Þjóðviljinn - 23.04.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.04.1988, Blaðsíða 2
Lífið er gott hjá Sykurmolum Nýjasta breiðskífa Sykurmolanna „Live‘s too good“ kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum á mánudaginn en hún hefur þegar hlotið mjög lofsamlega gagnrýni og í heilsíðu umfjöllun um hana hélt einn gagnrýnandi Melody Maker vart vatni af hrifningu. Eitt af lögunum á plötunni, Deus, fórbeint í57. sæti almenna listansí Bretlandi sem telja ber mjög góðan árangur og því er spáð að lagið taki stórt stökk uppávið er listinn verður næst birtur á mánudaginn. Af hljómsveitinni er það annars að frétta að hún fer í langt hljómleikaferðalag um Bretland og Bandaríkin upp úr næstu mánaðamótum og mun m.a. halda tónleika í New York, San Francisco og Los Angeles. 10 miljónir til Vogs í fyrrahaust var stofnað Styrktarfélag Vogs, sem hefur nú þegar lyft því Grettistaki að safna um tíu miljónum króna tii að létta mikinn skuldabagga sem hvílt hefur á því meðferðarsjúkrahúsi fyrir alkóhól- istasem SAÁ hefur rekið að Vogi. Ýmsar tekjuöflunarleiðirhafa verið reyndar en mest hefur munað um sjónvarpsbingó félagsins. Spilaðar hafa verið 15 umferðir og hefur aðalvinningurinn verið Volvobifreið, en hljómflutningstæki í aukavinning. Frá og með mánudeginum 25. apríl verður sú breyting á í sjónvarpsbingóinu (sem fram fer á Stöð 2) að aðalvinningar verða þrír-þrjár Peugeotbifreiðar, en auk þeirra eru tíu vídeóupptökuvélar í aukavinninga. Auk þessa er Styrktarfélag Vogs að ráðast í „bílaþrennu", smámiðahappdrætti sem selur skafmið- aspjöld á 100 kr. og er vinningshlutfall 42%. Vinningar eru stórir - 50 Lanciabílar, 250 geislaspilarar og 500 ljósmyndavélar. Formaður Styrktarfélags Vogs er Þórarinn Tyrfingsson en framkvæmdastjóri er Ámundi Ámundason. Erfitt að hringja til Reykjavíkur Á mörgum stöðum á landsbyggðinni getur það verið þolraun að ná símasambandi við Reykjavík. Sennilegasta skýringin er allt of fáar línur frá þorpum og bæjum. Að jafnaði eru ekki nema 20-30 línur fyrir langlínusamtöl frá stöðum eins og Flateyri. Kristján Reinhartsson, deildarstjóri hjá Pósti og síma, segir símanotkun hafa aukist gífurlega. Of litlir peningar hafa síðan komið í veg fyrir eðlilega uppbyggingu símakerfisins. „Ég er þeirrar skoðunar að aukin tölvusamskipti í gegn- um síma hafi mikið að segja,“ sagði Kristján. Þá sagði hann símtölum til útlanda hafa fjölgað svo að segja mætti að kerfið væri komið úr böndunum. Vegna fjárskorts og þess hve byggðir landsins eru dreifðar er erfitt að fullnægja þörfinni. Að sögn Kristjáns er þó stöðugt unnið að endurbótum og þær stafrænu stöðvar sem settar hafa verið upp auka flutningsgetu kerfisins. Fiskleysi í Grindavík Tæplega helmingi minni afli hefur borist á land hjá fyrirtæk- inu Þorbirni hf. í Grindavík á þessari vertíð heldur en í fyrra, eða um 700 tonn á móti 1200 tonnum í fyrra, en fyrirtækið ger- irút6báta,þar afeinn togara. Að sögn Eiríks Tómassonar útgerð- arstjóra hefur vertíðin verið svo léleg að elstu menn muna ekki annað eins. Það litla sem veiðst hefur af þorski er mjög smár þor- skur, hvort sem hann er veiddur á línu eða í troll. Nýlega keypti fyr- irtækið sinn fyrsta togara, Gnúp GK. Hefur hann farið í tvær veiðiferðir og í þeim hefur hann fiskað rúmlega 200 tonn sem hann hefur fengið á heimamiðum og fyrir vestan. 2 létust í umferðinni Aldraður maður og ung kona létust í umferðinni í Reykjavík á síðasta vetrardag. Bæði urðu þau fyrir bifreiðum á Hverfisgötu. Mað- urinn sem var 78 ára gamall varð fyrir bifreið við Barónsstíg og lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Stúlkan sem var 22ja ára var ásamt hópi ungs fólks á leið yfir Hverfisgötu við Klapparstíg þegar ungur piltur sem var í „kappakstri" ók beint á hópinn. Stúlkan lést samstundisog 21 árs piltur sem var í hópnum slasaðist mikið. Hann er ekki talinn í lífshættu. Aðalfundur Amnesty Aðalfundur íslandsdeildar Amnesty International verður haldinn mánudaginn 25. apríl að Kjarvalsstöðum og hefst klukkan 20.30. FRÉTTIR Átverið Stefnir í átök Arangurslaus samningafundur 10 verkalýðsfélaga við VSÍ vegna Álversins. Félögin sœkja um verkfallsheimild Asíðasta degi vetrar slitnaði upp úr samningaviðræðum 10 verkalýðsfélaga við VSÍ, sem er samningsaðili fyrir Álverið í Straumsvík, og hafa þau ákveðið að óska eftir