Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.02.1988, Blaðsíða 4
LEIDARI í kröppum dansi í síðustu viku svaraði iðnaðarráðherra fyrir- spurn frá Hjörleifi Guttormssyni alþingismanni um stöðu ullariðnaðarins. Horfur í þeim efnum eru mjög dökkar og á síðustu tveimur til þremur árum hafa 5-600 starfsmenn í ullariðnaði misst atvinnu sína. Ullariðnaðarfyrirtæki hafa verið starfrækt víða um land og hafa ekki síst verið gildur þáttur atvinnulífs á þeim stöðum sem ekki hafa aðgang að sjó, svo sem á Egilsstöðum, Vík í Mýrdal, Hvolsvelli og Selfossi. Þegar ráðherra rakti hvað stjórnvöld hefðu gert til að styrkja stöðu þessa iðnaðar, kom í Ijós að þar bar mest á umleitan til sjóða og banka um að gerð yrði úttekt eða að fram færi skuld- breyting vanskilaskulda. Mesta athygli vakti að ráðherann hafði farið þess á leit við sveitarfélög að þau felldu niður aðstöðugjöld hjá þeim ullar- fyrirtækjum sem eiga í rekstrarerfiðleikum. (sjálfu sér er ekkert athugavert við að sveitar- sjóðir gangi ekki með fullri hörku að innheimtu gjalda hjá þeim fyrirtækjum sem búa við tíma- bundna lélega afkomu. Þess verðurað gæta að ekki sé blóðmjólkuð sú kýr sem getur kannski síðar meir komist í dágóða nyt. En gæslumenn sveitarsjóða verða þó að fara að með gát í þessum efnum því að lögbundnar skyldur sveitarfélags kosta sitt. Oft hlýtur líka að vakna sú spurning hvort óbeinir styrkir við atvinnulífið ættu ekki frekar að vera í höndum ríkisins en sveitarfélaga. Það er að minnsta kosti dálítið skrýtið að á sama tíma og ráðherra beiðist þess að sveitarsjóðir felli niður aðstöðugjöld á ullariðnaði, þá leggur ríkið aukin gjöld á þennan atvinnurekstur. Rétt fyrir síðustu jól fékk ríkisstjórnin því fram- gengt með lagabreytingu á alþingi að lagður skyldi 1% launaskattur á fyrirtæki í iðnaði. Stjórnarandstaðan dró í efa að upp væru komn- ir þeir tímar að unnt væri að leggja launaskatt á ullariðnaðinum, en á það var ekki hlustað. Það er engu líkara en Friðrik Sophusson iðn- aðarráðherra hafi skyndilega vaknað upp við vondan draum. Hann sér að íslenskur ullariðn- aður er í stórkostlegri hættu, m.a. vegna þess að launaskattur hefur verið lagður á greinina á vitlausum tíma. Auðvitað hefði ráðherrann get- að lagt til að ríkisstjórnin viðurkenndi mistök sín og kippt yrði til baka röngum ákvörðunum um launaskatt. Þetta gerði ráðherrann ekki en fór þess í stað bónarleið að félitlum sveitarfélögum og vildi að þau felldu niður aðstöðugjöld á ullar- fyrirtæki sem eiga í verulegum rekstrarerfið- ieikum. Ugglaust er ágætt að vinstri höndin viti ekki alltaf hvað sú hægri gerir. En er þetta ekki dálítið langt gengið í þeim efnum? Jóhann Hjartarson Jóhann Hjartarson stórmeistari í skák er kominn heim eftir frækilegan sigur í einvígi við sjálfan Viktor Kortsnoj. í upphafi einvígisins voru þeir fáir sem töldu líklegt að Jóhann hefði betur. En þegar á leið, og Jóhann sýndi hvað í honum býr, fjölgaði mjög þeim sem leyfðu sér að vonast eftir ís- lenskum sigri og margir voru farnir að líta á það sem sjálfsagðan hlut að Viktor Kortsnoj, einn af stigahæstu skákmönnum heimsins, léti í minni pokann fyrir ungum íslendingi. Vissulega hlýtur að vera styrkur að því fyrir skákmann, sem keppir á erlendri grundu, að vita að þeir, sem bíða heima á (slandi, fylgjast grannt með keppninni. Það getur vart verið eftir- sóknarvert hlutskipti fyrir keppnismann að öllum sé sama hvort hann leggur sig