Þjóðviljinn - 06.03.1988, Síða 14

Þjóðviljinn - 06.03.1988, Síða 14
Við búðarborðið í Brydesverslun árið 1910. Æli ég sleppi þá ekki Á.B. blaðar í Verslunarsögu Vestur-Skafífellinga eftir Kjartan Ólafsson Hvaða máli skipti það fyrir menn mikilla sanda, sæva og vatna, þegar byrjað var að versla í héraði þeirrafyrir hundrað árum? Hvaða sögu segja verlsunarkladdar af ár- ferði, basli, siðerni og lífshátt- um bænda og búaliðs? Og hvað er að frétta af mikið iðk- aðri bókmenntagrein, byggðasögu, um þessar mundir? Um þetta og margt fleira má fræðast í bókinni Verslunarsaga Vestur-Skaftfellinga eftir Kjart- an Ólafsson. En fyrra bindi þess rits kom út rétt fyrir síðustu jól. Rit þetta er saman tekið í til- efni þess að hundrað ár voru í fyrra liðin frá því að Vík í Mýrdal var löggiltur verslunarstaður. f aðfaraorðum er lesandi minntur á það með öðru, að hér er sagt frá þeim íslenskum byggðum sem bjuggu um aldir við hvað erfið- astar samgöngur; hvergi á landinu voru kaupstaðarferðir lengri né erfiðari, hvort sem menn brutust yfir jökulvötn og eyðisanda vestur á Eyrarbakka eða austur á Djúpavog og Papós. Því hefur það sætt geysimiklum tíðindum í lífi Skaftfellinga þegar uppskipun á vörum hófst í Vík í Mýrdal og verslun og þjónusta færðust inn í héraðið. Alla þessa sögu rekur Kjartan Ólafsson af mikilli kostgæfni - segir frá Eyrarbakkaferðum og Vestmannaeyjaviðskiptum Skaftfellinga, Papósverslun, upphafi verslunar í Vík í Mýrdal, frá verslunarfélögum og svo upp- gangi - og hnignun - Halldórs- verslunar og Brydesverslunar í Vík. Það er raunar mjög margt sem forvitinn má fræðast um af slíkur riti - sauðarsölu og sykur- neyslu, hallæri og gjafakomi, brennivínsneyslu og verðlagsþró- un og mörgu fleiru er til skila haldið. Og myndakostur er ein- staklega ríkmannlegur í þessu riti. Byggðasaga ýmisleg hefur bætt á sig mörgum bókum á seinni árum, ekki síst vegna þess að kaupstaðir komast á virðulegan aldur einn af öðrum. Um slik rit er utansveitargemlingum yfirleitt heldur erfitt að fjalla, svo mjög sem þeir telja sig yfirleitt van- búna til þess að meta það til dæm- is hvað vantalið er í þeim. Það er líka nokkuð á reiki til hvers menn ætlast af slíkum ritverkum. Kjart- an Ólafsson ræðir um það í for- mála, hvers konar rit hann telur sig vera að setja saman og er hóg- vær fremur en skyldi. Hann segir að bókin sé ekki vísindarit, til þess skorti ma.a. „viðameiri og markvissari úrvinnslu heimilda". Hann kveðst heldur ekki vera að bjóða upp á neinn skemmtilest- ur. Hann segir: „En von mín er sú að þeir sem kynnu að láta sig nokkru varða horfna lífshætti Skaftfellinga og fróðleik um menn og málefni í þeim parti heimsins, fari ekki ætið i geitar- hús ullar að leita ef þeir opna bókina“. Þessi samantekt er reyndar ekki hugsuð sem ritdómur - en rétt er að taka það strax fram, að Kjartan Ólafsson lofar ekki upp í sína ermi með þessum orðum. Allt gengur það eftir. Og þegar hann neitar sér um að segjast bjóða mönnum upp á skemmtilestur, þá er það mál komið úr hans hendi. Skemmtun af bók fer svo m jög eftir hugarfari lesarans. Hann getur haft drjúga skemmtun til dæmis af því að velta vöngum yfir þeim verslun- arskýrslum sem gefa það til kynna, að á árunum 1895 til 1913 hafi sykurát Skaftfellinga nær fjórfaldast. Þetta er upphaf vel- megunar gætu menn sagt. Menn gætu líka minnt á að á þessum árum er komið á vínbanni í landinu; þurfa menn sykurinn til að brugga? Eða koma sætindi að einhverju leyti í staðinn fyrir áfengi sem munaðarvöru? Og svona mætti lengi halda áfram. Ekkert er ómerkilegt Menn geta líka skemmt sér við að fýlgjast með þeirri alúð og þrautseigju og þolinmæði sem höfundur bókarinnar sýnir við að komast að hinu sanna í máli, og skiptir þá engu hvort leitað