Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 2
garðinum UPPHAF MANN- ÚÐARSTEFNU Sumir minna bestu vina eru lögfræðingar. Morgunblaðið. FYRR MÁ NÚROTA ENDA UÐROTA Michael Dukakis, frjálslyndur norðanmaður, og Jesse Jack- son, enn frjálslyndari og negri í þokkabót. Morgunblaðið. FUNDINN STÉTTSVIKARI Þorskurinn fer ekki í verkfall. Fyrirsögn í Morgunblaðinu. EITTHVAÐ VAR ÞAÐ Mér virðist einhver öfund, ó- náttúra eða þekkingarleysi tröllríða skrifum hans.. íþróttadeila í DV. ÞADERBETRA AÐ VERA RÍKUR OGHRAUSTUR EN VEIKUR OG FÁTÆKUR Sársaukalaus hármeðferð með leysigeisla kr. 890. Heilsu- línan, Laugavegi 92, varist dýra og heilsuspillandi sársaukameð- ferð. Auglýsing i DV. HIÐ ÍSLENSKA TÓFUVINA- FÉLAG TEKUR VÖLDIN Ríkisstjómin kemur refnum til hjálpar. Fyrirsögn í DV. OG ÁFYLLINGIN KOSTAR EKKI KRÓNU! Sálin er æðsti og eini raun- verulegi hluti okkar. Hún er hluti af alheimsguðnum. Sálin fyllir geyma hjartans líkt og bensínaf- greiðslumaður geymi bíls. Morgunblaðið. HINIR SÖNNU ÖREIGAR FUNDNIR Hvorki hann (Davíð borgar- stjóri) eða meirihluti Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjórn eiga nokkurn skapaðan hlut nema hold sitt og hugsun. Morgunblaðið. Dándímaður vikunnan SKAÐI SKRIFAR glöðum norðangarra á grimmdarköldum þorra bræddi eldheit ást tjörn og læk við lékum spræk... Ég, Skaði, er ekki eins og þessir hrokafuiiu menningar- vitar, sem velta sér í sjálfspíningu upp úr hrjúfum grá- mosa og kalla hin Ijúfu lög Evróvisjónkeppninnar síróps- mull sem flæðir út um allt eins og volg tjara. Ég fylgist af sannri gleði með skapandi viðleitni okkar manna til að slá við Norðmönnum sem láta það sveiflast (la det svinge) út um víðan heim og ætla þar að auki að höggva frá okkur Snorra Sturluson í annað sinn, eins og Tíminn hefur varað við, þetta góða blað, allra bænda prýði. Refa- bænda líka. Þess vegna vil ég taka á mig kross gagnrýninnar og leggja mitt að mörkum til að bæta hið íslenska framlag með vinsamlegum og hagstæðum leiðbeiningum til tex- tahöfunda. Leiðbeiningar til tónsmiðanna skal ég flauta símleiðis til viðkomandi eftir þörfum. Ég hefi til dæmis sitt hvað að athuga við texta sem heitir „Látum sönginn hljórna". Þar segir til dæmis: „Það skiptir engu hvaðan berast lög og ljóð.“ Þetta er náttúrlega vitleysa eins og hver maður séð og stappar reyndar nærri landráðum að halda öðru eins fram í keppni. Hvussu má það vera að það skipti engu máli hvaðan lögin koma? Auðvitað eiga bestu lögin að koma frá íslandi, annað er meiningarleysa, vanmetakennd og uppgjafarstefna í lífsbaráttu þjóðarinnar. Það er líka eitthvað talað um það í þessum texta að söngurinn eigi að hljóma hátt og fylla loftið blátt og allt sé það kátt og dátt og allt í lagi. Nema svo kemur þessi fjandi hér: Vilja til friðar veita vináttu þinnar leita þunglyndi eyða þjóðirnar leiða í sátt. Ég skil nú fyrr en skellur í tönnum: hér er höfundur að lauma inn í góða söngvakeppni einhverju lágkúrulegu friðarhjali sem hann hefur fengið lánað hjá Kvennalistan- um eða Ólafi Ragnari og öðrum þeim sem jarma um frið eins og sauðir en eru í raun rauðir úlfar á móti Nató og mér. Ég vil einnig vara sterklega við ýmsu sem kemur fram í texta sem heitir í Tangó. Þar ávarpar Ijóðmælandi stúlku sem svífur í hans faðmi og tekur það fram að án hennar væri lífið litlaus tilvera og allt sé það í lagi, svoleiðis. En svo segir hann: Dáleidd ég er þú ert ör og heit ÓÓÓÓ. Hvur andskotinn: er verið að lýsa kvennaástum eða hvað? Ég vil ekkert svoleiðis óskikkelsi hafa á íslensku söngvaheimili. Og auðvelt að lagfæra þetta. Verra er kannski, þegar á heildina er litið, að sætta sig við það, að í þessum dansi grípur Ijóðmælanda eitthvað sem hann kallar „suðræn tilfinning". Og síðar vælir hann aftur: „Mér stjórnar suðræn tilfinning. “ Enn og aftur er textahöfundur á hinni hæpnu braut þjóðleysisins. Hann er að gefa til kynna að ástarbrími og eðlileg náttúra sé ekki til í hinu íslenska manneðli og menn þurfi að fara suður til Spánar eða eitthvað til að læra svoleiðis. Hafa þessir náungar aldrei heyrt um táp og fjör og fríska menn? Þessu verður nátturlega að breyta í eitthvað sem er traust, karlmannlegt og þjóðlegt. Það mætti til dæmis syngja um hluti eins og þessa: Eitthvað í þá veru, þið skiljið. Þetta er andinn sem okkur vantar. Við þurfum að losa okkur við höfuðglæp íslenskra söngtextabókmennta: varfærnina, náttúruleysið. Hugsið ykkurtil dæmis texta eins og „Dag eftir dag“. Þar segir frá því að um miðja nótt kemur stúlka og kyssir söngvarann og það er enginn smákoss því hann brennur á vörum hans eins og fara gerir. Nú haldið þið kannski að karlmað- urinn hafi brugðist vel við og spennt stúlkuna örmum af hressilegri, íslenskri og heilbrigðri girnd. En það er nú eitthvað annað. Þegar semsagt stúlkan hefur brennt pilt- inn kossi, þá leggst hann í heimspekilega vesöld og dáðleysi sem hann orðar á þessa leið: „Ég var ei viss hvort ég vildi þig þó varir mínar hlýddu þér. “ Hafið þið vitað annan eins ræfildóm? Varir hans hlýddu henni; hvað þýðir það eiginlega? Er íslenskum karl- mönnum allur þróttur og vilji horfinn? Eru þeir orðnir einhverskonar andhetjur eins og ítalskir karlmenn (Marc- ello Mastroianni)? Mér er nær að halda það. Enda gerist það næst í textanum að : „Og næsta morgun numin varstu á brott ég naut þín tæpast hálfa nótt.“ Söngvarinn lætur þetta viðgangast eins og ekkert sé - stúlkunni kippt á brott (hann þorir náttúrlega ekki að segja frá því hver þar var að verki) og hann gerir ekki nokkurn skapaðan hlut. Það sem eftir er textans vælir hann og kvakar og tístir eins og aumingi um þetta hér: bíð ég þín, nóttin dvín, máninn skín, ég sakna þín, ástin mín... Já, maður gæti gubbað og haldið áfram: sæt og fín, og kann- ski mín, og sál mín hrín. Nei vinir mínir, ég er hneykslaður, við þurfum að gera eitthvað róttækt, eitthvað sem um munar... T* ^LK y h fc>vK 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.