verkfallsheimild meðal félagsmanna sinna á fund- um eftir helgi. Að sögn Grétars Þorleifs- sonar, formanns félags bygging- armanna í Hafnarfirði, sem á sæti í samninganefnd félaganna tíu, stefnir allt í verkfall í Álverinu, því síðasta tilboð VSÍ var að bjóða starfsmönnum Álversins tæplega það sem samið var um í Akureyrar-samningunum, sem samninganefnd verkalýðsfélag- anna hafnaði alfarið. Verkalýðsfélögin lögðu fram tillögu um að gerð yrði sameigin- Ieg launakönnun á hliðstæðum störfum, en því var hafnað. Grét- ar sagði að álverð hefði hækkað verulega á síðustu misserum og vildu starfsmenn að sjálfsögðu fá að njóta þess með bættum kjörum. Hann sagði að áður fyrr hefðu verkalýðsfélögin samið beint við samninganefnd Álvers- ins og þá hefðu fulltrúar VSÍ ver- ið áheyrnarfulltrúar. Nú hefði dæmið snúist við sem benti til þess að VSÍ ætlaði sér að hafa hönd í bagga með samningsgerð- inni og tryggja það að starfs- mennirnir fengju ekki meira en náðst hefði í þeim samningum sem VSÍ hefur gert að undan- förnu, þrátt fyrir það að vinnan í Álverinu væri á margan hátt frá- brugðin því sem almennt gerist á vinnumarkaðnum. -grh Fylgiskönnun Kvennalistinn enn stærstur Stöðugur meirihluti gegn ríkisstjórninni Viðurkenning Guðbergur fékk spænska orðu Á sumardaginn l'yrsta afhenti sendiherra Spánar á íslandi Guð- bergi Bergssyni rithöfundi verð- leikaorðu spænska: Guðbergur hefur til hennar unnið og gott bct- ur með þýðingum sínum ágætum á bókmenntum hins spænska heims - hann hefur m.a. þýtt sjálfan Don Kíkóta og heldur hér á þeirri útgáfu, orðunni prýddur. Guðbergur komst reyndar á þá leið að orði við orðuveitinguna að þar skildi milli hans og Cer- vantesar, að síðarnefndur leitaði víða að fram og upphefð - en orð- an kemur svosem sjálfkrafa labb- andi til Guðbergs. Leitið ekki og þér munuð finna stendur þar. Orðunni góðu fylgdi boð til Guðbergs um þriggja mánaða dvöl á Spáni. Guðbergur með spænsku orðuna í barminum og Don Kíkóta í fanginu. Ljósm. E.ÓI. Kvcnnalistinn er stærsti flokk- urinn í skoðanakönnun sem HP birti á flmmtudag, og er sú niðurstaða samhljóða DV- könnun fyrir mánuði. Fylgi Kvennalistans hefur þre- faldast frá kosningum miðað við þessar kannanir, Sjálfstæðis- flokkur stendur í stað, A-flokkar tapa töluvert, Framsókn nokkuð, Borgaraflokkur hrynur niður. Skipting þeirra sem afstöðu tóku í HP-könnuninni var: AI- þýðuflokkur 10,9%, Framsókn- arflokkur 17,9%, Sjálfstæðis- flokkur 28,4%, Alþýðubandalag 9%, Borgaraflokícur 2,4%, Kvennalisti 30,3%, Flokkur mannsins 0,2%, Þjóðarflokkur 0,9%. Tölurnar eru mjög líkar DV-tölum fyrir mánuði, A- flokkar koma skár út, Borgara- flokkur verr. Þeir sem ekki svöruðu voru tæp 39%, sem er óvenju hátt hlutfall. Þá var spurt um afstöðu til ríkisstjórnarinnar og voru and- vígir 56,1 af hundraði þeirra sem tóku afstöðu, 43,9 studdu stjórn- ina. Þetta er svipuð niðurstaða og i fimm öðrum könnunum á árinu um afstöðu til stjórnarinnar. í könnuninni er ennfremur spurt um stuðning við einstaka stjórnmálamenn og eru fyrstu fimmtán á vinsældalistanum nú þessir: Steingrímur Hermanns- son, Þorsteinn Pálsson, Halldór Ásgrímsson, Guðrún Agnars- dóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Baldvin Hannibalsson, Kristín Halldórsdóttir, Þórhildur Þorleifsdóttir, Friðrik Sophus- son, Ólafur Ragnar Grímsson, Albert Guðmundsson, Guðrún Helgadóttir, Árni Gunnarsson, Svavar Gestsson, Davíð Odds- son. -m A Iþýðubandalagið Ráðstefna um landbúnað Framleiðslustjórnun, byggðamál, verslun, nýjungar og neytendamál meðal umræðuefna Nú um helgina gengst Alþýðu- bandalagið fyrir ráðstefnu á Sel- fossi, um landbúnað á íslandi. Hefur nefnd, sem skipuð var á síðasta landsfundi Alþýðubanda- lagsins, annast undirbúning ráð- stefnunnar. Ráðstefnan verður sett í Hótel Selfossi í dag kl. 10 árdegis en gert er ráð fyrir að henni verði slitið kl. 17.00 á sunnudag. Flutt verða fjórtán framsöguerindi en síðan verða málin rædd í starfs- hópum. Það má kalla nýmæli h margir þættir eru fléttaðir s á ráðstefnunni. Þarna v fjallað um landbúnað almei einstakar greinar hans, leiðslustjórnun, byggð verslun og verðlagsmál, sóknir, leiðbeiningar menntamál, skógrækt, græðslu, viðhorf neytenda Kl. 20.00 á laugardagskvölc svo vorfagnaður Alþýðub lagsins á Suðurlandi, í Hóti fossi. 2 SIÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.