Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 4
 Soffía, eiginkonaTolstojs, hreinritaði fyrir hann handritið að skáldsögunni Stríð og friður. Hún naut þess mjög að sigla um þann skáldskaþar- heim, en - sagði hún við karl sinn - „stundum finnst mér að það sé ekki skáldsagan þín sem er svona góð heldur að það sé ég sem er svona klók.“ Frelsíð og túlkunarceðið Orð Soffíu Tolstoj minna á það glaða frelsi sem lesandinn leyfir sér gjarna: hann skilur allt á sinn hátt og kannski betur en höfund- urinn sjálfur, altént getur höfu- ndurinn aldrei vitað hvaða til- finningar og hugsanir verk hans mun vekja upp, hann hefur búið til skrifaðan heim og hleypt hon- um út í hinn óskrifaða veruleika, og bók hans lifir í ófyrirsjáanleg- um móttökum okkar sem ráðum svo miklu um það, hvað höfu- ndurinn er að segja OKKUR. Frekastir lesenda eru náttúr- lega gagnrýnendur og bók- menntafræðingar sem hafa lengi túlkunarsteininn klappað: Eg hef, segja þeir hver með sínum hætti, komist að því hvað höfund- ur er í raun og veru að fara með þessu verki. Ekki er allt sem sýn- ist, en ég hefi leyst gátuna. Stund- um hefur þessi iðja gengið svo langt að gagnrýnendunum sjálf- um er nóg boðið. Eins og þegar Susan Sontag skrifaði grein sína „Gegn túlkun", þar sem hún lýsti söknuði sínum eftir sakleysi þess lesanda, sem er laus við kenn- ingu. Sakleysi þess sem t.d. getur horft á leikrit Tennesse Williams „Strætisvagninn girnd“ og notið glímunnar milli Stanleys, rudd- ans sterka, og mágkonu hans Blanche, fölnandi og þorstláts blóms úr yfirstéttargarðinum, án þess að þurfa að sjá í henni „hnignun vestrænnar menning- ar“ (gróf villimennska úr þjóðar- djúpunum gleypir í sig siðfágun og menningu). Túlkunaræðið, segir Susan Sontag, er menning- arsjúkdómur: skynsemin er með því að hefna sín á listinni, reyna að færa hana í bönd. Einhversstaðar erum við les- endur á flakki milli þessara tveggja póla: að virða textann eins og hann er, sýna honum auðmýkt - eða þá að bregða á leik með það frelsi sem þær bækur, sem við látum okkur miklu varða, freista okkur til. Karlveldið og dstin f nýútkomnu hefti Tímarits Máls og menningar er löng og stórfróðleg grein eftir Helgu Kress um skáldsöguna Tímaþjóf- Steinunn Sigurðardóttir urinn eftir Steinunni Sigurðar- dóttur. Eins og margir muna segir þar frá Öldu, vel stæðri og fríðri kennslukonu, sem á 38unda aldursári verður fyrir þeirri hremmingu að fá mikla ást á sam- kennara sínum Antoni. Það sam- band stendur í hundrað daga, þá yfirgefur Anton Öldu sína, ekki kannski vegna þess fyrst og fremst að hánn er giftur fyrir, heldur vegna þess að hann stefnir á pólitískan frama - og hlýtur hann. Alda situr eftir í sárum sem ekki vilja gróa, hugsun hennar er uppfrá þessu bundin ástinni sem brást. Hún trúir á ástina, segir Helga Kess, og kemst ekki upp með það. Hún ferst. Greinin heitir „Dæmd til að hrekjast" og meginhugmynd hennar er sú, að skáldsagan fjalli um „skilyrði ástarinnar og hversu erfitt hún á uppdráttar í karl- stýrðu þjóðfélagi". Karlveldið, segir á öðrum staði í greininni, „endurgeldur ekki ást kvenna" - og þessvegna ferst höfuðpersóna skáldsögunnar Tímaþjófurinn. Með sínum lærdómi og ástríðu gerir Helga Kress söguna að ákæruskjali á hendur „karlveldinu" og um leið að óbeinni viðvörun til kvenna um að ef þær gangist inn á forsendur karla í samskiptum, þá muni illa fara. Ástin og samfélagið Það er vitanlega rétt, að jafnvel persónulegustu tilfinning- amálum eru sett viss lífsskilyrði af sambýlisháttum í mannlegu fé- lagi. Og það virðist gráupplagt að álykta sem svo, að úr því karlar hafa ráðið mun meiru um mótun þjóðfélagsins en konur, þá beri þeir meiri ábyrgð á því að „okkar reikisstjarna er illa í stakk búin fyrir hamingjuna", eins og Ma- jakovskíkvað. f>að erheldurekki nýtt í túlkunarfræðum að fram- ganga einstaklinga í ástamálum sé teygð til alhæfinga um þjóðfé- lagið í heild. Um miðja síðustu öld var það algengt þema í rússneskum bókmenntum að ungur karlmaður, gáfaður og glæsilegur, vekur ást ungrar stúlku, en flýr af stefnumótinu. getur ekki undir ástinni