Þjóðviljinn - 19.04.1988, Blaðsíða 6
Dagvistir
Stefnumörkun um forskólastig
Hjörleifur Guttormsson skrifar
Á Alþingi hef ég flutt tillögu um
að sett verði iöggjöf um FOR-
SKÓLASTIG sem taki til barna
frá 1-6 ára aidri, þar sem kveðið
verði á um að öll börn eigi rétt á
góðri dagvistun með uppeldi og
menntun við hæfi. Kosin verði
nefnd með fulltrúum frá öllum
þingflokkum til að vinna að þessu
verki og einnig tilnefni Samband
íslenskra sveitarfélaga og Fóstru-
félag Islands fulltrúa í nefndina.
Verkefni hennar verði líka að
gera tillögur um FRAM-
KVÆMDAAÆTLUN til 10 ára
um uppbyggingu dagvistarstofn-
ana.
Örar þjóðfélagsbreytingar
valda því, að aðstaða barna er nú
öll önnur en áður var. Stórfjöl-
skyldan er að heita má úr sögunni
og við hafa tekið kjarnafjöl-
skyldur, þar sem börnum fer
fækkandi. Fjöldi barna elst upp
hjá einstæðu foreldri, oftast
mæðrum. Konum hefur fjölgað
óðfluga á vinnumarkaði og þær
eru ómissandi fyrir atvinnulífið.
Pjóðfélagið hefur hins vegar ekki
brugðist við þessum breytingum
með viðunandi hætti þar sem
börnin eiga í hlut.
í því sambandi skiptir mestu
uppbygging góðra dagvistar-
heimila út frá uppeldislegum og
félagslegum sjónarmiðum, þann-
ig að litið sé á þroskaskilyrði
barnsins í samfellu frá byrjun. Því
þarf að móta löggjöf um forskóla-
stigið ekki síður en um grunn-
skólann.
Það er iöngu úrelt sjónarmið
að dagvistarheimili séu einhvers
konar neyðarbrauð fyrir börnin.
Uppeldislegt gildi góðra dagvist-
arstofnana er löngu viðurkennt
og því eiga þær ekki aðeins að
vera opnar fyrir börn þeirra sem
stunda nám eða vinna utan
heimilis, heldur einnig fyrir börn
heimavinnandi foreldra.
Heimilið
kjölfestan —
dagvistir
viðbót
Heimilið verður að sjálfsögðu
áfram kjölfestan í uppeldi barns-
ins en á góðum dagvistarstofnun-
um er hægt að þroska aðra þætti
ekki síður en leitast er við í
grunnskólum. Þar á börnunum
að gefast kostur á að vera innan
um jafnaldra sína og njóta hand-
leiðslu fullorðinna með sérþekk-
ingu á uppeldismálum. Því yngra
sem barnið er þeim mun mikil-
vægara er að vel takist til um upp-
eldi þess og persónuþroska.
Börnin eru sú auðlind sem mestu
skiptir fyrir hverja þjóð að vel sé
að hlúð. Því á það að vera réttur
hvers barns og forráðamanns
þess að eiga kost á forskóla með
vel menntuðu starfsliði og sá rétt-
ur ætti að vera jafn sjálfsagður og
skóli frá 7 ára aldri.
Hérlendis eru þessi mál hins
vegar á heildina litið enn í mikl-
um ólestri. Því er nauðsynlegt
barnanna vegna og framtíðarinn-
ar að hið fyrsta verði gert sam-
stillt átak í dagvistarmálum.
Frá fæðingarorlofi
til grunnskóla
Þegar rætt er um forskóla og
forskólastig í tillögu þessari eru
hafðar í huga allar þær stofnanir
utan heimilis, sem viðurkenndar
eru til að taka að sér uppeldi og
umönnun barna 1-6 ára hluta úr
degi eða allan daginn.
Undir forskólahugtakinu rúm-
ast samkvæmt þessu vöggustofur,
dagheimili, leikskólar og skóla-
vist 5 og 6 ára barna. Eðlilegt er
að líta svo á að forskólastig barna
hefjist þegar fæðingarorlofi for-
eldra lýkur, en væntanlega verð-
ur það fljótlega lengt í eitt ár.
