Þjóðviljinn - 27.03.1988, Side 10

Þjóðviljinn - 27.03.1988, Side 10
t *■ r Nýjar 1 lítra umbúðir C/úkkulaði og rjómi er samsetning sem getur ekki brugðist. Pað færðu að reyna þegar þú bragðar þennan - með súkkulaðibitunum. , KunnursjónvarpsmaðurfVestur-Þýskalandi reynistsannur að þvíað hafa fagnað í blaðagrein á dögum Þriðja ríkisins aftöku einhvers mesta píanóleikara sem landið hefur alið— Einar Heimisson skrifar frá V-Þýskalandi Karlrobert Kreiten. T æpast er þaö ofmælt að árið 1987 hafi verið ár Spiegels í vestur-þýsku þjóðfélagi. Blaðið fletti ofan af hverju málinu áfæturöðru áárinu, og stendur þar sakamál Uwe Barschels, forsætisráðherra Slésvíkurog Holtsetalands, auðvitað uppúr. Spegillinn kom fyrstur allra með fréttir af þessu máli; og er vert að minnast þess að hefði hans ekki notið við, þá hefðu kjós- endur í Slésvík og Holtseta- landi enga hugmynd haft um glæpsamlegt athæfi forsætis- ráðherra síns, þegar þeir gengu að kjörborði í septem- ber. Lýðræðisleg þýðing Spegilsins hefursjaldan sannast betur en í þessu máli. Skömmu fyrir jólin síðustu fletti Spegillinn ofan af öðru máli, sem einnig hefur vakið mikla athygli í Vestur- Þýskalandi. Þetta mál varðar einn þekktastasjónvarps- mann þjóðarinnar, Werner Höfer. í grein í Speglinum 14. desember síðastliðinn er sýnt fram á það með óyggjandi rökum að Höfer þessi hafi í september 1943 skrifað grein til að fagna aftöku 27 ára ga- malspíanósnillings, Karlroberts Kreiten. Hann hio sanna '/,„hátíðabragð“. Waldorfsalat er víða orðinn ómiss- andi hluti af hátíðamatnum, enda bragðast það einstaklega vel með fugla-, nauta- og svínakjöti, fyrir utan hreindýrakjötið. Við mœlum með þessari uþþskrift úr tilraunaeldhúsinu okkar: Waldorfsalat. 2 dósir sýrður rjómi — V4 tsk salt — 70 g sellerí - 300 g grcen vínher - 2 grœn eþli - 50 g valhnetukjamar. Bragðbcetið sýrða rjómann með saltinu. Skerið selleríið í litlarþunnar rcemur, helmingið vínberin og fjar- lcegið steinana, skerið eþlin í litla teninga og saxið valhnetukjamana. Blandið þessu saman við sýrða rjómann í þeirri röð sem það er talið uþþ. Fyrir utan bragðið hefur sýrði rjóminn þann kost að í hverri matskeið eru aðeins 28 hitaeiningar! Lítið atvinnuleyndarmál í lokin. Setjið sýrðan rjóma í súþuna (ekki í tcerar súþur) og sósuna, rétt áður en þið berið þcer á borð. Það er málið. Gleðilega hátíð. hafði þá verið dæmdur sak- laus til hengingar og dómin- um fullnægt nokkrum dögum áður en grein Höfers birtist. Karlrobert Kreiten var óefað einhver stórbrotnasti tónlistar- maður sem Þýskaland hefur alið. Hann fæddist í Bonn 1916, og var aðeins tíu ára að aldri þegar ferill hans sem einleikara hófst 1927. Á stuttum matrósabúningi sat hann á skemli í tónhöllinni í Dússel- dorf og lék sónötu Mozarts í D- dúr og nokkur Impromptu eftir Schubert. Tónleikunum var út- varpað beint. Sama ár lék hann í fyrsta sinn einleik með hljóm- sveit. Aðeins 15 ára að aldri lék hann hin geysierfiðu Paganini-tilbrigði Jóhannesar Brahms af fáheyrðu öryggi. Og þegar ópera Kurts Weill, „Der Ja-Sager“, var flutt í Dússeldorf 1931 var hinn ungi Kreiten annar tveggja píanó- leikara. Árið 1933 sigraði Karlrobert í Mendelssohn-keppninni í Berlín með túlkun sinni á Waldstein- sónötu Beethovens. Og um sama leyti sigraði hann einnig í