Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 1
I I I Fimmtudagur 17. mars 1988 63. tölublað 53. órgangur Húsnœðismálin Verkalýðshreyfingin sniögengin Einkahagfrœðingarfélagsmálaráðherra skila húsnœðis- skýrslunnifyrir helgi. Enginnfulltrúi frá verka- lýðshreyfingunni. Tillögur um að draga úr G-lánunum Félagsmálaráðherra leitaði ekki til samtaka launafólks þegar húsnæðislánakerfið var skoðað Félagsmálaráðherra sniðgekk verkalýðshreyfinguna þegar hann skipaði nefnd til að stokka upp húsnæðislánakerfið og er mikil óánægja með það meðal þeirra manna sem fara með hús- næðismálin hjá samtökum launa- fólks. Nefndin er skipuð fjórum hag- fræðingum auk Kjartans Jó- hannssonar, förmanns. Hagfræð- ingarnir eru hagstofustjóri, hag- fræðingur Seðlabankans, fram- kvæmdastjóri iðnrekenda og framkvæmdastjóri Þróunarfé- lagsins. I skýrslu nefndarinnar, sem lögð verður fram fyrir helgi, verða þrjár tillögur um húsnæðis- kerfi framtíðarinnar, ein um að lappa upp á núverandi kerfi og tvær um alveg nýtt húsnæðislán- akerfi. Meðal hugmynda hagfræðing- anna er að draga úr lánum til kaupa á eldri íbúðum, þar sem hagfræðingarnir telja hlutfall G- lána vera orðið of hátt.- Grétar Þorsteinsson, annar fulltrúi launamanna í húsnæðis- málastjórn, telur að núverandi kerfi hafi ekki fengið að sanna sig. Þessi hringlandaháttur með kerfið sé mjög slæmur og skapi óöryggi fyrir almenning og á húsnæðismarkaðinum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar munu fjalla um þetta mál nú um helg- ina, bæði nefndarskipanina og skýrsluna. Sjá bls. 5 Gamalt strfðstertutilbrigði við ráðhússtef í Tjörninni. Skipulag Borgin sem aldrei varoygg iii Viðlegukantar í Tjörninni, skipaskurður í gegnum Vatns- mýrina og aðalhöfn borgarinnar í Skerjafirðinum? Þessar skipulagshugmyndir eru meðal þeirra sem slegið hefur verið fram í gegnum tíðina en ekki náð fram að ganga eins og við vitum. Tæpt er á þessum mál- um í blaðinu í dag, og varpað fram þeirri spurningu hver ending sé í fegurðarsmekknum þar sem húsagerðarlist er annars vegar. Sjá „borg og byggðir" síðu 8-10 Ner *L= Verkakona K\\ eftinrinnu, var rekin Vinnuveitandinn hafði ekki sótt um at- vinnuleyfifyrir hana. Hótaði brottrekstri úr landi. Útlendingaeftirlitið kannar málið Erlend verkakona sem starfað hefur hérlendis um nokkurt skeið, var rekin úr vinnu í gróðr- arstöðinni Lambhaga, þegar hún neitaði að vinna eftirvinnu. Auk þess hótaði atvinnurekandinn að sjá til þess að hún yrði rekin úr landi, en hann hafði trassað að sækja um atvinnuleyfi fyrir hana. Málið er til rannsóknar hjá út- lendingaeftirlitinu. Verkakonan sem heitir Gila Carters hengdi upp á vinnustað sínum borða með orðinu „Soli- darity" eða Samstaða. Vinnu- veitandinn skipaði henni að taka það niður og einnig úrdrátt úr ícjarasamningum Félags garð- yrkjumanna sem hún hafði hengt upp á vegg. Sjá bls. 3 Gila Carters með Samstöðu-borðann sem hún hengdi upp á vinnu- stað sínum. Mynd-E.ÓI. Alþýðubandalagið Minnkum launamuninn! Launastefnafyrirþingið. Lögtryggð lágmarks- laun, launamunur úrfimmtánföldum ífjórfaldan Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur J. Sigfússon kynna tillögur Alþýðubandalagsins að nýrri launastefnu á blaðamannafundi í gær. Alþýðubandalagið vill að launamunur í landinu verði ekki meiri en ferfaldur og á hverjum vinnustað verði lægstu laun aldrei lægri en þriðjungur af hæstu launum. Lögbundið verði að lág- markslaun nægi fyrir framfærslu, takist ekki að tryggja lífvænleg laun fyrir átta stunda vinnudag í almennum kjarasamningum. í dag nema hæstu laun 15-20 föld- um lágmarkslaunum. Alþýðubandalagið lagði í gær fram á alþingi tillögu til þings- ályktunar um nýja launastefnu sem miðar að launajöfnun, lífvænlegum launum fyrir dag- vinnu og jöfnum kjörum karla og kvenna. Sjá síðu 7 og leiöara

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.