Með löggjöf um forskólastigið
þarf að skapa ramma um alla
þessa starfsemi, að svo miklu
leyti sem rétt er talið að binda
ákvæði um hana í lögum. í því
sambandi koma til álita þættir
eins og ábyrgð og eftirlit, hús-
næði, annar aðbúnaður, fjöldi í
hópum, starfslið, uppeldisleg
markmið og fræðsla, rannsóknir,
sérfræðiþjónusta, aðlögun að
vinnumarkaði, sérþarfir ein-
stakra hópa og samvinna við
grunnskóla og skóladagheimili.
Gefa þarf sérstakan gaum að
því, hver vera skuli hlutur ríkisins
annars vegar og sveitarfélaga og
hugsanlega fleiri aðila hins vegar
varðandi frumkvæði, fjármögn-
un og eftirlit vegna forskólastofn-
ana.
Fjalla þarf um menntun starfs-
liðs, fóstrunámið, menntun ann-
ars starfsfólks og endurmenntun.
Sérstaklega þarf að, athuga
hvert stefna beri varðandi skilin
milli forskóla- og grunnskólastigs
og jafnframt um samvinnu
grunnskóla og forskóla út frá
uppeldislegum forsendum og þá
einnig varðandi menntun hlutað-
eigandi starfsliðs. Skýra þarf
skilin milli fóstrumenntunar og
almennrar kennaramenntunar
með tilliti til barnanna, réttindi
viðkomandi starfshópa o.s.frv.
Minna ber á þörfina á rann-
sóknum varðandi uppeldi út frá
séríslenskum aðstæðum. Þótt
margt megi flytja hingað af
reynslu erlendis frá kemur það
ekki í staðinn fyrir sjálfstæðar at-
huganir og þróunarstarf í ís-
lensku umhverfi.
Reynslan af núverandi
breytingaskeiði ætti að hafa
kennt mönnum að ekki má líta á
uppeldi út frá einhverri algildri
formúlu. Börnin mega ekki sitja
eftir í gamaldags kerfum, heldur
verða uppeldisstofnanir að þró-
ast í takt við tímann. Aðbúnaður
þeirra og menntun starfsfólksins
svo og lagaramminn eiga því að
vera í stöðugri endurskoðun.
Jafnrétti barna
og fullorðinna
Gildi þess að koma málefnum
forskólastigsins í viðunandi horf
er margþætt.
■ Mikilverðast í því sambandi
er að veita börnunum gott upp-
eldi og sem jafnasta aðstöðu til að
þroska hæfileika sína.
■ Fyrir foreldra hefur það
ómetanlega þýðingu að vita
börnin í góðum höndum við holla
iðju.
■ Fyrir mæður er vistun barn-
anna á góðri forskólastofnun ein
mikilvægasta forsendan til að ná
jafnstöðu á við karla í samfé-
laginu, hvort sem um er að ræða
konur í námi eða við störf innan
eða utan heimilis.
■ Fyrir atvinnulífið hefur það
ótvírætt og vaxandi gildi að for-
eldrar eigi greiðan aðgang að
dagvistarstofnunum, og fyrir
byggðaþróun er það lykilatriði að
þjónusta við börn sé sem best.
Framkvæmda-
áætlun
til aldamóta
Nefndinni er ætlað að móta
framkvæmdaáætlun til 10 ára,
sem í reynd þýðir fram til alda-
móta. Sú áætlun þarf ekki aðeins
að taka mið af uppbyggingu for-
skólastofnana, heldur einnig af
bættu innra starfi út frá skil-
greindum uppeldismarkmiðum.
Menntun starfsfólks, rannsóknir
og nauðsynleg samhæfing eru
liðir sem ekki mega gleymast.
Til allra þessara þátta þarf fjár-
magn og brýnt er að finna raun-
hæfar leiðir til að stórhuga áætl-
anir geti orðið að veruleika. Ekki
er óeðlilegt að huga að sérstökum
tekjustofnum í því skyni, sbr.
m.a. reynsluna af Framkvæmda-
sjóði fatlaðra, en einnig hlýtur að
koma til aðgangur að lánsfé.
