Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 18
BRIDGE KROSSGÁTA NR. 609 Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá karlmannsnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 609". Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. Stafirnir mynda íslenskt orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lárétt eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi í hvem sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sérhljóða og breiðum, t.d. getur a aldrei komið í stað á eða öfugt. 19 J3 2 (p 2 22 20 2 Lelösögn um iandið sf. REVKJRUÍK -SELF0S5 Lausnarorðið úr krossgátu 606 var „Sveinbjörg". Dregið var úr réttum lausnum og verðlaunin komu í hlut Sigríðar Halldórsdóttir, Arkarholti 12, Mosfellsbæ. Hún fær senda bókina Aldaslóð, myndlistarþætti Björns Th. Björnssonar. Verðlaunin fyrir gátu nr. 609 eru hljóðsnælda með leiðsögn um leiðina frá Reykjavík til Selfoss, gefin út af Leiðsögn um landið s.f. /Esispennandi lokaumferð Undanrásir íslandsmótsins í sveitakeppni voru spilaðar um síðustu helgi. Eftirtaldar sveitir munu spila til úrslita um íslands- meistaratitilinn 1988; Sveit Pól- aris Reykjavík, Grettir Frí- mannsson Akureyri, Sveit Flug- leiða Reykjavík, Sveit Atlantik Reykjavík, Sveit Fatalands Reykjavík, Bragi Hauksson Reykjavík, Sveit Verðbréfa- markaðar Iðnaðarbankans Reykjavík og Sverrir Kristinsson Reykjavík. Urslitakeppnin verður spiluð um páskana á Loftleiðum og hefst spilamennskan á miðviku- dagskvöldinu fyrir skírdag, kl. 20. Einnig verður spilað í B- úrslitum á sama tíma. Fyrirliðar sveita sem rétt eiga á þátttöku í B-úrslitum verða að staðfesta þátttöku sína fyrir næsta miðvikudag, til BSI. Farist það fyrir verða kallaðar inn vara- sveitir, eftir þeirri röð sem úrslit segja til um. Undanrásirnar voru afar skemmtilegar. Fyrir síðustu um- ferðina höfðu aðeins 3 sveitir tryggt sér áframhaldandi rétt ti! þátttöku í A-úrslitum. Það voru sveitir Flugleiða og Atlantik í B- riðli og Fatalands í C-riðli. í A- riðli var nokkuð fyrirséð að sveit Grettis kæmist áfram, en Pólaris og Ásgrímur Sigurbjörnsson frá Siglufirði háðu hreinan úrslita- leik í síðustu umferðinni. Pólaris vann 25-2. í C-riðli glímdi Bragi við Fataland í síðustu umferðinni og hékk á 13 vinningsstigum gegn 17 hjá Fatalandi. Það dugði því Dröfn Guðmundsdóttir og Sigfús Þórðarson náðu ekki að hreinsa upp sína andstæðinga í síðustu umferð. í D-riðli var einnig nokkuð séð fyrir að sveit Verð- bréfamarkaðarins væri trygg með sæti í úrslitum, en staðan í hálf- leik hiá þeim félögum (gegn Sig- urði Ámundasyni) bauð þó upp á vissa spennu. Bankaliðið var 13 imp-stigum undir, en sneru við dæminu í síðari hálfleik og unnu 24-6. Sverrir Kristinsson fékk 21- 9 á Inga Steinar Gunnlaugsson á sama tíma og Valtýr Jónasson frá Siglufírði fékk aðeins 15-15 gegn Alfreð Viktorssyni frá Akranesi og þýddi að Sverrir náði 125 stig- um í heildina en Valtýr 124 stig- um. Þar munaði 3 imp-stigum, Sverri í vil. Af öðrum sveitum sem ekki náðu að tryggja sér sæti, má nefna Samvinnuferðir/Landsýn í D-riðli. Tap þeirra gegn Valtý 9- 21, var dýrt er upp var staðið. Einnig má nefna Sigfús Örn Árnason, sem hóf mótið mjög vel, en 3-25 tap gegn Gretti fór með drauminn. Og bræðrasveitin frá Siglufirði endaði þetta mót með ósköpum, eins og áður hefur komið fram. Dregið verður um töfluröð í úrslitakeppninni mjög fljótlega. Það vakti athygli að sveit Delta frá Reykjavík, skipuð meðlimum ístjórnBSÍ, formanni B.R. ogfv. landsliðsspilurum, skyldi nota Ásgeir P. Ásbjörnsson, fv. spil- ara í sveit Flugleiða og landsliðs- mann, í undankeppninni um síð- ustu helgi. Áður hafði sveitin fengið leyfí hjá mótanefnd BSÍ til að bæta Guðmundi Sv. Her- mannssyni inn í sveitina. Tilkoma Ásgeirs varð hins vegar til þess að sveitin hefur verið kærð út úr B- úrslitum fslandsmótsins. Er raunar illskiljanlegt hvað vakir (eða vakti) fyrir meðlimum sveitar Delta með þessu hátta- !agi. Vanvirðing þeirra fyrir lögum sambandsins er slík að ekki verður látið liggja í þagnar- gildi. ÓLAFUR LÁRUSSON Opna stórmótið á Akureyri verður spilað í dag og á morgun, í Gefjunarsalnum. Spilamennska hófstkl. lOárdegisídag. Háttí50 pör taka þátt í mótinu. Afar veg- leg verðlaun eru í boði. Skráning í Framhaldsskóla- mótið stendur yfir hjá BSÍ. Það verður spilað um næstu helgi, 26.