Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 12
SAGA NÍKÍTU KHRÚSJOVS ANNAR HLUTI Stalín á líkbörunum: Enginn læknir var nálægur. Við stóðum yfir líki Stalíns og hugsaði hver sitt í fyrsta hluta greinar Fjodors Búrlatskís um Khrúsjov, sagöi þessi náni samstarfsmaður hans m.a. frá því, hvernig á því stóö að einmitt Níkita Khrúsjov gat tekið að sér að „afhjúpaStalín". Hérrifjar hann upp frásögn Khrúsjovs sjálfs af dauða Stalíns og hvernig hann bjó til samstöðu meðal helstu leiðtoga lands- ins um að ryðja úr vegi ógnvaldi þeirra allra, Bería, yf- irmanni leynilögreglunnar. Þetta gerðist í veislu fyrir f ull- trúa erlendra kommúnista- flokka sem haldin var í Kreml árið 1960. Athugasemdir innan sviga eru þýðanda - ÁB. Eldri kynslóðin man að sjálf- sögðu þennan sérstæða persónu- leika, en yngri kynslóðin hefur að líkindum ekki einu sinni séð af honum mynd. Hann var um þetta leyti kominn yfir sextugt, en hann var hraustur að sjá og kvikur í hreyfingum og kátur svo stappaði nærri ærslum. Breitt andlit hans með tveim vörtum, mikill skalli, stórt kartöflunef og útstæð eyru hans gátu allt eins átt heima á ,bónda úr þorpi í Mið-Rússlandi. Þybbinn líkaminn og langar hendur, sem voru sífellt á iði, gerðu sitt til að magna þennan alþýðleika í útliti. Það voru augun ein, lítil, gráblá augu sem geisluðu stundum af góðvild, en gneistuðu í annan tíma af valds- mennsku og reiði, sem komu upp um mann sem var gagntekinn af pólitík, hafði vaðið eid og brenn- istein og var fær um breyta skyndilega um stefnu. Stalín var hrœddur við lœkna Ég man eftir honum einmitt sem slíkum við það tækifæri sem hér um ræðir, en vitanlega hafði ég mesta hugann við það sem hann var að segja. Þá frásögn heyrði ég hann endurtaka að minnsta kosti tvisvar við aðrar aðstæður síðar, í aðeins nokkurra manna viðurvist. Og þótt undar- legt megi virðast endurtók hann sögu sína svotil orðrétt í hvert skipti. Þegar Stalín dó, sagði Khrú- sjov, fórum við sem voru í forystu miðstjórnar flokksins til sumar- hússins í Kúntsevo. Hann lá á dí- van og engir læknar voru nálægir. A síðustu mánuðum ævi sinnar leitaði Stalín sjaldan aðstoðar lækna, hann var hræddur við þá. Hvort sem það var nú Bería (yfir- maður leynilögreglunnar) sem hafði hrætt hann, eða hann tekið það upp hjá sjálfum sér að túa því að læknar væru að efna til sam- særis gegn honum og öðrum leið- togum (Ári áður höfðu nokkrir helstu læknar landsins, flestir Gyðingar, verið handteknir og þeir píndir til að játa að þeir hefðu drepið tiltekna forystu- menn og ætlað að gera fleiri úr heimi halla). Sá sem annaðist hann um þetta leyti var majór úr lífverði hans, sem einhverntíma hafði verið dýralæknir með minnapróf. Það var hann sem hafði hringt og skýrt frá dauða Stalíns. Verðum að losna við Bería Þarna stöndum við umhverfis líkið og hugsar hver sitt. Síðan fórum við að koma okkur á brott. Tveir og tveir saman í bílum. Fyrstir fóru þeir Malenkov og Bería, síðan Molotov með Kag- anovitsj. Þá segir Mikojan við mig: „Bería er farinn til Moskvu til að taka völdin í sínar hendur." En ég segi þá við hann: „ Meðan sú skepna situr á sínum stað getur enginn okkar andað frjálst.