum dátum, en við áttum að gera fyrstu árásina. Síð- an myndu bandarískir hermenn fylgja í fótsporið." Að sögn fréttamanna CBS kveðst Noriega hafa hafnað allri málaleitan Poindexters og það hefði Reagan aldrei getað fyrir- gefið sér og því væru nú lognar upp á hann sakir. Reuter/-ks. 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.