Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 3
Stefnumót í óbyggðum Sigurður Örlygsson sýnir að Kjarvalsstöðum Það eru undarleg og heillandi stefnumót sem Sigurður Ör- lygsson býður okkur til í Vest- ursal Kjarvalsstaða um þess- ar mundir. [ óskilgreindu villtu og ósnortnu landslagi í mótun sjáum við torkennilegar vélar velta fram og kaðla sveiflast um sviðið eins og í þyngdar- leysi berandi undarlegar keilulagafötur. Stigarog bönd, tól og tæki minna okkur á tilvist mannsins, en við ger- um okkur þó ekki fyllilega grein fyrir því hvort hann er ókominn eðafarinn. Það ríkir eitthvert undarlegt og ógnvekjandi stjórnleysi yfir þessu öllu saman, en engu að síður bera tólin sem þarna tróna með sér að í þeim býr ákveðinn tilgangur sem helg- arform þeirra. Sú spurning verðuráleitin hvarvið erum stödd, hvort við höfum verið hér áður eða hvort þetta sé hið fyrirheitna helvíti þar sem yfirskilvitlegurog innbyggður tilgangur vélarinnar hefur tekið við stjórninni eftir að maðurinn hefur tortímt sjálf- um sér með tæknibrellum sín- um og ofstjórnaráráttu. Og stundum vaxa tólin og tækin út úr myndunum eins og skúlptúrar sem verða okkur þeim mun ágengari og áþreifanlegri sem djöfullegar vélar vegna þess að við skiljumþærekki. Það er mikið sem Sigurður Ör- lygsson hefur færst í fang með þessari sýningu. Þótt verkin séu aðeins sjö talsins, þá fylla þau Vestursalinn á Kjarvalsstöðum vel og njóta sín um leið til fulls, þar sem sýningin myndar eina heild og virðist fyrirfram hugsuð fyrir þennan sal. Myndirnar eru beint framhald þeirrar sýningar sem Sigurður hélt fyrir rúmu ári í sama sal, en nú eru vinnubrögðin markvissari, myndmálið og skila- boðin skýrari. Myndlist Sigurðar hefur tekið afgerandi breytingum á nokkrum \ árum. Hann mótaðist sem ab- straktmálari á skólaárum sínum á listaakademíunni í Kaupmanna- höfn þar sem hann var nemandi Richard Mortensen, meistara danska strangflatarmálverksins. En þótt myndir Sigurðar væru mótaðar af óhlutbundnu strang- flatarmálverki þá voru þær alltaf fullar af frásögn og gáska, og Sig- urður sótti óhræddur form í um- hverfi sitt sem hann nýtti í ab- straktmyndir sínar, stundum sem óbeinar og tvíræðar tilvitnanir. Frásagan og tilvísunin í hið hlut- bundna hefur því í raun og veru alltaf verið til staðar í verkum hans. En fyrir rúmu ári síðan sýndi hann í fyrsta skipti verk sem mörkuðu þáttaskil á ferli hans: mónúmental málverk þar sem áfastir tréskúlptúrar í formi tor- kennilegra tóla, lóða og jafnvægisstanga líkt og uxu út úr myndunum. Á þessari sýningu sjáum við sömu hugmyndir út- færðar á mun markvissari hátt. Einkum á það við í myndunum þar sem villt og ósnortið lands- lagið undirstrikar ógnvekjandi tilvist þessara undarlegu tóla og tækja með sínum innbyggða en torráðna tilgangi. í þeim mynd- um þar sem bakgrunnurinn er óhlutbundinn og óræður verður spennan á milli vélar og baksviðs fyrst og fremst formræn, en þegar tólin eru komin út í hina víðu og óbeisluðu náttúru fær hin form- ræna spenna nýtt innihald, sem gefur þessu undarlega stefnumóti í senn framandlegan og kunnug- legan blæ. Við finnum að spenn- an í myndinni á sér samsvörun í einhverju sem við þekkjum innra með okkur og birtist okkur þarna í nýrri og óvæntri mynd. Þessi sýning Sigurðar er fjórða einkasýningin sem hann heldur á 16 mánuðum, alltaf með nýjum verkum. Það er greinilegt að árangurinn af þessari miklu vinnu er nú að skila sér í markvissari vinnubrögðum og auknu tækni- legu valdi á viðfangsefninu. Enn sem fyrr finnst mér þó sem hreinu málverkin skili sér betur og að eitthvað skorti á að tengsl skúlptúranna við málverkið virki fullkomlega eðlileg. Hins vegar væri fróðlegt að sjá Sigurð