Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 12
Snæugla með bráð. Listilegur frágangur Friðriks Jes- sonar, fyrrverandi umsjónarmanns safnsins, leynir sér ekki. Steinbíturinn er ekki beint frýnilegur að sjá. Samt er engu líkara en luntalegur svipurinn mildist þegar Kristján birtist fyrir f raman glerið. Umsjón: Ragnar Karlsson FURÐUR&FRÆÐI l Eyjar Nokkrar furður dýraríkisins Kristján Egilsson. - Vegna um- fangs steinasafnsins og pláss- leysis getum við aðeins sýnt lítið brot af því. Náttúrugripasafn Vestmannaeyja sótt heim Náttúrugripasafnið í Vest- inannaeyjum, er einn þeirra staða í Eyjuin sem ferðalangar venja gjarnan komur sínar á. Náttúrugripasafnið gefur nátt- úrufegurð Eyjanna og mikilfeng- legu bæjarstæðinu lítið eftir, nema síður sé. Enda er auðheyrt á heimamönnum, að þeir telja safnið mikla „staðarbót". Sama sinnis virðast og bæjaryfirvöld, sem hlúð hafa að safninu af alúð þau rúmu tuttugu ár sem það hef- ur verið við lýði. Náttúrugripasafnið var sett á stofn 1964. Helstu hvatamenn að stofnun þess voru þeir Guðlaugur Gíslason, þáverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Friðrik Jes- son, sem veitti safninu forstöðu frá stofnun þar til nýverið. Frið- rik sem nú er kominn yfir áttrætt, starfar enn við safnið í hluta- starfi. Núverandi safnvörður er Kristján Egilsson. Náttúrugripasafnið er rekið af bæjarsjóði. Ríkissjóður lætur Mismunandi litaafbrigði af lunda.„Prófasturinn" er alltaf sjálfum sér líkur og skipta þá litarafbrígðin engu. einnig árlega nokkuð af hendi rakna til safnsins. Árlega sækja safnið heim um 10.000 manns. Heimamenn, einkum skólanemendur, eru dug- legir við að heimsækja safnið. Alltaf er nokkuð um það að grunnskólanemendur vinni verk- efni í tengslum við safnið, en að sögn Kristjáns Egilssonar mætti vera meira um það að skólarnir notfærðu sér safnið. Kristján sagði að húsakostur safnsins mætti vera meiri, en safnið er til húsa á efri hæð í slökkvistöðinni. - Ef slökk"<- stöðin yrði flutt, væri hugsanlogt að safnið fengi einnig neðri hæð- ina í húsinu. Pá væri hægt að auka þjónustuna og fjölga verulega sýningargripum. Það mætti hugsa sér að setja upp selaþrær. Þetta eru þó bara dagdraumar enn sem komið er, sagði Kristján. Kristján varð góðfúslega við beiðni blaðamanns og ljósmynd- ara að leiðsegja þeim um safnið, þótt væri utan auglýsts sýningar- tíma. Krabbar og aðrar kynjaverur Á meðal safnmuna, sem eru fiskakyns, má nefna ýmsa kynja- fiska sem af og til koma í veiðar- færi sjómanna á miðunum hér við land. í þeim hópi er m.a surtla, en að sögn Kristjáns er ekki vitað um nema þrjú eintök sem veiðst hafi af þeim furðufiski hér við land. Utan á kvenfiskinum hang- ir lítill sepi, sem reynist þegar betur er að gáð vera karlfiskur- inn. í safninu trónir djúpsjávarfisk- urinn lúsífer uppstoppaður í öllu sínu veldi. - Við vorum eitt sinn með lifandi lúsifer hér í safninu. Okkur tókst að halda honum á lífi í viku, sagði Kristján og bætti því við að það hefði verið stórkost- legt að sjá greinina sem stendur uppúr höfði fisksins, lýsa til að laða að bráðina. Meðal krabbadýranna sem safnið á og geymir, er að finna sérlega háfættan krabba. - Þetta er langfótungur og eina eintakið sem fundist hefur hér við land svo vitað sé, útskýrði Kristján. - Heimkynni þessarar krabba- tegundar eru í Miðjarðarhafi. Þessi hefur því þurft að ganga 12 SÍÐA - WÓÐVIUINN Flmmtudagur 17. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.