Þjóðviljinn - 06.03.1988, Side 6
FORRÉTTINDAAÐLINUM
í SOVÉT
Feröamáti alþýöunnar. Úr neðanjarðarlestinni í Moskvu.
í Sovétríkjunum segja menn
að kerfiskarlarnir í skrifræðis-
apparatinu þurfi þrenn stöðu-
tákn:skrifborð, helstmeð2-3
símtækjum, svarta volgu-
bifreið, helst með bláum Ijós-
blossa og sírenu sem gefur
algjöran forgang í umferðinni
og í þriðja lagi aðgang að sér-
verslun þar sem hægt er að fá
þann eftirsótta varning sem
sovéskt efnahagslíf getur ekki
boðið þegnum sínum upp á.
Löngum hefur trygging þess-
ara stöðutákna verið forgangs-
verkefni sovéska kerfisins og
forréttindaaðallinn hefur ekki
þurft að óttast um sinn hag. En
nú er annað uppi: Gorbatsjov
hótar nú að svipta stóran hluta
aðalsins þessum stöðutáknum
sínum, og því er nú haldið fram
að allt að helmingur kerfiskall-
anna í sovéska ríkisbákninu verði
sviptur skrifborði sínu og límos-
ínum, og jafnframt eru nú uppi
áform um að loka sérversiunun-
um fyrir öðrum en erlendum
gestum.
Bylting í
ríki útvaldra
Eins og nærri má geta, þá
gengur slík bylting í ríki útvaldra
ekki fyrir sig hávaða- og and-
spyrnulaust. Og forréttindastétt-
in mun að sjálfsögðu halda áfram
að berjast fyrir forréttindum sín-
um af fullum krafti. En hin yfir-
lýstu áform ríkisstjórnar Gorbat-
sjovs eru engu að síður byrjuð að
koma til framkvæmda.
Þannig herma fréttir að Perest-
roika Gorbatsjovs hafi þegar
svipt þúsundir skrifræðisforkólfa
skrifborðum sínum: í Eistlandi
einu voru 13 ráðuneyti nýlega
lögð niður, nýverið hafa 80.000
skriffinnar misst stöðu sína í Úkr-
aínu einni saman.
í Moskvu hafa tvö ráðuneyti
verið lögð niður, ráðuneyti þung-
aiðnaðar og ráðuneyti fyrir fram-
leiðslu þungavéla í orkuver. Úr
þessum tveim ráðuneytum var
búið til eitt ráðuneyti fyrir þunga-
iðnað, orkuiðnað og flutninga-
tækjaiðnað og um leið fækkaði
skrifborðunum úr 1702 í 1022.
Fækkunin nemur 680 stöðugild-
um, og kom hún til framkvæmdaí
janúar síðastliðnum.
Þýska vikuritið Der Spiegel
segir að af þessum 680 hafi 144
farið á eftirlaun, 231 hafi fundið
nýtt skrifborð innan hins nýja
ráðuneytis og að 185 hafi neyðst
til þess að leita sér annarrar
vinnu. Enginn þessara ráðu-
neytisstarfsmanna fór þó yfir í
þjónustustörf að sögn blaðsins.
Þegar kolamálaráðuneyti Úkr-
aínu var nýverið lagt niður var
744 starfsmönnum ráðuneytisins
sagt upp störfum. Af þeim fundu
225 skrifborð í nýju „kolamála-
stjórninni", en hinir urðu að
finna sér vinnu annars staðar eða
fara á eftirlaun.
Kavíar og pylsur
Helsta vopn umbótasstefnu
Gorbatsjovs við þessar hreins-
anir í kerfinu felast í því að gera
ráðuneytis- og skrifræðisstörfin
ekki eins eftirsóknarverð og þau
voru. Og það sem þar dugar helst
að sögn fróðra manna er að nú á
að loka fyrir sérverslanirnar
handa forréttindaaðlinum.
Hinn umdeildi leiðtogi Komm-
únistaflokksins í Moskvu, Boris
Jelzin, sem rekinn var úr stöðu
sinni fyrir umbótaóþreyju, hafði
þegar komið þessu til fram-
kvæmdar að miklu leyti í Mos-
kvu, áður en honum var vikið frá.
Málsbætur hans yfir félögunum í
miðstjórn Kommúnistaflokksins
voru einfaldar:
„Ég á erfitt með að skýra það
út fyrir verkamönnunum við færi-
bandið hvernig á því standi að
eftir 70 ár þeirra við völd í
landinu þurfi þeir enn að bíða
stundarlangt í biðröðum eftir því
að verða sér út um pylsu sem er
þó meira mjölkyns en kjötkyns, á
meðan hvorki skortir styrju, ka-
víar né annað gómsæti á veislu-
borð ykkar, sem þið getið nálgast
áreynslulaust á stöðum þar sem
þeir geta ekki stigið fæti.“
Þessi orð þóttu ekki passa á
miðstjórnarfundinum, þrátt fyrir
allt, og sem kunnugt er var Jelzin
sviptur sæti sínu í framkvæmda-
nefnd miðstjórnar með samþykki
Gorbatsjovs. Átyllan var um-
bótaóþreyja.