“ Og ég var upp frá því handviss um að fyrst af öllu þurfti að losna við Bería. En hvernig átti ég að fitja upp á því við aðra leiðtoga? Nú leið tíminn og ég ók á milli meðlima forsætisnefndar og tal- aði við þá í einrúmi. Hættulegast af öllu var að eiga við Malenkov, því þeir Bería voru vinir. En ég fór semsagt til hans og segi hvað mér finnst - meðan Bería gengur laus og hafi öryggismálin í sínum höndum þá erum við hinir allir sem bundnir á höndum og fótum. Þar fyrir utan vitum við ekki við hverju við megum af honum bú- ast hvenær sem er. Til dæmis er nú einhverra hluta vegna verið að flytja til Moskvu sérherdeildir. (Þó nokkur hluti hersins heyrði beint undir Bería en ekki undir varnarmálaráðuneytið og þetta lið ætlaði Bería vafalaust að nota í uppgjöri milli arftaka Stalíns.) Bería: Hann var með skammbyssu í skjalatösku sinni... Hvað gerir meirihlutinn? Og Georgí Malenkov má eiga það, að í þessu máli studdi hann mig, hann bældi niður persónu- legt samband sitt við Bería. Lík- lega hefur hann sjálfur verið far- inn að óttast vin sinn. En Mal- enkov var um þetta leyti forsætis- ráðherra og stjórnaði fundum forsætisnefndar miðstjórnar. Hann hafði því ýmislegt að missa, en í lok samtalsins sagði hann. „Já það er víst ekki hægt að kom- ast hjá þessu. En við verðum að fara þannig að, að ekki hljótist verra af.“ Síðan fór ég til Voroshilovs. Hann situr hérna sjálfur og hann man þetta. Ég varð að tala lengi við hann. Hann hafði miklar áhyggjur af því að allt færi í vask- inn. Ekki satt Klím? Satt er það, satt er það, stað- festi Klíment Voroshilov hárri röddu - Bara það verði nú ekki stríð, bætti hann við svosem út í hött. Stríðið - það er svo annað mál, sagði Khrúsjov. Svo fór ég sem- sagt til Kaganovitsj, sagði honum allt af létta, en hann segir við mig: „Hvorum megin er meirihlutinn? Hver er með hverjum? Ætlar enginn að styðja Bería?“ Þá sagði ég honum frá öllum hinum og hann samþykkti þá að vera með. Handtakið svínið! Svo kem ég á fundinn. Allir voru sestir, en Bería var enn ekki kominn. Jæja, hugsaði ég, hann hefur komist að því hvað til stendur. Þá munu hausar okkar ekki á herðum tolla. Og enginn veit hvar við verðum á morgun. Þá kom hann inn, og var með skjalatösku í hendi. Eg gat mér strax til um það hvað hann væri með í töskunni! Sjálfur var ég ekki allslaus ef eitthvað slíkt kæmi upp á. Hér klappaði sögumaður á hægri vasa jakka síns og hélt áfram: - Bería settist, lét fara vel um sig og svo spyr hann:„ Jæja, hvað er nú á dagskrá? Hvers vegna er boðað svo óvænt til fundar?“ En ég rek Iöppina í Malenkov og segi: „Settu fundinn, gefðu mér orðið“. Hann fölnaði og ég sé að hann getur ekki opnað munninn. Þá stökk ég á fætur og sagði: „Á dagskrá er aðeins eitt mál. And- flokksleg klofningsstarfsemi út- sendara heimsvaldastefnunnar, Bería. Borin er upp tillaga um að reka hann úr forsætisnefnd miðstjórnar Kommúnistaflokks- ins, úr miðstjórn, úr flokknum og leiða hann fyrir herrétt. Hver er samþykkur?