Þjóðviljinn - 26.02.1988, Síða 6

Þjóðviljinn - 26.02.1988, Síða 6
ALÞÝÐUBANDALAGHÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði 30 ára afmælishátíð 30 ára afmælishátíö Alþýöubandalagsins í Hafnarfiröi verður haldin í Fé- lagsheimilinu Garðaholti, laugardaginn 5. mars nk. (á afmælisdaginn að sjálfsögðu) og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Dagskráin auglýst síðar, svo og miðasala en félagar eru beðnir að taka frá tíma fyrir hátíðina. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Akranesi Framhaldsaðalfundur Framhaldsaðalfundur Alþýðubandalagsins á Akranesi verður haldinn í Rein, mánudaginn 29. febrúar kl. 20.30 Á dagskrá: Málefni Reinar. Félagar mætum öll og verum stundvís. Heitt á könnunni. Reinarkaffið svíkur engan. Stjórnin Alþýöubandalagiö Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráði mánudaginn 29. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: Fundargerðir bæjarstjórnar fyrir bæjarstjórnarfund 1. mars. Önnur mál. Stjórnin. ABK Morgunkaffi ABK Heiðrún Sverrisdóttir bæjarfulltrúi og Elsa Þorkelsdóttir fulltrúi í fé- lagsmálaráði og áfengisvarnanefnd verða með heittá könnunni laugardag- inn 27. febrúar kl. 10-12. Allir velkomnir. Skoðunarferð í Smárahvamm Kl. 12.30 sama dag býður bæjarmálaráð til skoðunarferðar í Smárahvamm og Fífuhvamm. Farið verður frá Þinghóli. Félagar eru hvattir til að mæta í ferðina. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Kópavogi Félagsfundur Félagsfundur ABK í Þinghóli mánudaginn 29. febrúar kl. 20.30. Fundarefni: Heimir Pálsson kynnir Smárahvammsmál. Skiþulagsmál og önnur mál. - Stjórnin. ÆSKULÝÐSFYLKINGIN Utanríkismálanefnd ÆFAB Fundur laugardaginn 27. febrúar að Hverfisgötu 105 kl. 13.30. Farið verður yfir gögn um afvoþnunarsamninginn og stjórnstöð í Keflavík. Undirbúningur fyrir ráðstefnu. Allir velkomnir. - Nefndin. Ratsjárstofnun Ratsjárstofnun óskar eftir aö ráöa starfsmenn vegna reksturs ratsjárstööva hérlendis. Umsækjendur verða aö hafa lokið námi í rafeinda- virkjun eða hafa sambærilega menntun. Starísmenn mega gera ráð fyrir að þurfa aö sækja námskeið erlendis og hér á landi. Námstími erlendis hefst í apríl nk. og stendur í um 2 mánuði. Laun eru greidd á námstímanum. Umsókn ásamt prófskírteini eða staðfestu afriti af því, sakavottorði og heilbrigðisvottorði berist Ratsjárstofn- un, Laugavegi 116, fyrir 16. mars nk. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Ratsjárstofnun. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ratsjárstofnun í síma 62 37 50. Reykjavík, 26. febrúar 1988. Ratsjárstofnun. Laus staða Staða bókavarðar í Landsbókasafni íslands er laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. apríl næstkomandi. Æskilegast er að umsækjendur hafi lokið há- skólaprófi í bókasafnsfræði. Starfið er einkum fólgið í skráningu blaða og tímarita í þjóðdeild safnsins. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menntamálaráðu- neytinu fyrir 22. mars næstkomandi. Menntamálaráðuneytið, 23. febrúar 1988 Staðan Staða efstu manna eftir 3 umferðir er þessi: L. Polugaévsky 2 V2 Karl Þorsteins 2 V2 W. Browne 2'/2 R. Ákesson 2 V2 C. Höi 2 V2 V. Kotronias.... ....2 V2 Jón L. Árnason 2 1/2 Helgi Ólafsson 2 V2 M. Gurevich 2 1/2 Zsofia Polgar tefldi glæsilega í gærkvöldi. Mynd Sig.Mar. Polu þraskakaði með unna stöðu! Lev Polugaévsky tefldi við Karl Þorsteins í þriðju umferð Reykja- víkurskákmótsins sem tefld var í gærkvöidi. Polu hafði hvítt og fékk snemma betra tafl. í tíma- HRAFN LOFTSSON hrakinu komst hann í mikla kóngssókn og fórnaði hrók. Hann átti hins vegar mjög lítinn tíma eftir, sá ekki einfalda vinningsleið og tók jafntefli með þráskák. Það má því segja að heilladísirnar hafí verið Karls megin í þetta sinn. Helgi Ólafsson tefldi við Tor- ben Sörensen. Helgi fékk þægi- legt frumkvæði út úr byrjuninni og vann