píanó- keppni í Vín, þrátt fyrir að vera í hópi yngstu þátttakenda. Fyrir stórbrotna túlkun á „Dante- fantasíu“ Liszts hlaut hann ein- róma lof dómnefndarinnar, en í henni átti meðal annarra sæti Wilhelm Bakchaus. Annar í keppninni í Vín varð Rúmeninn Dinu Lipatti, sem síð- ar hlaut heimsfrægð; og varð raunar að goðsögn eftir dauða sinn 1950. Það að Kreiten skyldi skjóta Lipatti aftur fyrir sig í þess- ari keppni segir ef til vill meira en flest annað um snilli hans. Eftir þessa keppni tók áhrifa- maður í tónlistarlífi Austurríkis, Moritz Rosenthal að sér að greiða götu Kreitens. Fyrir at- beina hans fluttist Karlrobert til Vínar árið 1935, þar sem hann stundaði nám hjá konu Rosen- thals, Hedwig Rosenthal- Kanner. Eftir að Rosenthal-hjónin, sem voru gyðingar, höfðu neyðst til að flýja til Bandaríkjanna 1938, reyndu þau ákaft að fá Karlrobert til að koma þangað. Eflaust hefði það orðið gæfa hans að reyna sig sem einleikari vest- anhafs. Og eflaust hefði svo orð- ið, ef ekki hefðu komið til áhrif einhvers mesta tónlistarmanns Þýskalands. Áhrif Furtwánglers Hljómsveitarstjórinn Wilhelm Furtwángler hafði einnig áform um framtíð Kreitens. Hann vildi fyrir engan mun að Þýskaland glataði píanóleikaranum unga. Því réð hann honum að setjast að í Berlín. Þar varð Karlrobert nemandi Claudio Arrau, sem þá þegar var orðinn einhver frægasti píanó- leikari heims. Það segir nokkuð um hve fjarlægð tímans er í raun- inni lítil, að Arrau, sem var þrettán árum eldri en Kreiten, skuli enn vera í hópi mestu píanó- leikara heims. Enn kemur Aurrau fram á fjöldamörgum tónleikum víða um heim, gerir á annan tug upptaka árlega og þess er skemmst að minnast að hann lék á tónleikum í Háskólabíói í júní 1986. Karlrobert Kreiten lék á árun- um 1938-43 oft einleik með Ffl- harmoníusveit Berlínar. Sömu- leiðis hélt hann tónleika annars- staðar í Þýskalandi við mikinn orðstír, jafnt sem túlkandi eldri meistara eins og Mozarts og Be- ethovens og yngri eins og Prok- offievs og Stravinskys. Síðustu tónleikarnir Karlrobert Kreiten kom í síð- asta sinn fram á tónleikum í Þýskalandi í Beethovenssalnum í Berlín, 23. mars 1943, hávaxinn, grannur, feimnislegur, gleraugun með dökkri spöng. A þessum tónleikum flutti Karlrobert með- al annars verk eftir Scarlatti og Chopin, auk fjölda aukalaga. Honum var ákaft fagnað líkt og venjulega, en þó birtust einungis af því fréttir í einu blaði, kvöld- blaði í Berlín. Önnur blöð þögðu. f <lflL aðstöðu í húsi æskuvinkonu móð- ur sinnar, Ellen Ott-Monecke. Einhverju sinni fyrir tónleikana í mars 1943 lét hann þau orð falla í eyru þessarar konu að sér „sviðu sárt lygar þessarar stjórnar" og hann væri „sannfærður um að þetta stríð, sem í rauninni væri tapað myndi leiða til algjörrar glötunar Þýskalands og menning- ar þess“. Ellen Ott-Monecke gætti ekki að sér, heldur skýrði nágranna sínum Annemarie Windmöller, sem var foringi í kvennasam- tökum nasista, frá öllu saman. Annemarie Windmöller var ekki sein á sér að segja kunningjakonu sinni Tiny von Passavent söguna, en hún var misheppnuð söng- kona, sem ævinlega hafði verið London eikennt den fnrchtbaren fidetlaS tmi T«iál4 Ba betlt Witi 4» Scböpfasi anWfcni> ffarte BeœnPe im ©öWÍnHÍ 2»it gebotíten Cobunactt Cnsadjaru Stwjal * * * , Jfi. geya tym JiuHStlar — Cfteispial uud Vorbíld t.VRendtí untl Wírklichkeit, Rechtc und Rflichtcn / Van HVrnrr Höfcr -r i St-.iHt ? ••/-«?