Þjóðviljinn - 26.02.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 26.02.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Þeir féllu á prófinu Verðlagsstofnun kannar reglulega verð á verslunarvarningi og lítur þá oft út fyrir Reykja- víkursvæðið. Þannig gefur stofnunin neytend- um leiðbeiningar og geta þeir beint viðskiptum sínum þangað sem ódýrast er að versla. Og kannanir Verðlagsstofnunar geta líka styrkt stöðu þeirra sem ekki eiga þess kost að velja á milli verslana og telja sig greiða óeðlilega hátt verð fyrir hið daglega brauð. í mörgum byggðarlögum verða íbúarnir að kaupa nær allan sinn daglega neysluvaming hjá einum og sama aðilanum, þar er bara um eina verslun að ræða. Samkeppni um matvöru- verslun er þar engin nema hvað sumir treysta á frystikistunaog stórinnkaupaferðirtil nágranna- bæja. Þá þurfa kaupendur að ráða yfir bifreið en það er einnig skilyrði fyrir því að neytendur á höfuðborgarsvæðinu geti beint viðskiptum sín- um til þeirrar verslunar sem kemur best út úr könnunum Verðlagsráðs hverju sinni. Fyrir ekki ýkja löngu voru í gildi ströng verð- lagsákvæði. Kaupmenn máttu ekki fara yfir á- kveðna hámarksálagningu. Þá var eitt helsta baráttumál kaupmannastéttarinnar að fá af- numin öll verðlagsákvæði og höft. Höfð voru uppi mörg orð og fögur um að frjáls álagning leiddi sjálfkrafa til lækkunar á vöruverði. Tals- menn kaupmanna töldu að lögbundinni há- marksálagningu fylgdi hærra innkaupsverð;. Ákveðin álagningarprósenta á dýran kexpakka gæfi kaupmanninum fleiri krónur í vasann en hlutfallslega sama álagning á ódýrt kex. Þannig var talið að ríkti einhvers konar samsæri kaup- manna um að velja alltaf dýrasta vaminginn í innkaupum fyrir verslunina. í röksemdafærsl- unni örlaði hvergi á þeim hugmyndum að neytendur leituðu til þeirra verslana sem næðu hagstæðustum innkaupum og hefðu því lægst vöruverð, hvað sem allri álagningu leið. Nú er álagning frjáls. Miðað við fyrri rök- semdir kaupmanna hefði mátt búast við stór- lækkuðu vöruverði. í bullandi verðbólgu er erfitt að gera sér grein fyrir peningalegu verðgildi hlutanna. Á að miða verð á hveiti við verð á kaffi eða á að miða við það hversu lengi nienn eru að vinna fyrir því? Kaupmáttur lágmarkslauna verkafólks er nú miklu minni en hann var 1982. Það kemur heim og saman við þá almennu tilfinningu að verð á daglegum neysluvarningi hafi snarhækkað síðustu misserin. í ársbyrjun kom ríkisstjórnin á verulegum breytingum á álagningu óbeinna skatta. Annars vegar var lagður söluskattur á matvæli og kom það einkum illa við lágtekjufólk en hins vegar var lækkað vörugjald og tollar á ýmsum innflutt- um varningi. Söluskatturinn hækkaði nauð- synjavaming á einni nóttu en menn eru orðnir dálítið langeygir eftir að verð detti niður á ýms- um þeim varningi sem fellur nú undir lægri að- flutningsgjöld. Þess vegna hefur verið fylgst allvel með kaupmönnum og verðlagi í verslun- um þeirra síðustu vikumar. Því miður hafa sumir kaupmenn séð sér leik á borði að stórhækka sinn hlut í öllum þeim hrær- ingum sem fylgt hafa ákvörðunum ríkisstjórnar- innar um breytta álagningu óbeinna skatta. Verðlagsstofnun hefur nýlega athugað verð á sælgæti. Sælgæti telst tæpast til brýnustu nauðsynja en samt vakti það athygli að fram- leiðendur höfðu í ársbyrjun lækkað heildsölu- verð um 7-11% vegna lækkaðs vörugjalds. Innkaupsverð verslananna hafði sem sagt lækkað. Niðurstaða könnunarinnar var sú að margir kaupmenn, og þá fyrst og fremst sjoppu- eigendur, höfðu ekki lækkað útsöluverð í versl- unum sínum. Lækkað verð frá framleiðendum skilaði sér ekki til neytenda, heldur lenti í vasa sjoppueigenda. Ánnar vöruflokkur sem mikið hefur verið í fréttum er