fram eða ekki og að það snerti fáa hvort honum gengur vel eða illa. En það þarf sterk bein til að þoia það álag sem verður þegar heil þjóð er farin að krefjast þess af skákmönnum sínum að þeim takist alltaf vel upp, að þeir leiki aldrei af sér og að þeir sýni bestu skákmönnum veraldar í tvo neimana. Þetta var hlutskipti Jóhanns Hjartarsonar í erfiðu einvígi við Viktor Kortsnoj vestur í Kana- da. Þjóðviljinn fagnar sigri Jóhanns og þakkar honum ógleymanlegar skákir. Þjóðin, sem fylgdist með stórmeistara sínum við skákborð- ið, býður hann nú velkominn heim. ÓP KUPPT OG SKORID Ást og hatur Elska íslendingar Viktor Kortsjnoj eða hata þeir þann dyntótta skákmann? Svarið virð- ist liggja í augum uppi á skrifandi stundu, en er í rauninni nokkuð á reiki. Ef Viktor Kortsjnoj á í höggi við Rússagrýluna sjálfa þá er hann hetja og vinur vor, Davíð gegn Golíat, Hrói höttur gegn so- vésku fógetafóli. En þegar hann púar reyk í hnakka Jóhanns Hjartarsonar, þá skal hann hund- ur heita eða þaðan af verra. Petta er barasta eitt dæmi af mörgum um hinar fjölmiðla- stýrðu geðsveiflur samfélagsins. Til dæmis voru íslenskir fjölmiðl- ar ekkert óánægðir með náttúru- verndarsamtök eins og Greenpe- ace, meðan þær fréttir bárust af þeim helstar að þau berðust gegn því að eitri og óþverra væri kast- að í sjóinn. Og reyndar er það svo, að enn í dag finnst jafnvel hörðustu hvalveiðisinnum ágætt að einhverjir leggi á sig háska nokkurn til að vekja athygli á þeim ósóma og stemma stigu gegn honum. En svo kom að því að Greenpeacemenn stigu ofan á hvalveiðilíkþornið íslenska og þá vita allir hvernig fer. Upp hefjast miklar æsingar í fjölmiðlum og þegar menn hafa spanað hver annan upp um skeið þá er eins víst að þeir endi í þeirri ályktun - eins af dálkahöfundum Tímans nú um helgina, að líklega séu Greenpeace „einhver hættuleg- ustu fasistasamtök nútímans“. Svíahatrið mikla Það er annars margt fróðlegt (yOl/RMt.Li'Í (disegno di Gourmelin) við skrif í blöðum um Greenpe- ace og hval. Til dæmis það, að það mál verður fyrr en síðar - eins og öll önnur, til að vekja upp hið dularfulla hatur á Svíum, sem aldrei lætur lengi bíða eftir sér í íslenskum blaðaheimi. Og hefur nú síðast eignast höfuðból ein- mitt í því blaði sem áðan var nefnt, Tímanum. Einn af tals- mönnum Greenpeacemanna, sem hafa ill orð - og vitanlega fordæmanleg - um að rétt sé að spilla fyrir fisksölu íslendinga vegna hvalveiða þeirra, er Svíi. Og þá er ekki að sökum að spyrja: menn hlaupa strax frá þeim eðlilega ritdeilumáta að reyna að kveða þennan mann og aðra Greenpeacemenn í kútinn málefnalega, heldur er ein- hvernvegin farið að blanda sænsku þjóðinni í málið eins og hún er löng til. f ritstjórnarpistli í Tímanum á dögunum máttu, menn láta sér skiljast að nær væri Svíum að huga að vafasömum vopnasölum Bofors- verksmiðjanna en að leyfa sér þá ósvífni að hafa meiningar um hvaladráp íslendinga. Rétt eins og það liggi ekki í augum uppi að meðan þúsundir Svía skjóta á eigin stjórnvöld vegna vopna- söluhneyksla, þá gera sér sárafáir af þeim þjóðflokki aðrir en Gre- enpeacemaðurinn Lagercrants sér rellu út af hvölum. Vigdís eða Sylvía Þetta eru þó allt saklausir smá- munir. í þeim Timapistli nú um helgina, sem áður var vitnað til, segir á þá leið að ummæli marg- nefnds sænsks Greenpeace- manns séu vitanlega ekki annað en eðlilegt framhald af hinu eilífa stríði Svía við íslendinga. Dálka- höfundur segir: „Hver man ekki eftir því stríði sem braust út í sænskum fjölmiðlum er vor ást- sæli forseti sótti þá frændurna heim fyrir skammri stundu á mæl- ikvarða eilífðarinnar? (NB takið eftir hinum harmræna og skáld- lega þunga í spurningunni - það er auðsjáanlega ekkert smámál á ferð - áb) . Þá voru forsíðurnar fullar af því efni helstu að sanna með einum eða öðrum hætti að Silvía væri samt glæsilegri. Hófst ekki á sama tíma skítugur óh- róður á hendur íslendingum í slúðurblöðunum?" Taktu ekki andskotann frá mér Stundum hefur Klippara fund- ist að það væri hægt að finna ein- hverja haldbæra skýringu á Svía- hatrinu mikla. Til dæmis var það augljóst hér á árum áður þegar Morgunblaðið hamaðist gegn Olof Palme og Söru Lidman, að þá reyndu menn að hefna þess að sænskir stjórnmálaforingjar og menntamenn voru afar óþægir Bandaríkjamönnum og stríði þeirra í Vietnam. En Svíafárið er miklu stærra, lífseigara og óút- reiknanlegra en svo að slíkar skýringar dugi. Kannski stafar það af því að Svíar hafa aldrei gert okkur neitt svo orð sé á ger- andi? Þeir voru ekki okkar ný- lenduherrar eins og Danir, þeir stóðu ekki í þorskastríðum við okkur eins og Bretar, þaðan af síður hafa þeir komið sér upp herstöðvum hér eins og Amrík- anar. Það helsta sem þeir hafa gert á okkar hlut er að eiga aðild að norrænum verðlaunaveiting- um til íslendinga sem fram úr skara í tónlist og skáldskap, og þó skömm sé frá að segja eru Nóbel- sverðlaunin alsænskir peningar. Maður skilur náttúrlega að stoltir menn íslenskir telja það móðgun við sig að útlendir menn séu að „hafa vit fyrir okkur“ með svona afskiptasemi, en samt, en samt vantar eitthvað til að við getum skilið Svíahatrið mikla. Nema þá að við grípum til þeirrar sálfræði að hver og einn verði að eiga sér andskota til aði hamast á? Mörgum hefur dugað vel að nota Rússa í þeim tilgangi, en það er ekki í tísku nú sem stendur. Og allra síst er það þægi- legt að gera Rússa að andskotum í Tímanum, þegar vitað er að Steingrímur Hermannsson hefur af óviðjafnanlegri útsjónarsemi sinni gert Gorbatsjov að sínum kosningasmala. Og þá er gripið til Svía heldur en lenda í þeirri kreppu andlegri að hafa engan djöful að draga. ÁB. þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandl: Útgáfufólag Þjóöviljans. Rltatjórar: Ámi Bergmann, Mörður Árnason, Ottar Proppé. Fréttaatjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), Hjörleifur Sveinbjömsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, ólafurGíslason, Ragnar Karisson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjömsson. Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar ólason, Sigurður MarHalldórsson. Útlltstelknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdóttir. Framkvœmdaatjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrlfstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Auglýslngastjóri: Siaríður Hanna Sigurbjömsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: HörðurOddfríðarson. Utbreiðsla: G. MargrótÓskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson. Utkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavfk, sími 681333. Auglýaingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. "Verð (lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:65 kr. Askriftarverð á mánuðl: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN; Þriftjudagur 9. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.