-27. mars í Sigtúni 9 (húsi BSÍ). Skráð er á skrifstofu BSÍ. Allir framhaldsskólar í landinu eru velkomnir til þátttöku með eins margar sveitir og hver skóli kýs. ____________________________FJÖLMIÐLAPISTILL W Stjarnan er útvarp Nei, ég ætla ekki að fjalla um Söngvakeppni sjónvarpsstöðva -öðrunafniSlaginnum 16. sæt- ið. Ég ætla að gera að umræðu- efni nýgerða könnun Félagsvís- indadeildar HÍ á hlustun á útvarp og „horfun" (voðalegtóbragðer af þessu orði) á sjónvarp. Er óhætt að segja aö ýmsar niður- stöður hennar hafi komið á óvart. Eins og komið hef ur f ram í fjöl- miðlum hefur Stjarnan sótt í sig veðrið og er búin að skjóta Bylgj- una í kaf og Rás 2 hefur einnig mátt lúta í svörðinn fyrir vígreifum soldátum Óla Laufdal. Þó veitir Dægurmáladeildin nokkra mót- spyrnu. Bylgjan má hins vegarfara að hugsa sinn gang - svo ekki sé minnst á dótturfyrirtækið Ljós- vakann sem er með 0% hlustun lungann úrsólarhringnum. Heyrt hef ég þá kenningu að hrókunin sem gerð var á dögunum - þegar Einar Sigurðsson vék úr sæti út- varpsstjórafyrir Páli Þor- steinssyni - hafi verið viðbragð við könnuninni; að eigendur hafi verið búnir að hlera niðurstöður og viljað bregðast við áður en þær voru gerðaropinberar. Sam- kvæmt sömu kenningu er ráðn- ing Páls túlkuð á þann veg að nú skuli haldið á þau mið sem Stjarnan hefur róið á með svo góðum árangri. Og verður þá fróðlegt að fylgjast með við- brögðum HallgrímsThorsteins- sonar og annarra f réttamanna Bylgjunnar ef krafa kemur fram um að þeir reyni að fara í fötin hans Eiríks Jónssonar. En látum þetta liggja milli hluta og snúum okkur aftur að niður- stöðunum úr könnuninni. Að þessu sinni er úrtakinu skipt nið- ureftir kyni, aldri og þjóðfélags- stöðu og má lesa margt fróðlegt út úr þeim hluta. Ég ætla að leyfa mér nokkra fullyrðingasemi og túlkanagleði, vitandi það að höf- undarkönnunarinnarog aðrir sómakærirfræðimenn í Háskóla íslands muni súpa hveljur. En þetta er allt upp á mína eins og sagt er. Ef við lítum fyrst áfjölmiðla- neyslu kynjanna þá er ekki mark- tækur munur á hlustun en dálítill á horfun. Þar er allt með þeim hætti sem við mátti búast; karlar horfa meira á fréttir, íþróttir og skák meðan konur hafa meiri áhuga á Manni vikunnar og f ram- haldsþáttum á borð við Fyrir- myndarföður, Staupastein og Matlock. Derrick er hins vegar al- alþýðunnar veg jafn vinsæll meðal karla og kvenna og nýtur hylli í öllum aldurs- og þjóðfélagshópum. Sé litið á aldurshópana kemur fram að Stjarnan, Stöð 2 og þó einkum og sér í lagi Bylgjan eru stöðvar unga fólksins en Rás 1 er stöð gamla fólksins. Rás 2 nýtur mestrar hylli aldurshópsins 25- 45 áraog Sjónvarpið höfðartil allra aldurshópa þótt þeir eldri horfi meiraen þeiryngri. Sjón- varpsnotkun færist greinilega í vöxt eftir því sem aldurinn færist yfirfólk. Athyglisverðustu niðurstöð- urnar sjást þegar litið er á þjóðfé- lagsstöðu þeirra sem spurðir voru. Kannendurskipta úrtakinu í fernt; 1. verka- og iðnaðarmenn, 2. skrifstofu- og þjónustufólk, 3. atvinnurekendur, sérfræðinga og stjórnendurog4. húsmæðurog nema. Niðurstöðurnareru langsam- lega skýrastar og ótvíræðastar hvað Stjörnuna og Stöð 2 áhrær- ir. Þæreru klárlega stöðvar verkamanna, iðnaðarmanna, húsmæðra og skólafólks. Sér- fræðingar, atvinnurekendurog stjórnendur eru fjölmennastir í hópi hlustenda Rásar2 en opna varla fyrir Stöð 2 nema kannski 19:19. Sjónvarpið nýtur svipaðr- ar hylli í öllum þjóðfélagshópum. Viðbrögð fjölmiðlanna við könnuninni hafa verið hálfkúnst- ug, einkum sjónvarpsstöðvanna. Á Stöð 2 mátti skilja að ekkert hefði breyst en Sjónvarpið bjó í skyndingu til „Topp tíu“ lista yfir vinsælasta sjónvarpsefnið og átti stöðin 9 af 10 vinsælustu þáttun- um á listanum, af efni Stöðvar2 tókst aðeins 19:19 að skríða upp í 9. sæti minnir mig. Reyndar var Sjónvarpið búið að koma sér upp prívatniðurstöðum þarsem fram kom - öllum á óvart! - að Ómar Ragnarsson og Hemmi Gunn væru vinsælustu sjónvarpsmenn þjóðarinnar um þessar mundir. Báðireru þeirmeðyfir60% horf- un sem er hreint aldeilis ótrúleg tala. Hugsið ykkur: Það horfa á annað hundrað þúsund manns á þessatvo! 18 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.