Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.03.1988, Blaðsíða 16
KLIPPING Saga af Skaganum Við Stiilabar stendur Chevrolet Nova. Og það næðir undan henni og upp í kringum Ijósastaurinn sem haggast létt í myrkrinu þannig að skuggi úlnliðsins á mælaborðinu tifar, yfir hljóðum mælunum. Hin höndin hangirniðursætisbakið, yfir brjóstum tveim sem bærast heldurekki. Andskotinn, hann kippist við af innri óeirö og kveikir leiftursnöggt á útvarpinu. U2. Stilli á hæsta og snýr lyklinum líkt og hann sé hnffur í sári. Framljós- inu kvikna og hann er þotinn. Að- algatan er þó ekki lengri en sem einu gítarsólói nemur og að því loknu bremsar hann fremst á bryggjunni. Þögn. Varla kjams í kinnungum bátanna. Þóereins og lognið sé fremur af völdum kulda en öðru. í næturfrostinu er sjórinn seigfljótandi í formi hafn- arinnar. Hann svipast um íkring- um bilinn og skimar í kringum sig. Ekki köttur á kreiki. Opnaraftur- hurðina og dregur hana út af erf- iði.Dröslar henniað næstliggjandi bátshlið, setur lappirnar út fyrir bryggjubrúnina og ýtir henni síðan niður í hyldýp- ið. En sítt hárið festist með óskiljanlegum hætti á milli tveggja fúinna stoða í bryggju- kantinum, rykkirímeðeinkenni- legu hljóði, og hún hangir á því milli skips og bryggju. Hann stirðnar upp af samskonar rykk og starirfrosnum augum. En átt- arsig, hendist að bílnumog finn- ur gamlan ryðböggul sem hann heldur vera vasahníf. T ekst með tönnunum að ná blaðinu upp og hendir sér flötum á bryggjuna. Það tekur hann nokkra stund að skera á hnútinn. Óbeittur hnífur- inn vinnur illa á stríðu hári henn- ar. En að lokum slitnar síðasta tjásan og hann heyrir hvar hún dettur í vatnið með dempuðu skvamphljóði. Hann reytiríflýti síðustu lufsurnar úr tréverkinu og hendir þeim í höfnina en þær loða við hann líktog kattarhár. Honum tekst ekki að hrista þau af sér, buxurnar verða hárugar. Daginn eftir stendur sama bif- reið við hús í miðbænum og hurð- arskelli síðar snarast hann upp tröppurnar. Hey Krimmi! heyrist innan úr húsinu og þegar hann opnar hurðina: Hvað segir hann? Bara mættur í sjæningu? Inní eld- húsinustendurStinni, meðstífa greiðslu, ástuttermabol merWum lceHair ‘87 og sýpur á HiCi. Úr stofunni heyrist Matty Nykanen stökkva af sjötíu-metra pallinum í Calgary og gegnt honum sér á plaggat af Pétri Péturssyni í Fey- enordbúningnum. Rödd þularins blandast laugardagseftirmið- dagsdagskrá Stjörnunnar eða Bylgjunnar. U2. Og Bjargey kem- ur fram með nýlegt eintak af Hár og fegurð í höndunum. Hún er á síðum hlýrabol einum fata og berfætt. Hæ. Hann lufsast niður á stól við eldhúsborðið og byrjar að fitla við öskubakka merktan Mart- ini. Hvernig væri að þú létir lita það svona? Bjargey bendir á mynd af einkennilegum unglingi í miðju blaðinu. Nei, Krimmi erfínn svona, hann þarf bara smá lyft- ingu í það. Stinni teygir sig niður í frystihólf ísskápsins. Viltu bjór? Og trimma það aðeins í köntu- num, þá er hann fínn. Hann hengir haus og hárið hylur augun. Hvað ertu eitthvað þunn- ur? Mér finnst samt það væri flottara að setja smá strípur í það. Eins og þetta finnst mér alveg meiriháttar. Hún bendir á aðra mynd í miðju blaðinu. En út um eldhúsgluggann sér á máv sem mígur í miðja höfnina. Jæja, eigum við að drífa okkur í einn hár-kött? Stinni tekur fram græjur sínar og breiðirhandklæði um herðar Kristmundar sem enn situr á sama stól. Hann bleytir greiðu og kembir sítt hárið aftur á hnakkann um leið og hann sönglar með kunnu lagi innan úrstofunni. Hey, hækkaðu aðeins. En hún hækkar þess í stað í sjónvarpinu og fagnaðarhróp áhorfenda yfir- gnæfatrommutaktinn. Hann vann. Skíðastökk, við ættum að æfa skíðastökk hérna á Skagan- um, setja pall ífjallið. En hann haggast ekki og gónir í gólfið þar sem klippt hárin hylja fleiri og fleiri flísar. Hey komm on, hvernig heldurðu að maður geti klipp þig svona niðursokkinn, svona, upp með feisið, horfðu frekar á þetta bjútí þarna. Hann lítur upp á Út- sýnardagatalið 1988 og sér Per- brjósta konu með blautt hár í fjar- lægu flæðarmáli undir eldbláum himni. Hún lygnir aftur augunum í átt til sólar. Góðir uggar á þessari ha? Vantarbarasporðinn. Raf- magnsklippurnar suða á bakvið eyrun. Og brátt fer blásarinn um nýstytt hárið. Bjargey kemur aftur fram og henni bregður létt þegar hún sér árangurinn. Segir vá án þess þó að henni takist að verjast brosi. Kristmundurvirðirsig fyrir sér í speglinum og sér annan mann, roðnar. Hvað heldurðu að Silla segi nú við þessu? Spyr Bjargey um leið og hann sér á sér buxurnar, allar hárugar. Á auga- brágði sprettur hann upp úr stóln- um og þrífur leiftursnöggt um þann handlegg Stinna er um skærin heldur og beinir honum 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudi að Bjargeyju þar sem hún stend- ur í einum króki eldhúsinnrétting- arinnar. Krimmi! Hvað er að þér? Ekki I Stinni streitist á móti en Krimmihefuryfirhöndáskærun- um sem gapa útglennt á móti henni. Oddarnir vísa hvor á sína geirvörtuna sem skagar stíf af hræðslu út í þunnan bolinn. í skelfingu grípur hún um hendur þeirra beggja sem í hnút eru um skærin og á þeim eru sex hendur þegar Kristmundur neytir afls og klippir á sinn hvorn hlýrann. Bol- urinn fellur niður alhvítan líkama Bjargeyjarsem berast þeim að fullu á köldu eldhúsgólfinu. Það verðurspennufall og aðeins skærin titra í þögninni á milli þeirra. Nei, plís, stynur Bjargey og Krimmi linast upp, brotnarsaman og sleppirtakinu. Felluráknéog tekur utan um hana og kreistir, þrýstir nýgreiddu höfði sínu á milli mikilla brjóstanna og brýst þar út í brjálkenndum og háværum gráti. T ár hans brjótast f ram út f rá sitt hvoru gagnauganu og flæða fram brjóstin út á geirvörturnar, falla í dropum niður af þeim og lenda í neðri hárum hennar þar sem þau þorna og seltan ein verðureftir. Ath.: Stillabar berist fram eins og Millabar. New York City, Super-Tuesday 1988 Hallgrímur 20. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.