Þjóðviljinn - 26.02.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.02.1988, Blaðsíða 7
Palestína Shultz mættur til leiks Pótt enginn virðist telja hann eiga hlutverki að gegna. Tveir Palestínumenn voru vegnir og hópur ísraelskrafriðarsinna hvetur dáta til andófs Israelskir hermenn skutu í gær tvo palestínska pilta til bana í miklum mótmælaaðgerðum á herteknu svæðunum. I sama mund lenti flugvél Georges Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Jerúsalem en hann kveðst þangað kominn til þess að blása nýju lífi í friðarum- ræðu Miðausturlanda. Talsmaður ísraelshers greindi frá því aö meira en 100 Palestínu- menn hefðu verið teknir höndum í þorpinu Khabatijeh á vestur- bakka Jórdanár í gær og væru þeir grunaðir um hlutdeild í af- töku svikara úr eigin röðum. Hús tveggja manna hefðu verið eyði- lögð af sömu ástæðu. Shultz var keikur og brattur við komuna til ísraels í gær. Honum mæltist á þessa lund: „Atburðirn- ir að undanförnu hafa fært mönnum heim sanninn um þá staðreynd að óbreytt ástand þjónar ekki hagsmunum neins." Fréttastofa Palestínumanna greindi frá því síðdegis í gær að kennsl hefðu verið borin á lík tveggja síðustu fórnarlamba ísra- elsmanna á vesturbakkanum. Hinir látnu væru Sami Al-Dajeh, og Isam Khalifa. Sá fyrrnefndi bjó í Nablus og var 14 ára gamall. Khalifa var búsettur í Jenín og var á 19da aldursári. Talsmaður ísraelshers stað- festi að til mikilla mótmælaað- gerða Palestínumanna hefði komið á herteknu svæðunum í til- efni komu Shultz. En sínir menn hefðu verið við því búnir. Bandaríski utanríkisráðherr- ann segist hafa nýjar tillögur meðferðis um friðarsáttmála og skipan mála á vesturbakkanum og Gazasvæðinu. Það er svosem gott og blessað en sá er hængur á Mótmæli Palestínumanna á herteknu svæðunum halda áfram, þrátt fyrir Shultz. Suður-Kórea Roh sver Roh Tae Woo tók formlega við embætti forseta Suður-Kóreu f gær. Hét hann við það tækifæri að í framtíðinnni yrðu lýðræðis- legar leikreglur og mannréttindi haldin í heiðri í landi sínu. Einnig sagðist hann ætla að bæta sam- skipti Suður-Kóreu við banda- menn sína í hópi ríkja heims. Fjármálaráðherra Bandaríkj- anna, James Baker að nafni, var fulltrúi Reagans forseta síns við svardagann í gær og einnig var þar mættur Noboru Takeshita, forsætisráðherra Japans. Ekki hafði Roh verið forseti nema í tvær klukkustundir þegar hann hóf viðræður við þá um aukin ríkjatengsl. I hátíðarræðu sinni sagði Roh þá tíð á enda að „sterki maður- inn" sæti yfir hlut manna í Suður- Kóreu. Hann kvaðst sjá fyrir hugskotssjónum „stórbrotið skeið alþýðumannsins sem njóta mun góðs af lýðræðisumbótum og þjóðarsátt." Sjálfur myndi hann ekki skella skollaeyrum við orðum andstæðinga sinna. Ekki virtust allir dáleiddir af töframætti fyrirheita Rohs. Um 2 þúsund vinstri sinnaðir náms- menn slógust drykklanga stund við sveitir lögregluþjóna í höfuð- borginni Seoul og sögðu „kosn- ingasvindlaranum" að fara norður og niður. Reuter/-ks. að ísraelska ríkisstjórnin er klofin í-afstöðu til erindis hans, Palest- ínumenn vilja hvorki heyra hann né sjá og leiðtogar arabaríkja eru barmafullir tortryggni. ísraelskir friðarsinnar dreifðu í gær bæklingum meðal dáta á her- teknu svæðunum þar sem þeir eru hvattir til þess að óhlýðnast fyrirskipunum um að berja eða skjóta Palestínumenn. í pésanum eru upplýsingar um það hvenær skipanir yfirmanna varði við lög og hvenær ekki. Þar er vitnað í lögspekinga, herreglu- gerðir og Genfarsáttmála númer 4. Höfundar heyra til samtökum sem heita „Öllu eru takmörk sett." Þeir rita: „Hafið hugfast! Ef þið fáið fyrirskipanir um að berja fólk að ósekju eða pynda fanga varðar það við herlög að hlýða!" Reuter/-ks. Sovétríkin Armenar ólmir af reiði Sovésk stjórnvöld vilja sporna gegnfréttaflutningi afgífurlegum mótmœlum ílýðveldunum Armeníu ogAzerbaijan Ekkert lát virðist ætla að verða á mótmælum fólks í Jerevan, höfuðborg Anncníu. I gær flykktust þúsundir manna um stræti og götur og kröfðust þess að landamærin að Azerbaijan yrðu tafarlaust dregin á ný. „Allur miðbærinn einsog hann leggur sig er troðfullur af fólki. Ég hef aldrei séð annað eins," sagði ónefndur sjónarvottur í símasamtali við fréttamann Re- uters í Moskvu. Hann