Þjóðviljinn - 19.04.1988, Side 3
FRETTIR
Steingrímur Hermannsson tekur hér við áskorun félagsins (sland- Palestína úr höndum Sveins Rúnars Haukssonar í vorblotanum á
Austurvelli í gær. Mynd Sig.
s
Island/ Palestína
Friðsamlega lausn!
Félagið Island-Palestína skorar á íslensk og bandarísk stjórnvöld að
setja ákveðin skilyrðifyrir áframhaldandi stjórnmálasambandi við
Israelsríki
Félagið Ísland-Palestína sendir
íslcnskum og bandarískum
stjórnvöldum áskorun félagsins
þar sem stjórnvöld landanna eru
hvött til að styðja palestínsku
þjóðina í frelsisbaráttu sinni gegn
morðingjasveitum ísraelska ríkis-
ins.
Vaki áskorunarinnar er morð-
ið á einum af hófsömustu leið-
togum Palestínumanna, Abu Ji-
had, á heimili sínu í augsýn konu
og dóttur, á sjálfum helgidegi
gyðinga. Sama dag drápu her-
menn ísraelsstjórnar sextán
vopnlausa Palestínumenn og
særðu á annað hundrað þeirra á
Gaza-svæðinu og Vesturbakkan-
um.
„Þessi morð og ofbeldisverk
eru skelfilegt áfall fyrir alla þá
sem vinna vilja að friðsamlegri
lausn Palestínumálsins en þau
eru jafnframt eðlileg afleiðing
þeirra ofstækisfullu stjórnmála-
kenninga sem mótað hafa stefnu
ísraelsstjórnar frá upphafi,“ segir
í ályktuninni.
Félagið fer þess á ieit að ís-
lenska ríkisstjórnin beiti sér fyrir
því á vettvangi Norðurlanda að
sett verði ákveðin skilyrði fyrir
áframhaldandi stjórnmálasam-
bandi Norðurlanda við fsraels-
ríki. Þau eru að ríkisstjórn ísraels
láti af ofsóknum á hendur Palest-
ínumönnum, pólitískum föngum
hennar verði sleppt úr haldi,
brottreknum Palestínumönnum
verði leyft að snúa aftur til síns
heima og að rfkisstjórn ísraels
virði samþykktir Sameinuðu
þjóðanna í Palestínumálinu.
Bandaríkjastjórn er hvött til að
láta af stuðningi við ofbeldis-
stefnu ísraelsstjórnar, - hlutast
til um að framfylgt verði þeim
samþykktum í Palestínumálinu
sem hún hefur sjálf staðið að á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna -
beiti sér fyrir því að fram fari
frjálsar kosningar á herteknu
svæðunum og Palestínumönnum
verði þannig gert kleift að velja
talsmenn sína og þeim tryggð
lýðréttindi og sjálfsákvörðunar-
réttur.
Steingrímur Hermannsson
utanríkisráðherra tók við áskor-
uninni fyrir hönd íslensku ríkis-
stjórnarinnar og sagðist taka
undir fordæminguna en vildi um
leið taka það skýrt fram að ís-
lensk stjórnvöld styddu tilveru ís-
raelsríkis.
„Það er löngu upp runnin sú
stund að fólk verður að standa
upp og horfast í augu við þau
grimmdarverk sem unnin eru svo
að segja á hverjum degi á palest-
ínsku þjóðinni," sagði Sveinn
Rúnar Hauksson, meðlimur í fé-
laginu fsland-Palestína, um leið
og hann afhenti Steingrími
Hermannssyni áskorunina.
-tt
Vestmannaeyjar
Samið við
smáfyrirtæki
42 þúsund í
lágmarkslaun.
Yfirvinnubanni aflétt
í gær og fyrradag samdi Verka-
lýðsfélag Vestmannacyja um 42
þúsund krónur í lágmarkslaun
hjá tveimur fiskvinnslufyrirtækj-
um. Útlit er fyrir að samið verði
við þrjú önnur fyrirtæki og að
Verkakvennafélagið Snót undir-
riti sams konar samninga.
Þau fyrirtæki sem um ræðir eru
Frostver og Tinna og hefur yfir-
vinnubanni verið aflétt hjá þeim.
Smáu fiskverkunarfyrirtækin í
Vestmannaeyjum hafa yfirleitt
ekki borgað lægri laun en 42 þús-
und. Hér er því um formfestingu
að ræða.
Vilborg Þorsteinsdóttir hjá
Snót sagði Þjóðviljanum í gær að
þær Snótarkonur myndu að
öllum líkindum ganga að þessum
samningi eins og karlarnir. Hún
sagði þessa samninga ekki hafa
önnur áhrif á samningaviðræður
en þær, að atvinnurekendur stóru
húsanna yrðu taugaveiklaðir yfir
að missa fólk. En mikill skortur
er á vinnuafli í Vestmannaeyjum
að sögn Vilborgar.