risið, og gagnrýnendur þess tíma töldu að þessi héraháttur í ástum endur- speglaði vesöld samfélagsins og hugsjónaleysi: öll dáð var dauð, líka sú dáð sem ástin er. Við vit- um líka að fátt er algengara efni í vondum og góðum skáldsögum en stéttaskiptingin sem óvinur ástarinnar: hún fer frá honum eða hann frá henni til að giftast til fjár og frama. Enginn mun neita því að tilbrigði við þetta þema er að finna í Tímaþjófinum: Anton vill ekkert vesen í einkalífi, því hann stefnir á framboð og ráð- herradóm. Köld eru karla rdð Helga Kress er svo miklu rót- tækari en þetta þegar hún fjallar um skemmdarstarfsemi samfé- lagsins gegn ástinni. Þau spellvirki eru í meðförum hennar (og þeirra kenningasmiða sem hún styðst við, svo sem Juliu Kristevu) alfarið tengd karlinum bæði sem félagsveru og líffræði- legri uppákomu. Samkvæmt þessum skilningi er líf einstakl- ingsins í heiminum dapurleg ferð frá konunni, út úr heimi móður- innar og frumbernskunnar sem er sæll og góður og út í heim sem er napur ískyggilegur og karlkyns. f endursögn Helgu á þessum hug- myndum er heimur móðurinnar tengdur þessum hugtökum hér: nautn, hugarflug, ímyndun. gleði, hamingja, snerting og hlý- ja. En síðan gengur barnið smám saman inn í samfélagið og lærir að nota tungumálið - og samfélagið og tungumálið eru „heimur föðu- rins“, og þar byrjar sundur- greining, bæling, ófrelsi, af- skræming á „innri veruleika ást- arinnar og konunnar“. Hvort sem það er nú ætlunin eða ekki, þá verður allt hið jákvæða kven- legt í þessari tvískiptingu heimsins en karlmaðurinn eins- konar syndafall í sjálfu sér, það er hann sem skapar valdstreitu og ástleysi í aldingarðinum hennar Evu,. þar sem hún bjó sæl með barni sínu nýfæddu. Hann er fyrst og síðast eitthvað ógnvekjandi. (Til dæmis er augnaráð hans til konu ekki annað en fallískt und- irokunartæki og boðar kannski nauðgun bak við næsta horn. Og Anton má ekki svo regnhlíf spenna yfir Öldu að þar sé ekki kominn frekur fallos táknrænn.) Einna helst á karlkynsveran sér von ef hún hefur rænu á því að stunda skáldskap. Kenníngin og einstaklingurinn Hér er náttúrlega hvorki stað- ur né stund til að fjalla um alls- herjarkenningu eins og þá sem höfð er eftir Juliu Kristevu. Hitt snýr að okkur, að þegar tiltekinn texti (hér: Tímaþjófurinn) er les- inn saman við kenninguna, þá hefur hið einstaklingsbundna, óendurtakanlega tilhneigingu til að hverfa á bak við víðáttumiklar alhæfingar. Alda og Anton verða í túlkuninni hið kvenlega og karlveldið fyrst og fremst en ekki lifandi fólk. í nafni kenningarinn- ar verður Alda fórnarlamb („dæmd til að hrekjast"), hún er „sek“ um það eitt að gangast inn á mat karla (sbr. útleggingar á því hvernig hún „samþykkir augna- ráð karlveldisins sem skil- greinandi afl“). Þar eftir fer í greininni lítið fyrir umfjöllun um hennar ábyrgð á því sem gerist. Anton vill haga sambandi þeirra eins og honum best líkar og hafna henni þegar honum hentar - en lesandinn veit það líka, að Alda hefur áður hagað sambandi sínu við karla með svipuðum hætti, kippt þeim upp í til sín eftir hent- ugleikum og einn samkennarinn (Steindór) gekk í sjóinn þegar hún hafnaði honum. Sú saga gerir. nokkurt strik í þann skilning að Alda sé fyrst og síðast fórnar- lamb, enda fer ekki mikið fyrir henni í túlkun Helgu. Af því bara? Alda hafnar Steindóri, Anton hafnar Öldu: er þá vandi ástar- innar sá óleysanlegi hnútur sem Heine orti um: Strákur elskar stelpu, sem er hrifin af öðrum strák, sem horfir enn annað? Gömul saga og þó ávallt ný þeim sem verður fyrir barðinu á henni. Kannski. Alda segir reyndar á einum stað: „Okkur sem er hafn- að þýðir ekki að leita svars við spurningunni Hvers vegna. Því svarið er aðeins hið kosmíska af því bara“. Þessi „eilífðarvandi" er á sínum stað, en satt að segja er ekki mikið að græða á því að gera hann að aðalatriði í lestri sögunn- ar - svo gamalkunnugt er það allt. Það er líka hægt að hugsa sér að beina sinni móralskri túlkunarat- hygli að þessum þætti hér: Alda segir. „ég hef ávallt stjórnað lífi 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.