Þjóðviljinn - 23.03.1988, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 23.03.1988, Qupperneq 4
LEIÐARI KLIPPT OG SKORIÐ Nýir og endurbættir Garðasbætissamningar Ýmislegt hefur gengiö á í yfirstandandi kjarasamningalotu og hefur leikinn borið vítt um land. Þó hafa þar enn ekki orðið stærri tíðindi en viðbrögð verkamanna við drögum að nýjum samningum. Viðræðum Verkamannasambandsins við at- vinnurekendur lauk undir síðustu mánaðamót eftir stranga törn í húsi atvinnurekenda í Garðastræti í Reykjavík. Þegar skrifað var þar undir nýja samninga reiknuðu flestir með að nú væri búið að gefa tóninn og að menn sættu sig við tóntegundina, hvort sem röddin lægi hátt eða lágt. En skyndilega stóðu menn frammi fyrir þeirri staðreynd að flest félög verkafólks felldu samningana og í öðrum voru þeir samþykktir með naumindum. Það varð að meta stöðuna upp á nýtt. Ljóst var að óánægja láglaunamanna var miklu meiri og víðtækari en margir forystumenn þeirra höfðu álitið. Launafólk óttaðist frekari kjararýrnun og taldi nýju samningana miða við ævintýralega bjartsýna verðbólguspá. Reiði og óánægja beindist m.a. að því atriði að samningaviðræður skyldu einu sinni enn hafa farið fram í húsakynnum atvinnurekenda viðGarðastræti. „Garðastrætissamningar," sögðu verkamenn og greiddu atkvæði á móti. Nú hafa tvö stór sambönd launamanna undirritað nýja samninga í Garðastrætinu. í Landssambandi iðnverkafólks og Landssambandi verslunarmanna er stór hluti þeirra launa- manna sem minnst bera úr býtum fyrir vinnu sína. Konurnar við kassana í stórmörkuðunum og starfsstúlkurnar á saumastof- unum teljast síður en svo til hátekjumanna. En hver er munurinn á þessum nýju Garðastrætissamning- um og þeim fyrri sem hlutu svo háðulega útreið hjá verkamönn- um vítt og breitt um landið? Haft er eftir oddvita verslunar- manna að nýju samningarnir gefi um 2% umfram samninga Verkamannasambandsins. Hjá forsvarsmönnum iðnverka- fólks heyrast nefnd 3-4%. Nú hafa náðst fram mun meiri starfsaldurshækkanir, en þær voru eitt helsta keppikefli verka- manna. Ljóst er að hörð viðbrögð verkamanna hafa leitt til þess að atvinnurekendur hafa gefið nokkuð eftir í þessum efnum. Barátta verkamanna hefur styrkt stöðu allra launamanna. Hagfræðingur Alþýðusambandsins taldi að samningar Verkamannasambandsins leiddu til kjararýrnunar. Varafor- maður Iðju á Akureyri telur að með nýju samningunum takist ekki að halda óbreyttum kaupmætti út samningstímabilið. Hann gerir líka athugasemd við litla upphafshækkun, en hún er 5,1 % eins og í samningum Verkamannasambandsins. Hvergi hafa komið fram skýringar á þessari tölu og er hún þó býsna fróðleg í Ijósi þess að framfærslukostnaðúr hefur hækkað um 11-12% frá síðustu launahækkunum í októberbyrjun. Nú er að bíða og sjá hvort iðnverkafólk og verslunarmenn taka endurbættri útgáfu af Garðastrætissamningum betur en verkamenn tóku gömlu útgáfunni. Farið að siðareglum Félagsmálaráðherra hefur kært til Siðanefndar Blaða- mannafélagsins að í Þjóðviljafrétt var vitnað til ónafngreinds heimildarmanns í félagsmálaráðuneytinu. Taldi ráðherra að þetta hefði valdið starfsfólki ráðuneytisins óþægindum og að brotnar hefðu verið siðareglur blaðamanna en í þeim segir m.a. að ekki skuli valda saklausu fólki og fólki, sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu. Blaðamaður Þjóðviljans áleit að samkvæmt siðareglunum bæri honum að virða nauðsynlegan trúnað við heimildarmann og vildi því ekki skýra nánar frá því hver hann væri. Siðanefnd hefur fjallað um málið og Þjóðviljinn fagnar þeim úrskurði að hér hafi ekki verið um brot á siðareglum að ræða. Málið snertir grundvallaratriði í fréttaöflun og þrátt fyrir ótíma- bæra ákæru verður að telja líklegt að ráðherrann viti vel að sumir heimildamenn treysta sér af ýmsum orsökum ekki til að láta nafns síns getið þótt þeir hafi frá ýmsu markverðu að segja. ÓP Sundrungí þjóöfelaginu Það er mikið geipað um sundrung og illdeilur í ís- lensku þjóðfélagi um þessar mundir. Þjóðinertvístruð út og suður. í stórmálum eins og átökum um kaup og kjörstapparnærri að hún sé klofin í frumparta sína. f öðru fyrirferðarmiklu máli, bjórdeilunni, skiptist þjóðin í tvær hatrammar fylkingar. Um það mál sem menn ættu raunar að hafa mestar áhyggjur af- rányrkju í haf- inu - vilja menn sem fæst segja : í þeim efnum eru menn fyrst og síðast ósáttir við sjálfan sig, þeir játast undir þá almennu kvöð að vera á móti ráunyrkjusynd- um í orði, en ætla að syndga upp á náðina prívat og per- sónulega - hvenær sem færi gefst. Ogoftarþó. Hin sanna þjóðarsátt Mitt í allri þessari