Þjóðviljinn - 20.03.1988, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 20.03.1988, Qupperneq 7
segirKristinn Sigurður Ásgeirsson 11 ára, sem ekki getur tjáð sig nema á Btissmáli Hann er á 12. árinu og hefur verið bundinn við hjólastól alla ævina. Hann hefur mjög takmarkaða hreyfigetu, litla stjórn á hreyfingum sínum og getur ekki talað. Fötlun hans er meira líkamleg en andleg, en allt frá því að hann var þriggja ára hefur hann fengið markvissa þjálfun og kennslu í að tjá sig á Bliss-máli og hef- ur í gegnum það lært að lesa og tjá sig í einföldum setning- um með bendingum sem kosta hann mikið erfiði. Hann heitirKristinnSigurðurÁs- geirsson og er kallaður Deddi. Við hittum Dedda og móður hans, Kristínu Waage, í vikunni til þess að fræðast um það hvernig börnum með svo alvarlega fötlun er kennt að tjá sig og eiga sem eðlilegust samskipti við umhverfi sitt. Saga þeirra mæðgina er saga um hetjulega baráttu, vonbrigði og sigra sem hafa tengt þau órjúf- andi böndum. Jafnframt er það saga merkilegs og fórnfúss starfs þess sérmenntaða fólks sem vinn- ur ómetanlegt starf við þjálfun fatlaðra barna hér á landi, oft með undraverðum árangri. - Það var Ijóst strax eftir fæð- inguna að Deddi hlyti ekki eðli- legan þroska, segir Kristín, en læknarnir gátu ekkert sagt um það hvort fötlun hans yrði líka andleg og þá hve mikil. Ég tók hins vegar snemma eftir því að hann fylgdist með umhverfi sínu og það var ekki erfitt að ná sam- bandi við hann. Og þegar hann var þriggja ára byrjuðu iðjuþjálf- ar sem störfuðu með hann á Múlaborg, dagheimili fatlaðra barna, að kenna honum Bliss- tákn. Og það kom strax í ljós að hann gat notað þau. Hann var með fyrstu börnunum hér á landi sem reyndu þetta. í fyrstu voru táknin fá og stór, en síðan hefur þeim smám saman verið fjölgað og um leið hafa þau smækkað, þangað til hann fékk stóru töfl- una, sem er með um 500 táknum, fyrirum það bil ári. Hannernúna algjörlega háður Bliss-málinu, sem betur fer, því þetta er eini möguleikinn sem hann hefur til að tjá sig. í fyrstu lærði hann að benda á ákveðna hluti sem hann langaði í, síðan lærði hann að nota fornöfn, lýsingarorð og sagnir auk nafnorðanna og nú getur hann myndað einfaldar setningar. í gegnum Bliss-málið hefur hann líka lært að þekkja bókstafina og lesa, og hann hefur lært tölurnar og einfalda stærð- fræði, auk þess sem hann hefur lært að fylgjast með dögunum og klukkunni. - Það er trúlega ógerningurfyrir utanaökomandi að skilja hvílíka baráttu og hvílíka þolinmœði það hefur kostað Dedda,foreldra hans og kennara að ná þessum undra- verða árangri. En ég spurði móður hans hvernig hún vissi að hann kynni að lesa. Hvernig veist þú að hann skilur það sem hann les? - Ég hef oft spurt sjálfa mig þessarar spurningar, og stundum verið í vafa, segir Kristín. En í fyrsta lagi þá notar Deddi bók- stafina, sem eru líka á Bliss- spjaldinu, til þess að einkenna persónur. Þegar hann vill segja Björn þá bendir hann fyrst á tákn fyrir karlmann og síðan bendir hann á bókstafinn B. En svo hef ég líka prófað hann stundum, þegar ég er að lesa fyrir hann. Því Deddi skilur það sem sagt er við hann og skilur vel einfaldar sögur. Ég er vön að lesa hverja síðu með honum þrisvar og fylgja textanum eftir með fingrinum svo að hann fylgist með. Ef ég les vitlaust, segi kannski ljótt þar sem stendur fallegt, þá leiðréttir hann mig umsvifalaust, og það hefur sannfært mig um að hann er að lesa með mér. - Hann gengur núna í Hlíða- skóla og þarf alltaf að lesa heima fyrir skólann. í því skyni hefur hann sérstakan blaðflettara sem gerir honum kleift að fletta bók- unum. -En kemur ekki fyrir að erfitt er að skilja hvað hann er að segja? - Jú, þetta hefur verið ofboðs- leg vinna og þetta hefur krafist mikillar þolinmæði af okkur báð- um. En það vill svo til að við erum bæði afar þrjósk, og við gefum okkur einfaldlega ekki fyrr en ég er skil hvað hann á við. Það getur stundum tekið langan tíma og við reynum þá að gera leik úr þessu. Ég segi honum að ég þurfi að leggja höfuðið í bleyti og sinni kannski heimilisstörfunum á meðan ég er að hugsa, en ég gefst aldrei upp fyrr en ég er búin að komast að því hvað hann vill. Ég nota útilokunaraðferðina og spyr hann í þaula og þetta