Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 9
því hver á í hlut. Samt reynir maður nú að vera betur til fara ef maður er með stelpu í bænum heldur en strák. Pá hugsar maður meira um hárið og fer í spari- skóna. Friðrik: Já, ég er er alveg sam- mála Snorra. Sumir eru samt að reyna að vera töffarar en eru það ekki. Pess vegna verða þeir alveg glataðir, til dæmis pönkarar. Sumir þeirra eru þó ekta en flestir eru bara að sýnast. Nína: Pönkarar eru ágætis fólk sem velur þessa leið til að vekja á sér athygli. Sóley: Mér finnst þeir oft vera hálfgerðir villingar og er oftast skíthrædd við þá. Samt finnst mér þetta nokkuð gott hjá þeim af því að þeir þora að vera öðruvísi. í okkar skóla eru engir pönkarar og í raun aðeins tvær gerðir af krökkum; þeir sem reyna að vera sem snyrtilegastir og í flottum fötum og svo hinir sem ganga í gallabuxum og gallajökkum með hnífa og hlusta á þungarokk. Hafsteinn: Ég held að flestir þessara krakka sem eru í pönkinu séu það vegna þess að heimilisað- stæðurnar hafi boðið upp á það. Flestir pönkararnir virðast búa í Breiðholtinu. Þessir krakkar eru samt alveg eins og við hin en hafa bara aðrar skoðanir á lífinu. Bergdís: Mér finnst það svolítið einkennandi að fyrir nokkrum árum þá voru það bara pönkarar sem gengu í rifnum gallabuxum. En eftir að Bubbi kom fram í rifn- um gallabuxum þá fóru allir að vera í þessu. Margir foreldrar eru mjög á móti þessu og spyrja hvort maður ætli virkilega út í þessum buxum? Þá hefur Ragnhildur Gísla mikil áhrif á það hvernig stélpur klæða sig. Ef ég væri að- eins eldri myndi ég reyna að gera eins og hún en núna þori ég það ekki. Hvernig er afstaða foreldraykk- ar og fullorðins fólks almennt gagnvart unglingum og unglinga- tísku? Snorri: Það fer eftir því hvernig foreldrar manns eru. Svo fer það líka eftir því hvernig æsku þau hafa átt og eftir ríkidæmi þeirra og skapgerð. Rœttvið nokkra unglingaum þó sjólfo og unglinga- tískuna Friðrik: Ég er sammála Snorra um að afstaða foreldra fari eftir því hversu miklu þau geta séð af til unglingsins. Ef þau eru þannig stödd fjárhagslega að geta upp- fyilt þær kröfur sem unglingar gera þá eru þau jákvæð en ef þau hafa ekki efni á því þá finnst krökkununt þau vera neikvæð. Nína: Foreldrar mínir hafa held ég enga skoðun á unglingum eða unglingatísku. Samt eru þau mjög hneyksluð á því að við skulurn vilja ganga í rifnum galla- buxum. Sóley: Sumt fullorðið fólk . skilur unglinga vel en aðrir ekki, það er bara þannig með allt og þetta er engin undantekning. Mínir foreldrar skipta sér lítið af því hvernig ég klæði mig þó að þeirn standi örugglega ekki á sama. Bergdís: Ég held að afstaða for- eldra fari mikið eftir aldri þeirra sjálfra og á hvaða aldri unglingur- inn er. Ég held að yngri foreldrar skilji unglingana betur heldur en þeir sem eru eldri. Svo fer þetta líka eftir systkinaröðinni, elstu og yngstu börnin fá oft meira aðhald heldur en þau sem eru í miðjunni. Hafsteinn: Ég held að það sé algengast að foreldrar skilji ekki alveg hvernig unglingar og ung- iingatíska eru. Mér finnst alla vega að krakkar forðist það að fara með foreldrum sínum í bæ- inn til að kaupa sér föt. Maður reynir alltaf að klæða sig soldið sexí og þá er hætt við að gamla fólkið hneykslist. Flér urðum við að hætta spjall- inu og koma okkur aftur út í kuld- ann. -ih Nína: „Mér finnst það ekki skipta máli hvort fötin eru dýr eða ódýr, bara að maður fíli það að vera í þeim." Friðrik: „Sumum finnst það kannski flott að vera í úlpu sem er öll í Snorri: „Hártíska er meira einstaklingsbundin heldur en fatatíska.“ plástrum en mér finnst það bara hallærislegt." Sunnudagur 20. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.