Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 14
Saga Vörubílstjóra- félagsíns Próttar Vörubílastööin I Reykjavík. Fólks- og vöruflutningabílar við stöðina. SAMSTAÐAN EIN gat orðið til bjargar Segja má að saga Vöru- bílstjórafélagsins Þróttar nái allt til ársins 1931. Þá stofn- uðu vörubílstjórar í Reykjavík með sérsameignarfélag, sem hlaut nafnið Vörubílastöðin í Reykjavík. Áður en langt um leið þótti rétt að breyta nafni stöðvarinnar en til þess varð að leggja félagið niður. Þróttur var svo stofnaður í des. 1934 af bílstjórum Vörubílastöðvar- innar og í raun var hér aðeins um nafnbreytingu að ræða. Þessi samtök vörubílstjóra áttu sér nokkurn aðdraganda. Áður en hér var komið höfðu vörubíl- stjórar skipst niður á fleiri stöðv- ar, sem háðu harða samkeppni sín á milli um alla þá vinnu, sem til féll. Hver bauð niður fyrir öðr- um og að því stefndi auðvitað, að enginn gæti lifað af vörubíla- akstri. Flestum bílstjórum varð það auðvitað smátt og smátt Íjóst, að með þessu háttalagi stefndu þeir að eigin tortímingu. Samstaðan ein gat orðið bílstjór- unum til bjargar og því stofnuðu þeir Þrótt. Og nú er komin út saga Þróttar og félagatal allt frá árinu 1931 og til ársins 1987, skráð af Ingólfi Jónssyni frá Prestsbakka. Nefnir hann bókina Maður og bíll. Það hefur ekki verið neitt áhlaupa- verk að semja þá bók, sem er mikið ritverk og vandað, hátt í 500 bls. með miklum fjölda mynda. Ingólfur greinir fyrst frá land- námi bíla á íslandi en fyrsti bíll- inn kom til landsins 20. júní 1904. Landnám þessara nýju samgöngu- og flutningatækja gekk þó nokkuð skrykkjótt fram- anaf. Olli því einkum þrennt: Lé- legir bílar, vegleysur og vantrú almennings. Menn töldu hest- vagnana henta betur, sem auðvit- að var rétt miðað við íslenskar aðstæður eins og þær voru þá. Og allt fram til ársins 1913 höfðu að- eins 3 bifreiðar verið fluttar til landsins. En þann 20. júní 1913 kom fyrsta Fordbifreiðin. Var það ekki síst fyrir tilstílli sr. Jakobs Ó. Lárussonar, sem þá var prestur vestan hafs en síðar í Holti undir Eyjafjöllum. Taldi sr. Jakob ein- sýnt að bflarnir yrðu framtíðar farar- og flutningatæki íslendinga og hefur óneitanlega reynst þar sannspár. Upp úr þessu tók bílum að fjölga en hestvagnar hurfu að sama skapi af götum höfuðborg- arinnar. Voru þó sumar götur borgarinnar enn um sinn illfærar bílum og sumar ófærar með öllu í úrfellatíð. Má þá og nærri geta hvernig vegakerfið út um land hefur verið. Undrasnögg umskipti En allt tók þetta þó undra skjótum breytingum og örari en flesta óraði fyrir. Mælt er að mikilsmetinn stjórnmálamaður hafi verið að því spurður ein- hverntíma á árunum upp úr 1920 hvenær vænta mætti þess, að bílf- ært yrði milli Reykjavíkur og Ak- ureyrar. Á hann að hafa svarað því, að það yrði í fyrsta lagi árið 1940. í reynd varð það þó 12 árum fyrr. Er með hreinum ólík- indum hversu vegagerð miðaði áfram á þessum árum, þegar allt var unnið með handverkfærum, hesti og kerrum. Á þessum árum og raunar allt fram yfir 1950, voru vörubflarnir jöfnum höndum til vöru- og fólksflutninga. Voru