getur reynt mikið á okkur bæði. Hann lætur óánægju sína í ljós með sérstöku óánægjuhljóði, en þessi þrjóska okkar er sannarlega fyrirhafnar- innar virði, því gleðin verður þeim mun meiri þegar sigur er unninn og við höfum náð að skilja hvort annað. - Skilur hann öll þau 500 tákn sem eru á Bliss-töflunni? - Hann hefur farið í gegnum þau öll í kennslunni, en hann hef- ur ekki jafn mikla þörf fyrir öll táknin í daglegu tali, og sum hafa kannski gleymst. En hann lærir þau þegar hann þarf á þeim að halda. - Finnst þér hann taka stöðug- um framförum í náminu og gerir þú þér einhverjar hugmyndir um hvað hann muni geta náð langt? - Já, hann hefur tekið fram- farastökk síðastliðið ár, einkum í því að benda. Þannig er hann mun fljótari að tjá sig á Bliss- töflunni en hann var áður. Sumir krakkar sem vinna með Bliss- töflu eru mjög hæg í hreyfingum vegna hreyfihömlunarinnar. Ég veit að hann á eftir að taka enn meiri framförum þótt ég geri mér engar gyllivonir þar að lútandi. Þetta er mikil þolimæðivinna fyrir kennarana en með sama áfr- amhaldi miðar honum áfram. Annars er ég mjög ánægð með það hvað hann getur núna og ég læt hverjum vetri nægja sína þjáningu og hugsa ekki mikið fram í tímann. En ég veit að hann getur meira. - Hvaða þjálfun fœr hann núna? - Hann gengur í Hlíðaskóla þar sem hann er undir leiðsögn sér- kennara. Síðan fer hann í sérs- taka iðjuþjálfun utan skólans tvisvar í viku og einu sinni í viku fer hann í sjúkraþjálfun, sem ég tel að sé of lítið. Það er alltaf hætta á að börn með svona fötlun stirðni í liðamótunum, og þau þurfa því á stöðugri sjúkraþjálfun að halda. Síðan í nóvember hefur hann búið hér á nýju vistheimili fyrir fjölfötluð börn í Laugardalnum, og hann er hér nú 5 daga vikunn- ar en er heima hjá okkur flestar helgar. Eg sótti um þetta pláss fyrir mörgum árum í von um að hann fengi vistun kannski um fermingu eða svo. En svo fengum við svar í febrúar á síðasta ári um að hann gæti fengið pláss. Ég hafði alltaf kviðið þessari stundu, en þetta reyndist mér erfiðari ákvörðun en mig hafði órað fyrir. Við erum svo nátengd eftir alla þessa bar- áttu okkar að ég held að ég hafi ekki gengið í gegnum erfiðari raun en að láta hann frá mér. Það kom sem sagt í ljós að þegar ég fékk tilkynninguna um að þetta pláss væri laust, þá var ég alls ekki undir það búin að taka þessa ákvörðun og ég á aðeins þau ráð til foreldra sem eru í svipaðri að- stöðu, að þau leiti sér hjálpar og undirbúi sig vel. Því ég held að það geti enginn skilið nema sá sem hefur gengið í gegn um það sjálfur, hvað það er að láta fatlað barn sitt frá sér. Deddi flutti inn á vistheimilið í nóvember og ég var svefnlaus í margar vikur á eftir. Ekki vegna þess að aðbúnaður á vistheimil- inu væri ófullnægjandi, heldur vegna þess að ég gat ekki hætt að hugsa um hann þó að ég heimsækti hann nær daglega. En ég sé það núna að þetta var rétti tíminn til að taka þessa ákvörð- un, og það hefði trúlega einungis orðið erfiðara fyrir okkur bæði ef það hefði dregist frekar. Ég á nú tvö önnur börn, stúlkur sem eru 4 ára og tæplega eins árs, og þessi mikla vinna sem fylgdi því að annast hann kom niður á fjöl- skyldulífinu. Vistheimilið í Laugardalnum er nýbyggt og sérhannað sem heimili fyrir 5 fjölfötluð börn. Börnin njóta þar eins góðrar um- önnunar og á verður kosið. Deddi fær þarna heimsóknir ætt- ingja og vina, honum er ekið í skólann og hann fer líka í heim- sóknir og bæjarferðir með mér og öðrum ættingjum. Ég veit að honum líður vel hér á heimilinu, og hann er sáttur þegar ég kveð hann. Og það veitir óneitanlega mikla öryggistilfinningu að vita að hérna getur hann átt sitt fram- tíðarheimili. - Þegar ég kveð Kristínu Wa- age og Dedda litla á vistheimilinu í Laugardalnum, þá biður hún mig að láta það koma fram í þessu viðtali að hún sé ekki bitur. Því þótt barátta hennar og drengsins hennar hafi verið erfið og kostað mikla vinnu, þá hafi hún líka ver- ið mjög gefandi. En, segir hún, það er mikilvægt að fólk fái að vita af því merkilega starfi sem unnið er hér á landi með Bliss- málinu, málinu sem gerði Dedda litla kleift að láta í ljós að hans heitasta ósk væri að geta talað. -ólg Sunnudagur 20. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.