Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 17
Á listahátíð 1986 vöktu nokkraathygli rokktónleikár þeirerhaldnirvoru íLaugar- dalshöllinni 16. og 17. júní og voru þarsaman komnarfjórar ofboðslega frægar hljóm- sveitirsem komu hingað til lands alla leið f rá útlandinu til að leika fyrir okkur íslendinga. Nú í sumar á að endurtaka þennan atburð í samvinnu við listahátíðarnefnd og alveg eins og í hitteðfyrra á að fá hingað útlenskar hljómsveitir til að spila. Samkvæmt öruggum heimildum Eylandspóstsins er alveg pottþétt að hljómsveitirnar The Christi- ans og Blow Monkeys mæti á svæðið en einnig er verið að reyna að fá þungarokk hljóm- sveitina Whitesnake og fyrrum Police meðlim Sting, til að leika fyrir landann. Líklegt er að tón- leikarnir verði haldnir á sama stað og 1986, semsagt í Höllinni (ekki reiðhöllinni) 16. og 17. júní næstkomandi og eiga þessir hljómleikar vonandi eftir að ganga jafn vel fyrir sig og fyrir- mynd þeirra. Bítlarnir ætla ekki að koma á Listahátíð. í sömu sporum Game Theory - Lolita Nation Um þessar mundir er mjög áberandi tónlistarlegt afturhvarf til hippatímabilsins og hafa hljómsveitir eins og R.E.M., Pri- mitives, Primal Scream, Echo and the Bunnymen o.fl..o.fl. róið á þau mið. Game Theory er einn- ig ein af þeim sveitum sem leita mikið aftur til 7. áratugarins, hún er bandarísk að uppruna og leikur melódískt og kröftugt hipparokk þar sem gítarinn, sem svo oft áður, leikur aðalhlutverk- ið, enda eru hvorki meira né minna en þrír gítarleikarar í bandinu. Einn helsti galli sveitar- innar er að þróun tónlistar þeirra hefur verið með minnsta móti, melódían og krafturinn skín í gegn í öllum verkum Game The- ory og er nýjasta plata þeirra þar engin undantekning. Það er kannski heldur seint í rassinn gripið en ég ætla nú samt að reyna að fara nokkrum velvöldum orð- um um grip þennan er nefnist „Lolita Nation“. Platan byrjar á kröftugum gít- arrokkara, „Not Because You Can“, og má þar strax heyra hvað koma skal síðar á skífunni. Söng- ur Scott Miller er með afbrigðum melódískur og heldur hann sig mestmegnis á efstu tónum radd- banda sinna, enda er þéttur gít- arleikurinn vel til þess fallinn. Ef ég á að nefna einhverja galla á plötunni mundi það líklega vera „sándið" en að mínu mati eru plötur Game Theory einum of „hippó" áheyrnar og verður að viðurkennast að tónlist hljóm- sveitarinnar er ekki með frum- legra móti. Einnig fer það svolítið í taugarnar á mér hvað sveitin er ofboðslega amerísk áheyrnar en sá galli hefur því miður hrjáð allt of margar þesslenskar sveitir. Jæja, þá eru líklega gallarnir upptaldir og best að snúa sér að kostunum sem eru sem betur fer í meirihluta. Það sem í upphafi dró mig að þessari hljómsveit var krafturinn, og sterkar og grípandi laglínur, sem því miður vill oft vanta hjá bandarískum böndum. (Á þessu stigi málsins gæti fólk haldið að ég væri eitthvað á móti amerískum tónlistarmönnum, en ,IlbuTA XATIOX é'g get þá frætt ykkur á því að það er hinn mesti misskilningur.) Einnig finnst mér söngur Millers athyglisverður þó að það vilji stundum brenna við að hann ofleiki hlutverk sitt. Ég held að mér sé óhætt að ráðleggja þeim, sem áhuga hafa á bandarískri rokktónlist að kynna sér Game Theory (ef þeir þekkja hana ekki fyrir) og gildir þá einu hvort um er að ræða fyrstu eða seinustu plötu sveitarinnar, því eins og ég sagði hefur þróunin verið í lág- marki. Maðurinn þinn Leonard Cohen - l'm your man Það vill því miður allt of oft loða við tónlistarfólk sem hefur verið lengi í bransanum og jafnvel verið frumkvöðlar síns tíma, að það þynnist út og breytist í staðnaða iðnaðarmask- ínu sem reynir að hafa eins mikið og það getur upp úr fornri frægð. Þessar peningavélar eru allt of margar og þegar maður athugar betur hvaða iðnjöfrar standa fyrir