snyrtivörur. Þar gildir hið sama og um sælgætið, að ekki er um lífsnauðsynjar að ræða. Menn hafa þó beðið þess að lækkun á innflutningsgjöldum leiddi til lækkaðs smásölu- verðs á þessum varningi. Nýleg könnun Verð- lagsstofnunar sýnir að þeirri bið er síður en svo lokið. Þessi dæmi um verðlækkanir, sem láta á sér standa, hafa orðið til þess að almenningurtelur kaupmenn hafa fallið á frjálsræðisprófinu. ÓP IOIPPT OO SKORHE) Loksins loksins Það er komiö langt fram í fe- brúar og ekki að orðlengja að landsmenn höfðu ekki bara fyllst eftirvæntingu heldur var sum- staðar farið að verða vart ör- væntingar. Af hverju að bíða og bíða þegar hægt er að svara strax? En í nýjasta Nýju lífi er loksins svalað hinum víðtæka frétta- þorsta, hulunni svipt af leyndar- dómnum og leitt fram það fólk sem talið er best klætt og verst árið 1988. Meðal best klæddu kvenna eru Vigdís Finnbogadóttir forseti, Salome Þorkelsdóttir þingmað- ur, Guðrún Þorbergsdóttir bæjarfulltrúi og kaupmaður, Rúna Guðmundsdóttir verslun- arstjóri og fleiri, og af körlum þykja afar smekklegir þeir Heiðar Jónsson snyrtir, Páll Magnússon á Stöðinni, Halldór Laxness, Helgi Magnússon Út- sýnarstjori, Sigurður sonur Hagkaups-Pálma og Þorgils Ótt- ar handboltalandsliðslínumaður, - en óljóst er þó hvort átt er við venjulegan klæðnað Óttars eða handboltagallann. Vei, vei Ennþá áhugaverðari eru þó listarnir tveir yfir illa klætt fólk í íslensku þjóðlífi. Ráðherrarnir Steingrímur Hermannsson og Jó- hanna Sigurðardóttir þykja ósköp tjásuleg til fara, og þær Guðrúnu Helgadóttur og Kristínu Halldórsdóttur skortir auðsjáaniega það líkamlega um- hverfi sem gæfi málflutningi þeirra slagkraft á þingi. Kristín Ágústa Ólafsdóttir borgarfulltrúi og Ásmundur Stefánsson ASÍ- forseti eru heldur ekki nógu lekk- er, - og sagði útaf þessu traustur áhugamaður um Alþýðubanda- lagið að hér hefðu hinir ýmsu flokksarmar loksins fundið sér snertiflöt. Þá er fornvinur okkar Flosi Ól- afsson hálfgerð drusla í klæða- burði, og Davíð Oddsson þarf að fara að endurnýja í fataskápnum, þó ekki í samráði við félaga sinn Hrafninn fljúgandi sem er líka á listanum. Bubbi Morthens er auðvitað á listanum, enda ekki bara illa klæddur heldur oft ekki klæddur, að minnsta kosti ekki að ofan. Illugi Jökulsson er hins- vegar stundum þokkalega klædd- ur að ofan, en hörmulega að neð- an, að minnsta kosti í sjónvarp- inu. Og séra Solveig Lára Guð- mundsdóttir er allt annað en elegant í hempunni. Mjúkar kinnar Þetta illa klædda fólk verður að fara að hefja nýtt líf, og væri at- hugandi að leita aðeins aftar í samnefnt tímarit, þar sem lýst er morgunverkum í lífi íslenskrar Elite-fyrirsætu í París: ,tfún tekur um tólið, fitlar við tölurnar, er frekar andstutt svona snemma morguns - bíður! Það er á tali. Hún notar tímann til að ,fjœna" sig betur í framan. Kalt vatnið rennur niður mjúkar kinn- arnar og húðin er tilbúin fyrir liti dagsins. Pegar „andlitið" er kom- ið á sinn stað er hárið greitt aftur og það fellur mjúklega á axlirn- ar." Sumsé: ekki láta dagleg áföll („það er á tali") hrista sig sundur og saman þannig að á sjái í útliti og klæðaburði, heldur þvert á móti: nota tímann til að sjæna sig betur. Og í þrefi kvunndagsins gætu þeir Davíð og Flosi og Ás- mundur sem hægast bætt geð sitt og útlit með því einfalda ráði að hlaupa í næsta vask, láta kalt vatnið renna niður mjúkar kinn- arnar og undirbúa húðina fyrir liti dagsins. Þegar andlitið væri kom- Sigmuntlur Emir Rúiumon erst Wæddu" ið á sinn stað yrði hárið greitt aft- ur og það félli mjúklega á axlirn- ar, og ailt annað í ljúfa löð í leiðinni. Maðkur í mysunni? En aldrei fær Adam að vera lengi í Paradís. Einn af helstu samkeppnismiðlum Nýs