Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 5
Nokkrir punktarum Tímaþjófinn effirSteinunni Sigurðar- dóttur, túlkun Helgu Kress, óstarraunirí bók- menntum og fleira mínu. Öllu hef ég stjórnaö nema þér“ (Antoni). Og hún gerir sér sjálf mætavel grein fyrir því að það hefur hún getað vegna þess að hún er forréttindakona, ríkur erfingi, þar að auki menntuð, greind og fríð. (Það liggur við manni finnist ókurteisi að halda því fram að svo kostarík kona sé „dæmd til að hrekjast" fyrir körlum.) Ekki þyrfti langt að sækja í dólgafélagssálfræði til að segja, að Alda sé barasta yfir- stéttarpía sem hefur fengið allt sem hún vildi og hrekkur upp af standinum þegar að því kemur að hennar dæmi ganga ekki lengur upp. En það þarf heldur ekki að hugsa sig lengi um til að sjá hve þröngur og ófullnægjandi slíkur lesmáti er: sársaukinn í sögu Öldu er miklu meiri en svo að menn geti haldið í alvöru áfram með hann. Werther frcendi En ef menn vilja lesa Tíma- þjófinn með hugann meir við það, hver Alda er, en kven- leikann yfirhöfuð, þá er freistandi að halda áfram með þá setningu sem að ofan var til vitn- að: Alda hefur stjórnað öllu í lífi sínu áður en hún fær ást á Antoni sem hafnar henni. Og upp frá því er hann sá Eini sem til greina kemur, söknuðurinn og þráin gleypa alla aðra möguleika í per- sónunni með banvænum afleið- ingum. Með þeim áherslum erum við komin í fróðlegan félagsskap, svo mikið er víst. Til dæmis er fljót- legt að benda á hliðstæður við „Raunir Werthers unga“ eftir Goethe, þá 200 ára gömlu met- sölubók, fræga ástarsögu sem langan slóða dró á eftir sér. En eins og margir muna segir þar frá ungum manni, Werther, sem elskar Lottu sem er trúlofuð Al- bert og ætlar sér reyndar aldrei annað en verða hans dyggðug ektafrú - meðan ölvandi og líf- magnandi hrifning Werthers snýst í myrka og óviðráðanlega ástríðu sem endar í sjálfsmorði. Alda fékk alla nema Anton - og Lotta segir við Werther þegar hún er að biðja hann að vera „skynsaman" (Anton er líka af- skaplega „skynsamur"): „Ég ótt- ast að það sé aðeins vitrundin um það að þér getið ekki eignast mig, sem espar svona eftirsókn yðar.“ Hún eða hann, sem ÉG ekki fæ, verður óumræðamnlega heill- andi, það er víst ein af þessum eilífðarsögum sem allir kannast við. En hvernig fólk er það, sem sú þrá leikur jafn grátt eins og þau fjarlægu systkini Werther og Öldu? Hin útvöldu Werther þykist vita það vel. Það eru hinir útvöldu, hinir ó- venjulegu, sem fyrirlíta skyn- semi, hófsemi, hvunndagslega meðalhegðun, málamiðlun, vita að „ástríður mínar voru aldrei fjarri vitfirringu" - og eru stoltir af. „Hamsleysið“ sem Lotta ótt- ast er sjálfur lífselixír Werters og þá í nánum tengslum við skáld- lega afstöðu til tilverunnar. Og það er ekki laust við að Alda fari stundum með svipaðan málflutn- ing. Hún talar einatt um lágkúru- lega „skynsemi“ Antons. Og lág- kúru heimsins um leið: „Hvað erum við annað en þjáningars- ystkin í veröld hálfvolgrar heimsku? í veröld þar sem menn losa sig við ástina eins og óværu.“ Með öðrum orðum: Þjáningin er það verð sem goldið er fyrir að Íifa sterkara lífi en hvunn- dagsfólkið. Það er í þessu andófi og uppreisn gegn nytjastefnu í til- finningamálum sem hinir miklu elskendur tryggja sér samúð - sem getur meira að segja orðið svo róttæk að sjálfsmorð Wert- hers varð háskaleg fyrirmynd ungum sveinum um alla Evrópu: ekki máttu þeir svo lenda í ástars- org að þeir teldu það ekki fagra nauðsyn að elta fyrirmyndina og skjóta sig. Harmleikurinn En sú samúð verður spennandi og þverstæðufull einmitt vegna þess, að lesandinn er varla svo skyni skroppinn að honum detti í hug að óska þess (í anda góðra og gamalla freistinga alþýðlegrar, fræðisnauðrar sögusamúðar) að Werther fengi sína Lottu eða Alda sinn Anton. Ekki barasta vegna þess að hann er eigingjarn sem lesandi og veit að með slík- um málalokum yrði engin saga. Heldur af því, að harmleikur Werthers og Öldu er í rauninni ekki fólginn í því að þau fá ekki sína heittelskuðu, sinn heittel- skaða. Harmleikur þeirra er fólg- inn í því, að þau hafa skapað sér væntingar sem engin kona og engin karlmaður getur undir ris- ið. Hann er fólginn í því, að okk- ar ágætu söguhetjur hafa tekið þann kúrs á sinni siglingu, að mæta tilgangsleysi daglegs lífs með því að láta allt kynda undir þeirri ofurást sem segir við sjálfa sig: bara ef VIÐ værum saman þá væri allt leyst. Því verður svo seint svarað hvers vegna sumir einstaklingar telja sig ekki eiga nein önnur úrræði í saman- lögðum lífsvandanum en að láta ástina sem brást leggja sig í gröfina. Góðar skáldsögur um þá gefa engin endanleg svör um þau efni sem betur fer. En meðal ann- arra mögulegra svara eru vitan- lega samfélagsaðstæður. Hvort heldur sá stéttarhroki aðalsins, sem hafnar Werther þegar hann reynir í sorg sinni að ná sér á strik sem embættismaður, eða það karlaveldi sem vissulega gerir konur auðsæranlegri en karla í tilfinningamálum. Húmorinn Vonandi heldur enginn að með samanburðinum á Werther og Tímaþjófnum sé verið að dylgja um „áhrif“ á nýlega íslenska skáldsögu. Nei: hér er barasta verð að minna á að „fórnarlömb" ástarinnar eru af báðum kynjum og að staða þeirra er keimlík hvað sem líður ólíkum aðstæð- um. Og vitanlega eru þetta feiknalega ólíkar skáldsögur. Til dæmis er Werther laus við húm- or, alvaran er hann (og lesand- ann) lifandi að drepa - meðan Alda getur oft og vel hlegið að sjálfri sér og heiminum. Og það er réttilega tekið fram hjá Helgu Kress, að hláturinn er vongefandi (þótt svo hann ekki dugi Öldu til lífs) - hann er raunabót, hann stækkar sjónarhornið, hann setur strik í reikning viðtekins gildis- mats. Ógöngur og œvintýri Þessir punktar eru saman settir til að benda á aðra möguleika á að nálgast skáldsöguna Tíma- þjófinn en þann sem Helga Kress notar í TMM. Þar með er ekki sagt að túlkun hennar sé „röng“ ellegar óþörf. Manni getur gram- ist það hve langt hún gengur við að þrýsta skáldverki inn í kenn- ingu. En þær syndir, sem sprottn- ar eru af þeirri sannfæringu að bókmenntir skipti máli fyrir skilning okkar á sálum og samfé- lagi og kannski fyrir jafnréttið og fleiri hugsjónir ágætar, þær eru vitanlega smáar miðað við t.d. þau leiðindi að forðast skoðanir í bókmenntaumfjöllun, hengja sig í einhverjum hugmyndasnauðum endursagnastíl. Helga Kress leggur upp í langa ferð með texta Steinunnar, og það ævintýri er ögrandi og merkilegt, eins þótt lesanda greinarinnar finnist að ferðin berist út í ógöngur. Ef eng- inn væri reiðubúinn að hætta á að lenda í ógöngum, þá mundi eng- inn heldur þokast spönn frá rassi. Sunnudagur 20. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.