fást við frístandandi skúlptúra, því hann hefur greinilega tilfinningu fyrir skúlptúr og kann að nýta sér form úr okkar tilbúna heimi til frjórrar og frumlegrar tjáningar. Sú spurning hvarflar óneitan- lega að manni hvað verði af verk- um sem þessum eftir sýninguna á Kjarvalsstöðum. Það er ekki um mörg húsakynni að ræða sem bera mónúmental verk á borð við þessi. Jafnvel ekki listasafns- byggingin nýja svo vel fari. Það hefur reyndar sýnt sig að nýja listasafnsbyggingin með öllum sínum glæsileik hentar ekki sem sýningarstaður fyrir alla list. Hún hentar ágætlega hinu hefðbund- na málverki, en þegar kemur að nýlistinni verður umhverfið kæf- andi eins og sést best í salnum sem nú er hafður undir myndlist yngstu kynslóðarinnar á sýning- unni Aldarspegill. Við því var kannski aldrei að búast að nýja listasafnsbyggingin gæti þjónað svo ólíkum kröfum innan þess- þrönga ramma sem henni var settur. En sú staðreynd að Lista- safn íslands getur illa þjónað nýj- ustu straumum í myndlist okkar er í raun aðeins enn ein röksemd fyrir þeirri knýjandi nauðsyn að leyst verði úr húsnæðisvanda Ný- listasafnsins með einhverju til- tölulega ódýru en rúmgóðu húsn- æði þar sem hátt er til lofts og vítt er til veggja og þar sem spara má bæði parkett, marmara og flosmjúkt veggfóður. Hin augljósu takmörk nýju listasafnsbyggingarinnar bjóða óhjákvæmilega annarri hættu heim: að safnráðið takmarki list- averkakaupin við það sem hentar í húsakynni safnsins. Það liggur í augum uppi hvaða hættu það fel- ur í sér, ef listamenn okkar þurfa að miða verk sín við þann ramma sem safnbyggingin setur, til þess að fá náð fyrir augum safnráðs- ins. Hér þarf því að koma til sam- vinna og gagnkvæmur skilningur, þar sem opinberir aðilar komi til móts við það merka frumkvæði sem ungir listamenn hafa átt með stofnun og rekstri Nýlistas- afnsins. Þessar stofnanir eiga að geta unnið saman að því sam- eiginlega markmiði sem þær hafa: að efla vöxt og viðgang ís- lenskrar myndlistar. Nýja Lista- safnið er vissulega mikilsverður áfangi á þeirri leið, en hann má ekki verða til þess að menn horfi framhjá þeirri knýjandi nauðsyn að nýsköpun í íslenskri myndlist verði skapað viðunandi umhverfi og starfsvettvangur. Það er orðið eitt brýnasta hagsmunamál ís- lenskra myndlistarmanna að Ný- listasafnið fái það húsnæði sem það á skilið og að verkum á borð við þau sem Sigurður Örlygsson sýnir okkur nú að Kjarvalsstöð- um verði haldið til haga og höfð til sýnis í húsnæði við hæfi. Má ekki finna einhverja gamla og ón- othæfa verksmiðju eða skemmu sem hægt væri að breyta í safn og miðstöð fyrir skapandi list með litlum tilkostnaði? Slíkar bygg- ingar eru til og fáum til gagns. Hugmyndirnar eru til staðar og viljinn hjá listamönnunum. Það sem vantar er skilningur opin- berra aðila og formlegur vett- vangur til þess að hrinda hug- myndunum íframkvæmd. Tillaga mín er sú að ríkið, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Ný- listasafnið ásamt samtökum lista- manna myndi með sér hlutafélag eða standi að myndun sjál- fseignarstofnunar er tekið gæti við hlutverki Nýlistasafnsins við viðunandi aðstæður og í húsnæði sem hentaði starfsemi þess sem safnhús, sýningarsalur og listam- iðstöð. Það þarf enginn að efast um að slík framkvæmd mundi auðga höfuðborgina eða nág- rannasveitarfélögin af lífi og verða nýsköpun í íslenskri mynd- list sú lyftistöng, sem hún á skilið. -ólg Sunnudagur 20. mars 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Núið Svífa nœtur svífa myrkar nœtur sofa frómir menn jörðin grœtur heitum tárum grœtur jörðin enn dansa fœtur dansa hvítir fœtur drepnir liggja menn B.H. /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.