Þjóðviljinn - 06.03.1988, Page 15
Blánefsbúð, fyrsta verslunarhúsið á Víkursandi. Myndin er frá 1891.
Skaftfellska ullin flutt til skips frá Vík.
Útboð
Sementsverksmiðja ríkisins
Sementsverksmiöja ríkisins, Akranesi, óskar hér
með eftir tilboðum í vinnslu á líparítmulningi.
Vinnslan er boðin út til fimm ára fyrir árin 1988 til
1992. Gert er ráð fyrir að verktaki taki að sér
vinnslu á 20.000 m3 af líparítmulningi á ári.
Heildarverkið felur í sér sprengingar í líparítnámu
við Miðsandsá í Hvalfirði, mölun á líparíti og flutn-
inga á líparítmulningi til Sementsverksmiðju ríkis-
ins á Akranesi. Gefinn er kostur á að verktakar
bjóði eingöngu í vinnu við sprengingar í líparít-
námu og mölun á líparíti.
Útboðsgagna má vitja á skrifstofu Almennu
verkfræðistofunnar hf., Fellsmúla 26, Reykjavík
og á skrifstofu Sementsverksmiðju ríkisins á
Akranesi, gegn 5000 kr. skilatryggingu.
Vettvangsskoðun verður með væntanlegum
bjóðendum 15. mars 1988. Tilboð verða opnuð á
skrifstofu Almennu verkfræðistofunnar, föstu-
daginn 25. mars 1988 kl. 13.30 að viðstöddum
þeim bjóðendum er þess óska.
Sementsverksmiðja ríkisins
kramvörunni
/
Þvottastell frá 1895: Menn voru ekki
vanir svoddan vatnsaustri.
Stundum fengu þeir svör í þá átt
að lítið væri eftir og þá heyrðist
sagt: „Já ég verð að sleppa
kramvörunni“ eða einhverju
öðru sem þeir þá til tóku. En ljá-
blöðin máttu ekki verða eftir né
heldur ljábrýnin, þess háttar varð
að ganga á undan, og ullarkamb-
arnir, þeir máttu ekki verða
eftir".
Enga óráðsíu hér
Menn keyptu svosem ekki
mikið-kornvöru, kaffi, sykur og
brennivín. Og virðingin fyrir vör-
unni var mikil. Kjartan Ólafsson
vitnar til frásagnar af einum við-
skiptavina Brydesverslunar:
„Hann tók upp hjá sér margs
konar ílát, sem heyrðu til hverju
smávegis sem hann keypti, blöðr-
ur trafhvítar og eltiskinnskjóður,
smástokka og glös, allt eftir því
sem við átti. Meðan hann var af-
greiddur, sat hann á stól við búð-
arborðið og gætti að vigt og máli,
raðaði varningnum niður og vafði
hvern hlut með selgarni svo þétt
að fleiri en eina selgarnshnot
þurfti hann æfinlega“.
Má nærri geta að slíkir menn
létu sér fátt um allskonar óþarfa
finnast, eins og þegar einn ágætur
Skaftfellingur sem sendur var í
innkaupaferð til Skotlands árið
1895 tók það upp hjá sjálfum sér
að bæta við pantanir - og fór þá út
í þessa óráðsíu hér:
„Þvottastell, sem kallað var,
leirskálar og tilheyrandi vatns-
könnur með sápuskálum sem
bæði voru ódýrar og bráðnauð-
synlegar á hverjum bæ, stillti
hann sig ekki um að kaupa...
Ekki voru skaftfellskir bændur
þegar hér var komið sögu, vanir
að baða sig nema úti í óveðrum
eða veiðiósum og straumvötnum.
Þeir mátu og lítils framtak full-
trúa síns um þvottakerin, hædd-
ust helst að þeim. Aðeins prest-
arnir, hinir efnuðustu, keyptu
nokkur þeirra, hin lágu rykug í
hirðuleysi og hurfu með aldrin-
um“.
Úttekt ekkjunnar
Kjartan Ólafsson rekur mörg
dæmi af viðskiptum heilla hreppa
og svo einstaklinga við verslanir
sögutímans (bindið nær fram
undir 1924). Ög hann gerir okkur
stundum þann greiða að leggja út
af innkaupaskrám fólks. Til
dæmis að taka skoðar hann við-
skipti Ragnhildar Sigurðardótt-
ur, ekkju í Sólheimakoti, og get-
ur þess fyrst að hún hafir ráðist í
að kaupa sér skilvindu og hverj-
um tíðindum slík undratæki þá
sættu. Síðan segir:
„Á skránni yfir innkaup Ragn-
hildar í Halldórsbúð árið 1904 má
sjá sitthvað fleira en skilvinduna
sem nýstárlegt má kalla. Lyfti-
duft í bakstur og gardínutau var
til dæmis ekki á innkaupalista hjá
almenningi tuttugu árum fyrr,
þegar lá við mannfelli í Skafta-
fellssýslu. Og ekkjan, sem á unga
aldri hafði siglt í stormi og stórsjó
frá Jökulsárhliði til kaupa á
lífsnauðsynjum í Vestmannaeyj-
um, hún kaupir nú pappír og
fimmtán penna fyrir drengi sína.