er að stóru eða smáu á annarra manna kvarða. Leitin sjálf verður með nokkrum hætti heilög iðja. Til dæmis skoðar Kjartan mynd af „Blánefsbúð", fyrsta verslunar- húsi í Vík, og sýnir fram á það með pottþéttum heimildasaman- burði og vitnaleiðslum, að mynd- in er eldri en talið var, og sýnir húsið eins og það fyrst reis á Vík- ursandi en ekki eftir að það var flutt. Þegar skrifað er um Brydes- verslun lætur Kjartan Ólafsson ekki staðar numið fyrr en úti í Kaupmannahöfn - þar hefur hann skoðað skattskýrslur nær aldargamlar og komist að því að Pétur Bryde er með tekjuhæstum mönnum þar í borg, hann hefur og skoðað hús mikið sem sá karl reisti, líklega með hundrað vist- arverum, og heitir enn í dag Bry- des Gaard. Ástir og viðir í húsi Það er raunar í tengslum við Brydesverslun sem Kjartan leggur mjög skemmtilega lykkju á leið sína og minnir lesarann á það, að alla hluti má rammlega saman tengja - ef menn vilja svo vera láta. Hann er allt í einu far- inn að tala um ást þá sem Jónas skáld Hallgrímsson felldi til Kristjönu Knudsen. Ástæðan er sú, að sú mæta kona giftist Hans E Thomsen, sem átti Godthaab- verslun í Vestmannaeyjum. Og hvað með það? gætu menn spurt. Kjartan skrifar: „Það var sonur Kristjönu Knudsen, Nikulaj H. Thomsen, sem árið 1894 seldi Pétri Bryde eignir Godthaabverslunar og þar með sölubúðina, sem flutt var til Víkur og enn stendur. Þegar virða skal gömul hús gætir oft Halldór Jónsson og fjölskylda: Verslun hans var stórveldi þar eystra í meira en hálfa öld. ólíkra sjónarmiða. Máske eru einhverjir þeir meðal Skaftfellinga nú, sem telja gildi þessa aldna húss heldur aukast við vitneskju um það, að viðir þess tengjast svo djúpum rótum í íslenskri sögu.“ Neyðarhjólp til íslendinga Vitanlega minnir rit sem þetta á kröpp kjör fólksins og kosti þess fáa. Ég segi fyrir mig: ég var búinn að steingleyma því að fyrir aðeins röskum hundrað árum höfðu bændur varla annan kaupeyri en svoem 200-300 pund af ull á ári - og að einmitt þes- svegna er það hérumbil lífskjara- bylting þegar hægt er að selja Bretum sauði á fæti fyrir beinharða peninga. Ekki vissi ég það til dæmis, að fyrir um það bil hundrað árum hefðu Skaftfell- ingar margir (já og vitanlega ekki þeir einir) fallið úr hungri ef ekki hefði borist til þeirra erlent gjaf- akorn. Árið 1882 er efnt til neyðarhjálpar á Norðurlöndum og víðar vegna mikilla harðinda og fjárfellis á íslandi sem ógna lífi mannfólksins, og Kjartan birtir m.a. sýnishorn af áskorunum sem þá eru út sendar um byggðir. í norskri áskorun um að hjálpa íslendingum í neyð segir meðal annars: „Við snúum okkur til norskra karla og kvenna og hvetjum ykk- ur öll til að leggja nokkuð af mörkum til að lina nauð manna á fslandi. Það voru norskir menn, sem á fyrri tíð námu land á þess- ari stórkostlegu eyj u, og þar voru þjóð vorn reistir bautasteinar ódauðlegrar frægðar.“ Og Kjartan Ólafsson bætir hér við: „Máske hafa einhverjir hinna verst stöddu í Skaftafells- sýslu eða annars staðar á landinu mátt þakka ritverkum Snorra fyrir þá kornlúku sem þeim bauðst í næsta mál árið 1883.“ Eigi skal skulda Hér má og margt lesa um kaup- skapinn sjálfan og afstöðu bænda til hans og þá hittum við fyrir fljótt bræður Bjarts í Sumarhús- um vitanlega, sem engum vilja skulda. Einn af faktorum Brydes segir svo frá: „Þeir sem afgreiddu áttu að gæta þess, að úttektin yrði ekki til muna framyfir innleggið, því að á þessum tíma áttu allir að vera skuldlausir. Bændur höfðu flestir ekki minni áhuga en kaupmaður- inn á því að vera skuldlausir, vera frjálsir og óháðir. Þeir lögðu hart að sér í þessum efnum, og oft spurðu þeir á meðan úttektinni stóð: „Hvað á ég nú eftir?“ eða: „Hvað líður reikningnum?" 14 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.