peð. Daninn skipti upp í hróksendatafl en tókst ekki að halda jöfnu. Jón G. Viðarsson missti hrók í tímahraki gegn Jóni L. og gafst þá upp. Jón L. hafði reyndar haft betra tafl allan tímann. Hannes Hlífar virðist vera í góðu formi því að hann þjarmaði að Margeiri Péturssyni og þegar skákin fór í bið hafði Hannes betra tafl en Margeir á góða jafnteflismöguleika. Áskell Örn Kárason vann Jan- ez Barle í mislitu biskupaenda- tafli sem var jafntefli með bestu taflmennsku. Barle lék hins veg- ar illa af sér. Hvítt: L. Polugaévsky (Sovétríkjun- um) Svart: Karl Þorsteins (íslandi) Katalan. 1. Rf3 d5 2. c4 e6 3. g3 dxc4 (Algengara er að bíða með að drepa á c4 þangað til hvítur hefur leikið d4. Nú kemur upp katalónsk byrjun á d4 hvíts.) 4. Da4+ Rd7 5. Bg2 c5 6. Dxc4 Rgf6 7. Db3 Hb8 8. 0-0 b5 9. a4 a6 10. axb5 axb5 11. d3 Bd6 12. Rc3 0-0 13. Rg5 Re5 19X1I188 REYKJAVIKUR /SKÁKMÓTIÐN (Betra er 13. - Bb7 14. Rge4 Rxe4 15. Rxe4 Be7 16. Bf4 Bd5 og svartur sténdur ágætlega.) 14. Rge4 Rxe4 15. Rxe4 Rc6 16. Be3 Rd4 17. Bxd4 cxd4 18. Hfcl (Hvítur stendur nú greinilega betur vegna yfirráða yfir a- og c-línunni.) 18. - Bb7 19. Rxd6 Dxd6 20. Ha7 Bxg2 21. Kxg2 g6 22. Hac7 Hb6 23. Hlc5 Ha8 24. Dc2 Kg7 25. Dcl (Hvítur hefur nú „þrefaldað“ á c- línunni og svartur getur ekki annað en beðið þess sem verða vill. Síðasti leikur hvíts er jafnframt lúmsk gildra.) 25. - Ha2? (í gin Ijónsins! Betra var 25. - e5.) 26. Hh5!l e5 (Ekki 26. - gxh5? 27. Dg5+ Kf8 27. Hc8+ og mátar.) 27. Dh6+ Kf6 28. Hxf7+! Kxf7 (Eða 28. - Ke6 29. Dg7! gxh5 30. Hf6+ Kd5 31. Df7+ De6 32. Hxe6 Hxe6 33. Dd7+ Hd6 34. Dxb5+ Ke6 35. Dc4+ og vinnur.) 29. Dxh7+ Kf6 30. Dh8+ Ke6 31. Dg8+ Kf6 32. Dh8+ Keó 33. Dg8+ Polugaévsky var alveg að falla á tíma og því þráskákaði hann og bauð jafn- tefli. Karl þáði það að sjálfsögðu með þökkum þvf að framhaldið gæti t.d. orðið 33. -Kf634. Hh6! Kg535. h4+! Kxh6 36. Dh8+ mát! Polgar-systur hinar ungversku ferðast um heim allan með foreldruin sínum og tefla á skákmótum. Þær vekja iðulega mikla athygli enda sýna þær oft á tíðum mjög góða tafl- mennsku. f gær vann Zsofia Polgar, sem er aðeins 13 ára, Snorra Bergs- son á glæsilegan máta: 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Hvítt: Snorri Bergsson Svart: Zsofia Polgar Sikileyjarvörn. 1. e4c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. g3 Rc6 7. Bg2 Bd7 8. 0-0 Be7 9. Be3?! (Betra er 9. Rxc6.) 9. - Re5 10. b3 a6 11. h3 Dc7 12. Rce2 0-0 13. g4 h6 14. a4 d5 15. f4 Rg6 16. e5 Re4 17. c4 Hfd8 18. Bxe4? (Öruggast er 18. cxd5 exd5 19. Hcl Da5 og staðan er óljós.) 18. -dxe4 19. Dc2 Bc5! 20. Dxe4 Bc6 21. Dc2 Rxe5!! 22. fxe5 Dxe5 23. Bf2? (Eina vörnin var 23. Bf4 Bxd4+ 24. Rxd4 Dxd4+ 25. Kh2 en svartur hef- ur samt sem áður tögl og hagldir.) 23. - Hxd4! 24. Rxd4 Bxd4 25. Bxd4 Dxg3+ Og hvítur gafst upp enda mát í næsta leik. Úrslit í gær L. Polugaévsky - Karl Þorsteins: V2-V2 R. Ákesson - W. Browne: V2-V2 V. Kotronias - C. Höi: V2-V2 J. Tisdall - M. Gurevich: 0-1 Hannes Hlífar - Margeir Péturs.: bið A. Adorjan - E. Gausel: V2-V2 Jón G. Viðarsson - Jón L.: 0-1 Helgi Ólafsson - T. Sörensen: 1 -0 G. Dizdar - J. Lautier: bið Sigurður Daði - Zsuzsu Polgar: 0-1 S. Dolmatov - Bragi Halldórs.: 1-0 Stefán Briem - W. Schoen: 0-1 J. Barle - Áskell Örn Kárason: 0-1 Lárus Jóhannes. - Þröstur Þórh.: 0-1 Snorri Bergsson - Zsofia Polgar: 0-1 Arnar Þorsteins. - Ásgeir Þór: 1 -0 Dan Hanson - Bjarni Hjartarson: 1-0 B. Östenstad - Tómas Her- manns.: 1-0 Magnús Sólm. - L. Christiansen: 0-1 Sævar Bjarnason - Tómas Björns.: bið Þráinn Vigfús. - Judit Polgar: V2- V2 Þorsteinn Þorst. - Halldór G.: 0-1 Guðmundur Gíslas. - Bogi Páls.: 1-0 Þröstur Árnason - Benedikt J.: 0- 1 Árni Ármann - Róbert Harðarson: 0-1 Jóhannes Ág. - Ögmundur Krist.: A. Luitjen - Davíð Ólafsson: 0-1

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.