Skriftlærðir skyldu þeir verða.
Líklega hefur verið heldur nota-
legt að draga til stafs þar í Sól-
heimakoti og hlusta um leið á
kyrrlátt mal undratækisins sem
komið var í búrið. Síðasta
kaupstaðarferð ársins var um
miðjan desember. Þá var flutt
heim í Solheimakot fatatau og
flúnnel, hveiti í bakstur, grjón í
jólagrautinn og líka kerti og
spil“.
Stúkufundur á
brennivínsámum
Á ég að halda áfram lengur eða
hætta? Af nógu er að taka, Stóru
og smáu. Sumt kemur blátt áfram
spánskt fyrir sjónir. Eins og þeg-
ar þess er getið í sambandi við
það, að Verslun Björns Krist-
jánssonar í Reykjavík sendir
mann að rukka Skaftfellinga um
skuldir þeirra, að „þetta haust
hafði það komið fyrir, að setið
væri fyrir ferðamönnum og þeir
rændir í nánd við Reykjavík".
(Hafa menn kannski látið sér
sjást yfir efni í íslenskan „ve-
stra“?) Og því hefur rukkarinn
meðferðis bæði marghleypu og
stóran skeiðahníf þegar hann
leggur í sína svaðilför í nóvember
1898 - og kemur svo til baka með
35 punda bagga með silfri, gulli
og seðlum.
Og eins og fyrr og síðar kemur
það mjög við verslunarsögu
hvernig menn vilja umgangast
Bakkus karlinn. Ætla menn að
setja sjálfa sig í vínbann með því
að skora á kaupmenn í Vík að
höndla ekki með brennivín?
(Halldór Jónsson hætti að selja
áfengi þegar árið 1901, alllöngu
fyrir vínbann.) Um svipað leyti er
búið að stofna bindindisfélag og
kemur þá upp sú undarlega
sambúð, að bindindisfundirnir
eru haldnir innan um brennivíns-
tunnurnar í Brydesverslun. Frá
þessu hefur einn atkvæðamesti
heimildarmaður Kjartans, Eyj-
ólfur á Hvoli, sagt:
„Félagsstarfsemi var í mesta
fjöri og þegar að fullu og öllu var
útilokað að halda fundi í guðs
vígðu húsi leituðum við á náðir
„mammons". í vörugeymsluhúsi
Brydesverslunar fengum við
húsnæði. Þar mátti sitja á vín-
tunnunum, bara ekki opna þær.
Þar mátti dansa og eiginlega var
frjálsræði eftir hvers eins kröfu.
Þar voru haldnar glymjandi bind-
indisræður og í félagið gengu
nokkrir sjómenn, sem heima áttu
austan Sands og urðu síðan
hlynntir starfinu." Og þá setj-
um við amen eftir efninu.
Fjármálastjóri
Staöa fjármálastjóra hjá bæjarsjóöi Neskaup-
staöar er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er
til 15. mars n.k. Umsóknir er tilgreini menntun og
fyrri störf sendist undirrituöum sem jafnframt
veitir allar nánari upplýsingar.
Bæjarstjóri
m'\ Sjúkrahúsið
í Húsavík sf.
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa nú þegar
og til sumarafleysinga.
Ljósmóðir óskast til sumarafleysinga.
Frá Húsavík er stutt til margra sérkennilegra og
fagurra staða. Er ekki tilvalið aö koma til okkar og
njóta jafnframt þingeyskrar náttúrufeguröar?
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 96-
41333.
|5| REYKJkMIKUREORG |£jj
MT Aautevi Stikáci Ml ^
HEILBRIGÐISRÁÐ REYKJAVÍKUR óskar eftir
að ráða eftirtaliö starfsfólk:
VIÐ HEILSUGÆSLUSTÖÐINA í ÁRBÆ -
Hraunbæ 102.
SJÚKRALIÐA í 50% starf - vegna heimahjúkr-
unar.
SKRIFSTOFUMANN til almennra skrifstofu-
starfa. 50% starf.
SKRIFSTOFUMANN (móttökuritara) til sumar-
afleysinga. 50% starf.
VIÐ HEILSUGÆSLUSTÖÐ HLÍÐASVÆÐIS -
Drápuhlíö 14.
SJÚKRALIÐA í 50% starf - vegna heimahjúkr-
unar.
Upplýsingar um ofangreind störf eru gefnar á
skrifstofu framkvæmdastjóra heilsugæslu-
stööva, Barónsstíg 47, sími 22400.
Umsóknir sendist Starfsmannahaldi Reykjavík-
urborgar Pósthússtræti 9, fyrir kl. 16.00, mánu-
daginn 15. mars 1988.
Sunnudagur 6. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15