* rt •<:.'.. <’:* Íírifet F' tvfarn taWi-iyitSit »V-H e.ar • r.or r>r.f crw?. ;- : ÍUV"'-* 'íri iriHcpr (\ > (■>:!*<■ fS'i x'íií'H/, t t ‘H 4 irti: yanextUa íVÞt-i* nas r.'xts;:v t-fiVn 'í<>; tf'??}}, * Ttftf&r ** ••■'■•■• •■• ” • ' 'V VV'.Í': frnt*#fr<í;< w fiíi, { iihr.t rívr I íoí' t: r.r3tt sántiivífUz I ««»♦' ir ■ ííH Íl • ívtijii K i' <■(!, >:■<<< ■ f>'é'<•■>< ■■» V?*::■■■ ' > :5 ■•}'>;? Í'.t ■tfa* to<sn : istgit* < 20. september 1943 birtist grein eftir Werner Höfer í Berlínarblaðinu „12 Uhr Blatt“. Þar fagnaði hann aftöku píanóleikarans Karlroberts Kreiten. Þessi þögn var fyrsti forboðinn ______________________________ hædd af gagnrýnendum. Tiny von Passavent, sem lengi hafði verið illa við Kreiten- fjölskylduna, sá sér nú leik á borði að bæta úr gengisleysi sínu á tónlistarsviðinu með pólitísku afreksverki. Þær Annemarie Windmöller sögðu nú til Karlroberts. Dauðadómur Eftir handtökuna í Heidelberg var Karlrobert Kreiten leiddur fyrir konurnar báðar í hinu illræmda fangelsi í Prins- Albrecht-Stræti í Berlín. Þar hélt Karlrobert því fram í örvæntingu sinni að hann hefði einungis sagt það sem „orðrómur væri um“ og „til dæmis mætti heyra á járn- brautarstöðvum“. Konurnar kváðust hins vegar hafa komið í kring öðru samtali þeirra Karlroberts og Ellen Ott- Monecke, og hlýtt á það bakvið tjald. Þar hefðu þær neyðst til að hlusta á Karlrobert endurtaka „glæpsamlegar yfirlýsingar“ sínar og jafnvel lýsa því yfir að sjálfur Adolf Hitler væri „vitfirringur". Síðan var Karlrobert fluttur í Mabit-fangelsi í Berlín, þar sem fangar voru geymdir hlekkjaðir í klefum sínum á efstu hæðum hússins, jafnvel meðan á loftárás- um stóð. Og nú hófust griða- bænir. Jafnvel Fritz von Borries, sem sá um tónlistarmál í áróð- ursráðuneytinu, beiddist griða fyrir píanóleikarann unga. Að lokum gekk Wilhelm Furtwáng- ler fyrir Goebbels og bað um að lífi Karlroberts yrði þyrmt. En allt kom fyrir ekki. Þriðja september 1943 kvað blóðdóm- arinn Roland Freisler, sem einnig dæmdi Scholl-systkini og tilræðis- menn Hitlers, upp dauðadóm yfir Karlrobert Kreiten. Fjórum dögum síðar var hann hengdur í Plötzensee-fangelsi í Berlín. Þá einu nótt voru 186 menn sóttir úr klefum sínum og leiddir undir gálgana í Plötzensee, átta í senn. Ríkisvaldið sendi síðan for- eldrum Karlroberts reikning fyrir aftökuna, 639,20 ríkismörk. Ótti Árið 1973 var Werner Höfer afhent ein æðsta orða Sambandslýðveldisins Þýskalands af forseta landsins, Gustav Heinemann. Myndin var tekin við það tækifæri. móðurinnar, Emmu, við frekara ofbeldi lögreglu gagnvart fjöl- skyldu hennar var slíkt að þegar hún ritaði fangelsisyfirvöldum bréf til að beiðast persónulegra muna sonar síns skrifaði hún undir: „Heil Hitler“. Berlínarblöðin lofuðu böðuls- verkin í Plötzensee; lofuðu það að dauðadómi skyldi hafa verið fullnægt yfir „iandráðamanni" og „æsingamanni" sem „ekki ætti skilið veru í þjóðfélaginu". Og tveimur vikum eftir aftöku Karlroberts Kreiten birtust eftir- farandi línur í einu Berlínardag- blaðanna undir fyrirsögninni „Listamaður - fordæmi og fyrir- mynd“: „Hversu illa fer ekki fyrir lista- manni, sem efast í stað þess að trúa, sem rægir og níðir og engan veginn er hægt að terysta...