Það yrði eitt af verkefnum
nefndarinnar að áætla kostnað og
benda á fjármögnunarleiðir,
m.a. með hliðsjón af framkomn-
um hugmyndum.
í því sambandi er ástæða til að
vekja athygli á tveimur lagafrum-
vörpum, sem fram hafa komið á
yfirstandandi þingi, annað flutt af
Ásmundi Stefánssyni um ríkis-
framlag til sveitarfélaga vegna
dagvistunar barna á forskóla-
aldri, hitt flutt af Sigríði Lillý
Baldursdóttur um tímabundið
átak í uppbyggingu dagvistar-
heimila fyrir börn.
Samráð við
marga nauðsynlegt
Sérstaklega þarf að huga að
uppbyggingu og skipulagi for-
skólastofnana í fámennari
sveitarfélögum úti um land til
sjávar og sveita, þar sem þörfin er
síst minni en í þéttbýli.
Vegna forystu sveitarfélag-
anna í uppbyggingu og rekstri
dagvistarstofnana er brýnt að
nefndin hafi sem best samband
við þau. Þar er Samband ís-
lenskra sveitarfélaga samnefnari,
en einnig ber að hafa í huga
dreifbýlisnefnd sambandsins og
landshlutasamtök sveitarfélaga.
Nauðsynlegt er að nefndin hafi
náið samráð við marga aðila, svo
sem við Fósturskóla íslands,
samtök grunnskólakennara,
Kennaraháskóla íslands, sál-
fræði- og ráðgjafarþjónustu skóla
og dagvistarheimila og aðra sem
lagt gætu lið við þessa mikilvægu
stefnumörkun.
í stjórnarfrumvarpi um
breytingar á verkaskiptingu ríkis
og sveitarfélaga, sem lagt var
fram í desember 1987, er gert ráð
fyrir að ríkið hætti með öllu að
leggja fram fé til dagvistarheim-
ila, og verði það hlutverk
sveitarfélaga að kosta byggingu
þeirra og rekstur. Meðal greina
sem gert er ráð fyrir að niður falli
úr gildandi lögum er 11. grein,
þar sem kveðið er á um að ráðu-
neytið setji með reglugerð
ákvæði um húsakost dagvistar-
heimila, stærðareiningar, hús-
rými á barn, barnafjölda á
deildum, fjölda starfsliðs og o.fl.
Stjórnarandstaðan á Alþingi
gagnrýndi þessi áform og frá
stjórn Fóstrufélags íslands barst
umsögn þar sem varað er við
ýmsum þeim breytingum sem fel-
ast í frumvarpinu.
Uppeldisleg
markmiö og
áætlanir
Með lagabreytingu, sem gerð
var að tillögu Guðrúnar Helga-
dóttur alþingismanns 1981, var
kveðið á um að „gerð verði starfs-
áætlun á vegum menntamála-
ráðuneytisins, er kveði nánar á
um markmið og leiðir í uppeldis-
starfi á dagvistarheimilum í sam-
ráði við þá aðila, er að uppeldis-
og skólamálum vinna.“
í samræmi við þetta ákvæði
setti menntamálaráðherra 1982 á
fót nefnd til að semja „starfsáætl-
un um uppeldisstörf á dagvistar-
heimilum." Starfsmaður nefnd-
arinnar var ráðin Valborg Sigurð-
ardóttir skólastjóri Fósturskóla
íslands. Nefndin skilaði af sér
„Uppeldisáætlun fyrir dagvistar-
heimili. Markmið og leiðir". Gaf
menntamálaráðuneytið áætlun-
ina út 1985 og sendi hana til dag-
vistarstofnana. Bætti áætlun
þessi úr brýnni þörf, en hún er þó
aðeins leiðbeinandi.
Fyrir foreldra er það ómetanlegt að vita af börnum sínum í góðum höndum við holla iðju.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 19. apríl 1988