þessum rekstri, bregður manni heldur betur í brún því á þeim lista má finna nöfn eins og Bob Dylan, Paul McCartney, David Bowie og um þessar mundir er fyrrum nýbylgju-pönksveitin The Óash að bætast í hópinn með endurútgáfum, safnplötum og öllu tilheyrandi. En... Leonard Cohen er einn þeirra sem tekist hefur nokkuð vel að halda sínu striki þó að það virðist tilheyra að þynna soldið út með poppi. Lfk- lega hefur hann haldið að hann væri að gera tónlist sína obbolítið aðgengilegri og vera má að hon- um hafi tekist ætlunarverk sitt. Nú fyrir stuttu sendi Cohen frá sér nýja skífu sem nefnist því frumlega nafni „I’m Your Man“ og er hér um nokkuð áheyrilegan grip að ræða þó að heyra megi merki þess að árin hafa færst yfir kappann, en ég býst við að fáir yngist með árunum. Þrátt fyrir að það sé léttara yfir þessari plötu en fyrri verkum Cohens og hún poppaðri í alla staði, eru laga- smíðarnar margar hverjar mjög sterkar og gamli Cohen skín alls- staðar í gegn, enda röddin óg- leymanlega dáleiðandi. Einn helsti galli skífunnar er textagerð. kappans, en því miður hefur hon- um farið stórlega aftur í þeim efn- um. Platan byrjar á soldið „sjokkerandi“ poppuðu lagi, „First We Take Manhattan", sem við fyrstu hlustun gæti verið frá- hrindandi fyrir gamla aðdáendur og ef ég á að vera hreinskilinn , þá fannst mér í fyrstu ekki sérlega mikið í plötuna spunnið, þó að ég geti með engu móti talist með fyrrnefndum Cohen aðdáendum. Én platan vinnur ótrúlega á með tímanum og þó að hún komist ekki í hálfkvisti við fyrri verk meistarans er útkoman ljúf, mel- ódísk og afar áheyrileg hljóm- plata sem ég held að eigi eftir að verða ofarlega í huga Cohen að- dáenda þegar þeir líta yfir tónlist- arárið 1988. Sunnudagur 20. Meistari Prince ætlar að senda frá sér nýja breiðskífu I næsta mánuði og er staðráðinn í að kalla hana „Love- sexy“. Sögur fljúga um að plata þessi sé að stofni til sú sama og kappinn hafði í hyggju að gefa út í lok síðasta árs undir nafninu „The Black Album“ en hætti svo við vegna þess að gripurinn ku hafa farið eitthvað fyrir brjóstið á æðri máttarvöldum. The Jesus And Mary Chain eru um þessar mundir að leggja síðustu hönd á breiðskífu sem er væntanleg á markað innan skamms. Plata þessi á að innihalda lög sem af einhverjum orsökum hafa orðið útundan á fyrri skífum sveitarinnar, en einnig má finna lög sem hafa áður prýtt bakhlið- ar á smáskifum sem T.J.A.M.C. hafa sent frá sér á fimm ára starfsferli sín- um. Á mánudaginn kemur svo út ný smáskífa og ku hún nefnast „Side- walking" en lag þetta er fyrsta nýja efnið sem sveitin sendir frá sér síðan breiðskífan „Darklands" var útgefin í september á síðasta ári. Prefab Sprout eru nýbúnir að senda frá sér sína þriðju breiðskífu „From Langley Park To Memphis" og inniheldur hún nýjasta smáskífulag þeirra, „Cars and Girls", ásamt níu öðrum „smellum". Hljómsveitin The Primitives ætlar að senda frá sér fyrstu breiðskífu sína þann 28. mars næstkomandi. Hljóm- sveitin sendi nýlega frá sér sína fjórðu smáskífu „Crash“ og situr þetta lag nú í 11. sæti smáskífulista breska músikblaðsins NME. Þann 11. apríl næstkomandi ætla Sykurmolarnir að senda frá sér þriðju smáskifu sína og á hún að heita „Deus“. Breiðskífa á svo að fylgja í kjölfarið og á hún, öllu mað óvörum, að nefnast „Life’s Too Good" og koma út 25. sama mánaðar. Þessar dagsetningar eru miðaðar við útgáfur á Bretlandsmarkaði en vafalaust munu íslendingar fá að berja gripina eyrum og augum á svipuðum tíma. Morrissey sendi á mánudaginn frá sér fyrstu breiðskífu sína síðan slitn- aði uppúr samstarfi hans við félaga hans í The Smiths, og heitir hún víst „Viva Hate“. Timbuk 3 hyggst gefa út aðra breiðskífu sína um mánaðamótin og á hún að nefnast „Eden Alley“. Já já. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.