“ Ég rétti upp hönd- ina fyrstur manna og allir hinir fóru að mínu fordæmi. Bería varð grænn allur í framan - og greip til skjalatöskunnar. En ég hrifsaði af honum töskuna. Hvaða grín er nú þetta, segi ég. Hættu þessu! Sjálfur ýti ég svo á hnapp. Inn hlaupa tveir liðsforingjar úr set- liði Moskalenkos (ég hafði samið við þá áður). Ég skipa þeim: „Takið þetta skrýmsli, þennan föðurlandssvikara, og holið hon- um niður þar sem við á“. Og þá fór Bería eitthvað að muldra og tuldra. Hann sem var þessi feiknagarpur við að grípa aðra og stilla þeim upp við vegg. Nú jæja, þið vitið svo hvað á eftir fór... Aldrei framar Sem sagt, sagði hann og tók staup, ég vil skála fyrir því að annað eins þurfi aldrei að endur- taka sig. Sjálfir höfum við þvegið af okkur þennan óþrifablett, og við munum gera allt til að tryggja okkur gegn slíkum fyrirbærum í framtíðinni. Ég fullvissa ykkur um það, félagar, að þessar tryg- gingar munum við skapa og að allir munum við saman sækja fram til hátinda kommúnismans. Ég heyrði stundum Khrúsjov tala um það hvernig hann skildi hlutverk sitt í sögu landsins. Hann sagði að Lenín hefði gengið inn í þessa sögu sem skipuleggj- andi byltingarinnar, stofnandi flokksins og ríkisins, en Stalín, hvað sem hans yfirsjónum leið, sem maðurinn sem tryggði sigur í blóðugri baráttu við fasismann. Ætlunarverk sitt sá Khrúsjov í því að færa hinni sovésku þjóð frið og velmegun. Um þetta tal- aði hann einatt sem höfuðmark- mið starfs síns. Hann byrjaði á mörgu Vandinn var hinsvegar sá að hann gerði sér mjög óljósa grein fyrir því með hvaða ráðum hann gæti náð slíkum markmiðum. Hvað sem aliri hans róttækni leið, þá vísaði hann á bug þeirri gagnrýnu athugasemd Palmiro Togliattis (formanns Kommún- istaflokks Ítalíu), að leita bæri að rótum persónudýrkunarinnar í því stjórnkerfi sem til var orðið. Enda þótt Togliatti væri visslu- lega ekki að setja það á dagskrá, að kapítalismi leysti sósíalismann af hólmi, heldur hefði í huga breytingar á stjórnarfari hins per- sónulega valds. Khrúsjov var maður nýjunga- gjarn og athafnasamur. Hann bar fram víðtæka áætlun um að endurreisa landbúnaðinn, hann stofnaði atvinnumálaráðin, lét byrja á miklum íbúðabyggingum og endurtæknivæðingu iðnaðar- ins. Hann tók upp passakerfi í sveitum (áður voru íbúar sveitanna passalausir og gátu því ekki leitað sér vinnu í borgum nema yfirvöld í héraði gæfu þeim lausnarbréf), bændur fengu eftir- laun í fyrsta skipti, Iægstu laun voru hækkuð. Unnið var að nýrri stefnuskrá fyrir Kommúnista- flokkinn, stjórnarskráin endur- nýjuð, breytt var um meginreglur og stíl í viðskiptum við Vestur- lönd. Og jafnvel maísævintýrið fræga... (Krúshjov lét það boð út ganga að maísrækt væri allra meina bót í landbúnaði). í öllu þessu endurspeglaðist leit að nýj- um leiðum og ákvörðunum, hin óstýriláta félagsmálaástríða hans. Tímabil Khrúsjovs var gagnsýrt andlegri endurreisn, enda þótt þessi þróun bæri glöggt svipmót tíma þeirra sem á undan fóru, væri einatt full með þver- stæður og skilaði takmörkuðum árangri. Framhald næsta sunnudag. 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.