Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 17.03.1988, Blaðsíða 20
r"SPURNÍNGíN— Hvað finnst þér að ís- lendingar ættu að vera margir? Dagbjört Halldórsdóttir bankaritari: Þrisvar sinnum fleiri, vegna þess að við stöndum ekki undir því sem við viljum gera. Þuríður Matthíasdóttir starfsstúlka á sjúkrahúsi: Bara eins og þeir eru, það er ágætt svona. Lárus Jónasson lausamaður: 360 þúsund, því að það er góð tala fyrir íslensku þjóðina. Svavar Árnason sjómaöur: Eins og þeir eru. Við varla vera færri. megum Hrafn Jökulsson framkvæmdastjóri: Hef ekki hugleitt þetta mál, en þó hygg ég að þeir ættu að vera sem flestir. Unnið af Ástu og Erlu úr Vogaskóla í starfskynningu. þJÓÐVIUINN Flmmtudagur 17. mars 1988 63. tölublað 53. árgangur Sparisjóösvextir qg yf irdráttur á téKKareiKnirgum SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF Allt erfiðið við að koma sér í heiminn gleymist fljótt eftir fyrstu kynnin af móðurmjólkinni. Barneignir Er oletta smitandi? Annríki áfœðingardeildinni. Hvertrúm skipað. Verður mikið af fœðingum nœstu mánuði? Það sem af er árinu hafa um 520 börn fæðst á fæðingadeild Landspítalans, þar af 136 það sem af er mars. „Það er búið að vera mikið að gera á árinu og verður mikið næstu mánuði," sagði Kristín Tómasdóttir l.jós- móðir er hún var innt eftir því hvort stefndi f mikla fjölgun á ár- inu. Á sængurkvennagöngum er hvert rúm skipað og fyrir kemur að konur þurfi að bíða nokkra stund á fæðingargangi eftir að pláss losni niðri. Að sögn Kristín- ar þarf þó enginn að hafa áhyggj- ur af því að komast ekki að hjá þeim til að fæða. Á næstu mánuðum er von á rúmlega 200 fæðingum á mánuði og ekkert lát er á pöntunum í fyrstu mæðraskoðun. Með þessu áframhaldi gætu fæðingar á árinu orðið fleiri en í fyrra, en þá fædd- ust um 4100 börn á landinu öllu. Voru það 200 fleiri en árið 1986. Frá því um 1980 hafði fæðing- um fækkað milli ára, en nú virðist þróunin vera að snúast aftur við. Nærtæk skýring er að stærstu ár- Er þetta eitthvert fjölmiðlaþjóðfélag sem við vorum að fæðast í?, gætu ungabörnin á sængurkvennagangi B hugsað með sér, þegar þeim var öllum stillt upp til myndatöku í gær. gangar á íslandi, frá fyrri helm- ingi sjöunda áratugarins, eru nú á algengasta barneignaraldrinum. Stundum mætti líka ætla að ólétta væri smitandi, ef ein byrjar fylgja vinkonur og frænkur á eftir. Myndast einhvers konar stemmning fyrir barneignum. Svo er aldrei að vita nema lenging fæðingarorlofs og hækkun barna- bóta geri sitt gagn, a.m.k. er þeim aðferðum óspart beitt í ná- grannalöndunum til að hvetja til barneigna. mj Skákin um íini bamingi Stigahæstu mennirnir á Akur- eyrarskákmótinu, Gúrevítsj og Jóhann, voru teknir í karphúsið í 7. umferðinni í gærkvöldi; Mar- geir vann hinn fyrrnefnda, en Jó- hann hékk á jafnteflinu gegn Adorian eftir miklar þjáningar. Þá vann Polugaevskí Helga með tilþrifum. Jón L. vann Jón Garðar, Tisdall vann Ólaf Krist- jánsson, en Karl Þorsteins og so- véski stórmeistarinn Dolmatov gerðu jafntefli. Nú þegar fjórar umferðir eru eftir skipta þeir með sér toppsæt- inu Jóhann og Margeir, Gúrevítsj og Polugaevskí, allir með 4,5 vinninga, og eiga íslendingarnir skák til góða. Þessir fjórir tefla innbyrðis í 8. umferðinni í dag: Gúrevíts við Jóhann og Margeir við Polugaev- skí, og kemur hún því til með að ráða miklu um úrslitin á mótinu ef að líkum lætur. HS Breskt hjónalíf RMtildi ogsættir Ef marka má niðurstöður rannsókna kvennablaðsins „Heimur konuunar" eiga breskar eiginkonur mun oftar upptökin að breskum heimilisófriði en breskir eiginmenn. Samkvæmt athugun tímaritsins má rekja orsakir 60 af hundraði hjónarifrilda á Bretlandseyjum til eiginkonunnar. Þriðjungur breskra eiginmanna fellir tár, eitt eða fleiri, á meðan frúin lætur gamminn geisa. Ennfremur kom á daginn að helstu bitbein breskra hjóna eru vinir og ætt- ingjar, peningar ellegar „flandur út og suður", svo sem vitatil- gangslausar þrásetur eiginmanna á bjórkrám. En því eru breskir hjónaskiln- aðir ekki tíðari en raun ber vitni að þorri hjóna sættist heilum sátt- um að rifrildi loknu. Sáttaprós- essinn er með ýmsum hætti. í 69 af hundraði tilfella segir fólk hug sinn allan og leysir málin með samræðum. 24 af hundraði höggva hinsvegar á hnútinn með samræði og óskaplegu kossa- flensi. 8 af hundraði kaupa sættir með gjöfum. Aðeins fjórum hundraðshlutum breskra hjóna verður aldrei sundurorða. Reuter/-ks. r Viltu bíða aðeins, þarf 1 Hvað margir að gefa honum Dodda ! íslendingar? fyrst Uppí milljón kannski?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.