Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 20
OsadsiA og Utvegsbanki Islands hf Tékkareikningur. BETRI TÉKKAREIKNINGUR í NÝJUM BÚNINGI! Trú von og kœrleikur Danski listmálarinn Henry Heerup sýnir í Norraena húsinu Tékkareikningur Útvegsbankans hefur tekið stakkaskiptum. Tékkheftin eru komin í nýjan búning og settar hafa verið nýjar reglur er varða yfirdráttarheimild, tekjulán og sparnaðarsamkomulag. Þetta eru breytingar til batnaðar sem gera verslun þína og viðskipti þægilegri og ánægjulegri. Kynntu þér þessar breytingar á næsta afgreiðslustað bankans. Þegar við hugsum til Dan- merkur, þá eru það alltaf vissir hlutir sem koma upp í hugann: hafmeyjan á Löngubrú, sak- leysi H.C.Andersen, fánalitur- inn í spægipylsunni og á póstkössunum, hispursleysi og húmor Storm Petersen, vingjarnlegt viðmót bjór- svelgjanna á Skinnbuxunum, viðkvæm kaldhæðni Sörens Kierkegaardsog pylsuvagn- arnir á Strikinu með sótrauðu tómatslettunum og grábrúna sinnepinu. Eðahúðflúrs- meistararnir í Nýhöfninni og frásagnargleði Karenar Blix- en og hispursdrósirnará Vesturbrú. í slíkri upptalningu ádanski listamaðurinn Henry Heerup einnig heima með sínu yndislega danska lund- erni og húmor, þar sem alþýð- leg frásagnargleðin sameinar einlægni Andersen, húmor Storm P og litagleðina í spægipylsunni. Henry Heerup hefur unnið hjörtu þjóðar sinnar umfram fle- sta aðra núlifandi listamenn Dana, og ástæðan er einföld: t>að er ekki til danskari listamaður í Danmörku. Hann er náttúru- barnið með stóra hjartað sem semur lofsöng sinn til dýrðar öllu lifandi úr hverju því sem hendi er næst. Hann var félagi í Cobra- hópnum én hafði þar þá sérstöðu innan hópsins að standa nær al- þýðulistinni en nokkur hinna. Það er einstakt tækifæri sem okkur gefst til þess að sjá nú hér á íslandi í fyrsta skipti sýnishorn af verkum þessa ágæta listamanns sem boðar okkur trú von og kær- leika til lífsins og náttúrunnar í anda þess besta sem við finnum í danskri þjóðarsál og norrænni menningararfleifð. Sýningin var opnuð í kjallara Norræna hússins *Eigir þú bankakort - átt þú kost á yfirdráttarheimild á tékkareikningi þínum, allt að kr. 30.000 þú greiðir ekkert aukagjald fyrir heimildina einungis vexti af upphæðinni sem þú færð að láni. *Tekjulán færðu eftir samfelld viðskipti við bankann í 3 mánuði allt að kr. 150.000,- Lánshlutfallið eykst að sjálfsögðu í hlutfalli við viðskipti þín við bankann og meðalveltu hverju sinni. *Sparnaðarsamkomulagið er ekki bindandi. Þú getur byrjað og hætt hvenær sem þú óskar. Kynntu þér þessar breytingar, sem gera verslun þína og viðskipti þægilegri og ánægjulegri. FÁÐU ÞÉR BÆKLING Á NÆSTA AFGREIÐSLUSTAÐ ÚTVEGSBANKANS. ryioiu fegurðar- drottning Sovétríkjanna Ungfrú Vilnius kjörin í höfuðborg Lifhöen Perestroijka Gorbatsjovs felur ekki bara í sér að sér- verslunum sé lokað fyrir flokksaðlinum og límúsínum kerfiskallanna breytt í leigu- bíla. Fyrir skömmu var haldin fyrsta fegurðarsamkeppnin í sögu Sovétríkjanna íViinius, höfuðborg Litháen. Keppnin fórfram í íþróttahöll borgar- innarog voru þátttakendurnir um 100. Sigurvegarinn var 17 árayngismær, IngridaMike- lionite, og var hún krýnd með mikilli viðhöfn af stallsystur sinni frá Póllandi, sem bertitil- inn Ungfrú Pólland. f frásögn dagblaðsins Isvestia af þessari fegurðarsamkeppni kemur fram að yngismeyjarnar í Vilnius vöktu hrifningu blaða- mannsins, og hann spyr forund- ran: hvers vegna fengum við ekki að halda svona fegurðarsam- keppni fyrr? 20 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. mars 1988 Ungfrú Vilnius, Ingrida Mikelionite, og stallsystir hennar frá Póllandi, Monika Nowosadko. Dansmærin og snigillinn, litografía eftir Henry Heerup. í gær laugardag, og stendur til 3. apríl. —ólg. í {

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.