þá timbur- skýli með sætum njörfuð niður á bflpallinn. Sjálfur ferðaðist ég oft með „boddy“-bflunum, meira að segja einu sinni austan úr Árnes- sýslu og til Akureyrar og var ekk- ert undan þeirri vist að kvarta. Vitanlega voru sumir kaflar á þessum vegum hreinustu háskasl- óðir. Ég skrapp úr Skagafirðin- um og til Akureyrar snemma í janúar einhvernt íma á fjórða ár- atugnum. Við vorum nokkrir saman í „boddy“-bfl frá Akur- eyri. Svellbunkar voru á veginum í hverju gili hins illræmda Gilja- reits á Öxnadalsheiðinni og hall- aði þeim fram á gljúfurbarminn. Vegurinn var mjór óg beygjan svo kröpp inni í gilinu að „bakka“ varð bflnum til þess að ná henni. Þarna mátti engu muna og ekkert út af bera svo að allt rúllaði ekki fram af og niður í gil. Þannig var þetta víða. Þó voru slys fátíð. Bílstjórarnir þekktu þessa vegi og þeir voru yfirliett afburða- menn á sínu sviði. Þegar sr. Jakob Ó. Lárusson horfði af sléttum Kanada yfir haf- ið og heim til Islands og leit í anda bílana bruna um landið þá sá hann fyrir sér þá framtíð, sem þurfti og hlaut að koma og því fyrr, því betra. Þorsteinn Eli Þorsteinsson á Ford 1926 eins og þeir voru fyrst, stýrishússlausir. Yfirgripsmikið heimildarit Alla þessa sögu rekur Ingólfur Jónsson í bók sinni og tekst það vel þótt fá orð verði að hafa um mikið efni. Og bæði til skemmtunar og skilningsauka á því, sem um er fjallað, birtir hann frásagnir nokkurra bílstjóra af ferðum þeirra á þessum frum- raunarárum. Endum við raunar þetta skrif með einni slíkri frá- sögn. Ingólfur segir frá samstarfi Þróttar og Dagsbrúnar og fram- kvæmdum félagsins. Greinir frá verkföllum og vinnudeilum, samningum við vinnuveitendur og gjaldskrá, margháttaðri fél- agsstarfsemi og meira að segja vísnagerð Þróttarmanna. Telur upp stofnendur félagsins og starfsmenn, stjórnendur og trún- aðarráðsmenn og minnist á Landssamband vörubifreiða- stjóra. Meginatariði sögunnar og áfanga dregur hann svo saman í annál, sem nær yfir tímabilið allt. Rífur hluti bókarinnar fer undir félagatal, þar sem birtar eru ýms- ar upplýsingar um alla þá Þrótt- arfélaga sem til náðist, ásamt myndum, og hinna einnig getið, sem ekki náðist til. Þróttur hefur ávallt átt á að skipa traustum, fyrirhyggju- sömum og framsýnum forystu- mönnum og stéttvísum félögum. Því er saga félagsins mikil og merk. Full ástæða var til þess að færa hana í letur. Það hefur Ing- ólfur Jónsson nú gert með mikl- um ágætum. Ekki heiglum hent Ég gat þess einhversstaðar fyrr í þessu spjalli að ég hygðist ljúka því með kafla úr frásögn eins af frumherjunum. Lýsir hann vel þeim erfiðleikum sem bflstjór- arnir áttu við að etja á upphafsár- unum. Gefum við þá einum af stofnendum Þróttar, Magnúsi Ólafssyni, orðið: „Ég eignaðist fyrst bíl 1918 og var það Chevrolet og hef síðan ekið, (1973). Þá voru götur í Reykjavík ýmist illfærar eða ó- færar ef rigndi, sérstaklega Berg- staðastræti og Hverfisgata. Vegir austur voru að sjálf- 14 SÍÐA - ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 20. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.