Sóknarkonur höfðu ekki heyrt
í sáttasemjara síðan á föstudag.
„Ef við heyrum ekki í Sátta fyrir
þriðjudagskvöldið förum við að
ákyrrast," sagði Vilborg.
Ef samið verður við öll fimm
litlu húsin er um 50 - 60 manns að
ræða. Þau hafa greitt hærri laun
þar sem þau geta ekki boðið upp
á bónusgreiðslur. Vilborg taldi
líklegt að flótta færi að gæta hjá
þeim sem hafa lakasta bónusinn
hjá stóru húsunum. En það er
mjög misjafnt eftir störfum fólks
innan húsanna hvað það fær í
bónus.
-hmp
Meðlagsmál námsmanna
Stúdentar vinna sigur
Greiðslur verða afturvirkar. Staðfesting á að aðgerðir LÍN voru
lögleysa
Mcnntamálaráðhcrra hefur
skipað ríkisstjórnarfulltrú-
unum í stjórn Lánasjóðs íslenskra
námsmanna að gera leiðréttingu
vegna meðlagsgreiðslna aftur-
virka. Lögðu þeir fram tillögu
þess efnis á fundi sjóðsins þann
14. apríl sl. Fulltrúi stúdenta hjá
sjóðnum telur þetta mikinn sigur
námsmanna.
Fulltrúar námsmanna hjá LÍN
höfðu ítrekað krafist þess að
meðlag yrði ekki talið sem tekj-
ur. Bentu þeir á hæstaréttardóm
sem staðfesti að meðlag er eign
barns en ekki foreldris. Þá fengu
námsmenn lagaálit Lagastofnun-
ar háskólans sem taldi LÍN skorta
lagaheimild til að telja meðlag til
tekna foreldris.
í upphafi skólaárs bentu náms-
mannahreyfingarnar á að það
væri bæði ólöglegt og siðlaust að
telja meðlög sem tekjur. Sigur-
björn Magnússon og aðrir ríkis-
stjórnarfulltrúar hjá LÍN felldu
hins vegar hverja tillöguna á fæt-
ur annarri frá námsmönnum um
leiðréttingu.
Eftir tilmæli frá ráðherra var
svo ákveðið að þetta ákvæði færi
út á næsta skólaári. Námsmanna-
hreyfingarnar töldu hins vegar að
greiða ætti þeim einstaklingum til
baka þá upphæð sem tekin hafði
verið af þeim ólöglega. Þessu
hafnaði stjórn LÍN alfarið.
Fulltrúar námsmanna gengu á
fund menntamálaráðherra þann
ó.apríl. Að sögn Ólafs Darra,
fulltrúa SHÍ hjá LÍN, tjáðu
námsmannafulltrúarnir ráðherra
að ef ekki fengist viðunandi lausn
á þessu máli, myndu námsmann-
ahreyfingarnar styðja einstak-
linga sem vitað væri að hygðu á
málsókn.
Nú hefur menntamálaráðherra
skipað ríkisstjórnarfulltrúunum
að leggja fram tillögu um aftur-
virkni og verður hún afgreidd í
stjórn sjóðsins þann 20. apríl.
Ólafur Darri sagði þetta vera
mikinn sigur fyrir námsmenn
enda hefðu þeir unnið mjög vel
að þessu máli. „Við höfum alltaf
sagt þetta vera lögleysu og þessi
ákvörðun ráðherra er endanleg
staðfesting þess.“
-hmp
Sviðin jörð og svört. Slökkviliðsmennirnir sem þurftu að slökkva eld-
ana í Vatnsmýrinni sögðust vissir um að börn hefðu verið að verki og
vilja biðja foreldra að aðgæta eldspýtnaeign barna sinna. Mynd Sig.
Sinubrunar
Brennuæði í borginni
10 sinubrunar víðsvegar um borgina ígœr.
Vatnsmýrin sótsvört
Vatnsmýrin er sótsvört eftir
sinubruna. í gær brann sinan
í mýrinni glatt og þurfti að kalla
slökkviliðið út að lokum til að
ráða niðurlögum eldsins.
8 menn börðu eldinn niður
með klöppum og bleyttu svörð-
inn í köntunum. Ibúar Oddagötu
og Aragötu hlutu nokkur óþæg-
indi af reykjarmekkinum sem
byrgði himinsýnina fullkomlega
um tíma.
Slökkviliðið var kallað út 10
sinnum í gær vegna sinubruna
víðsvegar um borgina. í Laugar-
dal, við Kleppsveg, Elliðaárnar, í
Hamrahlíð og við Kringluna.
-tt
Þriðjudagur 19. apríl 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3