sundur- þykkju gerast svo þau undur að við eignumst einn sam- nefnara. Hann heitir Sverrir Stormsker. Við urðum vitni að því á mánudagskvöld að um Evróvisjónlag hans, „Þú og þeir“ myndaðist hinn sanna þjóðarsátt, sem menn eru alltaf að skima eftir. Önnur eins samstaða hefur ekki sést um nokkurn skap- aðan hlut hér á landi síðan greidd voru atkvæði um það að stofna lýðveldi á íslandi 1944. Það er ekki nema von að höfundur lagsins segi kotroskinn við blaðamenn: „Vitanlega verð ég íslensku þjóðinni til sóma eins og ég hefi verið fram að þessu“. Söngvar og þjóðerni Forði oss allir heilagir frá því að leiðast út í popprýni. En Klippari getur ekki neit- að því að honum varð skemmt yfir þessum stór- sigri Sverris Stormskers. Lag hans var að minnsta kosti ekki leiðinlegt. Text- inn þægilega langt út í hött og um leið veiðir hann lævís- lega athygli manna með hrikalegri nafnaþulu sem spannar mörg lönd og öll menningarsviðin. Ogþó er það ekki enn talið sem kann- ski er best við þetta lagaval. í fyrri umferðum Evróp- usöngvakeppni sem ísland hefur tekið þátt í, hafa menn brunað galvaskir út á hálan ís og spanað sig upp í heil- mikla þjóðrembu mjög móðgunargjarna. Við sjálft lá að menn vildu lýsa frati á þær þjóðir, sem brugðust þeirri skyldu að gefa íslend- ingum stig. Og ekki munum við betur en það hafi þótt veruleg uppbót á sextánda sætið í keppninni síðast, að þjóð Bachs og Beethovens hefði þá gefið íslensku lagi nokkur stig. Svona hjöluðu menn oft, mikið og lengi og allt var það heldur dapur- legt. En lagið „Þú og þeir“ er einhvernvegin allt öðru vísi. Það fylgja því, vonum við, allt aðrir straumar úr hlaði. Maður er að vona að fólki geti fundist það j afn fyndin uppákoma hvort það hafnar í fyrsta sæti í Dublin eða því síðasta. Ungfrú grunnskóli Eitthvað vorum við að krota hér um daginn um mikla fyrirferð fegurðar- keppnimóta. Tilefnið var kepnni um titlinn Herra ís- land, og var út af henni lagt í hálfkæringi og sagt sem svo að vonandi færu menn að víkka svið það sem fegurð- arsamkeppni nær til út um alla aldursflokka og kannski út fyrir mörk lífs og dauða. Betur væri að sá sem skrif- aði hefði skyrpt þrisvar áður en hann iét þennan fjanda frá sér fara. Eða svo fannst þessum Klippara hér þegar hann var að skoða nýlegt tölublað Víkurfrétta sem koma út í Keflavík. Þar var sagt í ítarlegu máli * frá nýafstaðinni fegurðars- amkeppni Suðurnesja eins og eðlilegt var. En á næstu síðu var svo grein um feg- urðarsamkeppni sem efnt var til í grunnskóla þar í bæ. Og þá fer maður að klóra sér íhausnum. Náttúrlegahafa krakkar í skólum efnt til feg- urðarsamkeppni fyrr og síð- ar með ærslabrag eins og vera ber. En ekki verður betur séð en í þessu dæmi hafi krakkar úr áttunda og níunda bekk keppt af rammri alvöru um titlana Herra Holtaskóli, Ungfrú Holtaskóli og Yngissveinn Holtaskóla og Y ngismær Holtaskóla. „Herrarnir komu fram á sundskýlum og í samkvæmisfatnaði en stúlkurnar í sundbolum og samkvæmisfatnaði," segirí greininni. Það varskipuð dómnefnd sem í voru „val- inkunnir Suðurnesjamenn" og formaður hennar var Ungfrú Suðurnes frá því í hitteðfyrra. Og það voru veitt verðlaun og afhentir blómvendir og teknar myndir og allt var þetta heldur dapurlegt. Ekki bar- asta vegna þess að það virð- ist meira en nógur tími fram- undan til að venja unglinga á að það sé eðlilegt og sjálf- sagt að koma útliti sínu á markaðinn. Hérhangir fleira á spýtum. Því eins og einn fyrirverandi táningur komst að orði: „Það er ekki hægt að gera stelpum á þess- um aldri neitt verra en halda svonakeppni.“ þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis* og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltatjórar:Árni Bergmann, MörðurÁrnason, ÓttarProppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson(íþr.), SævarGuðbjörnsson, TómasTómasson. Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltstelknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrlf8tofustjórl:JóhannesHarðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Olga Clausen, UnnurÁ- gústsdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, SigríðurKristjánsdóttir. Bilstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. 4 Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Björn Ingi Rafnsson. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkoyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausa8Ölu: 60 kr. Helgarblöð: 70 kr. Áskriftarverð á mánuði: 700 kr. 4 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Miðvlkudagur 23. mars 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.