bætti því við að lögreglumenn hefðu ítrek- að reynt að dreifa mannfjöldan- um en allt komið fyrir ekki. Ráðamönnum er bersýnilega ekki að skapi að heimsbyggðin fái fréttir af þjóðernisólgu innan endimarka ríkis síns því í gær gerðu þau allt sem í þeirra valdi stóð til þess að hindra fréttaflutn- ing frá Armeníu og Azerbaijan. Erlendum fréttamönnum, sem sótt hafa um fararleyfi til Armen- íu, hefur verið tjáð að lýðveldið sé „lokað" um stundarsakir og símasamtöl þeirra við andófs- menn í Jerevan hafa verið rofin hvað eftir annað. Ljóst má vera að tugir þúsunda manna hafa undanfarna daga haft í frammi hatrömm mótmæli í Armeníu og krafist þess að hér- aðið Nagorno-Karabakh í ná- grannalýðveldinu verði armenskt svæði á ný. Fyrrnefndur heimildamaður sagði andófsfólki vera mikið niðri fyrir og sú saga flygi fjöllum hærra að til mannskæðra átaka hefði komið á milli herlögreglu og mótmælenda í héraðinu sem styrinn stendur um. Talsmaður Kremlverja sagði í gær að hann hefði engu að bæta við þær f átæklegu fréttir sem birst hefðu í sovésku pressunni um málið. Hann gat þess þó að „yfir- lýsingar" um Nagorno-Karabakh væri að vænta á þriðjudaginn kemur. Það fer ekki á milli mála að sovéskir ráðamenn líta þessa at- burði í Armeníu og Azerbaijan mjög alvarlegum augum. í fyrra- dag greindi Tass fréttastofan frá því að yfirmaður héraðsdeildar kommúnistaflokksins í Nagorno- Karabak, Boris Kevorkov, hefði verið leystur frá störfum sökum „vítaverðrar vanrækslu." Ó- kyrrðin meðal smærri þjóða og þjóðarbrota, í Miðasíuhluta So- vétríkjanna og Eystrasalts- löndum, veldur aðalritaranum Gorbatsjov miklum áhyggjum. Svo miklum að í síðustu viku á- kvað hann að kalla saman sér- stakan miðstjórnarfund um þjóðamálið. Forsaga uppþotanna í Armen- íu og Azerbaijan nær aftur til árdaga Sovétríkjanna. Við lyktir borgarastyrjaldarinnar árið 1920 ákváðu oddvitar stjórnar bolsé- víka að héraðið Nagorno- Karabakh skyldi flutt frá Armen- íu til Azerbaijan þótt 90 af hundr- aði íbúa þess væru Armenar. Frá fornu fari hefur verið grunnt á því góða á milli þjóða lýðveldanna tveggja enda Armenar kristnir menn með sinn einkasið en fbúar Azerbaijan sítamúslimir upp til hópa. Reuter/-ks. Suður-Afríkustjórn Lætur kné fylgja kviði Hvíta minnihlutastjórnin í Suður-Afríku lætur skammt stórra högga á milli þessa dagana og virðist hafa í hyggju að afnema minnsta vott mannréttinda blökkumanna. í gær ákváðu þeir að hefta mjög ferða- og athafna- frelsi helstu forystumanna svert- ingja sem eru ekki annaðhvort þegar á bak við lás og slá eða njóta kirkjugriða. Óvíst er hve mörgum leið- togum þeldökkra hefur verið gert að halda kyrru fyrir en þeir eru ekki taldir færri en 7. Þeirra á meðal eru frú Alertína Sisulu og Archie Gumede. Vitað er að nokkrir hinna bannfærðu fóru í felur. Samkvæmt tilskipuninni frá því í gær er fólkinu meinað að halda fréttamannafundi og gert að dvelja heima hjá sér lungann úr sólarhringnum. Kirkjuráð Suður-Afríku efndi til neyðarfundar í gær þar sem prestar voru hvattir til að mót- mæla gerræði ráðamanna úr pre- dikunarstólum á sunnudaginn kemur. Meðal fundarmanna var erkibiskup ensku biskupa- kirkjunnar í Suður-Afríku, nób- elsverðlaunahafinn Desmond Tutu. Hann beindi orðum sínum til þjóða heims og skoraði á þær að einangra stjórn hvítra manna „til þess að þeir neyðist til að sveigja af þeirri tortímingarbraut sem þeir feta nú." Reuter/-ks. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í2.FLB1985 Hinn 10. mars 1988 er fimmti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B1985. Gegn f ramvísun vaxtamiða nr. 5 verður frá og með 10. mars nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiði með 50.000,-kr. skírteini kr. 2.620,85 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1987 til 10. mars 1988 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 1968 hinn 1. mars 1988. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gialddaga. Innlausn vaxtamiða nr. 5 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. mars 1988. Föstudagur 26. febrúar 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7 Reykjavík, febrúar 1988 SEÐLABANKIISLANDS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.