lífs upp- lýsir í gær að margur maðkur sé í mysu hinna best klæddu í tímarit- inu. Helgarpósturinn í gær lætur þau háðsyrði falla um aðstand- endur klæðnaðardómanna í Nýju lífi að „ætla mcetti að starfsfólk blaðsins vœri sjálft hátískufólk og hefði yfirskilvitlegan skilning á klœðaburði annarra". Síðan upp- lýsir HP: „Meðal best klœddu kvennanna er Brynja Nordquist, sem fyrir tilviljun starfaði hjá Nýju lífi lengi, Guðfinna Svavars- dóttir, sem lengi sá um tískuþátt blaðsins, Hjördís Gissurardóttir, sem var á forsíðu blaðsins fyrir skömmu, og Svava Johansen, verslunarstjóri í Tískuversluninni Sautján." Karlarnir virðast engu betur settir. Meðal þeirra eru nefnilega „Helgi Magnússon, forstjóri Ut- sýnar, en eins og kunnugt er gaf Frjálst framtak (eigandi Nýs lífs, - innskot klippara) út bók hans um Hafskipsmálið, Viktor Ur-1 bancic, fyrrverandi maður Lindar Hrannar Haraldsdóttur, sem séð hefur um tískuþáttinn nokkrum sinnum, og Heiðar Jónsson snyrtir, sem áðurstarfaði mikið fyrir tímaritið." Opinbera rannsókn! Þessar fréttir Helgarpóstsins bera það sumsé uppá aðstand- endur Nýs lífs að annarhvor starfsmaður blaðsins sé settur á listann yfir hina best klæddu ásamt vinum og vandamönnum, og jafnvel gripið til fyrrverandi eiginmanna til að fylla uppí eyðurnar. Þetta eru einkar alvarlegar á- sakanir, sem veikja mjög trúnað- arsamband lesenda við Nýtt líf. Augljóst er að tímaritið verður að gera hreint fyrir sínum dyrum. Hver eru tengsl Lindu Hrannar við Halldór Laxness? Á eigin- maður Guðrúnar Þorbergsdóttur vingott við einhvern aðstandenda Nýs lífs? Eru Helgi Magnússon og Páll Magnússon bræður? Hver er Guðfinna Svavarsdóttir af- greiðslustúlka? Afgreiðir hún kannskí í Hagkaup hjá Sigurði Gísla Pálmasyni? Raunar er varla hægt að sætta sig við annað en opinbera rann- sókn til að skera úr þessum við- kvæmu deilum, - og að henni lok- inni þarf alþingi að setja skýr lög og reglur um val manna til þess- ara mikilsverðu vegtyllna. Þótt kaup, kjör, efnahagsráð- stafanir, stjórnarsamstarf og ann- að þvílfkt sé á huldu í samfélaginu hlýtur þjóðin að eiga skýlausan og ótvíræðan rétt á að geta treyst upplýsingum ábyrgra aðila um best og verst klædda fólk lands- ins. -*» þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandl: Úigáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Möröur Árnason, Óttar Proppó. Fréttostjórl: Lúövík Goirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdðttir (iþr.), HjörleifurSveinbjömsson, KristóferSvavarsson, Magnfriður Júliusdóttir, Magnús H. Gislason, Ulja Gunnarsdðttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjðrnsson. Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. > Ljðsmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltstelknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdóttir. Framkvœmdastjórl: Hallur Páll Jðnsson. Skrlfstofust|óri:JðhannesHarðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristin Pétursdðttir. Auglýsingastjðrl: Sigríður Hanna Sigurbjðrnsdóttir. Auglýslngar: Unnur Agústsdðttir, Olga Clausen, Guðmunda Kríst- insdóttir. Slmavarsla: Hanna Ólafsdðttir, Sigríður Krístjánsdóttir. Bflst|órl: Jóna Sigurdórsdðttir. Útbreiðslu-ogafgreiðslustjðrhHðrðurOddfriðarson. Afgrelðsla:HallaPálsdðttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjðrnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, rltstjórn: Sfðumúla 6, Roykjovík, simi 681333. Auglýsingar: Siðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun:Blaðaprenthf. Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:65kr. Áskriftarverð á mánuðl: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 26. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.