Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 17
'ÖRFRÉTTTIR' Saksóknarinn Lawrence Walsh var skipaður sérstaklega til að_ fara ofanf saumana á írans/kontra- hneykslinu og kanna hvort bandarískir embættismenn hefðu athafst eitthvað sem bryti í bága við lög. I gær gaf hann út formlega ákæru á hendur þeim Oliver North og John Poindexter, fyrrum yfirmönnum „Þjóðarör- yggisráðs" Bandaríkjanna, og er þeim gefið að sök að hafa farið á bak við yfirmenn sína við sölu vígtóla til írans með því að deila ágóðanum út til kontraliða í Nik- aragva. Valdsherrann í Panama, Manúel Antóníó Norí- ega hershöfðingi, virðist hafa níu líf einsog kötturinn og getur Bandaríkjastjórn ekki með nokkru móti komið honum frá völdum. Noríega þessi er hið versta fól, situr yfir hlut manna á heimaslóðum og er auk þess í vitorði með „eiturlyfjabarónum". í rauðabýtið í gærmorgum reyndu nokkrir undirmanna hans að steypa honum en féllu á eigin bragði. Skömmu síðar veifaði Noríega blaðamönnum er biðu átekta úti fyrir höfuðstöðvum hans og sendi þeim fingurkossa. ísraelsdátar skutu aldraðan mann til bana í „átökum" við mótmælendur í gær. Taka varð auga úr þriggja ára gömlu stúlkubarni eftir að hermaður skaut gúmmíkúlu í andlit hennar. Forseti Italíu Francesco Cossiga, fól í gær for- manni Kristilega demókrata- flokksins að klastra saman starf- hæfri ríkisstjórn. Hinn sextugi Chiriaco de Mita hefur aldrei ver- ið forsætisráðherra en hefur engu að síður gífurleg völd sem leiðtogi öflugasta stjórnmálaflokksins. ERLENDAR FRETTIR BandaríkinlNikaragva Móðursýki í Washington Utanríkisráðherra Hondúras vildi ekki staðfestafullyrðingar starfsmanna Hvíta hússins um að stjórnarher Nikaragva hefði ráðist innfyrir landamœri landsins Daníel Ortega, forseti Nikara- gva, staðfesti ¦ gær að stjórnarher landsins hefði hafið stórsókn á hendur kontraliðum sem hafa aö- setur við landamærin að Hondúr- as. Kvað hann sveitir málaliða hafa goldið mikið afhroð en þver- tók fyrir að dátar sínir hefðu sótt yfir landamærin. Óskaplegt írafár greip um sig í Hvíta húsinu í Washington í gær og stóð blaðafulltrúi Reagans forseta á því fastar en fótunum að stjórnarher Nikaragva hefði ráð- ist innfyrir landamæri Hondúras og hefði forseti síðarnefnda ríkis- ins, Jose Azcona, slegið á þráðinn til Reagans og farið fram á hernaðaraðstoð. Mikil spenna ríkti í Hvíta hús- inu og sagði blaðafulltrúinn að forsetinn sæti á rökstólum með öllum helstu ráðgjöfum sínum og ræddu þeir um refsiaðgerðir gegn ráðamönnum í Managva. En eitthvað virðist þetta vera málum blandið því utanríkisráð- herra Hondúras, Carlos Lopez Contreras, vildi ekki staðfesta á fundi sínum með blaðamönnum í Tegucigalpa að Bandaríkjamenn færu með rétt mál þegar þeir full- yrtu að 1,500 sandinistadátar hefðu rofið friðhelgi ríkis síns. Contreras greindi frá því að nokkrir óvopnaðir Nikaragva- menn hefðu farið yfir landamær- in en diplómatar í Hondúras sögðu það hafa verið bændur á flótta undan hinum stríðandi herjum. Áður en utanríkis- ráðherrann efndi til blaðamann- afundarins í höfuðborg Hondúr- as í gær hafði fréttamaður Reut- ers haft eftir ónefndum herfor- ingja að hann hefði ekki haft neinar spurnir af innrás stjórnar- hers Nikaragva. Það virðist því ekki vera flugufótur fyrir fullyrð- ingum bandarískra ráðamanna. Reuter/-ks. Dátar ráðamanna í Nikaragva á vappi steinsnar f rá landamærun- umaðHondúras. Norður-írland j^&*~^*k ii k i í kirkjugarði Illvirki myrti þrjá syrgjendur fallinna IRA liða í gœr p rír menn létu lífið og 20 slös- uðust í morðárás félaga „Varnarsamtaka Ulsters", hryðj- uverkasamtaka mótmælenda, á hóp syrgjenda IRA skæruliðanna þriggja sem skotnir voru á Gí- braltar fyrir skemmstu. Morðinginn mun hafa komist óséður í námunda við fólkið sem fylgdist með því er kistur þre- menninganna voru lagðar til hin- stu hvílu, varpað fimm eða sex handsprengjum og skotið fimmtán skotum úr skammbyssu. Þegar skotfæri þraut yfirbuguðu ofsareiðir kaþólikkar ódæðis- manninn og börðu hann til óbóta. Þá kom lögreglan loks til skjal- anna, handtók fólkið og flutti það rakleiðis á