En reglurnar sem takmarka
aðganginn að forréttindaverslun-
unum hafa þegar verið settar og
taka gildi þann 1. júlí
næstkomandi. Þá verður ekki
lengur hægt að fá ávísanir á
„Berjoska“-verslanirnar, jafnvel
þótt maður hafi komist yfir er-
lendan gjaldmiðil með lög-
mætum hætti. „Berjoska"-
rúblurnar verða þá einvörðungu
fyrir útlendinga í Sovétríkjunum.
Límosínuflotinn
skorinn niður
Á sama tíma eiga aðrar reglur
að ganga í gildi, sem sömuleiðis
munu ganga mjög nærri hags-
munum forréttindaaðalsins: þá
verða um 40% allra límósína í
þjónustu ráðuneytanna og ríkis-
stofnananna teknar til annarra
nota og seldar á frjálsum markaði
eða sem leigubílar. Til þess verð-
ur þá ætlast í framtíðinni að þeir
starfsmenn stjórnarstofnana sem
þurfa á bifreið að halda aki sínum
eigin vagni (sem þeir eiga í fæst-
um tilfellum) um leið og einka-
bílstjórarnir fá þarfari verk að
vinna en að bíða eftir húsbænd-
um sínum. Væntanlega munu bíl-
astyrkir fylgja í kjölfarið, en þess
ber að geta að einkabíll er mun-
aðarvara í Sovétríkjunum og
kostar nýr bíll allt að 6 árslaunum
verkamanns.
Þá hefur umferðarlögreglan í
Moskvu einnig lagt sinn skerf til
þessarar byltingar í kerfinu: bíl-
stjórum um 800 embættismanna-
bifreiða hefur verið fyrirlagt að
fjarlægja blá Ijósblossamerki og
sírenur af bílum sínum, en þessi
stöðutákn hafa veitt forréttinda-
aðlinum algjöran forgang í um-
ferðinni á götum borgarinnar.
Sérstakri akrein fyrir forgangs-
hópa á miðjum götum borgarinn-
ar verður þó haldið áfram til þess
að tryggja greiða umferð þegar
nauðsyn rekur til.
Aumt líf í „klíkunni"
Hinar nýju takmarkanir á for-
réttindum þeirra sem starfa í
ríkiskerfinu eru af mönnum Gor-
batsjovs rökstuddar með þeirri
gömlu sósíalísku reglu, að hver
eigi að bera úr býtum eftir fram-
lagi sínu. Vandinn er hins vegar
ljós þegar kemur að því að meta
framlagið, eins og kemur til dæm-
is fram í lesendabréfi í bók-
menntatímariti einu útgefnu í
Bakú, þar sem ráðherrafrú ein er
að verja forréttindi eiginmanns
síns:
„í öll þessi ár hefur maðurinn
minn þegið laun fyrir vinnu sína
Kavíarveislur og
límosínur liðin tíð
fyrir sovéska
kerfiskarla?
sem ekki samsvara framlagi hans.
Hversu brjálæðisleg ábyrgð hvílir
ekki á herðum hans, hvílíkt
streituálag fylgir ekki starfi hans,
hvílíkt sálrænt álag. Geta þessi
aumu „forréttindi" komið í stað-
inn fyrir glataða heilsu?“
Reyndin mun vera sú að ráð-
herrar í Sovétlýðveldunum hafa í
mesta lagi 700 rúblur í mánaðar-
kaup eða um 50.000 íslenskar
krónur samkvæmt skráðu gengi,
en það munu vera um þreföld
laun verkamanns. Og ráðherra-
frúin heldur áfram:
„Hvers vegna eru allir nú að
skrifa um forystumenn okkar í
iðnaðinum og atvinnulífinu eins
og þeir séu ekki um annað að
hugsa en að viðhalda „forréttind-
um“ fyrir sig og fjölskyldur sínar?
Hvers vegna er litið á þá eins og
einhverja klíku? Ég skrifa ykkur
sem félagi í þessari „klíku“. Mað-
urinn minn er einn þeirra sem
ekið er um í svartri límosínu,
okkar fjölskylda er sú sem verslar
í sérverslununum og það er ég
sem nú á að fá að standa í biðröð-
unum eins og allir hinir.“
Ráðherrafrúin sem skrifar
þetta bréf er sjálf kennari að at-
vinnu, en skrif hennar bera vott
um takmörkuð tengsl hennar við
almúgann. Því hún heldur áfram
og segir að jafnvel í sérverslunun-
um sé ekki alltaf að finna það sem
maður þurfi á að halda. Hún hafi
oft þurft að fara á bóndamarkað-
inn þar sem ég „eins og allar aðr-
ar eiginkonur hef með glöðu geði
sótt þunga innkaupapoka og
dregið með mér heim.“
Tilefni skrifa þessarar konu
voru lesendabréf í bók-
menntatímaritinu, þar sem því
var haldið fram að þekkt og virt
söngkona yrði að fá sér vinnu sem
ræstingakona til þess að skilja í
hverju líf alþýðunnar væri fólgið.
Það er víða vandratað í landi
forréttindanna.
-ólg/byggt á Der Spiegel
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN