Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 6
Samvinnuskólinn Bifröst Rekstrarfræði á háskólastigi Samvinnuskólapróf í rekstrarfræðum á há- skólastigi miðar að því að rekstrarfræðing- ar séu undirbúnir til ábyrgðar- og stjórnun- arstarfa í atvinnulífinu, einkum á vegum samvinnuhreyfingarinnar. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða viðskiptabrautum eða lokapróf í frum- greinum við Samvinnuskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Markaðarfræði, verslunar- og framleiðslustjórn, fjármálastjórn og áætlana- gerð, starfsmannastjórn og skipulagsmál, almannatengsl, lögfræði og félagsfræði, fé- lagsmálafræði, samvinnumál o.fl. Námslýsing: Áhersla lögð á sjálfstæð raun- hæf verkefni og vettvangskannanir í atvinnu- lífinu, auk fyrirlestra og viðtalstíma o.fl. Námstími Tveir vetur, frá september til maí hvort ár. Aðstaða Heimavist, fjölskyldubústaðir, skólaheimili, félagsaðstaða og mötuneyti á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.s.frv. Kostnaður: Fæði, húsnæði, þjónusta og fræðsla áætluð um 32.000,- kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir Með persónulegu bréfi til skóla- stjóra Samvinnuskólans á Bifröst fyrir 10. júní. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og upplýsingar um fyrri störf. Ekki sérstök umsóknareyðublöð. Veitt er innganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Miðað er m.a. við reglur um námslán. Samvinnuskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi, sími: 93-50000. Samvinnuskólinn Bifröst Undirbúningsnám á Bifröst Frumgreinadeild Samvinnuskólans veitir undirbúning fyrir rekstrarfræðanám á há- skólastigi. Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á fram- haldsskólastigi án tillits til námsbrautar.t.d. í iðn-, vél-, verkmennta-, fjölbrauta-, mennta-, fiskvinnslu-, búnaðar-, sjómanna- eða verslunarskóla o.s.frv. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvu- greinar, enska, íslenska, stærðfræði, lög- fræði, félagsmálafræði og samvinnumál. Námslýsing: Áhersla lögð á sjálfstæð raun- hæf verkefni, auk fyrirlestra og viðtalstíma o.fl. NámstímkEinn vetur, frá septembertil maí. Aðstaða: Heimavist, fjölskyldubústaðir, skólaheimili, félagsaðstaða og mötuneyti á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.s.frv. Kostnaður: Fæði, húsnæði, þjónusta og fræðsla áætluð um 32.000,- kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með persónulegu bréfi til skóla- stjóra Samvinnuskólans á Bifröst fyrir 10. júní. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skólagöngu með afriti skírteina og upplýsingar um fyrri störf. Ekki sérstök umsóknareyðublöð. Veitt er innganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Samvinnuskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi, sími: 93-50000. Hvað er Bliss? Sá sem ekki getur talað getur ekki sagt öðrum frá óskum sínum og þörfum. Hann getur ekki sagt frá reynslu sinni, eða hvers vegna hann grætur eða hlær. Hann getur ekki beðið skýringar á því sem hannskilurekki. Það er ekki óalgengt að börn fæðist með slíka hreyfifötlun að þau geti ekki talað, jafnvel þótt þau séu fædd með eðlilega greind. Táknmál heyrnleysingja kemur þeim ekki heldur að gagni, þar sem hreyfihömlunin kemur í veg fyrir það. Par sem einn í fjölskyldu býr við slíka fötl- un þróast gjarnan sjálfstætt táknmál, þar sem hinir talandi geta lesið úr svipbrigðum, augnhreyfingum og bendingum hins mállausa hvað hann vill. Þessi tjáskipti opna hinum tal- hamlaða þröngan heim, en þegar hann þarf út fyrir veggi heimilis- ins, á dagheimili eða skóla, skilur hann enginn. Nærtækasta ráðið til þess að bregðast við þessum vanda er að nota myndmál með bendingu. Notkun tákna sem standa fyrir hugtök eða hugmyndir auka tjáningarmöguleikana. Bliss— táknmálið er dæmi um þetta. Það var innleitt hér á landi fyrir rúmum áratug, og fyrsti einstakl- ingurinn sem lærði að tjá sig á Bliss-máli var 6 ára fjölfatlaður drengur, sem ekki hafði getað tjáð sig áður. Síðan hefur þetta táknmál valdið byltingu í lífi margra fjölfatlaðra barna hér. á landi, og sett hefur verið á lagg- irnar sérstök Bliss-nefnd til þess að útbreiða þekkingu á þessu táknmáli og afla kennslugagna við hæfi hvers og eins. Þær Sigrún Grendal og Snæ- fríður Egilson eru meðal þeirra sem unnið hafa mikið og fórnfúst starf við að innleiða BIiss- táknmálið hér á landi og við hitt- um þær í vikunni og spurðum á hverju þetta táknmál byggði og hverjir væru möguleikar þess. - Sá sem bjó til þetta táknmál heitir Charles Bliss og er austur- rískur efnafræðingur. Hann var vanur að nota alþjóðleg tákn í sínu starfi og eftir kynni sín af kínversku táknletri fékk hann þá hugmynd að búa til alþjóðlegt táknmál sem átti að gegna svip- uðu hlutverki og esperanto. Það var byggt upp á takmörkuðum fjölda grunntákna sem hvert um sig hefur ákveðið rökfræðilegt eða hugtakslegt inntak. Með frekari samsetningu þessara tákna má síðan byggja upp kerfi sem nýta má til þess að mynda orð, orðasambönd og heilar setn- ingar. Bliss vann upp þetta táknmái á árunum 1942-49, en það hlaut litla útbreiðslu fyrr en sérkennarar við skóla fjölfatlaðra barna í Ontario í Kanada upp- götvuðu, að þetta gat komið að notum í þeirra starfi. Þetta var árið 1971, og síðan hefur notkun Bliss-málsins verið tekin upp við kennslu fjölfatlaðra víða um heim. í dag munu allt að 20.000 einstaklingar í heiminum tjá sig á Bliss-máli. Bliss-málið hefur þá augljósu kosti að það hefur rökrétta upp- byggingu, það má nota það með ábendingu og það er skiljanlegt öllum sem kunna að lesa, því hverju tákni fylgir prentað orð. Nýverið höfum við látið prenta staðlaða tjáskiptatöflu með um 500 Bliss-táknum sem skýrð eru á íslensku. Auk þess notumst við einnig við töflur eða hefti með færri og stærri táknum, allt eftir getu og þörfum hvers einstakl- ings. Við höfum séð þetta táknmál valda byltingu í lífi margra fjölfatlaðra barna. - Hvaða einstaklingar eru það sem helst hafa nýtt sér þetta kerfi? - Þaðerueinkum börnsem búa við fötlun sem er meira líkamleg en andleg. Það hefur komið í ljós að notkun þessa máls hefur al- mennt örvandi áhrif á þroska þeirra sem það nota, bæði á sviði fínhreyfinga og einnig örvar það málþroska barnanna og getur jafnvel hjálpað þeim til þess að byrja að tala. Og þau börn sem geta ekki bent geta í sumum til- fellum notast við Ijósgeisla og rofa til þess að tjá sig á Bliss- spjaldinu. - Geta hörn sem eru þetta mikið hreyfihömluð hafi eðlilega greind? - í vissum tilfellum, já. Hins vegar hefur sú fötlun að ráða ekki hreyfingum sínum alltaf áhrif á þroskamöguleika barna, um- heimurinn verður ekki eins stór, úthald þeirra verður minna og einbeiting. En þeim mun mik- ilvægara er að gera það sem hægt er til þess að auka samskipta-1 möguleika þeirra við aðra á sem flestum sviðum. - Getur notkun táknmúlsins ekki orðið til þess að börnin leggi minna á sig við að skilja sjálft tungumál- ið? - Nei, það er afar mikilvægt í þessu sambandi, að kennarinn talar alltaf við viðkomandi á réttri íslensku. Við neitum ein- faldlega að gefast upp við að kenna barninu þótt það geti ekki talað. Bliss-málið getur einmitt orðið brú barnsins til þess að ná valdi á tungumálinu. Um leið og barnið fer að geta tjáð sig að ein- hverju marki með orðum hættir það einfaldlega að nota táknin. Og það hefur sýnt sig að Bliss- málið kemur einnig að góðu gagni við það að kenna þessum börnum að lesa. Eitt af því sem við erum ákaf- lega stoltar yfir er að nú er verið að vinna að því að aðlaga Bliss- málið að tölvutækninni hér á landi. Þetta hefur reyndar verið reynt erlendis með misjöfnum ár- angri, en nú hefur Jón Hjaitalín Magnússon komið fram með hugmynd að hugbúnaði fyrir Bliss-mál, sem hefur vakið mikla athygli erlendis. Hefur norræna nefndin fyrir fatlaða veitt styrk til frekari þróunar þessa hugbúnað- ar, sem gerður verður á öllum Norðurlandamálunum og einnig á ensku. Þetta ætti að opna mikla möguleika við gerð námsgagna og einnig til tjáningar, þar sem hugbúnaðurinn gefur einnig möguleika á ritvinnslu. Þróun þessa máls er aðeins á byrjunar- stigi og það má segja að þegar sé orðinn mikill skortur á fram- haldsnámsefni fyrir suma skjól- stæðinga okkar. Þar bindum við miklar vonir við tölvukerfið. -ólg. - Táknmálfyrir talhamlaða Hefur valdið byltingu ílífimargra fjölfatlaðra barna, segja þær Sigrún Grendal og Snæfríður Egilson morgunn kvöld fyrirhádegi eftirhádegi i gær í dag á morgun Q'll2 Ql'12 Q> Q>< Q< 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 20. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.