sjúkrahús. Jarðarför IRA félaganna þriggja var mjög fjölmenn og hafði verið friðsamleg og virðu- leg fram að hinni fúlmannlegu árás. Lögregluþjónum og her- mönnum var haldið fjarri athöfn- inni því yfirvöld óttuðust að í odda myndi skerast með þeim og IRA félögum í hópi syrgjenda. Fyrir vikið gat árásarmaðurinn óáreittur gefið sér góðan tíma til þess að hlaða byssu sína í tvígang. Sem fyrr segir urðu þrír morð- ingjanum að bráð, karl, kona og tíu ára gamail drengur sem fékk kúlu í bakið. Nokkrir hinna særðu liggja þungt haldnir á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa. Reuter/-ks. Prófkjör í Illinois Varaforsetinn er ósigrandi Öldungadeildarþingmaðurinn Paul Simon kominn á blað hjá demókrötum Aðeins fulltingi guðanna virðist nú geta komið í veg fyrir að varamaður Ronalds Reagans, George Bush, verði frambjóð- andi Repúblikanaflokksins í fors- etakosningunum í haust. Hann vann yfirburðasigur í prófkjöri flokks síns í Illinois fylki í fyrra- dag, var langt á undan helsta keppinaut sínum, hinum „skap- stygga" Robert Dole. Hinsvegar er allt opið upp á gátt hjá erkifjendunum, dem- ókrötum, og segja forystumenn þeirra að framboðsmál flokks síns séu nú í meiri óvissu en nokkru sinni áður. Svo geti farið að mánuðir líði áður en ljóst verður hverjum þeir tefla fram gegn Bush. Fram að þessu hafa þeir Jesse Jackson, Albert Gore og Mike Dukakis deilt fylkjum og kjör- dæmum næsta bróðurlega með sér þótt sá síðastnefndi sé . óneitanlega fremstur meðal jafn- ingja. Einnig þótti Richard Gep- hardt efnilegur í upphafi kapp- hlaupsins, en hann sprakk sem kunnugt er á limminu „þriðju- daginn mikla". Enginn þessarra heiðurs- Paul Simon kampakátur í lllinois með eldheitum aðdáanda. manna sótti gull í greipar Illinois- búa í fyrradag. Paul Simon kom sá og sigraði. Paö kemur hálft í hvoru á óvart því þótt hann sé öldungadeíldarþingmaður fylkis- ins hefur útkoma hans í fyrri for- kosningum verið afleit. Svo afleit að um skeið íhugaði hann í fullri alvöru að semja við Dukakis um að draga sig í hlé gegn því að fylk- isstjórinn greiddi framboðs- skuldir sínar. Simon var ekki eini heimamað- urinn af frambjóðendum dem- ókrata í Illinois. Jesse Jackson býr í Chicago og honum hafði verið spáð sigri áður en fylkisbú- ar gengu að kjörborðinu. Niður- stöðurnar sanna enn einu sinni hve varhugavert er að treysta kosningaspám og skoðanakönn- unum. „Ég fæ ekki séð að nokkur frambjóðenda geti gert sér vonir um að hreppa hreinan meirihluta atkvæða í fyrstu lotu á kjörmann- afundinum í sumar," sagði Simon nokkuð drýgindalega í fyrradag þegar úrslit lágu fyrir á þriðju- dagskvöldið. Það er alkunna ve- stra að hann gerir sér vonir um að demókratar sameinist um að etja sér fram gegn Bush ef hver hönd- in verður upp á móti annarri á kj örmannafundinum. Reuter/-ks. Fimmtudagur 17. mars 1988 ÞJÖÐVILJINN - SÍÐA 17 Bretland Kynþátta- misrétti á vinnu- markaði Hagur blakkra og asískra verkamanna á Bretlandi hef- ur ekki vænkast undanfarin tutt- ugu ár þótt löggjafinn hafi sett ýms lög á þessu tímaskeiði sem ætlað var að stemma stigu við kynþáttamisrétti á vinnumark- aði. Þetta eru niðurstöður könnu- nar Runnymede stofnunarinnar. Forráðamenn hennar skora á ríkisstjórnina að beita sér fyrir „öfugri mismunun" við ráðningu ófaglærðra manna, það er að hörundsdökkir gangi fyrir í störf. Atvinnulausir blökkumenn voru helmingi fleiri á Bretlands- eyjum en atvinnulausir bleik- skinnar árið 1985. Það kom því engum á óvart að kannanir sem gerðar voru á því ári skyldu leiða í ljós að um 37 af hundraði vinnu- veitenda virða að vettugi starfs- umsóknir blökkumanna og fólks af asísku bergi brotið. Á sjöttu og sjöundu áratugun- um voru þeldökkir verkamenn úr hinum ýmsu samveldislöndum lokkaðir til starfa á Bretlandi með allskyns gylliboðum. Eink- um voru þeir eftirsótt vinnuafl í iðnhéruðum og borgum sem nú eru aðeins svipur hjá sjón, til að mynda voru þeir aufúsugestir í vefnaðarverksmiðjum Yorkshire sem spruttu upp einsog gorkúlur fyrir þrem tugum ára en mega nú muna sinn fífil fegurri. Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.