“ Sá sem á þennan hátt fagnaði aftöku Karlroberts Kreiten var Werner Höfer, blaðamaður, sem að styrjöldinni lokinni komst fljótlega til metorða í vestur- þýsku sjónvarpi. Allt fram í miðj- an desember síðastliðinn stjórn- aði hann rabbþætti á sunnu- dögum á annarri rás þýska sjón- varpsins, sem mikill hluti þjóðar- innar horfir á. Þess má geta að meðan fundur leiðtoga stórveld- anna stóð yfir í Reykjavík, haust- ið 1986, var Arthur Björgvin Bollason gestur Höfers í þessum þætti ásamt fleiri erlendum blaða- og fréttamönnum. Til marks um það hvílíkur virð- ingamaður Werner Höfer var í vestur-þýsku þjóðfélagi, er að árið 1973 var honum veitt einhver æðsta orða Sambandslýðveldis- ins, hinn svonefndi „Bundesver- dienstkreuz". Listamaðurinn og tœkifœrissinninn En 14. desmeber síðastliðinn varð Höfer fyrir því áfalli að Spegilinn briti grein, þar sem flett er ofan af því hvern starfa hann hafði á dögum Þriðja ríkisins. Nokkrum dögum síðar varð hann að segja starfi sínu lausu. Síðan hefur farið fram mikil umræða um þetta mál hér í Vestur- Þýskalandi. Höfer, sem áður reyndi að þræta fyrir að hafa skrifað greinina, hefur nú séð að það er vonlaust, og reynir þess í stað að verja sig með því að hann hafi orðið að skrifa greinar eins og þessa, til að halda stöðu sinni á blaðinu. Fáir hafa hins vegar samúð með Höfer, og hann getur engan veginn borið það af sér, að vera eða a.m.k. hafa verið hinn algjöri tækifærissinni, sem ekkert vílaði fyrir sér, væri það í þágu eigin metorða og markmiða. Árið 1984 kom út hljómplata með leik Karlroberts Kreiten í verkum m.a. eftir Brahms og Chopin (Thorofon ATH 259). Þessar upptökur, sem taldar höfðu verið glataðar, eru allar frá árunum 1934-38, og vissulega bera þær aldurinn með sér. Samt sem áður eru þessar upptökur fá- gætur vitnisburður um snilldina, sem ævinlega lifir í huganum og ævinlega verður andhverfa allrar tækifærismennsku heimsins. af þremur að því sem síðan gerð- ist. Annar var sá að Karlrobert var nokkrum dögum síðar neitað um fararleyfi til Ítalíu, þar sem hann átti að halda tónleika í Flór- ens. Hann varð að ferðast undir nafninu Carlo Robert Kreiten. Og kvöldið áður en Karlrobert var handtekinn, 2. maí 1943, barst föður hans dularfull símhringing, þar sem viðkom- andi kynnti sig sem Rembert Sut- er, píanóleikara og vin Karlroberts. Röddin í símanum spurði um heimilisfangið á hóteli því sem Karlrobert gisti á í Heidelberg; en þar hugðist hann halda tónleika daginn eftir. Fað- irinn nefndi hótelið; og kom þannig Gestapo á spor sonar síns; því Rembert Suter var um þetta íeyti hermaður á fjarlægum víg- stöðvum í Rússlandi. Öfundarmenn Aðstæður eins og þær sem ríktu í Þýskalandi á síðustu árum Þriðja ríkisins, virðast magna upp flestar verstu hvatir mann- skepnunnar. Ein þeirra er hvötin til að notfæra sér hentugleik að- stæðnanna til að fá náunga sínum komið fyrir kattarnef, annað- hvort í þágu eigin metorða og markmiða, ellegar sakir öfundar. Karlrobert Kreiten var dæmdur til dauða vegna framburðar öfundarmanna. Þegar Karlrobert dvaldist í Berlín hafði hann jafnan æfinga- 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. mars 1988 i vis«i2x w xnv

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.